Vísir - 17.03.1981, Síða 9

Vísir - 17.03.1981, Síða 9
Þriöiudagur 17. mars 1981 VtSIR ■> Mikill undirbúningur liggur aö baki fyrirhuguðu hnattflugi Bretanna, sem meöal annars geröu tilraunir meö smækkaöa útgáfu af loftbelg sinum (50 sinnum minni) i ná- grenni Klettafjallanna i Bandarikjunum, en þá var þessi mynd tekin. UMHVERFIS JOneiHA Á 20 DðGUM -1 LOFTBELG Hvað kemur mönnum til að húka dögum saman uppi á fána- stöng, skoppa niður Niagarafossa i tunnu eða hætta lifi og limum i loftbelg yfir Atlantshaf? Skyn- semi finnst seint i þvi, þótt skilj- anlegur sé metnaðurinn til að verða heimsfrægur. Auglýsing er algengasta svarið. Annað hvort fyrir ævintýramann- inn, eða þá aðila sem styrkja fyrirtækið með framlögum. Ævintýralöngun og garpskapur blandast i það einnig. Loftbelgir fyrst 1783 Menn hefðu haldið, að nú á tim- um, þegar loftið er eins og þétt- riðið net áætlanafiugs, þar sem menn geta komist nær hvert sem vill á nokkrum stundum með flugvél, mundi enginn viti borinn maður kjósa að hrekjast fyrir vindum i loftbelg. Enn siður reyna að ferðast umhverfis jörð- ina á slikum farkosti og það án viðkomu. Tvær tilraunir hafa verið gerðar i vetur, og sú þriðja er i bfgerð. Að þessari siðast- nefndu standa nokkrir Bretar. Loftbelgir eru svo sem engin nýlunda. Hvort sem þeir eru bornir af heitu lofti eða vetni. Sá fyrsti fór á loft i Paris 1783. Það var meiri forsjón i sliku fikti i þann tima. Þá glimdi maðurinn við að svifa um loftið eins og fugl- inn, en loftbelgur sýndist geta orðið mikið þarfaþing. Ekki bara gaman eöa skemmtitæki. Einkanlega sáu herforingjar i honum gott njósnatæki. Metin komu i löngum röðum. Fyrst svifu menn yfir Ermasund 1785, en miðað við þann tima mætti jafna þvi afreki við mána- lendingu Bandarikjmanna. Arið 1846 svifu menn yfir Alpana. Arið 1870 var komið á fyrstu farþega- og póstflutningunum með loftbelg frá Paris, sem var umsetin Þjóð- verjum. En fyrst á 20. öldinni varð loftbelgurinn tómstunda- gaman mannsins og iþrótt. Nú á timum er oft keppt I loftbelgja- flugi. Sú iþrótt hefur heimtað sin manngjöld. Tilraunir til að setja hæðamet — sem strax 1804 var orði 7000 metrar — hafa kostað mannslif vegna kuldans og súr- efniseklunnar. Eitt dapurlegasta slysið var misheppnuð tilraun Andrées, Strindbergs og Frænkels til þess að fljúga yfir Norðurpólinn 1897. Lik þeirra fundust i isnum 1930. Herinn hefur fært sér loftbegl- ina mest i nyt. Sömuleiðis veður- fræðin. í þrælastriðinu i Banda- rikjunum og i Búastriðinu voru loftbelgir tiðum notaðir. Einnig i siðari heimstyrjöldinni, en þá mest sem tálmar, til þess. að neyða óvinaflugvélar til þess að hækka flugið. Loftbelgirnir eru siður en svo gengnir fyrir garð. Sem iþrótt aukast vinsældir þeirra jafnt og þétt og enn eru sett ný met. Arið 1966 sveif fyrsti loftbelgurinn þvert yfir Ameriku. Fyrsti loft- belgurinn komst yfir Atlantshaf 1978 eftir margar misheppnaöar tilraunir manna. Umhverfis jörð- ina án viðkomu er meðal fárra af- reka, sem enn eru óunnin. Hnattflug á 22 dögum Jíftir langan og strangan undir- búning og margar seinkanir ætla fjórir Bretar að reyna i vor að verða fyrstir til að fljúga i loft- belg umhverfis jörðina — og það á aðeins 22 dögum, viðkomulaust. Slik loftferð er ekki eins og margur ætlar néinn hægðarleik- ur, svifandi i makindum eins og I hengirúmi. Kannski var það ein- hvern tima þannig, en ekki hnatt- flug á borð við þeirra Bretanna. Þeir verða uppi I hvössum loft- vindum, sem ná einatt 300 hnúta hraða og rifa loftbelginn með sér á 160 km hraða. Mestan timann verða þeir uppi i 40 þúsund feta hæð, sem er ofar flestum þotu- leiðum. Þar er hitastigið minus 50 gráður á Celsius, og loftið svo þunnt, að i stað körfunnar sigildu verða loftfararnir að nota þrýsti- klefa. Þessi hæð er samt ekkert met i sjálfu sér. Auguste Piccard komst i 53 þúsund feta hæð árið 1932. Bandarikjaher náði 72.395 feta hæð árið 1935. Loftbelgurinn er engin smá- smiði. Hann er alika að hæð og 30 hæða skýjakljúfur og loftrúmtak- ið um 1 milljón rúmfet. Hann er gerður af þeim Don Cameron og Peter Bohanna i sameiningu. Sá fyrri er loftbelgjasmiður að at- vinnu með aðstöðu i Bristol. Bo- hanna er verkfræðingur, upp- finningamaður og þúsundþjala- smiður, sem leyst hefur margan vandann fyrir framleiðendur James Bond-myndanna. Báðir eru reyndir loftfarar. Auglýsing lest á fllmu Þessi fyrirhugaða hnattferð þeirra verður ein hrikaleg aug- lýsing. Fyrst og fremst fyrir risa- fyrirtækið ICI, en fleiri aðilar leggja til útbúnað eða fé. — Prins- inn af Wales er sérlegur verndari leiðangursins. I för með þeim verður frægur myndatökumaður, Leo Dickin- son, sem gerði fræga mynd um kajakaleiðangur eftir ám Hima- laya-fjalla. Hann hefur tekið margar ævintýralegar myndir fyrir sjónvarp, meðal annars frá Matterhorn, eldfjöllum i Suður- Ameriku, drekaflugi I ölpunum, fallhlifastökki i Sahara og fjall- göngu á Mont Everest. Loftbelgurinn verður bæði bor- inn af heitu lofti og helium. Með þvi að hita loftið upp, eða leyfa þvi að kólna má láta loftbelginn siga eða risa á vlxl og komast I loftvindana, sem bera skulu hann rétta leið. — Karfan er eins og áð- ur segir þrýstiklefi, skiptur i * tvennt. Efri hæðin er stjórnpall- ur, en sú neðri svefnvistir. Hann er vel einangraður, og ef þeir nauðlenga á sjó, má fylla svefn- álmuna með vatni til þess að fá i hann balllest. Þrautreynd áhöfn Ahöfnin er fjórir loftfarar undir stjórn Peter Bohanna (40 ára), sem lagt hefur hönd á marga smiðina. Hann hefur smiðað hraðbáta, kappakstursbila og fleira, en er þó fyrst^og fremst sérhæfður i flugtækni. Don Cameron (40 ára) er kunn- asti loftfari Breta og stærsti loft- belgjaframleiðandi Evrópu. Hann reyndi að fljúga i loftbelg yfir Atlantshafið 1978 og tókst það næstum. Giles Hall (34 ára) lærði loft- siglingar af móður sinni, Gwen Bellew, sem stundum er kölluð „amma loftbelgjanna” og er ein af kvenhetjum flugsögunnar. Hann er einn af fyrstu drekaflug- mönnum Evrópu og hefur langa reynslu i falhlifastökki. Siðastur fjórmenningana er Julian Nott (34 ára), sem sett hefur nokkur hæðamet i loftbelgj- um. Seinast i október siðasta haust, þegar hann komst i 55 þús- und feta hæð yfir Kólóradó, sem fékkst þó ekki viðurkennt, þvi að i 17 þúsund feta hæð sleppti hann fyrir borð (i fallhlif þó) mynda- tökumanni. Samkvæmt alþjóða- reglum má enginn yfirgefa far- kostinn I þeirri ferðinni, sem met skal slegið. Munurinn á metun- um, hvi nýja og gamla, skal enn- fremur vera minnst 3%. — Annars hefur Nott farið i loftbelg yfir Sahara, Ermasund, Alpafjöll og Andesfjöll. Og til þess að festa viðburðinn á filmu verður Leo Dickinson myndatökumaður með i ferðinni, eins og áður var getið. Sjötti og sjöundi maðurinn i leiðangrinum verða á jörðu niðri. Þeir eru veðurfræðingurinn, Martin Harris, og leiðangurs- stjórinn Alan Noble. Noble hefur áður tekið þátt i leiðangri með Cameron. Lagt verður upp i hnattflugiö frá Mið- eða Suður-Evrópu og liggur leiðin til Norður-Afriku, suður fyrir Kaspiahaf, norður fyrir Himalayafjöll og inn i loft- strauminn yfir Japan, en með honum til Bandarikjanna og yfir Atlantshafið til baka til Evrópu. Dugir að fara yfir sömu lengdar- gráðuna i bakaleiðinni, sem fariö var yfir i byrjun ferðar. Þaö þarf ekki að koma heim á sömu breiddargráðu. Ætlunin er að lenda i Frakklandi eða Þýska- landi og helst i vatni til þess að tryggja mjúka lendingu. (Or Norges Handels- og Sjöfartstidende.)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.