Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 7
I Föstudagur 30. janúar 1981 VÍSÍR 9 Magnús ísfirðinqar ætlaaðæfa Landsliöiö i handknattleik hefur orðiö fyrir mikilli blóötöku — Ólafur Benediktsson, mark- vörðurinn sterki úr Val, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér i landsiiðið, sem leikur i B-keppn- inni i Frakklandi, af persónuleg- ••n ástæðum. Þetta er mikið áfall fyrir ’andsliðið, þar sem Ólafur er besti markvörður tslands og miklar vonir voru bundnar við hann i HM-keppninni. Landsliðið mætir Frökkum i Keflavik i kvöld kl. 20.00 i nýja iþróttahúsinu. Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá leikmenn, sem mæta Frökkum i annari lotu — þeir eru: MARKVERÐIR: — Kristján Sigmundsson (Vikingi) og Einar Þorvarðarson (HK). AÐRIR LEIKMENN: — Páll Björgvins- son (Vikingi), Ólafur H. Jónsson (Þrótti), Guðmundur Guðmunds- i Gunnar aftur > | til FH? | j Gunnar Bjarnason, varnarleik-l . maður úr Fram, er byrjaður að i I æfa með FH-ingum, en Gunnar 1 | lék knattspyrnu með FH, áður | ^en hann gekk i raðir Framara.j son (Vikingi), Atli Hilmarsson (Fram), Steindór Gunnarssor (Val), Páll Ólafsson (Þrótti), Sigurður Sveinsson (Þrótti). Stefán Halldórsson (Val), Bjarni Guðmundsson (Val) og Þorbergur Aðalsteinsson (Vikingi). Steinar Birgisson (Vikingí) átti að leika — hann er veikur. _sos - og Bandaríkjamenn lelta með logandí Ijósi aö nýjum „gulldreng” í stað hans Bandarikjamenn eru nú loks að vakna upp við það, að enginn Eric Heiden verður til að sópa að gullverðlaunum fyrir þá á stórmótunum i skautahlaupi i vetur. Heiden er hættur keppni á skautum og hefur snúið sér að hjólreiðum af fullum krafti, en þó ekki sem keppnismaður. Eft- ir ólympiuleikana i Lake Pla- cid, þar sem hann tók öll gull- verðlaunin i skautahlaupi karla, pakkaði hann skautunum niður og tók hjólið fram i staðinn. Arangur hans i Lake Placid varð til þess að hundruð banda- riskra unglinga vildi feta i fót- spor hans og byrjaöi að æfa skautahlaup, en skautaiþróttin og Eric Heiden voru svo til óþekkt fyrirbæri i Bandarikjun- um þar til á leikunum i Lake Placid. En nú þegar Heiden hverfur af svellinu, kemur Ijós, að eng- inn er til að taka við af honum I Bandarikjunum. Þvl var þó snarlega kippt i liðinn, þvi að nú er fyrrum þjálfari Heidens, Pet- er Schotting, kominn til Svlþjóð- ar með 12 unga pilta, sem valdír hafa verið úr hinum nýja hópi og þar vona Bandarikjamenn að þeir finni arftaka „gulldrengs- ins” frá Lake Placid... — klp — G. Francis vill fara - frá c. raiace Gerry Francis, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins og besti leik- maður Crystal Palace, óskaði eftir þvi að vera settur á sölu- lista hjá félaginu i gærkvöldi. Hann er fjórði maðurinn, sem fer fram á að vera seldur frá Selhurst Park — eins og við iögðum frá I gær, þá vilja þeir ”ive Allen, Peter Nicholas og ovid Fry, einnig fara. —SOS ERIC HEIDEN.. skautakapp- inn snjalli, Mapgip nVip hala mætt hjával Margir knattspyrnumenn hafa sést á æfingum hjá Val að undanförnu — þeir Þorvaldur Þorvaldsson úr Þrótti og Hilm- ar Sighvatsson úr Fylki hafa tilkynnt um félagaskipti. A æfingum hjá Val hafa mætt Njáll Eiðsson, fyrrum leikmað- ur KA og.Þróttar frá Neskaups- stað, Baldur Hannesson úr Þrótti, eyjamaðurinn Samúel Grytvík og KR-ingurinn Hálf- dán örlygsson, sem lék um tlma með Val, svo að einhverjir séu nefndir. —SOS , ðlafur Ben. gefur ekki kost á sér i Bevkiavík 12 knaitspyrnumenn og Piállari peirra eru par i vetur Magnús Jónatansson, fyrr- um KR-þjálfari i knattspyrnu, er kominn á fulla ferð með æfingar hjá sinu nýja félagi, ísafirði, fyrir keppnina I 2. deildinni I sumar. Magnús þarf ekki að fara vestur til að stjórna þessum æfingum. Hvorki meira né minna en 12 leikmenn úr liði han's eru i skóla eða starfandi á Stór-Reykjavikursvæðinu i vetur og fara þvi æfingarnar fram hér. Þeir fáu, sem eru fyrir vest- an, fá einnig sinar æfingar. Magnús hefur sent þeim æfingaprógram til að fara eft- ir fram á vor, að hann kemur ásamt liðinu að sunnan. Ekki er endanlega búið að ganga frá þvi, hver mun stjórna æfingunum á tsafirði i vetur, en trúlega verður það Jóhann Torfason, fyrrum leikmaður með IBl, KR og Vikingi, sem nýkominn er aftur til lsafjarð- ar eftir að hafa leikið knatt- spyrnu i Sviþjóð... Hugi meiddist I handbolta V______________________ - og liefur ekkerl geiað æft I Svípjóð Hugi Harðarson, sund- kappi frá Selfossi, var meðal áhorfenda að leik Lugi og ! Vikings i Evrópukeppninni í handknattleik I Lundi á sunnudaginn, en hann er við nám i Sviþjóð I vetur. Hugi hefur ekkert getað keppt i sundi frá því að hann fluttist utan i haust. Fá mót hafa veriö fyrir hann og auk þess hefur hann átt við meiðsl að striöa, sem hann hlaut á handboltaæfingu i haust. Hann er þó allur að ná sér og vonast til að geta farið að æfa og keppa aftur á fullu, áður en langt um liður... — klp — Hugi Harðarson %*»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.