Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 8
€ VÍSIR Föstudagur 19. desember 1980 utgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri: OavlA GuAmundsson. Ritstjórar: Olalur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstiórnartulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra Irétta: Guómundur G. Pétursson. Btaðamenn: Axel Ammendrup, Arnl Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttlr, Gyltl Krlst|ánsson. Illugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttlr, Páll Magnússon, Svelnn Guð|ónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaöamaóur á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Slgmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln EIJ- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Otliísteiknun: Gunnar'. Traustl Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. ’ Ritstjórn: Slðumúll 14, slmiðéóll 7 llnur. Auglýsingarog skrifstofur: Slðumgla8, slmar 86611 og 82260. Afgrtiðsla: Stakkholtl 2—4. slml 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-l ’ ið. Visir er prentaður I Blaðaprenti hf,(Siðumúla 14. Þlóðviljinn í dómarasæti Fróðlegt hefur verið að fylgj- ast með viðbrögðum á alþingi og í f jölmiðlum, eftir að iðnaðarráð- herra skýrði frá athugunum sín- um á meintum svikum Alusuisse varðandi súrálverðið til álverk- smiðjunnar. Stjórnarandstaðan leggur áherslu á að öll gögn verði lögð á borðið áður en dómur verði kveð- inn upp, og Tíminn og Fram- sóknarflokkurinn hafa áhyggjur af þeim áhrif um.sem vinnubrögð ráðherra kunna að hafa á Alusu- isse. Iðnaðarráðherra margendur- tekur að hann sé ekki að dæma svissneska álfélagið, þótt hann opinberi upplýsingar sínar. Kjarni þeirra upplýsinga er þó sá, að 30 milljarðar króna hafi ,,horfið í hafi". Ef þetta er ekki dómur, þá eru það dylgjur af þeirri stærðargráðu, að alla þjóð- ina rekur í rogastans. Einn er sá f jölmiðill, sem ekki þarf frekar vitnanna við. Um- mæli iðnaðarráðherra vefjast ekki fyrir Þjóðviljanum. Þar er f ullyrt fullum fetum að hráefnis- verð hafi verið falsað og hulunni svipt af svikamyllunni. Þjóðvilj- inn er í engum vandræðum með að útskýra hvað ráðherrann á við, þegar hann talar um.að þrjá- tíu milljarðar hafi týnst á hafi úti. Blaðið segir „að með þessu móti varð bókfærður hagnaður Meban flestir talsmenn stjórnmálaflokka og fjölmiðlar fara varlega i alla dóma um sök og svik Alusuisse varðandi súrálverðið, stendur ekki á áfeliisdómum Þjóðviljans. Þar fer ekki milli mála til hvers ieikurinn er gerður. af rekstri álversins hér þessum 30 milljörðum króna lægri en ella, og arðurinn sem íslenska ríkið átti að fá skatt af lendir í staðinn i gullkistum f jölþjóðlegra álfursta". Þá vitum við það. Þetta eru stór orð. Hér er það sagt berum orðum að úti í Sviss sitji áhrifamiklir og ábyrgir menn og leggi ráðin hvernig þeir geti prettað (slendinga um millj- arðatugi króna. Hér verður ekki tekinn upp hanskinn fyrir forsvarsmenn Alusuisse, en það er ekki venja í siðaðra manna samskiptum að lýsa viðsemjendur sína glæpa- menn, nema fyrir því liggi óræk- ar sannanir. Þær sannanir hafa ekki enn verið lagðar á borðið. Iðnaðar- ráðherra hefur ekki getað upp- iýst alþingi um önnur viðmið- unarverð. Það eina, sem hann byggir athugun sína á er leyni- ferð Inga R. Helgasonar til Ástralíu fyrr á þessu ári. Mat hlutlausrar endurskoðunarskrif- stofu liggurekki fyrir, skýringar Alusuisse höfðu ekki borist og ekkert eftirlit hefur farið fram síðustu sex árin á umræddum samningum. Sendiför Inga R. Helgasonarer öll hin undarlegasta. Þessi lög- gilti umbjóðandi Alþýðubanda- lagsins í stórum málum sem smáum, ferðast hringinn í kring- um hnöttinn á kostnað iðnaðar- ráðuneytisins til að taka nokkrar „stikkprufur" hjá ástralskri hagstofu! Slík leynd hvílir yfir þessu ferðalagi, að enginn hefur um hana vitað fyrr en hún er upplýst í umræðum á alþingi. Þó á Ingi R. Helgason sæti í stjórnarnefnd álverksmiðjunnar og ekki er annað vitað en bæði ráðuneytið og ÍSAL hafi telex- tæki í þjónustu sinni. Hvað sem líður niðurstöðu þessa stórmáls, þá er það lýðum Ijóst, að Alþýðubandalagið, Þjóð- viljinn og iðnaðarráðherra hafa annað í huga en að tryggja ís- lenska hagsmuni. Verið er að þyrla upp pólitísku moldviðri af slíku offorsi, að málefnaleg og sanngjörn vinnubrögð eru látin lönd og leið. Vissulega er það hrikalegt mál. ef fullyrðingar Þjóðviljans og málaliða hans reynast réttar. Auðvitað eigum við íslendingar að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn. Vitaskuld eigum við á hverjum tíma að nýta ótvíræðan rétt okkar til endurskoðunar á samningum við Alusuisse. En það á ekki að gerast með offorsi og dylgjum. Það á ekki að gerast með siðlausum sakargift- um. Eða halda menn að hækkun á raforkuverði og lagfæringar á samningunum verði auðveldari viðfangs með hnefahöggum og ótímabærum haturskrifum? Það þarf meira en eina Ástralíuferð til að réttlæta slíkar aðfarir. Ríkisúlvarplð fimmtugt: ÞARFAR AFMÆLISGJAFIR TIL HLUSTENDANNA H Það er sorgleg staðreynd að Rikisútvarpið skuli eiga fimm- tugsafmæli á morgun. Sorgleg vegna þess að þar með hefur út- varpið starfað i hálfa öld hér á landi án þess að landsmenn hafi átt þess kost að hlusta á annað útvarp en þessa einu rikisreknu stöð. Framan af ævi Rikisútvarps- ins gátu hlustendur verið sæmi- lega ánægðir. Útvarpsmenn endurspegluðu tiðarandann, og útvarpið var sá menningar- og afþreyingarmiðill sem full- nægði kröfum flestra. En útvarpið átti ekki við neina samkeppni að striða. Útvarpið var rikisrekið. Rikisreksturinn og skorturinn á samkeppni leiddu til þess að stofnunin sinnti ekki kröfum hlustenda. Yfirmenn útvarpsins þurftu engum að svara nema misvitr- um stjórnmálamönnum. Þeir þurftu ekki að óttast samanburð við aðrar útvarpsstöðvar. Afleiðingin er flestum kunn. Fimmtugt Rikisútvarp, sem hefur staðið i stað frá þvi á upp- hafsárunum. Flestir hlustendur eru óánægðir með dagskrá út- varpsins, samkvæmt hlustenda- könnun. Samt heldur útvarpið áfram flutningi dagskrár af þvi tagi sem þetta fólk er hvað óánægöast með. En útvarp á mikla framtið fyrir sér, ef rétt er á spilunum haldið. Þvi má hugsa sér nokkr- ar þarfar afmælisgjafir fyrir hið fimmtuga rikisútvarp: Samkeppni útvarpsstöðva. Eitt mesta böl Rikisútvarpsins neöanmaus Ólafur Hauksson, blaðamaður, skrifar hér um þörf útvarpsins fyrir samkeppni og aðrar breytingar, sem hann telur þurfa að gera á útvarpsrekstri nú á hálfrar aldar af- mæli Rikisútvarpsins. er skortur á samkeppni frá öðr- um útvarpsstöðvum. Sam- keppni þarf ekki að valda þvi að útvarpið leggist i lágkúru, held- ur mundi samkeppni knýja stjórnendur útvarpsins til að koma meira til móts við kröfur hlustenda sinna. Samkeppni mundi verða Rikisútvarpinu til góðs, og hún mundi verða hlust- endum til góðs, þvi þá hafa þeir um fleiri en eina stöð að velja. Frelsi frá stjórnmálamönn- unum.Annað mesta böl Rikisút- varpsins eru stjórnmálamenn- irnir. Þeir skammta útvarpinu fé, þ.e. svelta það, og þeir hafa eigin- og flokkshagsmunaputta sina i dagskránni. Stjórnmála- mennirnir hafa ekkert vit á gerð útvarpsdagskrár, en samt skipa stjórnmálamenn einir yfirstjórn dagskrárgerðarinnar, þ.e. út- varpsráð. Fyrir utan gæðaút- hlutunarstöðina Framkvæmda- stofnun hafa stjórnmálamenn hvergi jafn mikil afskipti af nokkurri rikisstofnun og Rikis- útvarpinu. Þetta gera þeir i varnaðarskyni. Þeir eru að gæta hvers annars, og til þess múlbinda þeir m.a. fréttastofu útvarpsins. I framhaldi af þessum æski- legustu afmælisgjöfum til handa rikisútvarpinu gætu út- varpsmenn sjálfir gefið sér nokkrarafmælisgjafir, þ.e. eftir að hinar hafa komið til fram- kvæmda: Aukið fjármagn. Þrátt fyrir samkeppni útvarpsstöðva mundi Rikisútvarpið eftir sem áður vera stærsta útvarpsstöð- in, vegna dreifikerfis sins. Út- varpið gæti þvi náð stærra hlut- falli auglýsinga, og haft þær dýrari, og þar með haft úr meiri tekjum að spila til að bæta dag- skrána. Samfara aukinni hag- kvæmni, t.d. með tölvuvæðingu tónlistardeildar og afnámi inn- heimtudeildar, mundi útvarpið þá hafa meira fé til umráða, sem er eitt af grundvallarskil- yrðum þess að gera góða dag- skrá. Nýtt blóð.Margir starfsmenn Rikisútvarpsins hafa staðnað vegna þrenginga þess og skorts á samkeppni. Suma þeirra þarf að setja á eítirlaun, aðra i endurhæfingu, og nokkrir þyrftu að fá sér störf annars staðar en hjá liiandi fjölmiðli. Þar að auki þyrfti að ráða nýtt fólk til starfa, fólk sem hefur menntun og áhuga, fólk á borð við þá sem hafa að undanförnu hafið störf hjá fréttastofu útvarpsins. Anægða hlustendur. Það eru hlustendur útvarps sem öllu máli skipta, og ef áðurgreindar endurbætur koma til fram- kvæmda má telja öruggt að ánægðum hlustendum mun fjölga til muna. Endurbæturnar þurfa ekki að vera þannig úr garði gerðar að nýr hópur hlust- enda verði ánægður, meðan gamli ánægði hópurinn verður óánægður. Endurbætur á Rikis- útvarpinu geta gert mun stærri hóp ánægðan með útvarpið en nú er. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af hinum, sem ekki verða ánægðir. Þeir hlusta bara á aðrar stöðvar. „Útvarp á mikla framtíð fyrir sér hér á landi sé rétt á spilunum haldið”, segir ólafur Hauksson. I I I I I I I I I I I l I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.