Vísir - 22.12.1980, Page 1

Vísir - 22.12.1980, Page 1
Lausleg áæilun um vlðgerðlr á Hðishúslnu: Kosla á annan mllliarð utan alls lausabúnaðar Ljóst er, að kostnaður við að gera Viðishúsið þannig úr garði, að það verði nothæft nemur hundruðum milljóna króna. Siðustu áætlanir sem liggja fyrir i þessu sambandi voru teknar saman i fyrravetur, af embætti Húsameistara rikisins og Innkaupastofnun rikisins. Þessar áætlanir hefur emb- ætti Húsameistara rikisins framreiknað fyrir Visi til verð- lags dagsins i dag. Þess bera að geta, að áætlunin hefur verið framreiknuð yfir á visitölu 539 stig, þ.e. visitölu sem gildir október, nóvember og desem- ber. Þessar tölur, sem birtar verða hér að neðan eru þvi að veröa úreltar aftur. Samkvæmt þeim kostar tæpar 300, eða 297 m. kr. milljónir króna að gera húsið upp að utan. 1 þvi felst að reisa vinnupalla, skipta um þak, múra og mála útveggi, skipta um glugga og gler og ganga frá lóð og bif- reiðageymslu fyrir aftan húsið þ.e. við Brautarholt. Taldi Ragnar Arnaids fjármálaráð- herra i viðtali við Visi að við- gerð á þaki myndi kosta riflega 100 millj. króna. Þá hefur verið tekin saman önnur áætlun um fullfrágengið hús að innan. A þetta aðeins við um þrjár efstu hæðirnar, sem .menntamálaráðuneytinu er ætlað að nýta og eru samtals 3000 ferm. að stærð. Það sem fyrir liggur i þessu efni er svo- kölluð reynslutala þ.e' . meðaltal miðað við samsvarandi hús- næði. Með einangrun, frágangi út- veggja að innan, nýjum aðal- inngöngum, nýjum stigum, lyftum, endurnýjuðu rafmagns- kerfi, hitakerfi og hreinlætisað- stöðu, svo og innveggjum, myndi kostnaður nema 930 mill- jónum króna samkvæmt fram- reikningi. Þarna var ekki stuðst við tillögur, sem Arkhönn h.f. hafði gert fyrir menntamála- ráðuneytið um breytta herbergjaskipan o.s.frv. Þá er þess að geta, að i þessum 930 milljónum er ekki innifalinn lausabúnaður, þ.e. gólfdúkar- eöa teppi, glugga- tjöld, borð vélar og annaö, sem þarf til að ráðuneytið geti flutt inn. Þvi segja þessar tölur aðeins hluta af sannleikanum. Ekki er gert ráð fyrir Viðis- húsi i fjárlagafrumvarpi heldur yrði kostnaöur við hugsanlegar viðgeröir tekinn af liðnum „óviss útgjöld”, að sögn fjár- málaráðherra. —JSS Sjá nánar um Víöis- húsið í opnu í blaði ll ídag AUir gluggar á efri hæðum Viðishússins eru ónýtir. Það er ekki nóg með það, þvi flestar rúður eru brotn ar, og sums staðar hefur pappa- eða tréspjöldum verið tildrað fyrir heilu gluggana. Einkum á þetta þó við um bakhlið hússins. — Visismynd GVA Mennta mál ar áðuneyllð eingöngu I lelguhúsnæðl: Greiðir 25 milijónir á ári Menntamálaráðuneytið er nú i leiguhúsnæði á þrem stööum i Reykjavik. Fyrst er að telja Hverfisgötu 6, þá Ingólfsstræti 5, þar sem skólarannsóknar- deild er til húsa og i Alþýðu- húsinu, þar sem bókafulltrúar hafa aðsetur. Samtals greiðir ráðuneytið um 25 milljónir króna i húsaleigu á ári. „Þvi miður hef ég ekki heyrt um neitt sem bendir til þess að hæðir ráðuneytisins verði teknar i notkun á næstunni”, sagði Birgir Thorlacius deildar- stjóri i Menntamálaráðu- neytinu, er Visir ræddi við hann. „Námsgagnastofnun á þarna tvær hæðir, sem fyrirhugað er að hún taki i notkun. Svo vantar ákvörðun um hvað gert verði við hinn hlutann. Það er ekkert nýtt af þvi að frétta ennþá”. Visir hafði einnig samband við Indriða Þorláksson deildar- stjóra i menntamálaráðuneyt- inu og spurði hann m.a. um hvort enn væri unnið að upphaf- legum hugmyndum varðandi nýtingu Viðishússins. „Það var aldrei tekin nein endanleg af- staða til þeirra hugmynda sem uppi voru með að nýta 3 efstu hæðirnar fyrir ýmsa starfsemi menntamálaráðuneytisins”, sagöi hann. „Þaö hafði heldur ekki verið gerð nein fullnaðar- vinna, þvi það fyrsta sem þyrfti að gera, er að gera húsið upp að utan”. Brynjólfur Sigurðsson hag- sýslustjóri i Fjárlaga og hag- sýslustofnun var spurður að þvi hvort ekki hefði verið veitt fé til viðhalds eða viðgerða á Viðis- húsi eftir að það var keypt. Kvaöst hann ekki minnast þess. Hins vegar hefði verið veitt fé til greiðslu af skuldabréfum vegna kaupanna, þegar þess hefði gerst þörf. Námsgagnastofnun hefðisamkvæmt fjárlögum lán- tökuheimild upp á 50 milljónir króna til standsetningar á þeim hluta hússins, sem henni væri ætlað. Aöspurður um hvernig þetta mál stæði fyrir næsta ár, sagöi Brynjólfur aö tillögur væru um að laga þak hússins og reyna aö verja það frekari skemmdum, en um fjármagn hefði ekki verið tekin nein ákvöröun. —JSS J I i 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.