Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 20
Föstudagur 19. désember 1980 Alverift í Straumsvik. Árásir kommúnisla: Fyrst Flugleiðir og síöan fllveriö T.J. skrifar. Ég sem verkamaður i Alverinu i Straumsvik get ekki orða bund- ist útaf framkomu kommúnista J.M. hringdi. Mig langar að fara þess á leit við stuðningsmenn Gervasoni að þeir taki Marc Frederiksen nýnasista upp á sina arma strax. Ekki eingöngu vegna stefnu hans i stjórnmálum heldur vegna mannúðar og kærleika. Eins væri gott ef Amnesty International tæki upp hanskann fyrir þennan mann þvi hann er dæmdur vegna samvisku sinnar og það er krafa okkar Islendinga að samviskudæmdir menn fái að ganga lausir i okkar lýðfrjálsa landi. Stjórn Alþýðusambandsins bið ég um að greiða fargjald hans til landsins það er mun ódýrara að greiða eitt fargjald strax en að senda lögfræðing á launum og greiða fargjald hans báðar leiðir. Ekki þarf að biðja Guðrúnu Helgadóttur um að taka málið upp á Alþingi og veita aðstoð i þessu máli. Þvi hver er fljótari að hjálpa litilmagnanum en hún. Starf getur hún sjálfsagt veitt honum við gluggaviögerðir og þvott á skrifstofum sinum hjá Al- þingi, Borgarstjórn, borgarráði, Tryggingastofnun rikisins eða á rithöfundaskrifstofu sinni. Ég er viss um að hún gæti starfað betur ef þessi samviskufangi tæki að sér gluggamálin. ps. Hvernig væri svo að hún léti rýma Frakka- með sjálfan iðnaðarmála- ráðherra i fararbroddi gagnvart Álverinu. Ummæli þessara manna og þá aðallega ráðherrans um Alverið stiginn svo þessir aum- ingja menn gætu fengið húsnæði þar. hafa verið slik að það er ekki hægt að þegja yfir þeim. Árásir hans eru reyndar neyðarúrræði ráð- þróta manns sem reynir i ör- væntingu sinni að sverta þetta myndarfyrirtæki i Straumsvik sem veitir hátt i 800 manns at- vinnu. Það er eins gott að kommarnir hafa ekki þau völd i þessu þjóð- félagiað þeir geti farið sinu fram óáreittir, það yrði þokkalegt ástand sem þeir myndu skiija eftir sig á vinnumarkaðinum. Þeir voru ekki fyrr búnir að koma Flugleiðum á kné sér en þeir tóku til við að rakka Alverið niður og starfsemina þar. Hvað verður þeim næst fyrir, þessum mönnum er ekkert heilagt. Nýnasistinn Marc Frederiksen HJÁLPIÐ MARC FREDERIKSEN Bara eitt hús í Krlnglumýri Bjarni G. skrifar. Eg flutti úr landi fyrir nokkrum árum, en er nýkomin til landsins aftur. Ég hef á ferðum minum um höfuðborgina séð að ýmislegt hefur breyst, en eitt stakk tals- vert i augun. Ég var að aka eftir Miklubraut- inni og sá þá hús eitt mikið sem þar er risið i Kringlumýrinni. Þetta mun vera hús verslunar- innar upp á einar 10-12 hæðir en þegar ég fór erlendis var rétt byrjað að grafa fyrir grunni þessa húss. Þá var mikið talað um hinn nýja miðbæ sem ætti að risa þarna i Kringlumýrinni og látið mjög af þvi að þarna yrði verslunarkjarni höfuðborgarinn- ar í framtiðinni og ég veit ekki hvað átti þarna að vanta. Það skýtur þvi skökku við að sjá þennan 10-12 hæða steinkum- balda þarna i mýrinni, en ekkert annað hús eða önnur mannvirki. Vist er búið að róta þarna upp jarðvegsefnum fyrir einhverjar byggingar, en það er ekki mikið v.erk á einum 7-8 árum. Með sama framhaldi verður búið að steypa þarna einhverja sökkla eftir önnur 7-8 ár, og væntanlega gera einhver hús fok- held um árið 2010. Þetta þykja nú ekki miklar framkvæmdir úti i heimi. Þá sá ég að grunnurinn fyrir Seðlabankahúsið sem tekinn var hér á árum áður og kostaði morð- fjár stendur enn auður og yfirgef- Hrlngið í síma 86611 mllli kl. 2-4 eða skrifið til lesenda- síðunnar inn. Ég hélt þó að það væri hægt að láta þá framkvæmd ganga fyrir sig, þvi ekki hefur banka- yfirvöld skort fjármagn þegar þurft hefur að koma upp ein- hverjum byggingum fyrir starfs- semina. Er það hugsanlegt að það sé einhver atvinnubótavinna sem er verið að framkvæma út um alla borg með þvi að láta taka grunna fyrir húsbyggingar sem siðan eru svo ekki reistar? Hvað er nú friðarsinnar? S.Æ. hringdi Mig langar til þess að spyrja að þvi hvar allar mótmælanefndirn- ar og ráðin sem mótmæltu og ályktuðu eins og útungunarvélar á meðan striðið i Vietnam stóðu yfir séu núna. Þá voru haldnir hér fundir mót- mælagöngur og fleiri „atriði” til að reyna að sverta Bandarikja- menn i nafni mannúðar og kær- leika. En hvað er að gerast i heiminum i dag. Sovétmenn eru með fjölmennt innrásarlið i Afganistan og murka þar lifið úr saklausu varnarlausu fólki. Við landamæri Póllands biða herjir sovétmanna einnig gráir fyrir járnum tilbúnir að ráðast á almenning þar með vopnavaldi. Myndin i Sjónvarpinu á dögun- um um innrás sovétmanna i Tékkóslóvakiu sýndi vel hvernig mál ganga fyrir sig hjá þeim Kremlverjum. Þeim er ekkert sárt að vita af hermönnum sinum murka lifið úr saklausu fólki i þúsundatali en þeir fá bara völd og áhrif i staðinn. Hvar er nú manngæska Þjóð- viljamanna? Hvar eru mótmæla- nefndirnar sem mótmæltu strið- inu i Vietnam? Hvar eru friðar- ráðin sem skipulögðu mótmæla- göngur um götur Reykjavikur? Hvar eru menn óhultir fyrir kommúnismanum? Hvað ætla þeir að gera við háhyrnlngana? H.G.L. hringdi Eins og allir vita hafa menn á vegum Sædýrasafnsins i Hafnar- firði verið á háhyrningsveiðum i haust og er að manni skilst afli þeirra orðinn sá að þeir hafa fangað fimm dýr. Það er nokkuð langt siðan það fyrsta kom, og smátt og smátt hafa hin dýrin veriðaðbætast við. Hinsvegar hefur sú staða komið upp að manni virðist ástandið vera þannig að ekki sé neinn markaður fyrir þessi dýr og væri vist alveg eins hægt aö sleppa þeim i sjóínn aftur. Ég held að það hljóti að vera þröngt um þessi dýr sem eru vön frelsi i sjónum þegar þau eru komin i steingryfju eins og er i Sædýrasafninu en þar hafa þau ekki mikið athafnarými. Ég skal ekki leggja á þaö neinn dóm hvort hér er um ómannúðlega meðferö að ræða á dýrunum en mér finnst það verka þannig á mig. Er það virkilega þannig að það sé verið að veiöa þessi dýr hvert af öðru án þess að nokkur trygg- ing sé fyrir þvi að hægt sé að selja þau?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.