Vísir - 17.03.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 17.03.1981, Blaðsíða 3
3 ÞrUkjudagur 17. mars 1981 Hreyfillinn i vélinni. Ljósmynd: Bragi Flugslysið I Hornaflrði: „EKkert sem bendír til bílunar” „Við höfum ekki gert neina samantektá þessu máli ennþá og það eina sem ég get sagt er að það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að um bilun hafi verið að ræða”, sagði Skúli Sigurðarson hjá Loftferðaeftirlit- inu er Visir hafði samband við hann vegna flugslyssins i Horna- firði i siðustu viku. „Það er hinsvegar margt sem bendir til þess að orsakanna megi rekja til þess að flugmaðurinn reyndi sjónflug við of erfiðar að- stæður, hann hafði verið i blind- flugsaðflugi en hætti við og flaug sjónflug og lenti i sjónum” sagði SkUli sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þetta mál. gk-. „Nokkurs konar bllaverkstæði” - segir Helgi Ágústsson formaður varnarmáia- deildar um viðgerðaverkstæði sem eru á byggingaáætlun varnarllðsins á Kefiavíkurflugvellí í sumar „Það gildir einu hvort banda- risk stjórnvöld eða Nato sam- þykkja fjárveitingar eða leiti eftir þeim, eða að teikningar séu til- búnar, það sem skiptir máli i þessu sambandi er að á hinum ár- Ingvar Helgason h.f. hefur hafið innflutning á jeppa af gerð- inni Datsun Patrol. Þessir jeppar eru með dfselvél og þykir það ekki lltill kostur þegar bensinið hækkar með reglulegu millibili. Diselvélin er sex strokka með ofanáliggjandi knastás. Jeppinn vegur 1700 kg og verðið er um 143; þúsund krónur. lega fundi um byggingafram- kvæmdir sem haldinn er I Norfolk er það algjörlega komið undir vilja og ákvörðun utanrikisráð- herra og þeirra sem með þessi mál fara fyrir hans hönd hvaða framkvæmdir verða leyfðár á Keflavikurflugvelli”. — Þetta sagði Helgi Agústsson formaður Varnarmáladeildar utanrikisráðuneytisins er Visir ræd,di við hann I morgun I tilefni fréttar Utvarpsins um helgina þar sem sagt var frá nýjum fram- kvæmdum varnarliðsins á Kefla- vikurflugvelli. „Það sem hér er um að ræða eru svokölluð „Missele Maintenance / check out” viö- gerðaverkstæði, sem eru nokkurs konar bilaverkstæði” sagði Helgi. „1 þeim er gert við og gengið frá flugskeytum sem Phantom orrustuvélar varnarliðsins nota, en hlutverk þeirra er eins og allir ættu að vita að fylgjast með vax- andi flugumferö sovéskra her- flugvéla hér við land”. — Helgi sagði að bygging þess- ara verkstæða væri á fram- kvæmdaáætlun og væri hægt að hefja framkvæmdir við þau I sumar. gk-. VÍSIR MynúseguiDandsmállð á hreyfingu: ÖLðGMÆTI OG ÖR TÆKNI ÞRÖUN TOGAST A Myndsegulbandsmálið svo- nefnda, þar sem um er að ræða kæru Ríkisútvarpsins á hendur ibúum i fjölbýlishúsi i Breiðholti fyrir sameiginlega notkun á myndsegulbandsefni er enn til athugunar hjá Knúti Hallssyni i Menntamálaráðuneytinu, en hann hefur rannsakað hlið- stæður þessara mála erlendis á vegum Rlkisútvarpsins. Sagði Knútur í samtali við Visi aö hannmyndi senda málið frá sér til útvarpsins innan fárra daga en siðan væri forráðamanna þess aö senda það til saksókn- ara. I málinu togast á tveir þættir, annarsvegar ólögmæti en hins vegar ör tækniþróun. Svipuð mál, er varða höf- undarrétt á efni á myndsegul- bandsspólum, hafa komið upp vfða um heim og I lok mánaðar- ins munu þeir Knútur Hallsson og Sigurður R. Pétursson for- stöðumaður STEFs halda utan á ráðstefnu á vegum Alþjóðlega höfundarréttarsambandsins sem við erum aðilar að, en þar munu segulbandsmálin verða sérstaklega rædd. —AS NTJUNG! snyrti- og hreinlætisvörur not perfumed not coloured just kind Mildar og hreinar vörur án allra óþarfra aukaefne, framleiddar úr hreinustu fáanlegum efnumáeinseinfaldanháttog mögulegt er til þess að komast hjá notkun f lókinna ef nasambanda og sneiða hjá hættu á ertingu. Sérstaklega hannaðar fyrir viðkvæmustu húð; einnig þá er hættir við ofnæmi. ÁN ILMEFNA - ÁN LITAREFNA - AFAR MILDAR AFBRAGÐSGÓÐAR VÖRUR OG ÓDÝRAR Við bjóðum nú: SIMPLE SOAP sem er hrein, ómenguð sápa, sem e'r svo mild, að hún hæfir einnig viðkvæmri húð smábarnsins. Læknarog húðsérf ræðingar í Bretlandi mæla því með henni fyrir þá, sem ekki þola venjulega hand- og báðsápu SIMPLE HAND CARE sem er hreinn og ómengaður handáburður sem verndar og nærir húðina og heldur henni mjýkri allan daginn og notist sérstaklega eftir allan þvott, en er einnig mjög góður á allan líkamann. Ekki f itandK SIMPLE CLEANSING LOTIONsem er hrein og ómenguð hreinsimjólk, sem djúphreinsar jafnvel viðkvæmustu húð mjög vel án allrar ertingar og hæfir öllum húðgerðum og er ekki fit- andi. S/MPLE MO/STUfí/S/NG LOT/ON sem er hreinog ómenguð rakamjólk, þ.e. olíuríkur, vatnsblandaður, þunnfljót- andi áburður, sem viðheldur rakajafnvægi húðarinnar og heldur henni mjúkri og sléttri. Hæf ir öllum húðgerðum og er ekki fitandi. , SIMPLE SK/N TON/C sem er hreint og ómengað andiitsvatn fyrir allar húðgerðir. SIMPLE GENTLE SHAMPOO sem er hreinn, ómengaður og mjög mildur hárþvottalögur f yrir allar hárgerðir. S/MPLE N/GHT CfíEAM sem er mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmwmmmm l hreint og ómengað næturkrem, þ.e. f eitt næringarkrem f yrir þurra húð. S/MPLE TALCsem er hreintog ómengað talkumpúður til nóta á raka og f itugjarna húð. LÍTIÐ INN OG LÍTIÐ Á LAUGAVEGS APOTEK SNYRTIVÖRUDEILD „Þið eigið alltaf leið um Laugaveginn'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.