Vísir


Vísir - 17.01.1981, Qupperneq 22

Vísir - 17.01.1981, Qupperneq 22
22 VESÉB Laugardagur 17. janúar 1981 Þar sem frá var horfið: Heinrich Himmler hafði verið skipaður yfirmaður SS-sveitanna og kallaðist Reichsf uhrer-SS. Menn hefur löngum greint á um inn- ræti þessa Himmlers: ýmist talið hann besta skinn sem lenti á glapstigum vondra manna eða þá sam- viskulausan manndrápara, sadista og að flestu leyti hinn hvimleiðasta. Og vissulega var hann skrýtinn. Enginn sem þekkti Himmler á manndómsárum hans hefði látið sér detta i hug að hann ætti eftir að standa fyrir morðum i milljónavís, hann var máski ekkert Ijós — raunar heldur litlaus — en bauð af sér sæmi- legan þokka og var góður við dýrin. Himmler er samt engin veruleg ráðgáta. Hann var smáborgari, bæði að þjóðfélagsstöðu og hugarástandi og hafði innaní sér alla verstu galla smáborgarans: hann var hleypidómafullur, metnaðargjarn, öfund- sjúkur, smámunasamur, einstrengingslegur og gefinn .fyrir hið allsherjar. Væri hann á besta aldri nú á tím- um væri hann vafalítið i einhverjum sértrúarflokkn- um: Moonisti ellegar Jesúbarn. Ofstækisfullur smá- borgari er ógurlegt skrímsl. En litum á ævisöguna... Hann var i vogarmerkinu og væri ekki nema áttræöur núna ef hann heföi ekki gleypt blásýru- hylkiö sællar minningar, fæddist 7. október áriö 1900, i húsinu númer tvö viö Hildegardstrasse, Munchen. Faöir hans hét Geb- hard Himmler og var ekki nema einkakennari en fjölskyldan átti itök á hærri stööum, Heinrich prins von Wittelsbach og mikil fi- gúra i Bæjaralandi var gamall nemandi Gebhards og guöfaöir litla Heinrichs. Þaö gæti komiö sér vel. Meöan Himmler var i skóla viröist honum aldrei hafa dottiö I hug aö efast um ægivald foreldra sinna eöa þá rikjandi þjóöfélags- kerfi svo sem börnum er þó lagið milli tektar og tvitugs. Faöir kenndi honum aö hinir gömlu og gengnu Þjóðverjar heföu verið góöir menn og aukinheldur hetj- ur, sá lærdómur átti siöar eftir aö nýtast honum rækilega. Annars var Himmler litli þægilegheita strákur, hann bar óendanlega virðingu fyrir öllum sem hann átti aö bera viröingu fyrir og i ná- kvæmri dagbók sem hann hélt var ekki svo minnst á nokkurn mann aö viöeigandi titill fylgdi ekki meö i kaupunum. Þegar hann svo óx upp lá þaö einhvern veginn i loftinu ab hann skyldi fara i herinn, til hvers væri annars aö eiga Heinrich prins aö guöfööur og nafngefanda? Þetta var stór þáttur i skapgerð Himmlers, hann vildi vera hetja sem sópaöi aö á mannamótum og vigvöllum en gekk illa. Fyrst reyndi Himmler aö komast inn i flotann, þá var hann sautján ára en sjóherinn tók ekki viö gler- augnaglámum svo hann varö aö leita fyrir sér annarsstaðar. Striöið stóö sem hæst og Himmler var fullur ættjaröarástar og hernaöarrembings, ekki eldri en hann var: ,,Æ, hvaö ég vildi að ég væri nógu gamall til aö komast á vigvöllinn!” skrifaöi hann i dag- bókina sina, fylgdist spenntur með fréttum úr skotgröfunum og þóttist þess umkominn að ávita nágranna sina fyrir áhugaleysi um striöiö. A endanum tókst aö tróða Himmler gegnum kliku inn i „Von der Tann” fótgönguliðs- deildina en hetjuskapurinn lét á sér standa, hann haföi ekki nema rétt nýlokið nauösynlegum æfing- um til manndrápa þegar striöiö var bara allt i einu búiö. Hvilik synd! Siöar meir reyndi Himmler aö ljúga upp sögum um striðs- þátttöku sina, hann hefði veriö hetja en i þeim sögum var ekki heil brú. Þrátt fyrir aö svo illa hafi fariö reyndi Himmler aö halda áfram i hernum — hann tók meöal annars þátt i áhlaupi hersins og Frei Korps á Munchen kommúnista, en missti af bardögunum — en brátt kom i ljós aö herinn vildi ekkert hafa með hann aö gera. Faðir hans hvatti hann þá til aö gerast bóndi og Himmler tók þvi ekki fjarri, haföi raunar alltaf haftáhuga á landbúnaöi. Óheppn- in elti hann enn um sinn, hann veiktist hastarlega og gat þvi ekki farið úti praxis en settist þess i staö á skólabekk, landbúnaöar- deild tækniháskólans i Munchen. Þar þótti hann kátur karl, vin- gjarnlegur, hjálpsamur og dálitiö leiöiniegur. Hann fór á grimuböll klæddursem „Abdul Hamid, súlt- an Tyrklands”, var árangurs- laust skotinn i Maju nokkurri Loritz og haföi gaman af aö éta sælgæti. Jafnframt reyndi hann aö halda áfram hernaöarbrölti og hélt sig æ nálægt hernum: einnig fékk hann inngöngu i flottan stúdentaklúbb sem kallaöist „Apollo” og reyndist honum er- fitt. 1 stúdentaklúbbnum var nefnilega aöaláherslan lögö á bjórdrykkju og skylmingar, magasýrur Himmlers þoldu ekki bjórinn og kaþólskt uppeldi hans bannaði honum aö taka þátt i ein- vigjum. Hann gekk svo langt aö fá sérstaka undanþágu félags- skaparins frá bjórdrykkju en reyndist þá ekki meira spennó en svo ab á næsta aöalfundi var hann felldur útúr félaginu. Þó haföi honum áður tekist — i trássi viö kirkjuna — að verða sér útium nokkur ör i andliti eftir skylming- ar, gaf siðan þeirri skýringu undir fótinn aö þau væru eftir snarpa bardaga fyrri heims- styrjaldar. Já, hann var góður kaþólikki, Himmler, og trúöi likastil á guð. „Mér finnst gaman i kirkju” skrifaði hann oft I dagbókina sina og er hann komst að þvi aö stúlka sem hann var aö skjóta sig i var vel kristin og fór daglega að éta oblátu skrifaði hann: „Þetta er dásamlegasta reynsla min siöustu átta daga”. Þegar svo umhverfið sem Himmler þótti fint heimtaði annað en kirkjur lét hann smátt og smátt undan um- hverfinu en gaf guð upp á bátinn. Þaö olli honum töluverðum áhyggjum en annars velti hann meira fyrir sér dægurþrasi en ei- liföarmálum, fremur hjásofelsi en guöi. Hann lærði að dansa til aö vera gjaldgengur á árshátiö- um og stundaði fjörug parti hjá móöur áðurnefndrar Maju. „Herbergið var búið eins og kvennabúr og út i einu horninu vartjaldfyrirmigogLu... (Nei — Lu var karlmaður og hét Lud- wig). Frau Loritz bar fram ákaf- lega mikinn mat, fyrst kakó sem ég hellti yfir buxurnar minar”. Hann var ágætur strákur, litlaus og venjulegur. Hann las upphátt fyrir blindan mann sótti köku- sneiö fyrir gamla og fátæka konu og lék i leikriti hvers ágóöi rann til svöngu barnanna i Vinarborg. Hann var i þúsund milljón félög- um, öllum ihaldssömum en eng- um öfgaflokkum, haföi mikiö aö gera og pesteraöi fjölskyldu sina með föðurlegum áhyggjum. „Elsku mamma” skrifaöi hann móður sinni, „pabbi ætti ekki aö leggja svona hart aö sér vib vinn- una”. „Ernst litli” var ekki nema fimm árum yngri bróöir hans kallaöur, „Ég varö mjög ánægöur meö einkunnirnar þinar. Þú mátt samt ekki slaka á. Sér i lagi býst ég viö þvi af þér aö þú takir þig á I sögu. Vertu rólyndur. Vertu góður, hugrakkur drengur og góöur við mömmu og pabba”. Verst var Gehard stóri bróöir leikinn. Hann varð ástfanginn af Paulu Stölzle og Himmler var ekki skemmt. Hann skrifaöi Paulu bréf: „Ef samband ykkar á að verða hamingjurikt fyrir ykk- ur tvö og til sóma fyrir þjóö okkar sem á allt sitt undir heilbrigöum og eölilegum fjölskyldum, veröur aö fylgjast mjög vel og nákvæm- lega meö þér og slaka þar hvergi á. Þar sem hegðun þin er óöguö og tilvonandi eiginmaöur þinn alltof góöhjartaður tel ég þaö skyldu mina aö gegna þessu hlut- verki”. Siöan leigöi hann einka- spæjara til aö fylgjast meö Paulu og rannsaka fortið hennar, uns Gebhard fór á taugum og sleit trúlofuninni. Þetta sýnir það álit Himmlers að konur ættu aö vera sem Wagneriskar hetjur. Þetta sýnir lika aö hann var helviskur 2. grein: Smáborgarinn

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.