Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 23
Föstudagur 30. janúar 1981 VÍSIR 23 danaríregnir eignuðust fjögur börn. Bergný átti einn son áður en hún giftist. Ragnheiður ó. Stephen- Bergný Magnúsdóttir. Ragnheiður Ó. Stephensen lést 22. janúar sl. Hún fæddist 15. janúar 1914 á Grund i Grundar- firði. Foreldrar hennar voru Steinunn Eiriksdóttir og séra Ólafur Stephensen. Ragnheiður var yngst 10 systkina. Árið 1933 lauk Ragnheiður prófi frá Versl- unarskóla Islands. Siðan gekk hún á húsmæðraskóla á Isafirði, en stundaði eftir það ýmis störf i iðnaði og venslun vitt og breitt um land, flest ár siðan. Ragnheiður giftist Þorsteini Guðmundssyni, rafvirkjameist- ara, en hann lést árið 1955. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Ragn- heiður átti eina dóttur með Sigurði Kristinssyni. Ragnheiður verður jarðsungin i dag, 30. jan frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Bergný Magnúsdóttir frá Ytri-Hofdölum lést 20. desember sl. Hún fæddist 11. ágúst 1892 að Saurbæ i Kolbeinsdal. Foreldrar hennar voru Guðrún Bergsdóttir og Magnús Gunnlaugsson. Ung að aldri fór hún til saumanáms og • fyrir 1920 gerðist hún forstöðu- kona fyrir saumastofu i Borgar- nesi. Árið 1921 giftist hún Birni frá Eyri i Flókadal. Þau hjónin ráku búskap fyrir norðan og einnig bjuggu þau á Hornafirði. Vorið 1944 fluttu þau til Reykja- vikur. Björn lést árið 1972. Þau Ólafur Þórðarson. 70 ára er i dag, 30. jan., ólafur Þórðarson frá Suðurgarði i Vest- mannaeyjum. tHkynnlngar Skiðalyftur i Bláfjöllum. Uppl. i simsvara 25166-25582. UT íVISTARFERÐIR Flúðir — Hrunamannahreppur á föstudagskvöld. Góð gisting, hita- pottar. Gönguferðir, kvöldvaka, þorrablót. Fararstj. Jón I. Bjamason. Farseðlar á skrifst. Lækjargötu 6A, simi 14606 tJtivist. Sunnud. 1. febr. W. 10: Vörðufell á Skeiðum með Jóni I. Bjarnasyni. Verð 70 kr. kl. 13: Alfsnes-Gunnunes, létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Verð 40 kr. fritt f. börn m. full- orðnum. Farið frá B.S.Í. vestan- verðu. Hvalfjarðarströnd, ódýr helgar- ferð um næstu helgi. Útivist. //Opið hús" Skemmtanir fyrir þroskahefta i Þróttheimum við Sæviðarsund (Félagsmiðstöð Æskulýðsráðs) til vors 1981. Laugardaginn 31. janúar kl. 15-18 Laugardaginn 21. febrúar kl. 20- 23.30 Grimuball Laugardaginn 14. mars kl. 15-18 Laugardaginn 4. april kl. 15-18 Mánudaginn 20. april kl. 15-18 (2. páskadagur) Veitingar eru: gos, is sælgæti. Allt við vægu verði. Reynt verður að fá skemmtikrafta, svo oft sem kostur er. Reykingar ekki leyfð- ar. Óskum ykkur góðrar skemmtunar i nýjum og glæsileg- um húsakynnum. Mætum öll. Góða skemmtun. fundarhöld Kvenfélag Laugarnessóknar Aðalfundur félagsins verður haldinn mánud. 2. febrúar kl. 20 i fundarsal kirkjunnar. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvenfélag Langholtssóknar Aðalfundur þriðjudaginn 3. febr. kl. 20.30 i safnaðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Um- ræður um ár fatlaðra 1984. Kaffiveitingar.Stjórnin. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur aðalfund mánud. 9. febrú- . ar kl. 20.30 i safnaðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf, þorra- matur. Félagskonur. fjölmennið: ' Stjórnin. Kvenfélagið Fjallkonurnar Fundur verður haldinn mánud. 2. febrúar kl. 20.30 að Seljabraut 54. Matarkynning frá Kjöt og fisk, serviettuskrey tingar. Kaffi- veitingar. Stjórnin. Kvenfélag Háteigssóknar Minnir á aðalfundinn þriðjud. 3. febrúar kl. 20.30 i Sjómannaskól- anum. Mætið vel og stundvislega. Aðalfundur GK Aðalfundur golfklúbbsins Keilis verður haldinn laugardaginn 31. janúar kl. 13:30. Dagskrá sam- kvæmt lögum félagsins. G.K. Hvað fannst fóiki um dag- kráríkisfjölmíðianna ígær? Bamasagan gðð Jóna Jónsdóttir, Heilu: Ég hlusta aðallega á útvarpið á daginn. Þátturinn eftir hádegið, sem var i gær, var nokkuð góður, þó finnst mér þeir þættir ærið misjafnir. Á annaö hlustaði ég ekki. Jóhann Ólafsson, Reykjavik: Ég hlustaði á nokkra þætti i gær og fannst þeir hver öðrum leið- inlegri. Fyrst var það tónlistar- rabb Atla Heimis, þá þátturinn um dómsmálin, siðan þáttur um félagsmál siðar um kvöldið og siðast á kvöldstundina með Sveini. Arnar Sigurþórsson, Grindavik: Ég hlusta alltaf á útvarpið eftir hádegi, eins og ég geröi i gær, og finnst mér þeir þættir yfirleitt mjög góðir, sama hver stjórnar þeim. Siðan hlustaði ég á út- varpssögu barnanna og fannst mér sagan mjög skemmtileg, á- reiðanlega góð fyrir krakka. Þá hlustaði ég á þáttinn um dóms- málin og hafði gaman af. Annað hlustaði ég ekki á i útvarpi, nema auðvitað fréttir. Birna Ragnarsdóttir. Blönduósi: Ég gat litið hlustað á útvarpið i gær. Ég hlusta yfirleitt mikið á útvarp en i gær var ég svo upp- tekin. Mér finnst útvarpsdag- skráin svona upp og ofan.en oft- ast þógóð. Ég sakna leikritanna á fimmtudagskvöldum og mér hefur fundist leikritin yfirleitt vera sérstaklega góð. Það mætti breyta barnaefninu hjá útvarpinu, hafa meira íyrir krakka á aldrinum 4-7 ára. Þetta barnaefni sem er á daginn ér meira fyrir stærri börn sem' byrjuð eru að lesa. (Smáauglvsingar — simi 86611 OPIÐ: Mánudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. 18-22 Hlj6mt«ki ooo I oó Sportmarkaðurinn Grensásvegi 50 augiýsir: Hjá okkur er endalaus hljóm- tækjasala, seljum hljómtækin strax, séu þau á staðnum. ATH: mikil eftirspurn eftir flestum tegundum hljómtækja. Höfum ávallt úrval hljómtækja á staðnum. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Verið velkomin. Opið frá kl. 10-12 og 1-6 laugardaga kl. 10-12. Tekið á móti póstkröfupönt- unum i simsvara allan sólar- hringinn. Sportmarkaðurinn, Grensásvegi 50 simi 31290. Til sölu þessi glæsilega Marantz sam- stæða sem er tveir hátalarar Hp 88 (300 mw hver), magnari 1150 (2y 76 RMS w) og plötuspilari 6300 beindrifinn með topp pikkuppi frá ADC (það næst besta frá þeim). Allt settið er hægt að fá á hálfvirði gegn staðgreiðslu. Uppl. i sima 42093 eftir kl. 7 á kvöldin. Sambyggt útvarp-segulband og plötuspilari BINATONE PRESIDENT MK II, til sölu, sem nýtt; mjög hagstætt verð. Uppl. i sima 15554 milli kl. 17 og 20. Til sölu MARANTZ útvarpsmagnari 2238B og kassettutæki 5010, ásamt MARANTZ-skáp. Uppl. i sima 15734 e. kl. 18. Heimilistæki Frystikista 410 litra, til sölu. Uppl. i sima 32691. Óska eftir að kaupa notaðan, litinn isskáp. Uppl. i sima 13454. Verslun Bókaútgáfan Rökkur. Útsala á kjarakaupabókum og til- tölulega nýjum bókum. Afgreiðsl- an, Flókagötu 15, miðhæð er opin kl. 4-7. Simi 18768. Vetrarvörur Vetrarvörur. Sportmarkaðurinn, Grensásvegi 50 auglýsir: Skiðamarkaðurinn á fulla ferð. Eins og áður tökum við i umboðssölu skiði, skiðáskó, skiðagalla, skauta o.fl. Athugið höfum einnig nýjar skiðavörur i úrvali á hagstæðu verði. Opið frá kl. 10-12 og 1-6, laugardaga kl. 10-12. Tekið á móti póstkröfupönt- unum i simsvara allan sólar- hringinn. Sportmarkaöurinn, Grensásvegi 50 simi 31290. Fyrir ungbörn Mothercare barnavagn og Simo baðborð til sölu. Uppl. i sima 39999. g > ob T Barnagæsla Tökum börn i bæslu. Erum á Langholtsvegi 155, simi 30830. Erum tvær. Tek börn i gæslu, hef leyfi og bý við Lækjargötu i Hafnarfirði. Börn eldri en tveggja ára ganga fyrir. Upplýsingar i sima 53684 eða 45864. Sumarbústaóir Vantar þig sumarbústað á lóðina þina? 1 Afmælistgetraun Visis er sumarbústaður frá Húsa- smiðjunni einn af vinningunum. ERTU ORÐINN ASKRIFANDI? Ef ekki þá er siminn 86611. Hreingerningar Hreingerningarþjónusta Stefáns Péturssonar tekur að sér hreingerningar á einkahúsnæði, fyrirtækjum og stofnunum. Menn með margra ára starfsreynslu. Uppl. l sima 11595milli kl. 12 og 13 og e. kl. 19. Þrif, hreingerningaþjónusta. Tek að mér hreingerningar og gólfteppahreinsun á ibúðum, stigagöngum, stofnunum o.fl. með nýrri háþrýsti djúphreinsi- vél. Þurrhreinsun fyrir ullarteppi ef með þarf. Vanir og vandvirkir menn. Upplýsingar hjá Bjarna i sima 77035. Gólftepuahreinsun Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitæki og sogkrafti. Erum einnig með þurrhreinsun á ullar- teppi ef þarf. Það er fátt sem stenst tækin okkar. Nú eins og alltaf áður, tryggjum viö fljóta og vandaða vinnu. Ath. afsláttur á fermetra i tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn, simi 20888. Pýrahakl Til sölu 7 vetra alhliða hestur, timi i 25 metra skeiði 24,5 sek. Brúnn foli á öðrum vetri undan Hrafni frá Holtsmúla og Sörladóttur, óvanaður. Uppl. i sima 50250 e. kl. 4. Kettlingar fást og kettlingar óskast. Viö útvegum kettlingum góð. heimili. Komið og skoðiö kettlingabúrið. Gullfiskabúðin, Aðalstræti 4, Fischersundi, Talsimi 11757. Spákonur Les i lófa og spil og spái i bolla. Uppl. i sima 12574. Geymið auglýsinguna. Þjónusta Pipulagnir. Viðhald og viðgerðir á hita- og vatnslögnum og hreinlætistækj- um. Danfosskranar settir á hita- kerfi, stillum hitakerfi og lækkum hitakostnað. Erum pipulagninga- menn. Simar 86316 og 32607. Geymið auglýsinguna. Bilaþjónusta Höfum opnað bilaþjónustu að Borgartúni 29. Aðstaða til smá- viðgerða, boddýviðgerða og sprautunar. Höfum kerti, platin- ur o.fl. Berg sf. Borgartúni 29, simi 19620. Dyrasimaþjónusta Onnumst uppsetningar og viðhald á öilum gerðum dyrasima. Ger- um tilboð i nýlagnir. Uppí. i sima^ 39118. Múrverk — Flisalagnir — Steypur Tökum að okkur múrverk, flisa- lagnir, múrviðgerðir, steypur, nýbyggingar. Skrifum á teikning- ar. Múrarameistarinn. Simi 19672. Tck að mér að skrifa eftirmæli og aímælis- greinar. Pantið timanlega. Helgi Vigfússon, Bólstaðarhlið 50, simi 36638. Efnalaugar Efnalaugin Hjálp, Bergstaðarstræti 28 a. Simi 11755. Fljót og góð þjónusta. iSafnarinn Kaupi gamla peningaseðla (Landssjóður Islands, íslands- bankinn og Rikissjóður tslands). Aöeins góð eintök. Tilboö sendist augld. Visis, Sibumúla 8, merkt „Staðgreitt 36598”. Alit fyrir safnarann hjá Magna. Til að auka fjölbreytnina íyrir safnarann kaupi ég sel og skipti: Frimerki, stimpluð og óstimpluð, gömul póstsend umslög (frá 1960 og eldri), póstkort með/eða án frimerkja, einnig erlend kort ef þau eru gömul. Prjónmerki (félagsmerki, 17. júni og önnur slik). Peningaseðla og kórónu- mynt, gömul isl. landakort. Skömmtunarseðlar eru lika vin- sælt söfnunarsvið. Innstungubæk- ur og albtím fyrir frimerki i fjöl- breyttu úrvali. Myntalbúm og myntskápar fyrirliggjandi. Verð- listar og annað um frimerki og myntir i miklu úrvali. Hjá Magna, Laugavegi 15, simi 23011.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.