Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 31
Föstudagur 19. desember 1980 VISIR 31 Fimmiiu ára afmæli húsnæðisleysis Miðað við húsnæðismál er út- varpið við Skúlagötu einhver mesti bönbjargar aöili landsins og kararaumingi. Liggur við að hin virðulega stofnun minni f húsnæðismálum á Jóhann bera og aðra útigangsmenn á liðinni öid. Allt stafar þetta af þvi að reisa þarf milljarða minnis- merki undir skrifstofur og út- varpsstjórnendur, þegar hiö hálfa dyggði tii að bjarga i hús við sæmilegar aðstæöur þvf tækjadóti sem útvarp byggist á öðru fremur. Engin vissa er fengin fyrir því að húsnæði fyrir tækjabúnað verði afgangs, þeg- ar búið veröur að koma öllu skrifstofufólki og stjórnendum fyrir i viðeigandi sölum í milljarða mónúmentinu, sem allt snýst um núna aö byggja á fimmtfu ára afmæli húsnæðis- leysis útvarpsins. Að öðru leyti á útvarpið af- mæli eins og aðrar stofnanir f landinu. Það er á morgun , laugardag, en i vinsældaskyni og af þvi félagsmálafræöin er nú i algleymi fá útvarpshlustendur að skoða tækjafargangið, sem komið hefur verið fyrir i klæða- skápnum á sjöttu hæð Skúla- götuhússins. Vonandi fá skoð- endur einnig að lfta á aðaltæki stofnunarinnar, sem er Utvarps- stjóri sjálfur. Þessi félagsfræðiáætlun að lofa hlustendum að skoða fólk og búnaö I starfi við Skúlagötu minnir ekki svo litiö á nef- töbaksstefnuna, sem löngum réði húsum I útvarpinu he'r á ár- um áður og gerir enn i bland viö poppið, rokkið og Xanadu tón- listinanúá dögum. Fók sem var nýkomið út úr lifnaðarháttum nitjándu aldar fór allt I einu að heyra tal spakviturra manna heima f stofum hjá sér úr tækj- um sem gengu yfirleitt fyrir batterium. Þá átti hver hlust- andi sitt stórmenni i tækinu, og hlustaði vandlega eftir hverju orði. Jafnvel veðurfræði varð tilefni visnagerðar um háþrýsti- svæði á körlum og djúpar lægðir hjá konum, þangað til velflest efni hafði verið vanið undir nef- tóbaksfræðin. Þessi fræði komu auk þess út i timariti, sem nefnist Útvarpstiðindi, þar sem úði og grúði af ferskeytlum um menn og mál I útvarpi. Ein- stakir útvarpsmenn urðu næst- um þjóðhetjur af öllu sman, en yfir lesefninu sátu andans höfð- ingjar á borð við Jón úr Vör. Heldur hefur dregiö úr nef- tóbaksfræðunum upp á siökast- ið, mest vegna þess að pólitikin hefur þurft að komast aö, og einstakir þættir félagsfræðinn- ar, sem likjast þó meir atvinnu- bótavinnu en alvörufræöum. Mitt f öllu þessu umstangi linnir siðan ekki yfirlýsingum um gjaldþrot útvarpsins, sem er að hinu leytinu á þrepskildi nýrrar milljarða byggingar fyrir skrif- stofur. Ekki þarf að aka lengi um Reykjavik til aö sjá hús, sem mundu henta útvarpssending- um ágætlega, þótt þær mundu eflaust ekki henta metnaði þeirra manna, sem aidir hafa verið upp á neftóbaksfræöum útvarpsins. Þar má t.d. nefna til skemmubyggingar þær, sem blasa við augum i Skeifu-hverf- inu svonefnda. Ef hugsa þarf yfirleitt fyrir þvi að koma fyrir tækjabúnaði sem fylgir út- varpssendingum, þulum og dagskrárflytjendum og þeim átján manna hópi, sem rislar dag hvern við hljómplötusafnið, mundi Skeifuskemma henta ágætlega. Þær henta mörgum stórum og virðulegum fýrir- tækjum eins og Hagkaupi, sem nú er orðiö að Hagkaupum í þágufalli, og sjálfu Ford-um- boöinu. Þyki háttseltu skrif- stofufólki að minningu nef- tóbaksfræða sé ekki gert nógu hátt undir höfði með skemmu, þar sem vinnuaðstaða yrði þó góð fyrir alla, má benda á við- bótarlausn. Það er einfaldlega að byggja turn við stafninn, sem þarf þó ekki að vera eins og súr- heysturn i laginu. Þar gæti út- varpsstjóri dvaliö ásamt liði sinu, og þar mætti stjórna endurútgáfu útvarpstiðinda. Með slikri lausn lyki fimmtfu ára húsnæðisleysi munaðar- leysingjans. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.