Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 9
Frestur er á illu bestur Stundum er talað um „ihaldið i Vesturbænum" i frekar niðrandi merk- ingu/ einkum af þeim sem aldrei hafa í Vestur- bæinn komið. Sjálfir hafa Vesturbæingar gaman af þessu uppnefni og eru stoltir af. Nú má vera að „Vesturbæjaríhaldið" haf i fengið sitt viðurnefni vegna dyggs stuðnings við Sjálfstæðisflokkinn í gegnum tíðina og ekki er það verra. Sú fylking hefur eflaust riðlast í seinni tíð, enda fer flestu aftur í pólitik sem öðru. En íhald hefur aðra merkingu. Vesturbæing- ar eru fastheldnir og rót- grónir, standa á gömlum merg að uppruna og um- hverfi og telja sig að sjálfsögðu búa í merki- legasta hluta borgarinn- ar! Það sjá líka allir, sem þangað koma. Hverskonar er þetta eiginlega? Nú er sllk sérviska og sjálf- umgleöi saklaust dramb og á sér reyndar margar hliöstæöur viöa um land. Þaö kryddar til- veruna og er meinlaus átthaga- ást. Og svona i trúnaöi sagt, þá er hvergi betra aö búa heldur en i gamla góöa Vesturbænum. Þar hafa menn veriö sjálfum sér nógir og ekki veriö upp á aöra komnir. En nú gerast þau firn og tiö- indi aö borgarstjórn er um þaö bil aö samþykkja aö Vestur- bæingar eigi aö hafa afnot af heilsugæslustöö sem byggö er utan Reykjavikur, i hreppi út á Seltjarnarnesi! Hvers konar er þetta eigin- lega? Fólk sem hefur aliö aldur sinn i Reykjavik, haldiö tryggö viö elsta hluta borgarinnar og greitt skatta sina og skyldur I þeirri góöu trú, aö þeirra eigiö bæjar- félag sæi þvi fyrir grundvallar- þjónustu, þarf nú aö aka út úr borginni til að fá heilsuskoöun og heilbrigöisþjónustu. Þetta eru trakteringar fyrir gamla góða Vesturbæinga! 1 framhaldi af þessu ráöslagi veröi Vestur- bæingar siöan skikkaöir til aö segja upp sinum heimilislækn- um og þiggja þá læknaþjónustu sem hreppsnefndin út á Sel- tjarnarnesi býöur þeim upp á. Má ég sem fulltrúi vestur- bæjarihaldsins lýsa þvi hér meö yfir, að engin borgarstjórn, hvorki til hægri né vinstri, fær einu sinni að flytja mig dauöann út fyrir bæjarmörkin — og hana nú! Stúdentaráðskosningar Alltaf fylgist maöur með kosningum til stúdentaráös meö nokkurri forvitni, jafnvel þótt á stundum likist stúdentapólitikin meir sandkassaleik en hags- munabaráttu. En væringar meðal háskólastúdenta endur- spegla oft á tiöum þau viöhorf, sem rikjandi er meðal ungs fólks sem enginn skyldi gera lit- ið úr. Myndin kann aö vera ýkt, linurnar skarpari, en hugsjóna- ákafinn er meiri og andinn heit- ari. Ungt fólk er frjótt og sér þjóö- félagið i öðru ljósi en þeir, sem kaffærðir eru I vanabundnu striti eða hafa orðið innlyksa einhverstaöar i bákninu. I þessum kosningum komu fram þrir listar, i staö tveggja áöur. Svokallaðir umbótasinnar buðu fram, einhverskonar miðjumoö milli hinna striöandi fylkinga Vöku og vinstri manna. Orslitin uröu þau aö allir þrir listarnir fengu mjög svipaö fylgi, og var þaö vel af sér vikiö hjá hinum nýja lista, að fá nær 30% atkvæöa. Vonandi hefur þaö oröiö þrátt fyrir kaffiboð Tómasar Arnasonar, en ekki vegna þess. Stúdentar þurfa á flestu ööru að halda en aö gerast taglhnýtingar hjá atvinnu- stjórnmálamönnum. Snemma beygist krókurinn svo sem sjá mátti af fréttum af kosningaúrslitum. Þar höföu allir listar sigrað, allt eftir þvi hvort fréttin birtist i Morgun- blaöinu, Þjóöviljanum eöa Timanum. Blóöiö rennur fljótt til skyldunnar. ASi og bókagerðarmenn Þaö veröur aö teljast umtals- vert áfall fyrir Alþýöusamband Islands, þegar hinn fjölmenni launþegahópur f félagi bóka- gerðarmanna greiöir atkvæöi gegn því, aö hiö nýstofnaöa félag þeirra gangi i ASt. Þau úr- slit segja sfna sögu. Trú launþega á styrk Alþýöu- sambandsins fer dvinandi. Kemur þar margt til. Forysta ASt hefur fórnaö hinni faglegu baráttu á kostnaö hinnar póli- tisku. Foringjarnir bera hag einstakra stjórnmálaflokka fyrir brjósti en ekki hagsmuni umbjóöenda sinna. Þjónkun þeirra gagnvart þóknanlegum rlkisstjórnum réö þvi aö samningar sem tókust eftir tiu mánaöa samningaþóf voru aftur teknir um siöustu mánaöamót. Þróttleysi þeirra hefur valdiö þvl, aö láglauna- stefnan hefur veriö virt aö vett- ugi. Þá er athyglisverö sú skýrsla ritstjórnar pistill Ellert B. Sehram ritstjóri skrifar sem birt er i Timanum á fimmtudaginn, og sýnir verk- fallsdaga frá einu ári til annars. Fjöldi verkfallsdaga I saman- burði viö setu rikisstjórna, get- ur ekki talist tilviljun. Máttlaus leikbrúða Vilmundur Gylfason hefur flutt athyglisverðar tillögur um breytingar á stööu einstakra verkalýösfélaga og vinnustaða en ekki fengiö neinar undirtekt- ir hjá verkalýösforystunni. Pét- ur Sigurösson og fleiri hafa- hreyft hugmyndum um hlut- fallskosningar I verkalýösfélög- um en aöeins fengiö bágt fyrir. Þannig mætti lengi telja hvernig verkalýösforysta Al- þýöubandalagsins lýtur hinu pólitiska valdi og tregðast viö aö aðlaga verkalýöshreyfinguna nýjum viöhorfum. Þaö er ekki von til þess aö stór og öflug verkalýösfélög á borö við félag bókageröarmanna hafi áhuga á aö ganga inn fyrir múra sllks afturhalds og pólitiskrar þjónkunar. Sagt er, aö styrkur Alþýöu- sambandsins sé mikill. En ASÍ er aöeins risi á brauöfótum, máttlaus leikbrúöa, þegar þaö hentar Alþýöubandalaginu. Heildarhagsmunir ráði í orkumálum Orkumálin hafa veriö á dag- skrá að undanförnu. Þaö er að bera i bakkafullan lækinn að rekja atburði siðustu daga I ljósi heimsóknar Húnvetninga i höfuðborgina. Engum þarf aö koma á óvart, þótt þrýstingur eigi sér stað úr héraði, þegar slikt hagsmunamál er annars- vegar. Hreppapólitik lifir góöu lifi á tslandi. Samskonar þrýstings má vænta úr öðrum landshlutum, þar sem virkjanir eru á dagskrá. Allir virkjunar- kostir hafa sitt gildi og studdir góöum rökum. Aöalatriöið er þó að þing og rikisstjórn beri gæfu til að taka ákvaröanir sem hafa heildarhagsmuni I huga. Hitt er einnig eftirtektarvert, að þjóöin er aö vakna til vitund- ar um þýöingu orkufram- kvæmda i stórum stil. Þaö er hugur i Islendingum og er nú von til þess, aö hræösla við stór- iöju og önnur álika afturhalds- sjónarmið valdi ekki frekari töf- um I þessu mikiisveröa máli. Afstaða Páls Péturssonar Mörgum óvægnum oröum hefur veriö fariö um Pál Péturs- son bónda á Höllustööum og framsóknarþingmann. Hann hefur einnig fengið sinn skerf i Visi, vegna andmæla sinna viö Blönduvirkjun. Hæst hafa þó haft framsóknarmenn úr hans eigin kjördæmi enda er eldurinn heitastur sem á sjálfum brenn- ur... A hinn bóginn er Páll Péturs- son ekki verri maöur fyrir þaö aö hafa skoðun og hann hefur málstað aö verja sem ber aö viröa. Sjónarmiö Páls ganga út á aö vernda náttúru og beitilönd og lái honum hver sem vill, þótt honum standi ekki sama um átt- haga sina og heimaslóö. Aö þvi leyti eigum viö samleiö, Vestur- bæingurinn og Húnvetningur- inn. Enginn kjósandi getur krafist afsagnar þingmanns fyrir þaö eitt, aö sá siðarnefndi standi fast á sannfæringu sinni. Til þess er hann kosinn. Annaö mál er þaö, hvaö þeir framsóknar- menn nyröra gera viö Pál, þeg- ar kemur aö næstu uppstillingu, en ekki er vist, aö ris Alþingis yröi hærra, þótt þar sitji ein- vöröungu menn, sem hlaupa eftir almenningsálitinu i einu og öllu. Sýndarmennska Hringlandaháttur og sýndar- mennska hefur þvi miður sett svip sinn á pólitikina. Þaö var kostulegtaö lesa frétt i Þjóövilj- anum nú I vikunni, þar sem sagt var frá þvi aö Ragnar Arnalds hefði ákveðiö aö lækka vöru- gjaldiö á gosdrykkjafram- leiðslu. Sagt er aö ráöherrann taki þessa ákvöröun i samráöi viö verkalýöshreyfinguna. Ekk- ert er minnst á sælgæti sem einnig situr meö 30% vörugjald, en þvi bætt við aö svo geti fariö að „gjaldiö hækki aftur i 30% i mai”. Þetta er kostuleg frétt en að sama skapi forkastanleg. Héfur forysta ASl þaö i hendi sér aö hækka og lækka gjöld á framleiðsluatvinnuvegina? Er ætlunin aö hringla meö skatt- gjöld eftir árstiöum eöa upphringingum frá skrifstofu ASl? Á hringavitleysan sér eng- in takmörk? Frestun landsfundar Miðstjórn Sjálfstæöisflokks- ins hefur ákveðiö aö fresta landsfundi flokksins fram til haustsins. Þar er brugöiö út af venju sem telst kannski ekki til tiðinda á þessum siöustu tim- um, þegar þaö eroröin venja aö bregða út af vananum og heföinni. Frestun fundarins er skýrö á þann hátt, aö skirari linur veröi i pólitlkinni i haust, aö þvi er varöar stjórnarfar og stööu rikisstjórnarinnar. Einhver hefði haldiö aö þær linur væru afar ljósar nú þegar, enda er þetta miklu frekar spurning um hvort staöa sjálfstæöismann- anna i stjórninni veröi betri eöa verri, þegar landsfundur er haldinn. Um þaö skal engu spáö en vist er aö úrslitum hefur ráöiö um frestunina aö talsmenn hennar vilja vinna tima til aö sjá fram úr þeirri sjálfheldu, sem flokkurinn er i. Kemur þar fleira til en afstaðan til rikis- stjórnarinnar. Ætli einkunnar- orö þessarar ákvöröunar séu ekki fólgin i þvi, ,,aö frestur er á illu bestur”. Ellert B. Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.