Vísir - 17.03.1981, Side 1

Vísir - 17.03.1981, Side 1
HÆSTI VINNIN6UR í ISLENSKUM 6ETRAUNUM: „ÉG TITRABI OG FÉKK HJARTSLATT" SE6IR KRISTÍN ÁRNAD6TTIR SEM VAR EIN MEÐ ALLA LEIKI SEÐILSINS RÉTTA 66 HLAUT 95 ÞÚSUND KRÚNUR FYRIR „Ég titraöi og fékk hjartslátt þegar mér var tilkynnt um það i gærkvöldi að ég hefði hlotiö fyrsta vinning” sagði Kristin Arnadóttir er Visir heimsótti hana á vinnustað i Plastprenti i morgun, en Kristin hlaut i gær hæsta vinning i islenskum Get- raunum frá upphafi. Hún var ein með 11 leiki rétta, eða alla leiki seðilsins, og hlaut fyrir það 85.710 krónur. Einnig var hún með 4 raðir með 10 rétt- um þannig að heildarvinningur hennar nemur kr. 94.890. „Þetta er eitthvað svo óraun- verulegt og ég ætlaði varla að trUa þessu” sagði Kristin, ,,ég hélt að það væri verið að gera at i mér. Ég hef einstaka sinnum tekið þátt i getraunum áður, en hef ekkert einasta vit á þessu og hef aldrei hlotið vinning áður”. — Kristin keypti getrauna- seðil sinn sém var svokallaður 16 raða reðill hjá Bridgedeild Vikings og notaði eldspitustokk við aðfylla hann Ut. Kastaði hUn stokknum upp og er ákveðin hlið hans kom upp þýddi það ákveðið merki á seðilinn. HUn sagöist ekki vera bUin að ákveða hvernig hUn myndi verja þessum peningum, en það væri alltaf hægt að nota pen- inga. Þá sagðist hUn ekki hafa uppi nein áform um aukna þátt- töku i Getraunum þótt hún hefði dottið i lukkupottinn að þessu sinni. gki. Frlhafnarmállð: Fjöldamörg atriði rann- sökuð nánar Framhaldsrannsókn á toll- svikamálinu i Frihöfninni á Keflavikurflugvelli, þar sem starfsmenn rufu innsigli á Utihurð og voru grunaðir um að hafa flutt varning Ur byggingunni, gengur vel, að sögn Þorgeirs Þorsteins- sonar lögreglustjóra á Kefla- vikurflugvelli. Þorgeir treysti sér ekki til þess að segja á hvaða stigi málið væri, þar sem fjöldamörg atriði þyrfti að rannsaka frekar. Að öðru leyti varöist hann allra frétta. Þegar málið var i fyrstu sent frá lögreglustjóra til rikissak- sóknara, höfðu nokkrir starfs- menn viðurkennt að hafa rofið innsigli hurðarinnar, en höfðu neitaö þvi aðhafa flutt stolinn varning út um dyrnar. Þvi skýrði framburður þeirra ekki hina myklu rýrnun, sem átti sér stað á vörum Frihafnarinnar á siðasta ári. -AS „Punklur, punkt- ur. komma. slrlk” Sfá bls. 27 Kristin á vinnustað i morgun með seðilinn góða, sem færði henni tæplega 95 þúsund krónur i verölaun. (Visismynd EPS.) YflriæknlsmállD á selfossi: LÆKNAFÉLA6ID LEITAR Læknafélag tslands hefur tekið að sér að hafa forgöngu um lausn þeirrar deilu sem upp hefur komið i sam- bandi við stöðu yfir- læknis á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Stjórnarmenn Ur Læknafélag- inu fóru austur að Selfossi i sið- ustu viku og ræddu við máls- aðila, en ekkert liggur fyrir enn- þá um árangur af þeirri við- leitni. Það sem siðast gerðist i þessu máli var að Daniel Danielsson, yfirlæknir á SjUkrahUsi Selfoss, sendi rekstrarstjórn nýja sjUkrahUssins bréf seinnipart- inn i siðustu viku, þar sem hann hvetur stjórnina til þess að taka upp samvinnu við starfsfólk gamla sjUkrahUssins um undir- bUning fyrir rekstur þess nýja. ® Daniel segir einnig i bréfinu að ■ hann sé reiðubúinn til þess að ■ ræða endurskoðun starfssamn- ■ ings sins i tengslum við breytt ■ starfssvið. ■ ■ Sjá nánar viðtöl á bls. 11. | —P.M. ■ Kúðurnar, sem voru brotnar, eru á bakhlið Stjórnarráðshússins. Vísismynd: Friðþjófur Braut 18 rúöur f stjörnar- ráðshúsinu Þrjátiu og fimm ára gamall maður lagði leiö sina niður að stjórnarráði rétt fyrir klukkan 02 i nótt, dró grjóthnullunga upp Ur poka, sem hann hafði haft með sér og lét grjóthriðina dynja á rUðum stjórnarráðsins. Þegar vaktmaður hUssins varð var við hávaðann, og gerði lög- reglu viðvart, hafði maðurinn brotið 18 litlar rUður á bakhlið stjórnarráðsins. Lögreglan kom fljótt á vettvang og handtók manninn, sem reyndist vera litið sem ekkert ölvaöur. Ekki er full- ljóst hvert tilefni árásarinnar var, en maðurinn gistir nú vistar- verur lögreglunnar við Hverfis- götu. — AS Sterling: Neitaö um Möltuflug Samvinnuferðir og Sterling Airways fengu synjun frá Stein- grimi Hermannssyni samgöngu- ráðherra við beiðni um leiguflug með farþega frá Islandi til Möltu gegnum Kaupmannahöfn. Þegar afstaða ráöherra var ljós, dró Sterling umsókn sina um þetta flug til baka. Hins vegar var Samvinnuferð- um og Sterling veitt formlegt leyfi I gær til að fara 14 leiguferðir milli Islands og Danmerkur á sumri komanda. -SG Eru íslendlngar olbeldishnelgð- arl en aðrir? 9,2% af 706 manns, er svöruðu könnun um viðhorf til lögreglu og ýmsa afbrotaþætti, á vegum dómsmálaráöuneytisins, sögðust hafa oröiö fyrir ofbeldi á siöustu 12mánuðum, er könnunin náöi til. Þetta er mun hærri tala en kemur Ut Ur sambærilegum könnunum i Noregi, þar sem 3% Norömanna höföu orðið fyrir slikri reynslu. Ofbeldi það, sem hér er átt við var, þegar stjakað var við mönn- um, gripiö i þá, þeim haldið, þeir slegnir eða annað i þeim dúr. -AS

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.