Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 C 29                                                                NÝBÝLAVEGUR Góð 2ja herbergja íbúð og innbyggður bílskúr alls tæpir 84 fm á efri hæð í góðu fjölbýli með sex íbúðum. Frábært útsýni yfir Kópavog, Reykjavík og út á sjó. Húsið stendur við húsagötu ofan við Nýbýlaveg og er því ekki ofan í umferðinni. Verð 11,9 millj. LAUS STRAX. IÐUFELL Falleg 2ja herbergja 68 fm íbúð á 3ju hæð með yfirbyggðum svölum í nýlega klæddu húsi. Verð 8,2 millj. BURKNAVELLIR - HF. Rúmgóðar 2ja-5 her- bergja íbúðir í klæddu fjölbýli á góðum stað í nýja Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Bílageymsla. Sérinngangur í 2ja og 4ra-5 herbergja íbúðir. Sérlega gott skipulag. Fallegt hraunið umlykur þetta vandaða hús. Skilast fullbúnar án gólfefna. Vandaðar innréttingar og tæki. Verð frá 11,7 milj. NÝBYGGINGAR LÓMASALIR - PARHÚS Mjög fallegt og vandað parhús á 2 hæðum með innb. bílskúr. Húsið er selt fullbúið að utan og fokhelt að innan og er komið í það ástand. Það er vel staðsett í lokuðum botnlanga og er ágætt útsýni yfir nýja golfvöllinn. Húsið er samtals 224 fm með 195 fm íbúðarflöt og 29 fm bílskúr. Verð 18,7 millj. SMIÐJUVEGUR Mjög gott og einstaklega snyrtilegt atvinnuhúsnæði á efri jarðhæð í tveggja hæða húsi. Þar sem þetta er á efri hæð eru gluggar bæði á fram- og bakhlið, sem gerir húsnæðið einstaklega bjart og skemmtilegt. Út- veggir eru steyptir og límtrésbitar í lofti. Það eru því engar burðarsúlur í húsnæðinu og lofthæð mjög góð þar sem hún er mest. Verð 10,7 millj. TÓMASHAGI - RISÍBÚÐ Glæsileg, þriggja herbergja og vel skipulögð risíbúð í fjórbýli á þessum fallega stað. Íbúðin er björt og rúmgóð með stórum kvistum, nýlegri eldhúsinnréttingu og massífu stafaparketi úr eik á gólfum. Svalir til suðausturs. Þak nýlega endurnýjað. Góð eign. ENGJASEL Björt og rúmgóð 100 fm 4ra-5 her- bergja íbúð á 4. hæð í fjölbýli með miklu útsýni og 30,7 fm stæði í bílageymslu. Mikið og fallegt út- sýni yfir til Bláfjalla og norður í fjöll. Íbúðin er ný- máluð og ný útidyrahurð. Íbúðin er laus nú þegar. Verð 12,7 millj. ÁLFATÚN - KÓP. Falleg neðri sérhæð í tví- býli á einum eftirsóttasta stað í Kópavogi, neðst í Fossvogsdalnum, næst innsta hús í lokaðri götu. Sérbílastæði, sérinngangur og sérgarður. Verð 14,7 millj. HJALLABRAUT - HF. Góð 3ja-4ra herb., 110 fm íbúð á 1. hæð í 3. hæða fjölbýli. Tvö góð herbergi, björt stofa/borðstofa með útg. á stórar suðursvalir. Þvottahús og búr inn af eldhúsi. TRÖLLABORGIR Sérlega falleg og rúmgóð íbúð á þriðju og efstu hæð í góðu steinsteyptu fjölbýlishúsi í Grafarvoginum. Húsið er allt mjög snyrtilegt með bílskýli á jarðhæð. Verð 13,9 millj. LÓMASALIR - FULLBÚIN Mjög rúmgóð og falleg þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með suðvestursvölum. Sérinngangur af svölum. Bíla- geymsla. Góð áhv. lán. Verð 15,9 millj. HRAUNBÆR Góð 2ja herbergja íbúð á 3. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Verð 8,9 millj. Sjá nánari lýsingu og myndir á netinu. 2 HERBERGI I 3 HERBERGI GNITAHEIÐI Nýlegt, fallegt 150 fm raðhús á 2 hæðum ásamt rými í risi og 25 fm bílskúr á þess- um óviðjafnanlega útsýnisstað. Húsið stendur við litla lokaða botnlangagötu. 3 herb. 2 böð og góðar stofur. Parket og flísar. Áhv. 4,2 millj. Verð 23,5 millj. MELABRAUT - SELTJ. Mjög skemmtilegt lítið parhús sem byggt hefur verið í gömlum stíl. Húsið er skemmtilega staðsett á hornlóð og hef- ur því góða aðkomu. Með húsinu fylgir nýlegur, mjög stór og rúmgóður bílskúr með góðri loft- hæð. Umhverfis húsið er mjög huggulegur garð- ur. Stór vandaður sólskáli. Nýtt járn á þaki. Verð 20,4 millj. HLÍÐARHJALLI - KÓP. Mjög falleg og vel skipulögð 3ja herbergja endaíbúð á 1. hæð. Frá íbúðinni er mjög fallegt útsýni yfir Kópavoginn. Verð 12,9 millj. 4 - 6 HERBERGJA SÉRBÝLI sími 530 1500 www.husakaup.is LÓMASALIR 2-4 – NÝTT HÚSVIRKISHÚS Glæsilegar, rúmgóðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í álklæddu lyftuhúsi, byggt af Húsvirki hf. Aðeins 12 íbúðir í stigahúsi og hverri íbúð fylgir merkt stæði í bíla- geymslu undir húsinu. Lyfta liggur niður í bílageymslu. Íbúðirnar afhendast fullbún- ar án gólfefna næsta vor. Vandaðar ísl. innréttingar. Flísalögð baðherbergi og sér- þvottahús. Fullfrágengin sameign og ræktuð lóð. Hiti í stéttum við hús og bílastæði fyrir fatlaða. LITPRENTAÐUR BÆKLINGUR Á SKRIFSTOFU HÚSAKAUPA. Mjög falleg, töluvert endurnýjuð og einstaklega vel skipulögð 6 herb., 148 fm enda- íbúð á 3. hæð. 4 svefnherb.og 2 stofur. Sérþvottahús. Áhv. 5,5 millj. Verð 17,3 millj. ATH. ÁHV. BYGGSJ. 2,4 MILLJ. SEM BÆTA MÁ 8,0 MILLJ. AÐ HÚSBRÉFUM VIÐ OG YRÐI GREIÐSLUBYRÐI AF 10,4 MILLJ. ÞÁ AÐEINKS KR. 52.000 Á MÁN. KÓNGSBAKKI Glæsilegt og mikið endurnýjað pallahús ásamt frístandandi bílskúr. Húsið er vel staðsett ofan við götu og hægt að keyra upp að húsinu og leggja fyrir framan. Ný- lokið er stórfelldum breytingum á húsinu sem auka mjög nýtingu þess og gera það mun skemmtilegra. Verð 29,8 millj. HJALLALAND Þessar piparkökur eru fallegar á bakkanum, en ekki er allt sem sýnist. Þær eru ekki heppilegar til átu því þær eru alsettar glimmer og málm- stjörnum, enda límdar niður á bakkann og ætlaðar til að hengja upp – búnar til af litlum og áhugasöm- um barnshöndum. Sumir baka piparkökur með gati í eða til að hengja upp til skrauts eða skreyta piparkökurnar með glassúr; en þetta er sem sagt líka hægt að gera við piparkökur. Piparkökur ábakka Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.