Vísir - 11.03.1981, Side 9

Vísir - 11.03.1981, Side 9
VISIR Miðvikudagur 11. mars 1^81 r—------------------------------ Miðað við þann heim sem við lifum í þá er tsland ekki svo h ýkja stórt þó að það sé að flatar- ■ máli stærra en mörg önnur lönd ■ eins og t.d. England, Danmörk I og Póiland svo að eitthvað sé nefnt. öll þessi lönd sem ég hef hér nefnt hafa það sameiginlegt að þar búa margar milljónir manna. En samfara þvf að mörg lönd eða þjóðarbrot byggja sama meginlandið þá hefur menning þeirra blandast og sérkenni hverrar þjóðar tapað sinni upphafiegu mynd I rás tfmans. íslendingar eru sérstæðir þjóða fyrir að geta greint sig skýrt frá öðrum bæði hvað m snertir mál og sérkenni en þar ber þó hæst, að þeir sem byggja ■ iandið og hafa erfti það geta I rakið ættir sinar frá þvi er land ^ byggðist og jafnvel töluvert fyrir landnám. Vegna þess aö landið er eyja einangruö af sjó á alla vegu og langt er til annarra landa hefur þjóðinni tekist að varðveita forn einkenni og hefðir, sem hún hefur þroskað | með sér i gegnum aldirnar, þrátt fyrir að yfir landið hafa | skollið mannskæðar farsóttir ■ sem eytt hafa allt að helmingi þjóðarinnar á fáum misserum. ■ Landið hefur verið gjöfult á sinn ■ hátt, þó hafa eldar og fsar hamlað og haft áhrif á búsetu ® manna. Þrátt fyrir þetta er þjóðin samheldin og fhaldsöm á þjóð- leg menningareinkenni, upp- runnin úr farvegi liðinna alda. Upp úr þessum farvegi er islenska gliman runnin, til forna var talið sjálfsagt að vera vel iþróttum búinn og enginn þótti maður með mönnum nema vera vel sjálfbjarga til iþrótta. Gunnar á Hliðarenda stökk hæð sina i öllum herklæðum og Kjartan Ólafsson glímdi við Noregskonung og mátti konungur varast fall oftar en m einu sinni og lofaði konungur hreysti hans. Grettir Ásmunds- ■ son var frækinn glimumaður og svona má lengi telja. Það er þvi ætlan min að gera hér tilraun til ■ að drepa f fáum oröum á sögu íslensku glimunnar. Upphaf glímu Um uppruna glimunnar hefur verið ritað nokkuð á liðnum árum, en þau brögð eða tök sem verða til þess að til verður ein I samfelld glima, má að nokkru I rekja til fangbragða sem viö ■ sameiningu verða að einni ■ iþrótt, sem er samofin leikni ■ þess er með fer i návigi annars ■ andstæðings, þetta verður ein I samfelld flétta, sem má likja ' við manntafl þar sem tveir and- I stæðingar eigast við og hugvitiö ' samfara snerpu ræður úrslitum. Nöfn eins og hryggspenning, lausatök (þ.e.a.s. axlartök), fangastakkur, fanghella, heljarfang eru fangbrögð glim- unnar en þó i misjöfnum mæli, , aðallega eru það þó fótabrögð þessara fangbragða er verða , siðar aðalbrögð glimunnar. Brögð eins og klofbrögð, snið- glima, leggjarbragð, hné- | hnykkur, hælkrókur, mjaðma- hnykkur o.fl. eru undirstöðu- ■ brögð i glimunni. Forfeður ■ okkar komu með þessi fang- brögð til landsins, og smám saman renna þau saman i eitt. Menn hafa löngum deilt um hvort gliman sé alislensk en á það vil ég engan dóm leggja en læt Helga Hjörvar hafa orðið. ,,Með þessum tökum njóta brögðin sin best og nú fjölgar þeim og lærast betur, þau verða samgróin þessum og gliman sjálfstæð iþrótt. Hitt er annað mál hvenær gliman er fullþroskuð sérstæö iþrótt og hvort hún eins og hún tiðkaðist hér á landi þegar i fornöld er orðin til á Islandi, eöa hún hefur borist hingað i svipaðri mynd með þeim sem ■ landið námu. Að visu skiptir það ekki máli i ■ sjálfu sér þvi að nú er hún sem I iþrótt eins islensk og málið i þjóðsögunum er islenskt mál.” (H.H. 1916 bls. 11—12) Eins og Helgi Hjörvar lætur i skina i bók sinni, þá er gliman sú iþrótt sem helst allra þekktra iþrótta má kallastalislensk, að visu voru til “ fangbrögð þjóða er liktust islensku glimunni að nokkru, en þessar þjóðir eru Norðmenn, Englendingar og Svisslend ingar. En þær eru svo ólikar um margt að ekki kemur til mála að leggja okkar glimu að jöfnu. Þannig að ekki er alveg út i loftið að eigna okkur glimuna með öllu, enda renna okkar gömlu bókmenntir stoðum undir þá skoðun. Glima fornmanna Islendingasögur okkar hafa af mörgum verið gagnrýndar sem söguleg staðreynd en við sem höfum tilhneigingu til að leita sannana i sambandi viö glimu eigum varla annars kostar en að leita fanga i þeim. Islendinga- sögurnar eru meðal annars gagnrýndar fyrir að ýkja afrek fornmanna, þ.e.a.s. afrek þeirra geti varla verið raun- veruleiki, það sé harla óliklegt að maður geti stökkiö hæð sina i fullum herklæðum og höggvi svo ótt með exi að margar hend- ur sýnist á lofti i einu. Við sem höfum iðkað glimu erum margir annarrar skoöunar, til aö mynda hefur islenska þjóöin um aldir klifað á þessum afrekum og gerir enn, en þessar sögur hafa löngum fleytt okkur i gegn um hinar erfiðustu stundir i lifi þjóðarinnar, en til íslendinga- sagnanna verður leitað fanga til að sanna mál mitt að nokkru. Ég tel að gliman sé ekki skáld- skapur, þá væri öll okkar fortið skáldskapur einn. Margar glimusögur eru til ■ ■■■!■■■! Kristján B. Þórarins- son skrifar fróölega og skemmtilega grein um sögu glímunnar og kemur víöa við. //Gliman er jafngömul íslensku máli" segir Kristján, og leggur áherslu á tengsl hennar og íslenskrar menningar. umræðu i fornsögu okkar og skal tveggja getiö hér. Þessar sögur eru að öllum likindum færðar i letur á þrettándu öld, ca. 400 árum eftir landnám. 1 Viga-Glúmssögu segir frá einni viðureign og kemur glögglega i ljós hvað er að gerast. „Þat gerst eitt sumar á Alþingi, at i Fangabrekku gengust menn at sveitum, Norðlendingar ok Vestfirðingar. Gekk Norðlend- ingum þyngra. Var fyrir sveit þeirra Már, sonur Glúms. Kemr þar at maör einn, er Ingólfr hét, sonr Þorvalds. Faðir hans bjó á Rangárvöllum. Már mælti: ,,Þú ert þrekligr maðr. Muntu vera sterkur. Veit mér at ganga til fangs.”Hannsvarar: „Þat mun ek gera fyrir þinar sakar.” Sá fell, (er) i móti var. Gengr til annarr ok inn þriðji, ok fór svá. Nú hugnaði Norðlingum. Þá mælti Már: „Ef þú þarft mins formælis, skal ek þér at liði verða, eða hvat skal nú til ráða þinna?” Hann svarar: „Ekki hefi ek ráðit, ok vilda ek helst norðr um ok taka verknað”. (Viga-Glúmssaga isl. útg.ár 1968 bls 36—37). Þarna fer ekki á milli mála að tekist er á i bændaglimu, en það er viðureign tveggja hópa er við eigast og kallast sá foringi er fyrir hópnum er, sá er vinnur kallast sigurvegari, en enginn má fara i glimu aftur er hann hefurfalliö einu sinni. I Grettis- sögu er sagt frá viðureign Grettis á Hegranesþingi. (Grettissaga bls. 216—223 kostnaðarm. Siguröur Stefáns- son Rvik 1900) Glíma um aldamótin 1878 stofnaði Sverrir Runólfs- son steinsmiður i Reykjavik annað fyrsta iþróttafélagiö sem stofnað var á Islandi. Var þaö stofnað utan um glimu fyrst og fremst. Þá eins og áöur glimdu menn þannig að tveir menn stóðu andspænis hvor öðrum og tókust I hendur áður en viður- eign þeira hófst, siðan tókust þeir tökum, hendi i hvora buxnaskálm rétt fyrir ofan vasa. Það er ekki fyrr en eftir aldamótin að til sögunnar kemur sérstaktglimubelti, enda munu þær vera ófáar buxurnar sem rifnuöu hér áður fyrr. Meö tilkomu félagsskapar fara að tiðkast ýmis konar mót i tengslum við glimuna, svo sem Skjaldargiima Armanns, Islandsglima þar sem keppt var um besta glimumann landsins, siðar komu landsflokkaglimur o.fl. og hefur verið*til margs konar glimumóta stofnað. tslendingar hafa sent glimu- menn á Ólympiuleika o.s.frv., einnig hefur þótt við hæfi aö glima sé sýnd við ýmissa mann- fagnaöi, eins og t.d. við konungskomu á Þingvöll 1921. Glima nútimans Um glimu þá sem iðkuð er i dag má segja að hún sé i engu frábrugðin, að öðru leyti en þvi að til hafa komið ýmis konar leikreglur er glimumenn veröa að fara eftir. Þetta gerir glim- una fastmótaðri en áður og kannski minni hætta á að hún falli i gleymsku. Eftir alda- mótin varð mikil glimuvakning á Islandi og munu hæst hafa staðið þeir sem voru við nám i Haukadal hjá Sigurði Greips- syni, en hann sýndi þessari iþrótt mikla virðingu. Fyrir aldamótin hafði þaö verið lenska aö glima væri kennd i skólum og var þar Bessastaða- skóli fremstur i flokki. Mörg þekkt nöfn i sögu islensku þjóðarinnar létu sig miklu skipta aö gllma væri i hávegum höfö. Nú á seinni árum hefur gliman ekki átt eins miklum vinsældum að fagna og áður og mun það vera mest vegna þess, að hún hefur ekki náð vin- sældum hjá forráðamönnum skólanna. Þar ganga fyrir iþróttir, eins og handbolti og knattspyrna svo eitthvað sé nefnt. Glimubrögð Ég hef hér að framan nefnt nokkur þeirra glimubragða er mest voru notuð i glimu en hæfni glimumanns er hvað mest ef hann hefur yfir mikilli þekk- ingu á glimubrögðum að ráða. I bók Menningarsjóðs um iþróttir er getið allra glimubragða og vel frá þeim skýrt þar og skal þvi visað til þessarar bókar enda of langt aö skýra frá i stuttri ritgerð frá þeim og hvernig þau eru útfærð. Niðurlag — menningar- gildi glímunnar Ef islenska þjóðin hefur hug á aö halda við fornri menningu, ekki aðeins gömlum munum sem segja að sjálfsögðu mikla sögu, þá verður að gefa þessari fornu iþrótt meiri gaum en gert hefur verið. Gliman er jafn gömul islensku máli og hún er jafn ný i dag eins og málið, hún hefur náð að halda i viö málið bæði hvaö fjölbreytni og þroska snertir. En ef við látum fljóta aö feigðarósi og gætum ekki hrein- leika og ferskleika I glimunni eins og málinu er hætt viö aö okkur takist að drepa enn einn geirfuglinn, bara fyrir sofanda- hátt. Inn i tunguna hafa slæðst erlend áhrif sem þykja af mörgum sjálfsögð, en eru sum hver stórhættuleg engu aö siður. Þvi verður að vaka yfir og gæta að þvi, að mál sem við tölum á tslandi sé okkar eigið, en nota annað við önnur tækifæri. A Islandi eiga islensk tunga og islensk glima að vera i hávegum haföar sem sterkir þættir við varðveislu sjálfstæðrar islenskrar menningar. Kristján B. Þórarinsson fm. Ungm.fél. Vikverja IRvik.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.