Vísir - 17.03.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 17.03.1981, Blaðsíða 4
4 Nauðungoruppboð sem auglýst var i 92., 98. og 103. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hiuta I Rauðalæk 30, þingl. eign Þórunnar Pálsdóttur fer fram eftir kröfu ölafs Ragnarssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 19. mars 1981 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið I Reykja vik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta i Nýlendugötu 24 B, þingl. eign Sigriðar Hilmarsdóttur fer fram eftir kröfu Hákonar H. Kristjónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 19. mars 1981 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á hluta i Skipholti 20, taiinni eign Aðal- heiðar llafliðadóttur fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunn- ar i Reykjavik, Landsbanka tslands og Guðmundar Péturssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 19. mars 1981 kl. 10.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 61., 67. og 70. tbl. Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Furulundur 8, Garöakaupstað, þingl. eign Geirs Björgvinssonar/fer fram eftir kröfu Jóns Finnsson- ar hrl„ og Sveins H. Valdimarssonar, hrl„ á eigninni sjáifri föstudaginn 20. mars 1981 kl.16.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem augiýst var í 84. 89. og 93. tölubiaði Lögbirtingablaðs- ins 1980 á eigninni Melás 5, efri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Aage Petersen, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka tslands á eigninni sjálfri föstudaginn 20. mars 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var I 84. 89. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1980 á eigninni Stekkjarflöt 17, Garðakaupstað, þingl. eign Þórðar Einarssonar fer fram eftir kröfu Garðakaup- staðar á eigninni sjálfri föstudaginn 20. mars 1981 kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var I 84. 89. og 93. tölublaöi Lögbirtingablaðs- ins 1980 á eigninni Lindarflöt 41, Garðakaupstað, þingl. eign Guðmundar Guðmundssonar fer fram eftir kröfu Iðn- þróunarsjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 20. mars 1981 kl. 15.30. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var 184., 89. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1980 á eigninni Helluhraun 16-18, Hafnarfirði, þingl. eign Vélsmiðjunnar Kletts h.f. fer fram eftir kröfu Inn- heimtu rikissjóðs og Iönlánasjóðs á eigninni sjáifri föstu- daginn 20. mars 1981 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk, banka og lög- manna.fer fram opinbert uppboð á neðangreindu lausafé og hefst þaö i dómssal borgarfógetaembættisins að Reykjanesbraut 6, þriðjudag 24. mars 1981 kl. 10.30 og verður framhaldið þar sem lausafé er, sem selja skal. 3 stk. prjónavélar, og 2 stk. verksmiöjusaumavélar taldar eign Alis h.f., Lynotype setjaravél, talin eign Baidvins G. Heimissonar, rennibekkur talinn eign Björns & Halidórs h.f„ 2 setjaravélar, taidar eign Borgarprents s.f„ spón- lagningarpressa talin eign Breiðáss hf„ leirbrennsluofn, talin eign Eidstóar hf„ 2 naglavéiar, taldar eign Goss hf„ tölvusetningarvél, talin eign Guðjóns S. Valgeirssonar, kvikmyndasýningarvél, talin eign Hafnarbiós h.f„ vinnu- skúr v/Stakkarhlið, talin eign Hámúla h.f„ prentvél, talin eign Ingólfsprents h.f. setjaravél og 2 stk. prentvélar taid- ar eign Jóhanns Þóris Jónssonar, biljardborð talin eign Joker h.f„ loftpressukerfi og lótætaravél taldar eign Jóns Þ. Walterssonar, 2 stk. eldavélar og uppþvottavél taldar eign Klúbbsins, 3 stk. höggpressur, taldar eign Lama- iðjunnar h.f„ 4. stk. vinnuskúrar og stálvinnupallur, talið eign Njörva h.f„ prentvél talin eign Offsettækni s.f„ offsetprentvél, talin eign Prentvals s.f„ 20 stk. skrifborð, fundarborö með 12 stólum og 45 aðrir stólar, talið eign Rekstrartækni s.f„ punktsuðuvél taiin eign Runtal-Ofna h.f„ kantlimingarvél, taiin eign S.S. Innréttinga s.f„ vél- sög, höggpressa, standborvél, 3 rafsuðuvár og beygjuvals, talið eign Stálprýði h.f„ kýlvél fristandandi, bútsagir, þykktarheflar, sagir, trésmiðavéi, vélhefill, bandsög, tal- iðeign Trésmiðjunnar Defensor h.f. trésmiðavél taiin eign Z-Húsgagna h.f. og þriskeri talin eign Bókbandsst. Arkar- innar h.f. Greiösla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. VÍSIR Ætlast er til þess aö einfalt og skýrt mál veröi notaö viö allt, sem aö almenningi snýr, en embættismenn og lögfræöingar geta í góöum friöi notaö sitt stofnanamál I samningum innbyröis. Máleinlöldunar- byiting i USA Það þykir ekki aðeins ófint i Bandaríkjunum að vera forn i máli eða torskilinn. Það varðar orðið beinlinis við lög. Ef hUseigandi i New York-riki réttir leigjanda sinum illskiljan- legan leigusamning til undir- skriftar á hann á hættu að verða dreginn fyrir ddmara og yfir höfði sér allt að 30 þúsund dala sekt. Það eru 200 þúsund nýkrónur. Það sama gildir um hundruði annarra samninga, skilmála, eða útfyllingareyðublaða. Ef höfund- ar þeirra skrifa þá ekki á skýru og skiljanlegu daglegu máli, geta þeir sætt viðurlögum. Leitt I löp Þessi máleinföldunarvakning gengur einnig annarsstaðar yfir landið þar sem reynt er að hreinsa enskuna af stofnanamáli og lagakrókaþrugli sem llklegt þykir til að standa i neytendum. Er þettaallt liður i „plain english revolution” (bláttáfram ensku- byltingunni), sem hófst fyrir sjö árum. 1 sextán af fimmtiu rikjum Bandarikjanna hafa verið sett lög sem skylda menn til þess að nota bláttáfram, auðskilið alþýðumál i samningagjörðum við almenna neytendur, og tuttugu riki til við- bótar hafa i athugun slfka laga- setningu. Þessi máleinföldunar- bylting hefur haft slikan meðbyr, að stappar nærri sigri yfir aðal- skrímslinu, sem er framtalseyðu- blaðið. — Eftir sautján mánaða strit telja einn enskuprófessor, einn málfræöingur, þrir lög- fræöingar og þrir grafiskir svein- ar sig hafa fundið nýja uppsetningu á skattskýrslum, sem hver leikmaður ætti að geta skilið. Skattstofan setti þá til verksins eftir að þingiö ályktaði að tilraunir skattyfirvalda ein- stakra rikja til einföldunar á skattskýrslunum gengu hvorki né ráku og að þingið mundi sjálft gera viöeigandi ráðstafanir, ef ekki yrði undinn bráður bugur að 90 milljón skattgreiðendur i Bandarlkjunum mega fara að hlakka til ársins 1983. Þá munu þeir fá framtalseyðublöð, sem ekki þurfa að valda þeim höfuð- verk. Einföidunarkrafan Fyrir þessari aidurbót stendur Alan Siegal, einn af frumherjum þessarar máleinföldunar- byltingar og einhver skeleggasti talsmaður hennar. Einhvern tima 1974 komst hann að raun um, eftir nokkurt starf i auglýsingum og almenningstengslum, að miklir gróðamöguleikar lægju i þvi að kenna fólki að tjá sig, eða koma orðum að þvi sem það meinti. Þegar fólk spyr Siegal i dag að þvi, hver hans atvinna sé, svarar hann gjarnan: „Einföldun!” „Við erum þó ekki að reyna að gera enskuna að tómum einsat- kvæðisorðum”, segir hann. „Við erum ekki einu sinni að reyna að losa okkur alveg við stofnana- ensku. Leyfum embættismönnum að tala við embættismenn eins og þá sjálfa sýnist. Lögfræðingum að tala við aðra lögfræðinga á sinu fagmáli. En þegar þeir beina máli sinu til almennra hlustenda, verður að gera þá kröfu til þeirra, að þeir geri sig skiljanlega á dag- legu máli”. „Sömu kröfuna verður að gera til tryggingaskirteina, lánaskil- mála, lóöasamninga, skatt- skýrslna, leigumála og fleira. Ef ætlast er tilþess að fólk standi við skilmálana verður að gera kröfu til þess að þeir séu skiljanlega fram settir”, segja málein- földunarsinnar. Látlð undan fákunnáttu Helst hafa þeir mætt andstöðu hjá háskólamönnum, sem telja að hér sé um að ræða aö hafna góðri menntun og fullgildri ensku með þvi að láta undan þrýstingi ólæsra. Einn enskuprófessorinn orðar það svo, aö hugsunar- hátturinn sé sá sami og ef krafist verður þess, að breytt verði öryggisbeltum eða garðsláttuvél- um á forsendu þess, að fólk hafi ekki vit á því hvernig spenna eigi beltin eða komast hjá þvi að missa puttana i sláttuvélina. — „Fólk verður að læra að lesa þá ensku, sem nauðsynleg er til þess að koma orðum að hlutunum”, sagði þessi sami prófessor. Lögfræðingar tortryggnir Lögfræðingar eru einnig tor- tryggnir á lagaskyldu slikrar ein- földunar. 1 eitt lagaritið skrifaði lögfræðingur einn, að það væri stjórnskrárréttur hvers einstak- hngs að skrifa og gera samninga eins flókna og honum sjálfum sýndist. Framlag lögfræðinga til þessarar umræðu mætir annars almennri tortryggni, þvi að þeir eru taldir þrífast best á allskonar ■■■MKMI <1 Guðmundur Pétursson. flælTjiim"”g”hnút”m, sem heTst þurfi dómstóla til að skera úr um. Margir telja, að þýski máls- hátturinn: „Hvi einfalda hlutina, ef maður getur gert þá flókna?” — sé þeirra daglega boöorð. Reynslan er samt sú að flest fyrirtæki fylgja hinum nýju lög- um dyggilega. Sjötiu og fimm prósent fyrirtækja I New York hafa aðlagað sig að breytingunni og einfalda afborgunarsamninga sina og annað sem að neytandan- um snýr. öllum vandamálum hefur ekki verið útrýimt. Smáletursklausur eru þvi ekki alveg úr sögunni, og brögð eru að þvl aö svikarar sviki nú á einföldu alþýðumáli kaupanauta sfna þar sem þeir áður brugðu fyrir sig torskihnni ensku. Umræður um NATO-stöð á Heöridiseylum Opinbcr umræða hefur vaknaö um áætlun Bretlands og NATO varðandi smiði herflugvallar og herstöövar á Ytri Hebrideseyj- um. Þessi áætlun feiur i sér upp- setningu á einhverri hernaðalega mikiivægustu bækistöð Nato i V-Evrópu. Þarna er fyrir herflugvöllur, sem áætlað er að stækka. íbúar eyjanna eru 13 þúsund og erufrægir fyrir sauðfjárrækt sina og uilariönað (Harris-tweed). Hafa þeir snúist öndveröir við þessum áætlunum af ótta við að menningu þeirra sé hætt. í fyrra- vor var safnað undirskriftum 4000 eyjaskeggja, sem mótmæltu þessari áætlun. Fióö vegna leysinga Orhellisrigningar og asahláka leiddu til mikilla leysinga i Rúmeniu og Tekkóslóvakiu I sið- ustu viku og hcfur frétst af mikl- um flóðum af þeim vöidum. i Vestri-Bóhemiu var sagt aö um 700 hektarar ræktunarlands hefðulent undirvatnium helgina. Svipaðar fréttir bárust frá vesturhluta Rúmeniu fyrir helgi, enþóhefur rénaöþariám siðan. Þá hefur vaxið mjög i ám I Ongverjalandi og Austurriki, en hefur þó ekki leitt til stórra vand- ræöa ennþá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.