Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 19.12.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. desember 1980 vtsm i Miklar framkvæmdir í Kaplakrika FH og Haukar gera samstarfssamning Haukar leika framvegis heimaleíkí sína á Kaplakrikavellinum Bæjarstjórn HafnarfjarOar, FH og Haukar, hafa gert meö sér samning um uppbyggingu, rekst- ur og afnotá fþróttamannvirkjum bæjarsjóós, FH og Hauka. Meö samningi þessum er stigiö mikil- vægt spor i re'tta átt, segir i FH- fréttum. öll iþróttamannvirki I Hafnarfiröi, aö iþróttahúsinu viö Strandgötu frátöldu, veröa fram- vegis i umsjón og undir yfirráö- um iþróttafélaganna. FH-ingar og Haukar munu þvi leika heimaleiki sina i knatt- spyrnu á grasvellinum aö Kapla- kríka. Bergþór Jónsson, formað- ur FH, sagði m.a. eftirfarandi i FH-fréttum: „Samningsaðilar eru sammála um að áfram verði haldið upp- byggingu iþróttamannvirkja skv. fyrirliggjandi skipulagstillögum. Að þvi skal stefnt að þau verði fullnægjandi, sem æfinga- og keppnisaðstaða fyrir iþrótta- félögin og almenning i bænum, enda er þá miðað við að sérstakur bæjarleikvangur verði ekki reist- ur á samningstimabilinu. Bæjarsjóður tekur að sér að byggja i tveimur áföngum gras- æfingasvæði (tvo velli) i Kapla- krika að stærð 110x140 m. Fram- kvæmdir við fyrri áfanga skulu hefjast nú þegar og er miðað við að fyrri völlurinn verði nothæfur tilæfinga fyrir félögin á komandi sumri. Vellir þessir verða eign FH en eru ætlaðir sem æfinga- svæði fyrir bæði félögin. Samn- ingurinn gildir til 30. september 1995 og að samningstfma loknum fær FH óskert og kvaðalaus yfir- ráð yfir völlunum. Vegna æfingasvæðisins mun bæjarsjóður reisa bráðabirgða- hús, með tveimur búningsklefum og sturtuklefa, sem notaður verður.þar til búningsaðstaða FH kemst I gagnið, en þá skal húsið fjarlægt. Bergþór sagði ennfremur að samþykkt hafi verið skipulag af svæði FH i' Kaplakrika/ sam- kvæmt tillögu Gisla Halldórsson- ar arkitekts. FH er heimilt að hef jast nú þeg- ar handa við byggingu fyrsta áfanga búnings- og félagsaðstöðu og á þessu ári mun bæjarsjóður veita byggingastyrk til verksins. Fyrir utan ákvæði samningsins er unnið markvisst aö öðrum framkvæmdum á svæðinu til bættrar aðstöðu fyrir keppnisfólk og áhorfendur. M.a. er verið að slá upp fyrir og steypa fleiri áhorfendapalla við norð-vestur hlið grasvallarins og með vorinu verður lokið við að sá I ógróin svæði og allar likur eru á að hita- veita verði lögð til svæðisins á ár- inu. Jarðvinnslu undir væntanlega stúkubyggingu er lokið og sá verktakafyrirtækið Þórisós um framkvæmdir. Kristinn Jónsson, byggingameistari i Hafnarfirði mun sjá um uppslátt og gerð sökkla og að þvi verki loknu verður stúkubyggingin boðin út. Gert er ráð fyrir að verulegur fjárstyrkur fáist til þessa verks á næsta ári.” Þessimynd ertekin á Kaplakrikavellinum — PéturOrmslev sést hér skora sigurmark Fram 1:0 gegn FH í bikarkeppninni I sum- „STJORNULIÐ : DANNY SHOUSE ! - mætir landsliðinu í Reykjavík og á Seltossi | , .Stjörnuliö” Danny Shouse | mætir landsliöinu i körfuknatt- | leik—tvisvar um helgina. Fyrst I mætast iiöin á morgun kl. 14.00 í | Hagaskóla og siöan á sunnudag- inn á Seifossi kl. 16.00. Danny Shouse hefur valið lið sitt, sem er þannig skipað: Dak- arsta Webster, UMFS, John I Johnson, Akranesi, Július Val- j geirsson og Þorsteinn Bjarna- j son úr Njarðvik, Valsaramir | Jón Steingrimsson, Jóhannes j Magnússon og Þórir Magnús- | son. Bjarni Gunnar Sveinsson | og GIsli Gíslason — Stúdentum, og KR-ingarnir Geir Þorsteins- son og Bjarni Jóhannsson.-sOS I J Bókln sem strákarnir tala um UVERPOOL IIVERPOOI Bókin um LIVERPOOL er um leið og hún er frásögn af þekktasta knatt- spyrnuliði Evrópu í dag, saga ensku knattspyrnunnar og alls þess sem hún býður upp á. Hér er lýst uppbyggingu Liverpool, frásagnir eru af keppnistímabilum, ein- stökum leikjum og ekki síst frásagnir af þekktustu knattspyrnusnillingum sögunnar. Enska knattspyrnan er ekki neinn „dúkkuleikur", hún er harðsvíruð keppni bæði utan vallar sem innan. Þeir sem skara fram úr eru snillingar á sínu sviði, bæði þeir sem leika í liðinu á hverjum tíma og hinir, sem þjálfa leik- mennina og stjórna félögunum. LIVERPOOL hóf keppnistimabilið í haust með fjóra meistaratitla á s.l. fimm árum í veganesti. Liðið hefur hafnað í fyrsta eða öðru sæti í 1. deildinni s.l. 8 ár og ekki neðar en i fimmta sæti síðan 1966. Frá þvi liðið kom upp i 1. deildina 1962 hefur það unnið titilinn sjö sinnum og hafnað i öðru sætinu fjórum sinnum. Liverpool hefur tvívegis unnið bikarinn, árin 1965 og 1974, og að auki leikið til úrslita í honum árin 1971 og 1977. Leikið til úrslita í deildabikarnum 1978, orðið Evrópumeistari tvisvar, 1977 og 1978. Unnið UEFA-bikarinn 1973 og 1976, leikið til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa 1966 og unnið stórbikar (Supercup) Evrópu. Hvemig sem á er litið verður að út- nefna LIVERPOOL liðið í dag sterkasta félagslið nútímans í sögu enskrar knattspyrnu og ef til vill um víða veröld. Úthald liðsins og þrautseigja eru með eindæmum og enn virðist ekkert lát á. Sagan um LIVERPOOL er bók sem allir unnendur knattspyrnu á islandi vilja fá í bókasafn sitt. HAGPRENT HF. - BÓKAFORLAG Ltf mltt og knattspyma Bækur um Pele og Liverpool (Jt eru komnar tvær mjög skeinmtilegar knattspyrnubæk- ur. önnurer bókin um Liverpool: — Liverpool alltaf á toppnum, sem Hagprent gefur út. Sigurður Sverrisson, iþróttafréttaritari DB þyddi bókina og gerir þaö vel. Rakin er saga þessa fræga félags, sem er mjög glæsileg og sagt er frá mörgum skemmtilegum at- vikum félagsins og leikmanna, sem hafa leikiö meö Mersey-liö- inu. Mikiö af myndum er i bók- mni. Þá er nykomin bók um knatt- spyrnusnillinginn Pele, sem Formprent gefur út. Asgeir Ingólfsson þyddi bókina. Þaö þarf ekki aö fara mörgum oröum um Pele — hann er vel þekktur, enda einn albesti knattspyrnumaöur, sem uppi hefur veriö. Báöar þessar bækur eru kær- komnar fyrir knattspyrnuáhuga- menn, sem fagna þeim. Þeir fá nóg aö lesa um jólin. — SOS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.