Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 14
VfSÍR Sem betur fer er orðið mun meira úrval af grænmeti i versl- unum hér en verið hefur. A þess- um tima árs er yfirleitt um inn- flutt grænmeti að ræða. Þetta innflutta grænmeti er yfirleitt ágætt, þó eru innfluttu tómatarnir hvergi eins góðir og þeir islensku. Þvi miður vill það brenna við, að ekki er nægjanlega vel, farið með grænmetið i sumum verslananna. Það er látið standa á of heitum stöðum eða þvi hrúgað upp i hill- ur hvað innan um annað. Það ættu allir að vita að grænmeti er viðkvæm vara. Oðru hverju eru tíl ferskir sveppir hér i verslun- um. Sveppir eru bæði hollir og góðir og ágætir i ýmiskonar sér- rétti. Hér koma tvær uppskriftir að sveppaforréttum en það er upplagt að nota sveppi i ýmis- konar sallöt og forrétti. Sveppa- forréttir eru ekki ýkja algengir og þvi' væri kannski ekki úr vegi að bjóða fjölskyldunni og gestum hennar upp á sveppi i forrétt. F' - sta forréttinn væri hægt að kalM.Djursteiktir sveppir”. Þessi réítur e: r:meriskur og er boðið upp á h'ann : veitingahúsinu H dlymead Inn'' i Charlottes ville i Virginia. t réttinn þart': 35-45 meðatstora sveppi 2 bolla In eil i ! losk. s.tú l : "i tt-sk. bvitlausduft 1 tesk Ivftiduft 1 1/2 bo’.ii pilsner Olia til að steikja i. Með þessum forrétti á ekki aö þurfa neina sósu. Byrjið á þvi að blanda saman i skál, hveiti, salti, hvitlauksdufti og lyftidufti. Hrærið svo pilsnern- um saman við. Munið að hræra blönduna vel saman. Stingið svo skálinni inn i isskáp og látið hana standa þar i ca. 30 minútur. Notið timann til að þvo og hreinsa sveppina eins vel og hægt er. Ágætt er aö hreinsa sveppi meö þvi að setja þá i krukku og bæta grófu salti i, fylla krukkuna með vatni og loka henni. Hrista siðan krukkuna. Þegar sveppirnir eru orðnir hreinir og deigið búið að standa nógu lengi i isskápnum er það tekið og hrært vel. Setjið þá pott á hlóðir og hellið oliunni i hann. Til að athuga hvort olian sé orðin nógu vel heit til djúpsteik- ingar er upplagt að stinga brauð- bita i feitina og ef brauðbitinn verður fallega brúnn eftir skamma stund, þá er olian nægjanlega heit. Sveppunum er þá stungið i deigið og þá i pottinn og steiktir. Leggiö. siðan á eld- húspappir svo olian renni vel af. Hinn rétturinn er frá Lenu Bergmann en hún vann ,,For- réttasamkeppni Sælkerasið- unnar” i fyrra. Lena er rússneskrar ættar og rétturinn avcpptr. eru hollir og góðir. SVEPPIR Umsjón: Signiar B. Hauksson sömuleiðis er hægt væri að kalla hann ..Marineraðir Sveppir". 1 þennan rétt þarf: 500 gr. af nýjum sveppum 4. matsk. sitrónusafi 2-3 matsk. smátt skorinn laukur 1 tesk. salt 1/4 tesk. nýmalaður pipar 2 matsk. koniak 2 matsk. smáttskorin steinselja Sveppirnir eru þvegnir og þurrkaðir. Laukurinn steiktur i oliu i 2-3 minútur og þá er sveppunum bætt á pönnuna og laukurinn og sveppirnir steiktir i 2-3 minútur. Þá er sitrónusafnan- um bætt út i ásamt salti og pipar. Lok er sett á pönnuna og allt látið malla við vægan hita i 5 min. Þá er pannan tekin af hellunni og kóniakinu bætt við. Rétturinn er kældur vel og hafður i isskáp i a.m.k. 3 tima. Steinseljunni er stráð yfir þegar rétturinn er borinn fram. Berið brauð og smjör fram með þessum rétti. Upplagt er að drekka pilsner eða gott hvitvin með báð- um þessum „Sveppa-forréttum”. Falleg mat- reiðslu- bók Þvi verður ckki ncitað að áhugi almcnniugs á hinni göf- ugu matargerðarlist hcfur mjög svo aukist á siðustu ár- um. A hvcrju ári koma út nokkrar matrciðslubækur. flestar þýddar. Kin þcirra hóka sem kom út á sfðasta ári cr matrciðslubókin „Alltaf citthvað nýtt”, sem Sctberg gaf út cn Guðrún llrönn llilmarsdóttir hússtjórnar- kennari þýddi, staðfærði og prófaði rcttina. Höfundur bók- arinnar cr Daninn Christa Alstrup. Svipuð bók hefur áöur komið út og heitir hún „Atlu von á gestum”. Bókin „Alltaf eitthvaö nýtt" ber það vissu- lcga með sér að hún cr þýdd cn Sælkerasiðan fær ekki betur séð en að ágætlega liafi tekist til við að aðlaga bókina að islcnskum aðstæöum. Þetta er umfram allt ákaflega falleg bók. A hverri siðu eru margar litmyndir sem sýna hvernig búa á til réttina i bókinni, en margir þekktir erlendir réttir svo sem japanski rétturinn Sukivaki. Baealo A1 Horno eöa saltfiskur að spönskum hætti eru i bókinni. Einnig eru i bók- inni ábætis- og kökuuppskrift- ir. Það er ekki annað hægt að segja en aö þessi bók sé hin eigulegasta og er þvi tilvalin afmælisgjöf sælkerans. Askur. góður grillstaður Askur Laugavegi 28 Það hefur verið veitingastaður að Laugavegi 28 i allnokkur ár og hafa nokkrir veitingamenn rekið staðinn. Þeir sem nú reka ASK eru áhugasamirog drifandi. Sæl- kerasiðan hefur heimsótt ASK nokkrum sinnum og aldrei orðið fyrir neinum meiriháttar von- brigðum. Salurinn er smekklega innréttaður og þægilegt er að sitja við borðin. ASKUR, Laugavegi 28 er „grillstaður” af vandaðra tag- inu. Það er ekki sanngjarnt að bera saman ASK og t.d. Naustið eða Holt. Askur er öðruvisi veit- ingastaður en t.d. Torfan eða Hliðarendi. Askur er fyrst og fremst vandaður grillstaður. Sæl- kerasiðan hefur oftast heimsótt Ask að kvöldi til og mun þvi aöeins fjalla um kvöldseðilinn. Matseðillinn er býsna fjöl- breyttur. Aö mati Sælkerasiö- unnar mætti hann vera einfald- ari en hinsvegar mætti skipta oftar um rétti á seðlinum. Það eru frekar fáir fiskréttir en nokkuð margir kjötréttir. Réttur nr. 35 er „Indversk karrykjötsúpa” sem var ljdmandi góð, bragðgóð og gott jafnvægi milli hinna ýmsu kryddtegunda. Réttur nr. 4 er „Lúðukóteletta með rækjum og sveppum i hvitlaukssmjöri". í fyrra skiptið sem Sælkerasiðan snæddi þennan rétt var lúðan frekar þurr, sennilega of mikið steikt en í seinna skiptið var þessi réttur aldeilis frábær og getur Sælkerasiðan sannarlega mælt með honum. Réttur nr. 44 er „Pottsteiktur kjúklingur með grænmeti". Þessi kjúklingaréttur var ljómandi góður, kjúklingur- inn safarfkur og sósan, sem var sæt-súr Ijómandi. Einnig eru á seðlinum „Hamborgarar, Pizzur og Samlokur". Sælkerasiöan veit ekki annað en að hamborgararnir séu ágætir. Það eru matreiðslu- menn sem sjá um matargerðina á ASKI en ekki óharðnaðir ungl- ingar. Sælkerasiðan ráðleggur gestum ASKS aö taka kokkana tali og ráöfæra sig við þá. Enginn vínseðill er, en boðið er upp á vin i karöflum. Verðlagiö er sann- gjarnt, þó þykir Sælkerasiðunni ansi mikið að borga 7,00 krónur fyrir eina ananassneið. Hægt er að fá vandaðan ostabakka og getur Sælkerasiðan mælt með honum. Þjónustan er ágæt, Starfsfólkið hjálpsamt. Sælkera- siðan vill hvetja þá sem enn hafa ekki snætt á ASKI að gera það. Sæíkera- hátíð Sælkerahátið Sæl- keraklúbbsins verður haldin i Naustinu laugardaginn 28. mars. Einkunnarorð kvöldins verða ,,hin nýja lina" matseðillinn verður mjög vandaður en ein- faldur þ.e.a.s. matreitt veröur eftir hinni nyju frönsku aðferð. Auk þessa verða skemmtiatriði en nanar verður fjallað um sæl- kerahátiðina siðar. Hin óhugnan lega kok- teilsósa Ekki er Sælkerasiðunni kunnugt um hvort hin svokali- aða „kokteilsósa" sé sér- islcnskt fyrirbæri, en sumir vilja þó halda þvi fram. Maður nokkur hcll þvi fram i blaða- viðtali að hann heföi fundið upp kokteilsósuna. Sælkera- siðan er ekki ýkja lirifin af þessari uppfinningu. En þetla ku vera tómatsósa og majones hlandað saman. Um tima buðu ýmsir grillstaðir þessa sósu með öilum mat. Börn og unglingar virðast vera hrifin af þessari sósu enda virðast forcldrar og veitingamenn hafa slegið þvi föstu að þetta sé uppáhaldssósa unga fólks- ins. Auðvitað á að bjóða börn- um sama mat og fullorðnum. I staðinn fyrir kokteilsósu mæl- ir Sælkcrasiöan t.d. mcö sósu scm kalla mætti „kokteilsósu sælkcrans". Blandið saman dós af sýrðum rjóma og 3-4 matsk. af tómatkrafti og 1 inatsk. af sitrónusafa. t stað- inn fyrir tómatkraft mætti nota tómatsósu, t.d. Heinz. Þessisósa er að mati Sælkera- siðunnar mun betri en hin venjulega kokteilsósa sem réttara væri aö kalia „smuroliusósu". Kokteilsósa sælkerans er bæöi holl og góð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.