Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 32

Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 32
veðurspá dagsins Yfir Norður-Grænlandshafi ■ er minnkandi og kyrrstæð 995 | mb lægð og önnur 992 mb. djúp, skammt austur af land- | inu á austurleið. Hiti breytist litiö. Veðurhorfur næstg sólar- hring: SuOurland: Norðvestan gola J eða kaldi, viða léttskýjað. Faxaflói til Vestfjarða: jj Hægviðri og viða smáél eða haglél. Gengur i norð-vestan | kalda og él þegar liður á nótt- jsa ina. Strandir og Norðurland g vestra og Norðurland eystra: ■ Vestan kaldi til hafsins, en ■ hægviðri inn til landsins. Él. ■ Austurland að Glettingi og | Austfirðir: Norðan gola, viða « þokumóða, en úrkomulitið. Suðausturland: Norð-vestan * gola, viða léttskýjað. veöríð hér og har Veður kl. 18 i gær: Akureyri slydda 1, Bergenal- skýjaö 3, Helsinki, snjókoma t8, Kaupmannahöfn, rigning 1, Oslóþokumóða 1, Reykjavik skýjað 2, Stokkhólmur snjó- koma +2, Berlln rigning og súld 8, Feneyjar rigning 10, Frankfurt skúr 8, Nuuk snjó- koma h-6, London rigning 9, Luxemburg skúr á siðustu klukkustund 7, Las Palmas heiðskirt20,Paris skúr9, Róm léttskýjað 14, Vin skýjað 9. Loki segir Blöndungar fjölmenntu hing- aðsuður til að leggja áherslu á virkjun Blöndu, og héldu svo norður aftur á bílum sinum. Fullyrt er aö það hafi engin stifla komiö I blöndungana! Er fóöurbætisskattur- inn stjórnarskrárbrot? - HANN ER í MEIRA LAGI VAFASAMUR SEGIR HELGI V. JÓNSSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR „Þaö er auðvitað aldrei hægt að fullyrða neitt um það sem dómstólar eru búnir að dæma en ég tel þetta i meira lagi vafa- samt”, sagði Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður er Visir ræddi við hann um álagningu fóðurbætisskattsins. Helgi hefur dregið nokkuð i efa, að álagning umrædds gjalds sé i samræmi við stjórnarskrá og kom sú skoðun hans meðal annars fram i plaggi sem hann hefur unnið fyrir Verslunarráðíslands. I þvi var fóðurbætisskattur athug- aður i þessu tilliti svo og flug- vallargjald og bensingjald. ,,Ég lagði þarna fram hug- leiðingar um það, hvort framsal á valdi til skattlagningar til framkvæmdavaldshafa væri i samræmi við stjórnarskrána”, sagði Helgi. „1 henni segir, að skattur skuli einungis lagður á með lögum. Ekki megi breyta honum né afnema hann nema með lögum. Það er þvi gert .ráð fyrir þvi, að það sé löggjafarvaldið sem ákvarði skatta hverju sinni. 1 þessu tilviki er það lagt á fulltrúaráö Stéttasambands bænda, að taka ákvörðun i þessu máli innan viss ramma þó. Skatturinn fer út i verðlag og al- menningur verður að greiða. Þarna er semsagt spurningin hvort ekki sé gengið of langt i framsali á valdi til skattlagn- ingar. Varðandi flugvallargjaldið og bensingjaldiö er það að segja að nokkur blæbrigðamunur er þar á. Þó er það hið sama að þvi leyti, að verið er að afhenda framkvæmdavaldshöfum vald sem Alþingi hefur. Fyrir mitt leyti, finnst mér álagning fóður- bætisskattsins vafasömust”, sagði Helgi. TSS Hann hefur vafalaust orðið undrandi, maðurinn, sem var á gangi i Kirkjustrætinu i morgun og fann þá i götu sinni tæpar 7000 nýkrónur. Það var um hádegis- bilið, sem maðurinn fann upp- hæðina, sem var bæði i peninga- seðlum og ávisunum. Hélt hann með fundinn rakleiðis upp á mið- borgarstöð og með hjálp lögregl- unnar tókst að h afa upp á eiganda fjármunanna. Varð hinn siðast- nefndi feginn, að vonum, og verð- launaði skilvisan finnanda með góðum fundarlaunum. —JSS Meirihlutl flugpáðs er með Sterling Flugráð fjallaði um beiðni danska flugfélagsins Sterling um leiguflug milli Danmerkur og tslands, á fundi sinum i gær. Meirihluti ráösins samþykkti að mæla með þvi að Sterling fengi leyfi til að fljúga þær ferðir sem sótt hefur verið um. Búist er viö að samgönguráðu- neytið veiti Sterling formlegt leyfi strax eftir helgi i kjölfar þessarar samþykktar meirihluta flugráðs. —SG Ekið á 2 börn í Kópavoginum Tvö umferðarslys urðu i Kópavogi i gær og var i báðum tilvikum ekið á börn. Hið fyrra varð um tólfleytið i gærdag, en þá var ekið á ellefu ára telpu á Hafnarfjarðarvegin- um. Var hún flutt i slysadeild, en rannsókn á meiðslum hennar var ekki lokið, þegar blaðið fór i prentun i'gær. Um eittleytið var siðan ekið á þriggja ára dreng i Holtagerði. Drengurinn var einnig fluttur á slysadeild, en hann mun hafa sloppið með minni háttar meiðsli. —JSS Flugvélin marar i kafi um tvo kilómetra frá landi viö Höfn i Hornafirði. Visismynd: Bragi Karlsson. Flugvélin sem hrapaði í Hornafjörð: „Ég get ekki imyndaö mér að það sé mjög erfitt að ná vélinni upp, en það eru taldar litlar likur á að hægt verði að nota hana, og sennilega ekkert úr henni” sagði Jóhann D. Jónsson hjá Flugfélagi Austurlands cr Visir ræddi viö hann i gær. Eins og sagt var frá I VIsi i gær fórst Piper Navajo flug- vél fyrirtækisins á Hornafiröi I fyrradag, en þetta var eina flug- vél fyrirtækisins. „Við erum að ræða það þessa stundina hvernig við munum bregðast við þessu, það er allt út- litfyriraðviðmunum reyna að fá leiguvél til að byrja með svo við getum staðið við okkar skuld- bindingar gagnvart landsfjórð- ungnum”. „Viðerum að athuga þessi mál i augnablikinu. Það er fullur hug- ur hér að halda þessu starfi á- fram þrátt fyrir óhöpp sem við höfum lent i”. — Þess má geta að það var flugvél frá Flugfélagi Austurlands sem fórst i Smjör- fjöllum i vetur. — „Við erum fuil- ir áhuga á að halda áfram starf- inu”. — Vélin sem hrapaði i Horna- fjörð var 10 ára en haföi veriö i eigu Flugfélags Austurlands i 3 ár. Jóhann sagði, aö sjálfsögöu væru flugvélakaup á dagskránni ef til lengri tima væri litiö. gk—• Fann 7000 krónur i Kirkiustræiinu og skilaði þeim „Sennilega ekkert nothæn úr henni” Hvar veröur næsta stórvirkjun? - Sjá bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.