Vísir - 06.01.1981, Side 16

Vísir - 06.01.1981, Side 16
16 VÍSIR Þriöjudagur 6. janúar 1981 Helur Guðrún ekki lærl list stlórnmálamanna? Þetta er auðvitað tóm vitleysa, eins og hinir þingmennirnir 59 geta sagt Guðrúnu. Stjórnmála- menn eru aldrei bundnir af þvi, sem þeir segja opinberlega. Það eru alltaf „breyttar aðstæður”, ,,ný sjónarmið” og „önnur við- horf” o.s.frv. Þetta hefur Guðrún kannski ekki lært ennþá, enda bú- in að vera stutt á þingi. Og eins og nú horfir, þá er ekki útlit fyrir, að hún verði nógu lengi á þingi til þess að læra þetta til hlitar, fyrst henni heíur ekki enn tekist það. En svo sleppt sé öllu gamni, þá er það dálitið einkennandi fyrir islenska pólitik, að loksins þegar þingmaður ákveður að standa viö það, sem hann hefur sagt, þá skuli það þurfa að vera um jafn ómerkilegt mál og það, hvort franskur liðhlaupi á að fá að lifa i vellystingum i Reykjavik eða Kaupmannahöfn." SS hringdi: „Það held ég. aö hún Guðrún Helgadóttir ætti að taka Guðna Kolbeinsson sér til fyrirmyndar. Guðni hefur sýnt að hann er maö- ur skynsamur, sem lætur ekki til- finningar hlaupa .með sig i gönur (nema stundum). Hann hefur nú ákveðið að hætta við að hætta með daglegt mál i útvarpinu, og er það vel. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að haiín hefði áður ákveðið að hætta, óg tilkynnt það alþjóð. Hann er siður en svo minni maður, m hann hafi þarna skipt urh 'Skoðun þegar skynsemin bauð honum að gera svo. . V Guðrún er hiiísv vegar haldin þeirrifirru aðtrúá þvi að þarsem hún hafi einu singi ákveöið eitt- hvað, þá verði huii'að standa við það.hvað sem tautar og raular. SS telur að Guðrún eigi að taka Guðna Kolbeinsson sér til fyrirmyndar. MEfl KVEÐJUR FRÁ SJÁLFUM SER Jóna Björnsdóttir hringdi: Mig langar til að gagnrýna óskalagaþátt sjúklinga. Mér finnst alveg ófært, að stjórnandi þáttarins skuli eyða öllum timan- um i' að bera kveðjur frá sjálfum sér til vina og kunningja og leika lög eftir eigin geðþótta, eins og gerðist i fyrsta þætti nú eftir ára- mót. Hins vegar i siðasta þætti fyrir áramót bárust svo margar kveðjur og óskir um lög, að stjórnandinn komst engan veginn yfir þær. Væri ekki réttara að jafna þessu örlitið niður? Eða er þátturinn kannski of langur? Bréfritari minnir á aö áður hafi Gunnar Thoroddsen sent dularfulla konu til þess að kanna ástandið á Kröflusvæðinu, og ekki hafi það ráð dugað. Það þarf meira til en víljann Hafnfirðingur skrifar: Nú hafa efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar loksins litið dagsins ljós. Fyrst þegar við Is- lendingar heyrðum um þessar ráðstafanir, þá var það i júni- mánuði 1980, þegar virtar stofnanir landsins spáðu 60% verðbólgu á árinu. Þá sagði for- sætisráðherra eitthvað á þá leið að ekki væri mark takandi á þess- um tölum þvi þær gerðu ekki ráð fyrir þeim efnahagsaðgerðum sem væru væntanlegar. Aftur hljómuðu þessi orð i júli og i októ- ber, þar til aö þessir háu herrar tilkynntu að efnahagsaðgerðir væru væntanlegar i byrjun þessa árs 1981. — Og að sjálfsögðu óð verðbólgan upp i 60%. Og nú vitum við hvað skal taka til bragðs þvi„ vilji er allt sem þarf”. Þegar forsætisráðherra las upp þessi orð, fylltist ég i fyrstu þeirri sannfæringu að nú væri hann endanlega kominn i hóp þeirra manna sem telja dul- arfullar leiðir mannshugans einu lækningabótina, en aðgerðir séu til litils. Var það ekki sami ráð- herra sem sendi eftir galdrakonu með kassa til þess að kikja ofan i borholurnar við Kröflu? Ekki dugði það ráð og ég óttast að viijastyrkurinn einn nægi ekki til þessaðkoma efnahagsmálunum i lag, þegar launafólk hýrist með skertar verðbætur á þessu ári. Hins vegar er ijóst að þessar aðgerðir sporna eitthvað gegn verðbólgu fram i maimánuð, eða rétt yfir landsfund þeirra sjálf- stæðismanna, en hvað tekur við er öllu óljósara. Þó þykir mér ekki óliklegt að framsóknarmenn taki af skarið og leggi sitt af mörkum til þess að koma efna- hagsmálunum á réttan kjölinn eftir mitt árið. Það er hins vegar ömurlegt til þess aö hugsa að Alþýöubanda- lagið, sem barðist fyrir samningunum i gildi. þegi nú þunnu hljóði þegar skeröa skal verðbætur okkar, og hinn ópóli- tiski forseti ASÍ bendir á að „kaupmátturinn” sé allt, ja, svei”. Merkiiegl mennlngar- iramlag HKOarenda „Ánægður borgari” skrifar: Þar sem menn eru alltaf fljótir til að senda linu i lesendadálka blaðanna þegar þeim finnst eitt- hvað miður fara, finnst mér ástæða til að koma á framfæri þakklæti á þeim vettvangi, þegar eitthvað er vel gert. Það sem ég vildi nefna er sú menningarstarfsemi, sem for- ráðamenn veitingastaðarins Hliðarenda hafa haft frumkvæði að undanfarið, þegar þeir hafa fengið ýmsa listamenn til þess að koma fram i vistlegum húsa- kynnum sinum og gleðja matar- gesti með upplestri eða tónlistar- flutningi. Ég var einn þeirra, sem áttu sér- lega ánægjulega kvöldstund að Hliðarenda skömmu fyrir jólin, en þá bauð staðurinn upp á vand- aðan hátiðamatseðil, og óperu- söngvararnir Garðar Cortes og Olöf K. Harðardóttir sungu fyrir gesti staðarins milli rétta óperu- ariur, islensk sönglög og jóla- sálma, forna og nýja. Þetta var ein ánægjulegasta kvöldstund, 'sem ég hef átt á veitingastað hér á landi, og var ekki annað að heyra og sjá á öðrum viðstöddum en þeir værú sama sinnis. Mér skilst að Manúela Wiesler hafi verið meðal þeirra, sem lagt hafa þeim Hliðarendabændum lið við að lifga upp annars hugþekkt andrúmsloft stabarins með leik sinum, og er vonandi, að fleiri listamenn taki höndum saman við þá um áframhald þessarar starf- semi. Vegna þess hve staðurinn er litill og notalegur verður nánd listamannanna og áheyrendanna mun meiri en á venjulegum tón- leikum og skapast þannig mjög heimilislegt andrúmsloft, eins og glöggt kom fram á dögunum þeg- ar þau Ólöf og Garðar komu gest- um Hliðarenda i jólaskap. Þökk sé listamönnunum og forráða- mönnum Hliðarenda. SPURNINGAR TIL ISLANDSDEILDAR AMNESTY VEGNA GERVASONI S.P. hringdi: Mig langar til að varpa fram þremur spurningum til Am- nesty-deildarinnar hér á Islandi vegna Gervasonimálsins svo- nefnda. 1 yfirlýsingu þeirra, sem birst hefur i blöðunum, kom meðal annars fram að lslandsdeild sam- takanna hefði sent aðalskrifstof- unni i London „allar þær upp- lýsingar, sem Islandsdeild A.I. hafði fengið um „mál Gerva- sonis”.” eins og það var orðað. Mig langar þvi að spyrja for- ráðamenn Amnesty hér á landi þriggja spurninga i þessu sam- bandi: I fyrsta lagi hvaöa upplýsingar voru aðalstöðvum Amnesty send- ar um mál Gervasonis, i öðru lagi hvaðan voru þær komnar til Is- landsdeildarinnar og i þriðja lági hvernig var bréfið, sem þeir sendu til London? Ég hef fylgst náið með starf- semi Amnesty hér á landi og heyrtaf starfsemi þessara merku samtaka viða um heim og hef ekkert nema gott um þau að segja. Aftur á móti er ég ekki al- veg sáttur við, hvernig forráða- menn Islandsdeildarinnar stóðu S að málum varðandi Frakkann umrædda á dögunum og langar þess vegija að biðja þá vinsam- legast að svara spurningum min- um. Ég veit að það eru fleiri, sem vilja taka undir þær, og það er mikilsvert varðandi áframhald- andi stuðning fólks hér á landi við starfsemi Amnesty-samtakanna, aö forráðamenn þeirra séu hrein- skilnir gagnvart landsmönnum i þessu máli eins og öðrum. Ég itreka áskorun mina til Am- nesty-manna um að svara spurn- ingum minum og væntiég þess að sjá svör þeirra á þessum sama vettvangi sem fyrst. Visir hafði samband við Hrafn Bragason, borgardómara og for- mann tslandsdeildar Amnesty, vegna ofan- greindra spurninga. Sagði Hrafn.að Telex hefði ver- ið sent út til aðalstöðva Amnesty með þeim almennu upplýsingum, sem komið hefðu um mál þetta i fjölmiðlum hér á landi. Þá höfðu forráöamenn Amnesty hér á landi samband við Gervasoni persónu- lega og einnig lögfræðing hans. Þá var haft samband við aðal- stöðvarnar simleiðis. Aðalstöðv- ar Amnesty höfðu einnig kynnt sér málin með öðrum leiðum, að sögn Hrafns. en yfirleitt er ekki gefið upp hvernig þær upplýsing- ar eru fengnar. Hrafn itrekaði að sú afstaða sem Amnesty tekur til Gervasoni er almenn afstaða samtakanna gagnvart þeim mönnum sem neita að gegna herþjónustu i Frakklandi og flokkast undir skil- greiningu á samviskuföngum, verði þeir fangelsaðir vegna skoðana sinna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.