Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 1
Föstudagur 30. janúar 1981/ 24. tbl. 71. árg. ■ Loflleiðalólk hefur sioinaö nýtt fiugiéiagi Hópur fólks úr Loft- leiðaarmi Flugleiða gekk frá stofnun nýs hlutafélags á fundi sem haldinn var að Hót- el Heklu i gærkvöldi. Einnig eru nokkrir nú- verandi starfsmenn Flugleiða meðal stofn- enda auk vina og vandamanna. Félagið mun fyrst i stað starfa sem eignafélag meðan verið er að kanna möguleika á flugstarf- semi. Stofnendur eru 79 og nefnist félagið Sameign h.f. i stjórn eru Einar Guðmundsson flugvirki, formaður, Baldur Oddsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, lslaug Aðalsteinsdóttir og Mart- in Petersen. Hlutafé er 211 þúsund krónur en stjórn félags- ins hefur heimild til að auka það upp i þrjár milljónir (300 milljónir gkr) á þessu ári. „Aðalmarkmiðið með stofnun félagsins er að stuðla að eða tryggja atvinnu fyrir fólk i flug- starfsemi eða við flugstarfsemi, reka samgöngutæki kaupa eða selja fasteignir og hlutabréf,” sagði Martin Petersen i samtali við Visi i morgun. — Er þetta nýtt flugfélag? „Við höfum ekki ákveðið að þetta verði rekstrarfélag i bili, en stjórnin á eftir að ákveða hvaða verkefni verða tekin fyr- ir. En við vildum kynna okkur hvaða áhugi væri fyrir stofnun sliks félags og þegar búið er að kanna nánar fjárhagslegan styrkleika félagsins getum við farið að ákveða hvernig við vilj- um ráðstafa peningunum.” — Ætlið þið að koma manni i stjórn Flugleiða? „Það er ómögulegt aö segja til um það ennþá, viö vitum ekki hvaða styrkur er að baki okkur i hlutabréfum hjá Flugleiðum. Við athugum hvaða styrk við höfum og útilokum ekkert,” sagði Martin Petersen. Visir hefur frétt að nokkrir úr hinu nýja félagi hafi mjög leitað eftir kaupum á hlutabréfum i Flugleiðum á frjálsum markaði og boðið i hlutabréf fyrir háar upphæðir. Aðalfundur Flugleiða verður haldinn áður en langt um liður og á þá að kjósa i stjórn félagsins. — SG. Flóðin á Suðuriandl: Vegír lokuðust en tjón Flóðin, sem urðu fyrir austan fjall i fyrradag vegna hlákunnar i byrjun vikunnar, rénuðu fljót- lega, og i gær var fært heim að öllum bæjum, sem höfðu verið umluktir vatni. Flóð kom upp i Hvitá nálægt Brúnastöðum og voru bæirnir þar i grenndinni umluktir vatni, án þess þó að ófært yrði fyrir stóra bila og jeppa. Niðri i ölfusi ruddi áin sig einn- ig og óf ært varð heim að bæjunum Arnarbæli og Egilsstöðum. Hvorki á Skeiðum né i ölfusi hlaust þó nokkurt tjón af ílóðun- um. Þeim, sem til þekkja, ber sam- an um, að hætta geti verið á mikl- um flóðum að þessu sinni, og merkja það af þvi, að litið hafi verið i ám, þegar fraus i haust. Einnig eru menn sammála um, að flóöin hafi verið óvenju snemma á ferðinni. 1 opnu Visis i dag eru myndir og viðtöl frá flóöasvæðunum. Bærinn Hryggur á Skeiftúm var einn þeirra bæja sem umluktist vatni vegna flóðsins sem kom i Hvitá i fyrradag. A myndinni má sjá — P.M. hvernig bærinn stendur einsog á eyju i miðjum vatnsflaumnum. övænt mannaskipti í norsku ríkisstjórninni: Nordlí úregur sig í hlé! Þjáist al alvarlegum augnsjúkdómi Frá Jóni Einari Guð- íónssyni, fréttaritara Visis i Osló: Vegna mjög alvarlegs augn- sjúkdóms hefur Odvar Nordli, forsætisráðherra Norðmanna, ákveðið að segja af sér. Það var fréttastofa verka- mannaflokksblaðanna, sem sendi þessa frétt frá sér seint i gærkvöldi. Nordli sendi siðan frá sér fréttatilkynningu skömmueftir miðnætti.þar sem hann hvorki neitaði né staðfesti fréttina. Forsætisráðherrann viöurkenndi að hafa gengist undir læknisrannsóknir siðast- liðinn mánudag og þriöjudag, en hann sjái ekki ástæðu til aö birta niðurstöður þeirra opinber- lega”. Siðasta hálfa árið hefur Verkamannaflokkurinn stöðugt verið að tapa fylgi i skoðana- könnunum. Margir hafa skellt skuldinni á Odvar Nordli og i haust voru uppi háværar raddir um að skipta á honum og for- manni flokksins, Reyold Steen. Þessar raddir höfðu þó hljóðnað rétt fyrir jól. Búist er við, að Odvar Nordli tilkynni ákvörðun sina aö~ lokn- um rikisstjórnarfundi, sem hófst klukkan tólf á hádegi að norskum tima. Hver tekur við af Nordli er óvist. Staða Gro Harlem Brumt- land, varaformanns Verka- mannaflokksins, er mjög sterk. Hún hefur meðal annars verið umhverfismálaráðherra og er i dag talinn vinsælasti leiðtogi Verkamannaflokksins. — ATA Nordli, forsætisráöherra Noregs, boröar morgunverö á Hótel Sögu. Visismýnd: GVA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.