Vísir - 17.01.1981, Page 5

Vísir - 17.01.1981, Page 5
' Laugardagur 17. janúar 1981 vism 5 „Viö erum hér fjórar konur og viö höfum staöiö okkur aö þvi hvaöeftir annaöað spyrja: Hvernig i andskotanum veit maöurinn þetta?” Guörún, Guörún, Sólveig og Edda drekka kaffiö sitt. berja gripinn augum, einnig ætlum við að taka upp sýningar á Kóngsdótturinni sfem kunni ekki að tala. Nokkur fleiri verk erum við með i takinu sem ekki er full- frágengið. Næsta verkefni er hins vegar ákveðið«það er lika eftir Dario Fo og heitir Stjórnleysingi ferst af slysförum. — Af hverju sýnið þið svona mikið af Dario Fo? Af þvi'hann er skemmtilegur og af þvi hann hreyfir máls á ýmsum spurningum sem við höfum áhuga á og teljum að komi fólki við. Eiginlega er hann fullkominn höfundur fyrir okkur: fyrst og fremst skemmtilegur. Um miðnætti flaug stjórn- leysinginn útum glugga — Stjórnleysingi ferst af slys- förum, Lárus Ýmir öskarsson leikstjóri? Já.sagöi Lárus Ýmir, það leik- riter samið um 1970 og var á sin- um tima innlegg i pólitiska um- ræðu á ttallu, heimalandi Dario Fos. Öróinn 1968 og allt það, at- vinnuleysi og fölksflótti á ítaliu, það fór ekki hjá þvi að andstæður i ítalskri pólitik skerptust til muna. Svo fór að brydda á sprengjutilræðum, til dæmis i Milanó i desember 1969. Lörgregluyfirvöld voru fljót að skella skuldinni á vinstrihreyf- inguna og stjórnleysingja sér i lagi og þekktur stjórnleysingi var tekinn til yfirheyrslu hjá lögregl- unni. Hann hét Pinelli og var reyndar alkunnur friðarsinni. Nema hvað: lögreglan heldur honum i' þrjá daga án nokkurrar heimildar og endar með þvi að um miðnætti 12. desember flýgur Pinelli út um glugga á lögreglu- stööinniog lætur samstundis lifið. Litlar skýringar fengust á þess- um atburði, lögreglan hélt þvi fram að hann heföi framiö sjálfs- morð en marga grunaði náttúr- lega að Pinelli hefði hreinlega verið myrtur. Sérstakur rann- sóknardómariákvaðsiöan að láta málið niður falla, stjórnleysing- inn hefði farist að slysförum. Næst gerðist það að vorið eftir var birt i blaði nokkru« sem vinstrimenn eiga^ skopmynd af Calabrese, foringja i lögreglunni og yfirmanni pólitisku deildar- innar, og varðhann súr við, lét sig hafa það að fara I mál og i réttar- höldunum sem á eftir fylgdu komst mál Pinellis aftur á dag- skrá. Það kom skýrt fram að lög- reglumennirnir höföu óhreint mjöl i pokahorninu, þeir urðu tvi-, þri- og fjórsaga og allt var þetta heldur fáránlegt. A endanum var samt Pinelli fri'aður af öllum þeim sökum sem lögreglan hafði borið á hann, það var bara of seint fyrir hann þvi' hann var dauður. Lódrétt lögreglu- veldi smákónga Um þetta leyti skrifaði Dario Fo leikrit sitt. Hann byggir það mjög á máli Pinellis en finnur upp aðalpersónuna sem er eins konar leikhústrúður, hann er ýmist kall- aður brjálæðingur eða dári. Dári þessi er haldinn historiumaniu, hannersifelltaðleika hlutverkúr sögunni, alls konar hlutverk. Svo vill til að hann er staddur á lög- reglustöðinnii Milanó þegar hann heyrir ávæning af þvl að nú eigi að taka mál Pinellis upp að nýju og bregður sér snimhendis i hlut- verk rannsóknardómarans og hefur rannsóknina. Skemmst er frá þvi að segja að brjálæðingur þessi eða dári flækir lögreglumennina rækilega inni eigin lygavef, hann dregur þá sundur og saman i háöi og gerir eftirminnilegt gys að mis- munandi sögum þeirra. Þetta leikrit hefur verið sett upp á ýmsan hátt. Ólafur Haukur sá til dæmis sýningu Dario Fo sjálfs á ítaliu þar sem hann spjallaði við áheyrendur og horfendur fyrir sýningu, fletti blöðum og ræddi málavöxtu. Ég held skil- yrðislaust að þetta leikrit eigi erindi við okkur, það fjallar um pólitiskan raunveruleika sem stendur okkur nærri minna má á sprengjutilræði nýfasista á Bolonga og Munchen. Jafnframt er það svo háðsk ádeila á þetta lóðrétta lögregluveldi sem við bú- um við að ýmsu leyti, ádeila á smákónga sem við rekumst alls staðar á: þeir eru lögregluþjónar, strætóbilstjórar, skrifstofu- og embættismenn, dyraveröir á Hótel Borg ogég veitekki hvað og hvað. Á þvi mun leikritið vafa- laust lifa áfram eftir að mál Pinellis er horfið úr minni manna, það lýsir fjarska velsmá- kóngunum i vfggirðingu sinni, lögreglumönnunum I lögreglu- stöðinni i' Milanó. Tætir þá i sig, niðurlægir þá... Edda Hóim býr sig undir að skjóta á gluggagægi. Figúruskop eða sitúasjónskop, ja... Stjórnleysingi ferst af slysför- um hefur á siðustu árum veriö sýnt viða um Evrópu og til dæmis er mjög rómuð uppfærsla á fjöl- unum iLondon. Þar mun vera um endurgerð1 verksins að ræða að nokkru leyti og ég spurði Lárus Ými hvort Alþýöuleikhúsið hefði e.t.v. haft þá bresku útgáfu til hliðsjónar. Já, það má segja að við höfum haft hana til hliösjónar en heldur ekki meira en þaö. Þessi breska gerð leikritsins er meira svokall- að „slapstick”, byggist á oröa- leikjum, grófum og ýktum leik- máta blóti og þess háttar. Aö okk- ar áliti er skop Dario Fos ekki figúruskop heldur sitúasjónskop og þvi leggjum við meiri áherslu á þá hlið mála, að byggja upp fyndnar aðstæöur en ekki einung- is að klina hvitu, gulu eða grænu meiki framani leikarana.. — Leikarana? Já. Hlutverkin eru sex, fimm karlarogein kona. Þráinn Karls- son leikur dárann, Amar Jónsson leikur lögregluforingja sem byggður er á Calabrese, Bjarni Ingvarsson leikur annan lög- regluforingja sem einnig er eftir- mynd raunverulegs manns, Viðar Eggertsson leikur fulltrúa og svo koma við sögu tveir lögregluþjón- ar, Björn Karlsson leikur þá báða. Eina konan i verkinu er vigreif blaðakona sem blandast inn i gang mála, okkur grunar að hún sé byggð á þeirri frægu Oriönu Fallaci sem er orölögð fyrir viötöl sin, sönn og login. Hana leikur Elisabet Þdrisdóttir. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi leik- ritiö, Þórunn Sigriður Þorgrims- dóttir gerði leikmynd og Leifur Þórarinsson sér um hljóð og tóna. Jújú, mér li'st bara vel á Hafnarbió sem leikhús. Salurinn er mjög góður og eftir aö sviöið var smiðar er hann ekki of lang- ur, barasta viðkunnalegur. Hljómburður er til að mynda mjög góður. Aö visu gefur þetta leiksviðsform ekki mikla mögu- leika, við getum ekki leikið nema frá einni hliö, en sem klassiskur salur er hann góður. Þetta var Lárus Ýmir Óskars- son. Hann sagöi að stjórnleysing- inn yrði frumsýndur 29. janúar. Þar veröur hlegið á næstunni, ef marka má fyrri leikrit Dario Fos. Eitthvaö verður svo spáð I þjóö- félagið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.