Vísir


Vísir - 17.03.1981, Qupperneq 8

Vísir - 17.03.1981, Qupperneq 8
8 VtSIR Þriðjudagur 17. mars 1981 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjöri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páli Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: SiðumúlaS, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Svavar skerðir tryggingabætur A sama tlma og Alþýðubandalagið telur sig sérlegan málsvara iitilmagnans i þjóð- félaginu, eru gripið til efnahagsráðstafana, sem skerða tryggingabætur elli- og örorku- þega. ( öllum þeim umræðum, sem hafa farið fram um efnahaqs- og kjaramái hér á landi, hafa stjórnmálaflokkarnir lagt á það höfuðáherslu, að vernda þyrfti lífskjör hinna verst settu. Byrðarnar yrðu að leggjast á breiðu bökin. Efndirnar hafa verið misjafnar og umdeildar, enda lýðum Ijóst, að verðbólga, sem ekki hefur komist niður fyrir 50% á ári, lendir fyrst og fremst a' þeim sem lakast eru settir. Hinir ríku verða ríkari, en hinir fátæku fátækari. Enginn flokkur hefur gengið ákafar fram í fjálglegum yfir- lýsingum um hag láglaunafólks- ins en Alþýðubandalagið. Tals- menn flokksins eru nánast löggiltir verndarar lítilmagnans að eigin mati. Stundum jaðrar sá málflutningur við væmni og hreina hræsni. Það hefur aldrei þótt sérlega göfugmannlegt á Islandi að slá sig til riddara fyrir góðverk, og þar að auki hjákát- legt, ef umhyggjan er meiri í orði en á borði. Um síðustu mánaðamót kom til framkvæmda sú skerðing, sem efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar fólu í sér að þvi er varðar launa- og kjaramál. Þá hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 14.3% en launaverðbætur aðeins um 6%. Þetta hafði áður verið boðað og þótti ekki tiltöku- mál af þeim mönnum, sem lagt hafa áherslu á „samninga í gildi" og verndun kaupmáttar- ins. En það gerðist fleira um mánaða mótin. Skerðingin náði nefnilega eihnig til trygginga- bóta hjá elli- og örorkuþegum og reyndar hjá öllum þeim sem þiggja bætur hjá almannatrygg- ingum. Samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hækkaði tekju- tryggingin um 14.3% en allur al- mennur grunn-elli- og örorkulíf- eyrir, sjúkrabætur, mæðrabætur, ekkjubætur, sjúkra- og slysadag- peningar hækkuðu aðeins um 6%. Meðalhækkun grunnlífeyris og tekjutryggingar verður því að- eins 10.2% á sama tíma og verð- lag og framfærslukostnaður hefur hækkað um 14.3%. Stjórnarandstæðingar hafa vakið athygli á þessari skerðingu og lagt fram breytingartillögur til lagfæringar. Viðbrögð Þjóð- viljans og svör tryggingaráð- herra, sem jafnframt er for- maður Alþýðubandalagsins, eru þau ein að skammast og hneyksl- ast út í stjórnarandstöðuna fyrir samskonar skerðingu fyrr á árum. Látum það liggja milli hluta, hvort það sé rétt, þótt benda megi á,að í tíð Matthíasar Bjarnasonar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafi sú gagnrýni aldrei heyrst, einfald- lega vegna þess að það var ekki hægt. Hitt er athyglisverðara, að Al- þýðubandalagið á sér ekki önnur svör til málsbóta en þau, að skerðing á tryggingabótum hafi áður átt sér stað. Leggst nú lítið fyrir kappana, þegar þeir geta ekki betur gert, og standa sjálfir að kjaraskerðingu hjá þvi fólki, sem minnst má sín. Verðbótaskerðingin um mánaðamótin var óhjákvæmileg ef menn meina eitthvað með því,að draga þurfi úr verðbólgu. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa réttilega bent á, að kjara- skerðingin leiði til lækkandi verð- bólgu, og þannig sé staðið vörð um kaupmáttinn. Þetta hefðu þeir mátt uppgötva fyrr. Alþýðusambandið hefur látið verðbótaskerðinguna yfir sig ganga gegn því loforði, að skatt- ar verði lækkaðir hjá þeim lægst launuðu.sem nemur 1.5% í kaup- mætti. En sú skattalækkun kemur elli- og örorkuþegum ekki til góða, vegna þess að obbinn af þeim greiðir ekki skatta vegna lágra tekna. Þannig er einnig gengið fram- hjá bótaþegum, tryggingarbætur skertar og hagur þeirra virtur að vettugi. Þessar aðf arir er rétt að hafa í huga, næst þegar Alþýðubanda- lagið gumar af umhyggju sinni fyrir smælingjunum. ÖWFéll Mágnffé-; ar BiarnfreDssonar i Sveinn Sæmundsson blaöaf ulltrúí Flugleiða skrifar Maqnúsi Bjarn- freðssyni opið bréf vegna skrifa þess síðarnefnda um „einokun" Flugleiða. Sveini finnst ómaklega að Flugleiðum ráðist og tel- ur ummæli Magnúsar á misskilningi byggð. Magnús minn góöur: Þótt viö búum báöir i Kópavogi reyndist mér býsna erfitt aö ná tali af þér fyrir helgi. Ég hringdi og lét liggja skilaboð, sem ég efast vart um aö konan þl nágæt hafi boriö þér, ásamt kveöju minni. Skila- boöin voru þess efnis aö þú hefðir samband við mig. Þetta hefur þú ekki gert og sé ég þvi ekki annaö ráð en aö rita þér bréf f Vísi en grein I VIsi var ein- mitt tilefni til þess að ég reyndi aö hafa tal af þér. Þar er skemmst frá aö segja að ég varð aö lesa tvisvar ýmis- legt af þeim fullyröingum og ill- mælum er þú lést á þrykk út ganga I ofangreindri grein. Ég á enn ákaflega bágt meö aö sætta mig viö aö þú, sem ég þekkti sem ungan, hressilegan mann, jákvæöan I öllu tilliti, þeytir slikum óhróöri aö tilefnislausu yfir þaö fyrirtæki sem ég vinn hjá, yfir forráöamenn þessa fyrirtækis og okkur hina óbreyttari starfsmenn. En sjón er sögu rikari. Viö eldumst báö- ir og þótt ég hafi þekkt þig sem hinn jákvæöa mann i gamla daga þarf ekki aö vera aö svo sé nú. Þarna sáum viö hvernig timinn og ofátið fer meö okkur Ég veit sem sagt ekki neina ástæöu til illsku þinnar og hat- urs i garö Flugleiöa og okkar sem þar störfum. Hins vegar veröa margir súrir meö aldrin- um og innbyrgö geövonska get- ■ ur komiö út i hinum undarleg- ustu myndum. Misskilningur leiðréttur: En aö þessu frátöldu er annaö sem vakti sérstaka athygli við lestur greinar þinnar „Verö- ur einokun rofin?”. Ég sem hélt aö þú værir góöur Islenskumaö- ur sé nú aö þarna hefur þú mis- skilið móöurmáliö hrapailega. Þú notar „einokun” um fyrir- bæri, þar sem þaö orö á alls ekki við. t flugferöum milli landa er alls ekki um einokun aö ræöa heldur gera rikisstjórnir landa tvihliöa loftferöasamning sin á milli. Rikisstjórnir tilnefna siö- an flugfélag af sinni hálfu til þess aö sinna áætlunarfluginu. T.d. má nefna aö Island hefur tilnefnt Flugleiöir til áætlunar- flugs til Noröurlanda. Noröur- löndin hafa af sinni hálfu til- nefnt SAS til þessa hlutverks. Hér hafa þvi bæöi þessi félög jafna aöstööu. Þvi er ekki um einokun aö ræöa nema siöur sé og þaö veit ég aö þtí skilur ef þú hugleiöir máliö. Mér þykir hins vegar slæmt aö þú skulir hafa fallið I sömu gryfju og ölafur Ragnar Grimsson og reyndar Steingrimur Hermannsson hvaö þetta atriöi varöar, á Aiþingi nýlega. Þetta leiöir hugann aö þvi hve ójöfn aöstaöa þeirra er sem ráö- ast á menn og málefni á Alþingi og hinna sem ekki eiga þar málsvara. En talandi um Alþingismenn þá hlýtur þaö aö vera undarleg tilfinning aö standa i ræöustól á Alþingi, vita aö þjóöin hlustar og jafnvel um- heimurinn og vera þess um- kominn aö fara meö fullyrö- ingar, stundum skaölegar, og vitandi aö sá sem er milli tann- anna i þaö og þaö skiptiö, hefur enga möguleika á aö svara fyrir sig eöa leiörétta rangfærslur. Ég veit aö þú lest blöðin Magnús, og vafalaust hefuröu lesiö þaö sem haft var eftir samgönguráöherra er hann spuröi hvort Islendingar væru i herkvi hárra fargjalda. Nú er þaö svo aö fargjöld milli Islands og umheimsins eru lægri per sætismilu en á flestum öörum leiöum. Þaö er þvi fjarri lagi aö Flugleiöir hafi haldiö uppi há- fargjaldastefnu milli Islands og útlanda. Skattlagning á ferðalög: Hins vegar er hiö opinbera, rikiö sjálft, sem setur tslendinga i herkvi meö sinni óhóflegu skattheimtu. Taktu nú eftir: Af öllum feröamannagjaldeyri veröa feröamenn að greiöa 12% álag. Flugvallaskattur hér I Keflavik er einn sá hæsti i heimi. Tökum sem dæmi aö hjón ferðist til útlanda. Þau taka sinn gjaldeyris- skammt og greiöa áöur- nefnt 12% álag á feröa- gjaldeyrinn. Skattur þeirra til rikisins I formi brottfararskatts og álags er hvorki meira né minna en 2.120, kr. Viö skulum segja aö hjónin ferðist á 6/30 daga fargjaldi og er þá fargjald þeirra fram og til baka Reykja- vik - Kaupmannahöfn - Reykja- vik 5.538. kr. Meö skattheimtu sinni á þessum tveim liðum hækkar rikiö feröakostnað þess- ara hjóna um 38,3%. Þaö tekur til sin af þessum hjónum 212.000. gkr. og munar marga um minna. Allt þetta heföi ég sagt þér I simanum heföi ég náö til þin. Ég vona aö þú áttir þig á frum- hlaupinu og þar sem þú ert dálkahöfundur Visis og færö greiddar ákveönar krónur fyrir hverja grein, einokunargreinina jafnt og aðrar, þá vonast ég til að þú gerir bragarbót næst. En hver var þaö annars sem fékk þig til aö skrifa óhróöurinn um okkur sem störfum hjá Flug- leiöum? Meö bestu kveðjum, Kópavogi 13. mars 1981 Sveinn Sæmundsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.