Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 14. mars 1981
visrn
Hvar verður næsta stórvirkjun?
vinnulegar, markaöslegar og
pólitiskar aöstæöur, sem taka
þarf tiilit til þegar metiö er hvaö
er hagkvæmast á hverjum tima.
Þcss vegna eru þær upplvs-
ingar sem hér fylgja ekki allur
sannleikurinn, heldur er stiklað
á stærstu atriðum.
— SV
.Vljög er rætt 'um stórvirkjanir
i seinni tiö og þá helst um hver
kosturinn sé árennilegastur.
Þrir kostir eru i sviðsljósinu,
Fljótsdalsvirkjun á Austur-
landi, Blönduvirkjun á Noröur-
landi og Sultartangavirkjun á
Suöurla ndi. '
Aö sjálfsögöu hafa landshlut-
arnir hagsntuna að gæta og
reyna hver fyrir sig að beina
athygli valdhafanna til sin.
Visir beinir fréttaljósinu að
þessum virkjunarkostum i þetta
sinn og gerir tilraun til aö draga
fram helstu atriöi um hvern
þeirra. Þaö liggur þó i augum
uppi aö máliö er miklu stærra
aö vöxtum en svo að allt geti
komiö fram á einni siöu i dag-
blaöi, enda hafa verið skrifaðar
skýrslur i hundruöum siöna um
hvern þessara kosta. V'æri
máliö svo einfalt tæki þaö ekki
ráðamenn langan titna aö gera
upp hug sinn.
Nánast er óhætt að segja aö
ekkert atriöi I virkjunarmálum
sé einfalt. Fræðingar hafa svo
tnargar leiöir um aö velja þegar
þcir setja fram áætlanir sinar
að jafnvel enn rnciri fræðinga
þarf til að lesa réttar viömiðanir
út ír skýrslunum.
Auk þess eru svo ntargar at-
Fljótsdalur, 328 MW
Fyrsta áætlun um virkjun i
Fljótsdal var um Gilsárvatna-
virkjun 1946.
Þá var ráðgert að virkja Bessa-
staðaá ur Eyrarselsvatni.
Hugmynd um virkjun Jökulsár
i Fljótsdal kom fram 1954 og var
kölluð Múlavirkjun. 1970 hófust
athuganir á ýmsum möguleikum
á virkjun Jökulsár i Fljótsdal,
m.a. með sameiningu fleiri jökul-
vatna. 1974 hófust skipulegar
rannsóknir á Bessastaðaár-
virkjun.
Með lagningu Austurlinu
breyttust aðstæður þannig að
unnt var að hugsa til stærri og
hagkvæmari virkjunar á Austur-
landi.
Forathugun á vatnasviði jökul-
ánna þriggja, Jökulsár i Fljóts-
dal, Jökulsár á Dal og Jökulsár á
Fjöllum fóru fram á árunum
1977—78. Ein af niðurstöðum
þeirrar forathugunar var, að
virkjun Jökulsár i Fljótsdal væri
álitlegur upphafsáfangi og heppi-
legt væri að virkja ána eina sér
um Fljótsdalsheiði (Fljótsdals-
virkjun)
Gerðar hafa verið fram-
kvæmdaáætlanir um byggingu
Fljótsdalsvirkjunar. Þar er gert
ráð fyrir að byggingartimi fyrsta
áfanga sé rúm fjögur ár, að lokn-
um nauðsynlegum undirbúningi.
Viðbótaráfangar taka að minnsta
kosti eitt ár hver. Gert er ráð
fyrir fjórum áföngum og gætu
framkvæmdirþvistaðiði allmörg
ár.
Talið er að hægt verði að hefja
framkvæmdir 1983, ef ákvörðun
verður tekin um virkjunina i vor,
og þá getur fyrsti áfangi tekið til
starfa 1987.
Fljótsdalsvirkjun er hugsuð
með fjórum vélum og þvi er hag-
kvæmt að skipta henni i fjóra
áfanga.
Ekkki er talið að hagkvæmasti
kosturinn sé að byggja fyrsta
áfanga fyrir almennan markað,
þvi að fyrsti áfanginn verður dýr-
astur. Þvi fyrr sem hinir geta
fylgtá eftir, þeim mun hagkvæm-
ari verður virkjunin i heild.
Þar með kemur spurningin um
orkufrekan iðnað inn i myndina,
til að nýta orkuna. Þvi fyrr sem
slikur iðnaður ris, þeim mun
betra fyrir virkjunina.
Kostnaðaráætlun fyrir Fljóts-
dalsvirkjun er i endurskoðun, en
á verðlagi i desember 1980, var
áætlað að hún mundi kosta 1508
milljónir nýjar krónur, eða um 4,6
milljónir hvert MW, en virkjunin
er áætluð 328 MW.
Virkjun i Fljótsdal mun kalla á
verulegar Urbætur i vegamálum
á Héraði. Þungaflutningar til
virkjunarinnar verða að öllum
likindum frá Reyðarfirði. Fyrir-
huguð er nú fljótlega endurbót á
veginum á Fagradal en einnig
þarf miklar bætur að gera á veg-
um fram með Lagarfljóti, til að
þeir þoli þungaflutninga.
Virkjunin mun hafa ýmis konar
röskun i för með sér, en bent
hefur verið á leiðir til að draga úr
óæskilegum áhrifum af mann-
virkjagerðinni.
j
Sultartangi, 124 MW
Fyrstu áætlanir um virkjun við
Sultartanga eru frá árunum
1956—57. Þá var gert ráö fyrir að
stifla Þjórsá og Tungnaá skammt
ofan við ármótin og virkja árnar
niöur i Fossá i Þjórsárdal.
Siðan hafa ýmsar breytingar
orðið og margar áætlanir verið
geröar.
NUverandi hugmyndir um
tilhögun Sultartangavirkjunar
eru i stórum dráttum, að Þjórsá
verði stifluö austan undir Sanda-
felli, um þaðbil 1 km ofan ármóta
við Tungnaá. Þaðan liggur stiflan
austur yfir Sultartanga og
Tungnaá og áfram á suðurbakka
hennar i átt að Haldi.
Gerð hefur verið lausleg fram-
kvæmdaáætlun um Sultartanga-
virkjun. Samkvæmt henni má
gera ráð fyrir að orkuvinnsla geti
hafist þar að hausti 1985, sé gert
ráö fyrir samfelldri vinnu við
undirbúning, útboð og fram-
kvæmdir til þess tima.
Gert er ráð fyrir 124 MW
virkjun við Sultartanga en kostn-
aðaráætlun sem til er miðast við
verðlag i desember 1979 og 578
milljónir króna.
Sultartangavirkjun mundi að
öllum likindum byggð i einum
áfanga og kallar ekki á sérstaka
uppbyggingu orkufreks iðnaðar.
Formælendur Sultartanga-
virkjunar benda á að állar aö-
stæður þar séu betri en við hina
Blanda, 177 MW
Fyrst voru uppi ráðagerðir um
virkjun Blöndu árið 1949, en eng-
ar áætlanir þar um munu þó hafa
birst fyrr en 1957. Allt til ársins
1972 var gert ráð fyrir að virkja
Blöndu og Vatnsdalsá saman
Orkustofnun hóf 1970 gerð yfir-
litskorta af virkjunarsvæðinu, en
áður höfðu verið gerðar þar
vatnamælingar. Frumhönnun að,
virkjun Blöndu niður Blöndudal
lá fyrir vorið 1975.
Strax komu heimamenn með
ábendingar um breytingar í þá
veru að spjöll á beitilandi yrðu
sem minnst og leiðir til þess voru
athugaðar. Ekki þóttu þær
árennilegar, vegna kostnaðar,
auk þess sem talið var aö rækta
mætti upp örfoka land i stað þess
beitilands, sem undir vatn færi.
A þeim tima þótti Blönduvirkj-
un hagkvæmasti kostur sem völ
var á til orkuvinnslu, en m.a.
vegna andstöðu i héraði var dauft
yfir rannsóknum þar, til sumars
1977.
Gerðar hafa verið fram-
kvæmdaáætlanir um bygg-
ingu Blönduvirkjunar. Þar er
gert ráð fyrir að byggingar-
tvo kostina til stórvirkjunar, m.a.
að starfsmannahús og allur
tækjabúnaður sé til i næsta ná-
grenni, við Hrauneyjarfoss.
Þá hafa men'n bent á aö i raun
gefi Sultartangavirkjun meira afl
en þessi 124 MW, sem hún er
skrifuð fyrir, hún auki getu Búr-
fellsvirkjunar um 30 MW með þvi
að leysa skolúnarmál hennar.
Sigurjön
Valdimarsson
skrifar.
framkvæmdir taki rúm fjögur ár
að loknum nauðsynlegum undir-
búningi.
Ef ákveðið verður i vor að
virkja Blöndu, er talið að hægt
verði að hefja framkvæmdir vor-
ið 1983 og virkjunin komi þá i
gagnið á árinu 1987. Kostnaðar-
átælun vegna Blönduvirkjunar er
tilfrá þvi i’ desember s.l., en er nú
i endurskoðun. Hún’ miðast við
ódýrustu gerð, 170 MW og er i nýj-
um krónum 740 milljónir, eða 4,35
milljónir hvert MW.
Blönduvirkjun er ekki talið
hagkvæmt að skipta i áfanga,
nema að mjög takmörkuðu leyti.
Meginhluti allra mannvirkja þarf
að koma strax, það er fyrst og
fremst vélauppsetning, sem hægt
er að draga.
Virkjunin nýtist fljótlega fyrir
almennan markað og þess vegna
er ekkimikil þörf á að byggja upp
orkufrekan iðnað til að gera hana
hagkvæma. Gert er ráð fyrir að
150—200 manns starfi að jafnaði
við framkvæmdimar, þau 4 ár,
sem þær standa. Starfsmönnum
mun fara fjölgandi ytir sumar-
mánuðina eftir þvi sem á líður og
verða flestir nálægt 500 á fjórða
sumri. Starfsmenn við virkjunina
fullbúna verða 6—10.
Aðalskipulagshöfn fyrir
Blönduvirkjun verður á Skaga-
strönd og þarf að styrkja veginn
þaðan til Blönduóss verulega til
að þola þá þungaflutninga. Vegir,
sem lagðir verða um virkjunar-
svæðið beinlinis vegna virkjunar-
innar, eru innifaldir i kostnaðar-
áætluninni.
Enn eru nokkrar væringar með
mönnum i héraði vegna virkj-
unarinnar og er ágreiningsefnið
sem fyrr beitiland sem fer undir
vatn. Horfur eru þó batnandi á
samkomulagi og sitja menn langa
fundi um þessar mundir til að ná
endum saman.