Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 8
8 vtsm Föstudagur 30. janúar 1981 VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ölafsson. Safn- vörður: Eirlkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, sími Sóóll. 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. REYNSLAN ER OLYGNUST Slöast en ekki sist er hollt aö hafa þessarumræöur i minni f þeirri lotu, sem nú er aö hefjast um efnahagsmál. Reynslan er ólygnust. Fyrir nokkrum dögum gaf Hagstofan út yf irlætislausa fréttatilkynningu um útreikninga á vísitölu framfærslukostnaðar. Flestir f jölmiðlar birtu tilkynn- inguna án frekari athugasemda. nema Morgunblaðið sem sló því upp að verðbólguhraðinn hefði verið 102% á síðustu tveim mán- uðum síðasta árs. Sá uppsláttur hafði takmarkaða þýðingu, svo skömmu eftir að ríkisstjórnin hafði sett bráðabirgðalög sem eiga að skila 50% verðbólgu á næsta ári. Verðbólgan er mæld i fram- færsluvísitölunni og það sem Hagstofan upplýsti í fréttatil- kynningu sinni var, að hún hefði hækkað frá upphafi til loka árs- ins 1980 um 59.7%. I þessu sambandi er vert að rif ja það upp að í apríl á síðasta ári upplýsti Lárus Jónsson al- þingismaður í Vísi, að miðað við spár Þjóðhagsstofnunar, yrði hækkun verðbólgunnar 55%. Þessi frétt vakti það mikla at- hygli, að sjónvarpið kvaddi Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra í viðtal þá um kvöldið og bað hann um álit á þessari spá. Spurt var: Nú er það fullyrt í blaði í dag, að verðbólgan verði 55%? Og ráðherrann svaraði með þessum fleygu orðum: ,,Þetta er ekki réttur útreikn- ingur". Daginn eftir kvaddi Lárus Jónsson sér hljóðs utan dagskrár á alþingi, til að mótmæla þessari fullyrðingu ráðherrans. Forsætisráðherra tók þá til máls og sagði: „Þessi fregn í blaðinu Vísi í gær, sem mun byggð á upplýsingum frá hv. fyrirspyrjanda eða tekin upp úr ræðu hans í fyrradag, er á þessa leið yf ir þvera forsíðu: Spá Þjóð- hagsstofnunar um hækkun vísi- tölu á árinu: Um 55% óðaverð- bólga verður á þessu ári". Ot af þessu viðhafði ég þau orð, að þetta væru ekki réttir útreikning- ar. Ætla ég að ekki sé hægt að hafa vægari orð um málflutning og f réttaf lutning eins og hér um ræðir. Ekki er aðeins, að birt sé röng spá, heldur Þjóðhagsstofn- un borin fyrir þessum ranga út- reikningi". Þetta voru ummæli forsætis- ráðherra og hann bætti við, að ætlun rikisst jórnarinnar og stefna væri að fylgja niðurtaln- ingu og efnahagsráðstöfunum sem miðuðu að því, að verðbólg- an yrði um 40%, en „yf ir 45% ætti hún tæpast að fara". Þeir körpuðu síðan um það.ráð- herrann og Lárus Jónsson, hvor færi með rétta útreikninga og hvor yrði sannspárri. Lárus lauk ræðu sinni með eftirfarandi orðum: „Ég óska hæstvirtum ráðherra til ham- ingju með að lesa þessa umræðu eftir nokkra mánuði og sjá hvað hér hefur farið fram. Það er kannske rétt að enda á því að segja að reynslan sé ólygnust. Og ég er alveg óhræddur að láta reynsluna dæma hvor okkar hef- ur farið hér með rétt mál". Og nú eru liðnir nokkrir mán- uðir og reynslan komin í Ijós. Hagstofan hef ur sent út f réttatil- kynningu hver verðbólgan hafi veriðfrá upphafi til loka síðasta árs. Sú tala er ekki 40, ekki 45 ekki einu sinni 55%. Hækkun framfærsluvísitölunnar nemur 59.7% og þarf þá ekki frekar vitnanna við. Einhverjum kann að þykja það sparðatíningur að eltast við liðna tíð og nær árs gamlar erjur á þingi. En það er ómaksins vert. Það er ábyrgðarhluti þegar for- sætisráðherra landsins lýsir þingmenn fara með „skakka út- reikninga" í jafn alvarlegu máli eins og verðbólguþróunin er. Og það er enn alvarlegra, ef menn komast upp með slíkan málf lutn- ing. Vísir. Hans Petersen ht. og Ljósmyndaralélag íslands efna til samkeppni um: Barnamyndasamkeppni um „Skemmtilegustu barnamynd- ina” veröur hleypt af stökkun- um næstkomandi mánudag. Þaö eru Visir,Hans Petersen hf. og Ljosmyndafélag lslands sem að keppninni standa en rétt til þátt- ■ töku hafa allir fullgildir félagar ■ i Ljósmyndafélagi Islands og ■ auk þess öll börn á aldrinum 6 ■ mánaða til 5 ára. ■ Ljósmyndarar þurfa að til- ■ kynna þátttöku sina til Hans _ Petersen hf. þar sem þeirfá all- ar uppiysingar og gögn varð- andi keppnina, en þátttökugjald er 450 krónur. Ljósmyndarinn tekur síöan mynd af barni og er honum heimilt að senda eins margar myndir og hann sjálfur óskar, þó ekki meira en eina af hverju barni. Greiða þarf 15 króna dómgjald fyrir hverja innsenda mynd og skulu mynd- irnar vera i stærðinni 18 x 24. Keppnin stendur i átta vikur og á tveggja vikna fresti,það er 14. febriiar, 28. febrúar, 14. Merki keppninnar „Skemmtilcgasta barnamyndin”. „Skemmtilegustu barnamyndina” mars og 4. april, velur þriggja manna dómnefnd þrjár myndir, alls tólf myndir samtals. Þessar myndir veröa siöan birtar á sið- um Vísis og gefst þá lesendum blaösins kostur á aö velja „skemmtilegustu barnamynd- ina”. Þær þrjár myndir, sem flest atkvæði hljóta verða siðan lagðar i' dóm dómnefndar, sem velur myndir til fyrstu, annarra og þriðjp verðlauna. Fyrir börnin, sem koma til með aö sitja fyrir, verða aug- lýstir timar til myndatöku á ljósmyndastofum og hafa 15 slikar stofur þegar tilkynnt þátttöku. Hvert barn fær ókeyp- is myndatöku og aðstandendur barnsins eru á engan hátt skuld- bundnir, aftur á móti gefst þeim kostur á að kaupa myndir af barninu á sérstöku verði. Það skal tekið fram, að hér er ekki um neina feguröarsamkeppni að ræða. góð verðlaun í boði Sérstakir myndatökudagar veröa á ljósmyndastofunum það er aö segja alla mánudaga á meðan keppnin stendur og er sá fyrsti næstkomandi mánudag. Ljósmyndastofurnar, sem til- kynnt hafa þátttöku eru Effect ljósmyndir, Litl jósmyndir, Ljosmyndastofa Gunnars Ingi- mars, Ljósmyndastofa Þóris, Nýja mynda-stofan og Stúdió Guðmundar, sem allar eru i Reykjavik, og siðan Leó-ljós- myndastofa Isafiröi, Ljós- myndastofa óskars Vest- mannaéyjum, Ljósmyndastofa Páls og Norðurmynd báðar á Akureyri, Ljósmyndastofa Pét- urs Húsavik, Ljósmyndastofa Suðurlands Selfossi, Ljós- myndastofa Suðurnesja Kefla- vik, Mynd^miðjan Kópavogi og Stefán Pedersen Sauðár- króki. Ekki þarf að panta tima fyrifram til myndatökunnar. Dómnefnd keppninnar er skipuð Leifi Þorsteinssyni fyrir hönd Ljósmyndarafélags Islands, Gunnari V. Andréssyni að hálfu Visis og Bryndisi Schram fyrir hönd Hans Peter- sen hf. Góð verðlaun verða i boði i keppninni. Sá ljósmyndari, sem á verölaunamyndina hlýtur ljósmyndavél og heiðursskjal Ljósmyndarafélags islands, Barnið, sem situr fyrir á verð- launamyndinni hlýtur Kodak myndavél, 5 stórar litljósmynd- ir i gjafaumbúðum og 5 þúsund krónur. Tvenn aukaverðlaun verða veitt. Ljósmyndarar aö öðrum og þriðju verðlaunum fá heiðursskjal LFl og fyrirsæt- urnar fá kodak ljósmyndavél og stækkaða litljósmynd. Þá hlýtur einn lesenda Visis, sem þátt tek- ur i atkvæðagreiðslunni Kodak ektra 52 vasamyndavél. —KÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.