Vísir - 11.03.1981, Side 4
vtsm
MiÓvikudagur 11. mars 1981
Kreditkorthafar
velkomnir
Laugalæk 2, Reykjavík,
Sími 86511
fBORGARBÓKASAFN
REYKJA VÍKUR
Stöður
bókasaf nsf ræðinga
og bókavarða
eru lausar til umsóknar.
Stöðurnar eru i:
Aðalsafni, Þingholtsstræti 29 A.
Sólheimasafni, Sólheimum 27.
Bústaðasafni, Bústaðakirkju.
Launakjör fara eftir samningum
við Starfsmannafélag
Reykja vikurborgar.
Skriflegar umsóknir ásamt
upp/ýsingum um menntun og
fyrri störf sendist safninu
fyrir 1. april 1981.
Borgarbókavörður.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á
hluta I Hörðalandi 4 þingl. eign Steinunnar Jóhannesdótt-
ur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á
eigninni sjálfri föstudag 13. mars 1981 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 158., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á
hluta f Dugguvogi 23, þingl. eign I. Pálmason h.f. fer fram
eftirkröfu Lifeyrissj. verslunarmanna og Gjaldheimtunn-
ar i Reykjavik á eigninni sjáifri föstudag 13. mars 1981 kl.
14.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var i 42., 44. og 46. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á
hluta iNjörvasundi 31, þingl. eign Rafns Sverrissonar fer
fram eftir kröfu Búnaðarbanka islands á eigninni sjálfri
föstudag 13. mars 1981 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 42., 44. og 46. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á
Akurgerði 13 þingl. eign Hauks Haraldssonar fer fram eft-
ir kröfu Inga R. Helgasonar hrl. á eigninni sjáifri föstudag
13. mars 1981 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaðog siðasta á hluta I Kleppsvegi 108, talinni eign Al-
berts R. Agústssonar fer fram eftir kröfu Guðmundar
Péturssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudag 13. mars 1981
kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á
Bergþórugötu 5 þingl. eign Óskars Rafnssonar fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik og Veödeildar
Landsbankans á eigninni sjálfri föstudag 13. mars 1981 kl.
11.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
lumræðum neðri málstofunn-
ar bresku á dögunum um
varnarmál kvaddi David Owen
sér hljóðs og var þingmönnum
i sjáifu sér ekki nýlunda að
heyra manninn, sem var utan-
rikisráðherra i stjórn
Callaghans, taka til máls á
þingfundi.
Þó gáfu þeir orðum hans sér-
stakan gaum að þessusinni, þvi
að þetta var i fyrsta sinn, sem
Owen kvaddi sér hijóðs sem
talsmaður nýrrar stjórnmála-
hreyfingar, sem einn af leiðtog-
um lýðræðisjafnaðarmanna.
Mest áberandi
Þessi nýskapnaður i breskum
stjórnmálum, samtök lýðræðis-
jafnaðarmanna, hafa ekki enn
valið sér leiðtoga. Enn sem
stendur starfa þau undir sam-
eiginlegri forystu nokkurra
manna, nefnilega fjórmenning-
Að fyrirmynd
krata á
Noróurlöndum
Daginn eftir birtu fjórmenn-
ingarnir, Shirley Williams,
David Owen, Roy Jenkins og
William Rogers — öll fyrrver-
andi ráðherrar úr rikisstjórnum
verkamannaflokksins — yfir-
lýsinguna um stofnun samtaka
lýðræðisjafnaðarmanna.
Skömmu siðar kom út bók eftir
Owen og ber hún titilinn „Face
the Future”, þar sem hann
gerði grein fyrir stjórnmaála-
viðhorfum sinum og kynnir
nokkuð stefnu lýðræðisjafnað-
armanna, eins og hún er lögð
fram á meginlandinu og á Norð-
urlöndunum.
3ja barna faöir
Þessi tilkynning fjórmenning-
anna, sem er i rauninni undan-
DAVID OWEN. TALSMAÐUR LYÐ-
RÆÐISJAFNAÐARMANNA
unum, sem fyrstir urðu til þess
að kljúfa sig út úr verkamanna-
flokknum vegna óánægju sinnar
með uppgang hinna róttækari
vinstriafla innan hans.
David Owen er sá af fjór-
menningunum, sem verður tals-
maður þessara samtaka i þing-
inu, og leiðir af þvi, að á honum
mun meira bera.
27 ára á þing
Owen verður 43 ára i sumar.
Hann var aðeins 27 ára, þegar
hann var fyrst kosinn á þing. I
stjórn Harolds Wilson gegndi
hann um hrið embætti flota-
málaráðherra, sem þótti ekki
illa tilfundið, þvi að þingmaður-
inn var frá flotaborginni
Plymouth. Siðar varð hann heil-
brigðismálaráðherra, þar sem
honum nýttist læknismenntun
sin betur en i flotamálaráðu-
neytinu.
Það kom mönnum meir á
óvart, þegar James Callghan
gerði hann að utanrikismála-
ráðherra i stjórn verkamanna-
flokksins i febrúar 1977 eftir
andlát Anthony Crosslands. Má
segja,að þá hafi nafn hans fyrst
orðið frægt utan Bretlands.
Hann gekk til þess embættis af
eldmóöi ungs manns og var á
stöðugum þeytingi um heim.
Sérlega lagði hann sig fram við
lausn Ródesiudeilunnar, án þess
að honum og Andrew Young,
ambassador Bandarikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, tækist að
leiða það mjög langt.
Læknir aö mennt
L
Bretar titla Owen doktor
vegna læknismenntunar hans.
Hann hefur þó ekki lokið
doktorsprófi. Hann sérnam sig i
taugafræði og endurhæf-
ingalækningum, en hefur litið
eða ekkert starfað sem slikur,
þvi að stjórnmálin hafa tekið
hug hans alveg fanginn.
Eftir ósigur verkamanna-
flokksins 1979 gerðist Owen tals-
maður flokksins i orkumálum.
Sá flokkurin, sem situr i
stjórnarandstöðu, velur sér
jafnan hóp talsmanna, sem hver
um sig helgar sig ákveðnum
málaflokki. Heitir sá hópur
skuggaráðuneyti, og talsmenn-
irnir einskonar skuggaráðherr-
ar. En þegar Callaghan siðasta
haust dró sig i hlé úr formanns-
embætti flokksins, vildi Owen
ekki vera áfram i skuggaráðu-
neytinu, til þess að þurfa ekki að
lúta eins strangt flokksaganum.
Hannog skoðanasystkin hans til
hægri i verkamannaflokknum
og miðjumennirnir undu æ verr
auknum áhrifum róttækari
vinstri manna á stefnu flokksins
og forystu.
Evrópusinni
Owen er mikill stuðnings-
maöur sameiginlegrar Evrópu,
eða samstöðu Vestur-Evrópu-
landa og fylgjandi NATO, auk
þess sem hann fylgir þvi, að
Bretland haldi uppi öflugum
landvörnum. Þegar vinstri-
menn höfðu fengið þvi fram
komið á flokksþinginu, að
verkamannaflokkurinn skyldi
stefna að úrsögn úr EBE og úr-
sögn úr NATO og helst að bann
yrði sett við veru kjarnorku-
vopna á Bretlandseyjum.treysti
Owen sér ekki lengur til þess að
fylgja hinum breytta verka-
mannaflokki. Hann væri ekki
lengur sá gamli verkamanna-
flokkur, sem Owen hafði hingað
til starfað fyrir. Owen treysti
sér ekki til þess að styðja þessa
nýju stefnu. Þegar siðan fram-
haldsþing af ársþinginu svipti
þingflokkinn réttinum til að
velja formann verkamanna-
flokksins, var bikarinn fullur,
hvað Owen snerti.
fari þess að þau segi sig úr
verkamannaflokknum og beiti
sér fyrir væntanlegri stofnun
nýs stjórnmálaflokks, er i dag-
legu tali kölluð „Limehouse--
yfirlýsingin”. Limehouse er
nafnið á heimili Owens i gamla
hafnarhverfinu i East End i
London. Þar býr hann með konu
sinni, Deborah, sem er banda-
riskrar ættar. Hún rekur bóka-
útgáfu, sem vegnar ágætlega,
en lætur þó ekki hjá liða að
fylgja manni sinum á kosninga-
ferðalögum I Plymouth. Eiga
þau þrjú börn. Elsti sonurinn,
Tristan, átti við hvitblæði að
striða, en mun nú kominn yfir
það.
Haröur í horn
aö taka
Mörgum kemur David Owen
fyrir sjónir sem kuldalegur og
hrokafullur. Þó þykir hann vera
i góðum tengslum við sina kjós-
endur. Ekki er samt fyrir end-
ann á þvi séð, hvernig þeir taka
úrsögn hans úr verkamanna-
okknum.
Á landsþingum verkamanna-
okksins var hann einn uppá-
alds skotspónn vinstrimann-
nna. Hann reyndist þeim oft
arður i horn að taka og sýndi,
ð hann gat bitið hressilega frá
ér. Aþaðeftiraðkomahonum i
óðar þarfir, þegar hann i þing-
íu þarf að standa af sér gremju
^rrverandi flokksbræðra sinna.
- í utanrikisráðherratið sinni,
egar stjarna Owens stóð sem
æst i verkamannaflokknum,
ótti hann liklegt formannsefni
'amtiðarinnar. Sá draumur
ætist auðvitað ekki úr þessu.
:ætist hinsvegar úr samtökum
iðræðisjafnaðarmanna á Owen
annski eftir að verma forsætis-
áðherrastólinn. ■
Vonflar fréttir
James Baker, starfsmanna-
stjóri Reagans i Hvita húsinu,
fékk á dögunum upphringingu
með ankannalegri ábendingu.
Forsetinn og aliir þeir, sem I
neyðartilvikum eiga að taka við
forsetavaldinu, ef hann félii
skyndilega frá, væru þá stundina
allir staddir undir sama þaki á
einum stað. Meö einu höggi
mætti..., jæja, hver þorir að
hugsa slikt til enda.
Baker athugaði málið og mikiö
rétt: Forsetinn, varaforsetinn,
forseti fulltrúadeildar og fúnker-
andi forseti öldungadeildar með
ásamt öllum ráðherrum Reagan-
stjórnarinnar voru I þinghöllinni
vegna ræöu, sem Reagan ætlaði
aö flytja.
Baker lét kalla Terrel Bell,
kennslumálaráöherra — yngsta
ráðherran n i st jórninni og sá, sem
siðastur er á listanum yfir þá,
sem geta oröiö handhafar for-
setavaldsins — I sirnann. „Viltu
vondu fréttirnar fyrst eöa góöu
fréttirnar?” spurði hann Bell. —
„Góðu fréttirnar,” svaraði Bell.
— „Ef þeir varpa núna
atomsprengju á þinghöllina,
vcröur þú yngsti- forseti Banda-
rikjanna, þvi að vondu fréttirnar
eru nefnilega þær, að þú verður
þar þá hvergi nærri. Þú færð ekki
aö hlusta á ræöuna. Komdu þér
burt.”
Liz Tavior eitruð
Elisabeth Taylor, leikkona,
sem Iftiöhefur haft sig i frammi á
leiksviöinu siðustutvö árin, getur
gripið til eiturtungunnar, þegar
hún vill svo við hafa. — Þennan
sagði hún nýlega: „Nokkrir af
mínum allra bestu meðleikurum,
karlkyns hafa verið hundar og
hestar.
Á nergöngu
BlaðafuIItrúi vestur-þýsku
stjórnarinnar, Lothar Ruhl, hefur
orö á sér fyrir að skreyta mál sitt
ýmsum herfræðiiegum likingum,
og hljómar oft eins og yfirhers-
höföingi á herráðsfundi:
Adögunum þreytti hann blaöa-
menn á einum þessara frétta-
mannafunda sinna með löngu
máli um afvopnunarhjal, vigbún-
aðarkapphlaup og fleira, sem
hann krvddaði ýmsum tölum frá
hernaðarsérfræðingum NATO.
Þetta þuldi hann reiprennandi á
ýmsum tungumálum.