Vísir - 06.01.1981, Side 1
Ahugi erlendra aðila a
slofnun efnaverksmlðiu
Yrðl við Grindavfk eða Straumsvik - veitti 30-50 mðnnum atvinnu
Tvö erlend fyrirtæki,
Irish Cleaning
Enstorage Company
Ltd. og Seheepvaart
Bolleart, hafa leitað
fyrir sér hér á landi um
uppsetningu og rekstur
á efnaverksmiðju, þar
sem fram myndi fara
framhaldsvinnsla á
brennisteinssýrum.
Brennisteinssýra væri
flutt hingað til lands og
hitaorka siðan notuð til
þess að eima vatn úr
sýrunni, en siðan væri
sýran flutt út aftur.
Að sögn Eiriks Alexanders-
sonar, bæjarstjóra i Grindavik,
höfðu hinir erlendu aðilar sam-
band við þá i lok nóvember 1980.
Eirikur sagði, að hugmynd væri
um að reisa verksmiðju, sem
framleiddi um 40 þúsund tonn af
brennisteinssýru á mánuði.
Landþörf slikrar verksmiöju er
áætluð 30 þúsund fermetrar og
mannafli um 30-50 manns.
Bæjarstjórn hafði lauslega
kannað málið og kom helst til
greina svæði milli Svartsengis
og Reykjaness, við Eldvörpu,
yrði af þessu. Versmiðjan yrði
þá staðsett við bæjarmörkin, en
siðan lægi leiðsla niður að höfn,
þar sem ferming og afferming
ættu sér stað.
Visir hafði samband við Pál
Flygenring hjá iðnaðarráðu-
neytinu, og staðfesti hann, að
hinir erlendu aðilar væru að
leita fyrir sér um verksmiðju,
sem að ofan greinir. Hann sagði
þó, að málin væru á algjöru
frumstigi og upplýsingar um
málið væru alls ekki allar
komnar fram. t>ó sagði Páll, að
samkvæmt upplysingum fuil-
trúa fyrirtækjanna, sem hafa
komið hingað til lands, væri hér
um hreinlegan iðnað að ræða,
aðeins vatnsgufa yrði eftir, þeg-
ar eimað væri. Að sögn Páls
höfðu fyrirtækin einnig leitað
eftir möguleikum á verksmiðju-
stað við Straumsvík.
Visir hafði samband við Einar
Halldórsson, bæjarstjóra i
Hafnarfirði, og sagði hann að
fyrirspurn um þetta hefði borist
frá Irish Cleaning Enstorage
Company Ltd., en að öðru leyti
væri litið farið að kanna mögu-
leika á sliku.
Eins og gefur að skilja, verða
hafnaraðstæður og hitaorka að
vera fyrir hendi, svo að unnt sé
að starfrækja verksmiðjuna.
Þeir voni fegnir feröalokum, ,,þotu"-farþegarnir frá Akureyri, sem mættu til flugs kl. hálf tfu á Akureyri, en voru aö taka farangur sinn á
Reykjavikurflugvelli kl. hálf tvö i nótt. Visismynd GS.
9 liH W
** Spvl
Miklð annrlkl
I innanlandsflugí
Flugleiða I gær:
þrjAr
Þ0TU-
FERRIR
Mikið annriki var á innanlands-
leiðum Flugleiða i gær. Fluttir
voru 1200 farþegar á leiðum fé-
lagsins og tókst að tæma þá far-
þegalista, sem fyrir lágu.
Þrjár ferðir voru farnar á Bo-
eing 727 til Akureyrar og tók sjálf
flugferðin fljótt af. Sá böggull
fylgdi þó skammrifi, að vélin
varð að lenda i Keilavik vegna
ófullnægjandi 'lendingarskilyröa i
Reykjavik.
Tók siðan við ferðalag með bif-
reið til Reykjavikur, sem tók
lengri tima en sjálf flugferðin.
Þá komu tvær Fokkervélar,
fullskipaðar farþegum, á leið til
Egilstaða og Sauðárkróks, við i
Keflavik til að taka bensin, þar
sem þær gátu ekki farið með fulla
tanka á loft i Reykjavik vegna lé-
legra bremsuskilyrða. öllum
þessum útúrdúrum tóku farþegar
með jafnaðargeði, fegnir að kom-
ast loks á leiðarenda, þvi miklar
tafir hafa orðið á innanlandsflug-
inu yfir hátiðarnar.
Laun pingmanna hækka um 64%
,,Ég tel að það sé ekki nema
eitt orð yfir þetta, miðað við
stefnu rikisstjórnarinnar f
launamálum, og það er
hneyksli", sagði Kristján Thor-
lacius formaður BSRB um nýja
þingfararkaupið.
Nýlega ákvað Kjaradómur að
þingfararkaup skyldi hækka um
64% frá 1. mai, eöa úr 731.908
g.kr. í 12.00 n.kr., sem jafngildir
1,2 millj, g.kr. 1 gömlum
krónum talið er hækkunin
468.092, ,,og mundi mörgum
þykja barp sæmilegt aö hafa
það i mánaðarkaup”, sagði
Kristján Thorlacius. „Mér
finnst mikið ósamræmi i þessu
miðað við stefnuna, sem kom
fram hjá rikisstjórninni á sið-
asta ári,” hélt hann áfram.
„Það tók okkur á annað ár að
semja um litilfjörlega kaup-
hækkun til opinberra starfs-
manna og það náðust loks
samningar, sem jafnvel rikis-
stjtírnin taldi vera innan þess
ramma, sem efnahagur þjóðar-
innarþyldi. Siðan hafa allir aðr-
irsamiöum betra og þetta er nú
hámarkið á þvi að alþingis-
mönnum er skammtað i svona
hrópandi ósamræmi aö það
hlýtur aö hneyksla alla þjóö-
ina.”
Launahækkun þingmannanna
er afturvirk til 1. mai að hluta,
en hækkunin, sem þeir fá um
áramót er 2.278,96 n.kr. eða
23,44%.
Samkvæmt dómnum eiga
þingmenn inni laun frá siöasta
ári, n.kr. 12.305,52.
Ráðherralaun eru nú 22.600
krónur, nema forsætisráðherra
hefur 23.900 krtínur i kaup á
mánuði.
Fyrir utan þessi laun eru svo
ýmsar aörar greiðslur, svo sem
húsnæðisstyrkur þingmanna,
sem búa utan Reykjavlkur og
Reykjaness, dvalarkostnaður
sömu þingmanna meðan á þingi
stendur, feröakostnaður o.fl.
SV