Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 22
Föstudagur 19. desember 1980 VtSLR ,,Ekki hægt ad breida út jóla- bodskapinn med krepptum hnefa” : sagði sr. Gunnar Kristjánsson i jólahugvekju á fundi Kiwanismanna ■ Korseti Nesklúbbsins, Páll GuOmundsson afhendir Maggý Flövents möndlugjöfina. A annaO hundraO manns voru á jólafundi Kiwanismanna i Félagsheimili Seltjarnarness. MeOal gesta voru Egill Skúli Ingibergsson borgarstjórinn i Reykja- vik og sr. Siguróur Páisson viglubiskup Skálholtsstiftis. A aöventunni héldu tveir Kiwunisklúbbár sameiginlegan jólafund i Félagsheimili Sel- tjarnarness. Voru það Nes- klúbbúrinn og Kiwanisklúbbur- inn Katla. Margt manna var þarna saman komin, við kertaljós, jólasálma og dýrindis hangikjöt. Að gömlum og góð- um sið var einnig hrísgrjóna- búðingur á matseðlinum og i honum leyndist að sjálfsögðu mandla. Sr. Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöllum i Kjós flutti jólahugvekjuna. Hann ræddium jólaboðskapinn og að- ferðir manna um heim við að breiða þann boðskap út meðal þeirra hæstu og lægstu. Elisabet Erlingsdóttir söng nokkur jólalög við undirleik Selmu Kaldalóns, við mikla hrifningu fundargesta. í lok fundarins afhenti forseti Nesklúbbsins, Páll Guðmunds- son gjafir fyrir hönd klúbbfélag- anna. Language-mastertæki var afhent Athugunar- og grein- ingarstöðinni i Kjarvalshúsi, sem Anna Hermannsdóttir for- stöðukona tók á móti. Hún þakk- aði Kiwanismönnum hug þeirra til starfseminnar sem fram fer i Kjarválshúsi. Fleiri aðilar á Nesinu eiga hug þeirra félaga, þvi þeir af- hentu einnig heyrnarmælinga- tæki fyrir skólana á Seltjarnar- nesi. Björgunarsveitin á Nesinu fer ekki varhluta af framtaks- semi Kiwanismanna, þvi að þeir eiga von á mótor i gúmbát á næstunni, sem styrkir björgun- araðgerðir sveitarinnar mjög. Greinilegt er, að Kiwanis- menn á Nesinu breiða út jóla- boðskapinn i sinu byggðarlagi með framrétta hönd. Eiturnaðra !Í Refaveidar á reiðhjóli Ungfrúin vióurkenndi, aó þaó væri skemmtilegra aó stunda veiöarnar á hestbaki. Nýtt og áður óþekkt hljóð blandaðist saman við hófadyn og hunda- gjamm á Balds- worth-veiðunum i Yorkshire nú nýverið. Það var hljómurinn úr bjöllunni á reiðhjóli ungfrú Eileen Asquiths sem mætti galvösk til leiks eins og hún hefur gert á hverju ári i hálfa öld. Ungfrúin, sem nú er farin að reskjast, hefur i fimmtiu ár þeyst um sveitirnar i kringum Doncaster á viljugum gæðing- um, en að þessu sinni ákvað hún að breyta til og fór á veiðarnar á reiðhjóli. ,,Ég hef ekki dottið af baki i átta ár en samt sem áður leiddi ég hugann að þvi, að slikt gæti komið fyrir og ég var ekki viss um að ég þyldi það, komin á þennan aldur”, sagði ungfrú As- quiths. „Ég man, að i gamla daga fylgdu þorpsbúar alltaf veiðimönnunum eftir á reiðhjól- um og mér fannst það ágætis lausn”. Ungfrúin viðurkenndi, að eftir að hafa riðið hestum i fimmtiu ár hefði það siður en svo verið auðvelt fyrir sig að læra að hjóla. Hún varð að lyfta hjólinu yfir hindranir og á erfiðustu köflunum varð hún að teyma hjólið. „En ég verð að segja eins og er, að það er ekki nærri eins gaman á veiðunum á hjóli eins og það er á góðum gæðingi. En engu að siður, þetta hressir mann að vera úti i góða veðr- inu...” Ballettdansarinn Ronnie Reagan, sonur verðandi Bandarikjaforseta, sagöi ný- lega I viðtali, að Carter for- seti væri eiturnaðra og sið- gæðisvitund hans væri f sam- ræmi við þaö, enda heföi Carter sagt f kosningabar- áttunni aö pabbi Reagan væri kynþáttahatari og her- mangari, sem heföi ekki viö rök að styðjast, að sögn ball- ettdansarans. Blaöafulltrúi Hvíta hússins, Jody Powell, fann sig knúinn til þess aö neita þessum áburöi opin- berlega, og f vörn sinni fyrir Carter lét hann þess getiö, aö snákar væru ails ekki sem verstir. Hann heföi veitt þá sem barn, — þeir væru hreinir, þeir dræpu nagdýr og létu menn yfirleitt f friöi nema þegar trampaö væri á þeim... ! ii ii ii Éileen Asquith heldur f humátt á eftir reiömönnum og hundunum á refa veiöunum. ■■■■■■■■■■■■■■!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.