Vísir - 17.03.1981, Page 11
Þriöjudagur 17.'inars 1981
VÍSIR
Brynleifur Steíngrimsson héraoslæknir á Seifossi:
„Eg er mjög oánægður með
starfsemi sjúkrahússins”
„Frá okkar bæjardyr-
um séð er þetta einungis
efnisleg deila. Það hafa.
ekki verið nein vandræði
i samskiptum okkar
Daniels”, sagði Bryn-
leifur Steingrimsson,
héraðslæknir á Selfossi,
en hann á einnig sæti i
rekstrarstjórn nýja
sjúkrahússins.
Brynleifur sagöi að þegar
Daniel hefði verið ráðinn til
starfa haustið 1979 þá hafi það
verið sérstaklega tekið fram við
hann að ráðningin gilti ekki fyrir
Sjiíkrahiís Suðurlands.
„Fyrir um ári siðan ætlaði
byggingarst jörnin sem þá var við
liðiað augiysa allar stöðurnar, en
ráðuneytið stöðvaði málið og
sagði að það hefði alltaf litið svo á
að starfsfólkið á gamla sjúkra-
húsinu flyttist yfir á það nýja að
öðru jöfnu. f april i fyrra var svo
skipuð rekstrarstjórn fyrir nýja
Brynleifur Steingrimsson: „Ein-
ungis efnisleg deila”.
sjúkrahúsið og við vorum ekki i
neinum vafa um að hún hefði fullt
umboð til þess að ráða i stöður við
það. Ég kann enga skýringu á
þessum viðbrögðum ráðuneytis-
ins nú”.
— NU hefur verið sagt að það
andi köldu milli ykkar Daniels, —
hefur það ekki haft nein áhrif i
þessu máli?
„Þessi stöðuauglýsing er hreint
stjórnunarlegt atriði og kemur
minni persónu sem slikri ekki við.
Það þurfti einfaldlega að endur-
skoða samninga við yfirlækni i
samræmi við nýtt rekstrarform.
Hinu er ekki að leyna að ég er
mjög óánægður með starfsemi
Sjúkrahúss Selfoss eins og hún er.
Það hefurekki fengist samræmi i
vaktaskipan og verkaskiptingu
milli sjúkrahússins og heilsu-
gæslustöðvarinnar, og við teljum
að Danfel hafi ekki viljað ræða
þessi mál fram að þessu. Nú hef-
ur hann hinsvegar i bréfi lýst þvi
yfir að það sé nauðsynlegt að taka
upp viðræður um þetta, en það er
i fyrsta sinn sem hann ljáir máls
á því”.
— Nú hefur það verið gefið i
skyn, að ein ástæðan fyrir þessari
deilu sé sú að þér sé fyrirmunað
að eiga gott samstarf viö þá
lækna sem koma hingað og að
þeir hafi hrökklast undan þér
hver á fætur öðrum. Hverju svar-
arðu þessu?
„Mér datt nU fyrst i hug þegar
ég las greinina um þetta i
Timanum um daginn að ég vonaði
bara að nytin félli ekki úr kúnum i
Flóanum. Sem héraðslæknir hef
ég aldrei unnið á sjúkrahúsinu
þannig að þessir menn hafa raun-
verulega aldrei unnið með mér.
Annars hefur mér sem lækni og
manni verið of mikið blandað
saman við hlutverk mitt sem
stjórnanda og skipuleggjanda
heilbrigðismála hér i héraðinu”.
— Hvernig stendur málið varð-
andi yfirlæknisstöðuna að þinum
dómi?
„Forgangsréttur Daniels er
fyrirbi, en við viljum samt reyna
að leysa þetta mál með góðu.
Staðan hefur verið auglýst og
rekstrarstjórn telur sig ekki vera
i neinum vanda með að manna
hana, þrátt fyrir mig”.
—P.M.
r
i
i
Deilan
j um stöDu
■yfirlæknls
! á Selfossi
í
Það logar cnnþá glatt i déil-
inni sem rcis fyrir skömmu
im stöðu yfirlæknis viö hið
ýja Sjukrahús Suöurlands á
elfossi. Læknafélag tslands
r nU komið i málið og ætlar að
'reista þess að ná sáttum milli
leiluaðila.
I" Eins og áður hefur komii
frain i Visi spannst deilan af
þvi að Daníel Danielsson,
■starfandi yfirlæknir á SjUkra-
■hUsi Sclfoss, neitaði að gcra
■nýjan sta rfssa m ning við
■rekstrarstjórn nýja sjúkra-
■liUssins. Byggði hann þá af
"stöðu á Urskurði heilbrigðis
Ji áðuneytisins þess efnis að allt
—starfsfólk gamla sjúkrahúss-
Ujins með löglegan sam'ning,
fk.vldi flytjast yfirá það nýja.
Mcirihluti rekstrarstjórnar
Iféllst ekki á þennan skilning
Daniels og auglýsti stöðu yfir-
jjhrknis lausa til umsóknar.
IBIaðamaður Visis brá sér
austur á Selfoss og ræddi við
■nokkra málsaðila.
Páll Hallgrímsson formaöur reKstrarstjórnar nyja slúKrahússlns:
RADUM okkar
FÖLK SJALFIR'
„Málið er afgreitt af okkar
hálfu, staðan hefur verið auglýst
laus til umsóknar og það stendur
ekki til að afturkalla það”.
Þetta sagði Páll Hallgrimsson
sýslumaður Arnesinga, en hann
er jafnframt formaður rekstrar-
stjórnar nýja sjúkrahússins.
Páll sagði að rekstrarstjórnin
hefði að sjálfsögðu ekki auglýst
stöðuna á þennan hátt, ef hún
hefði ekki verið þess fullviss, að
hún hefði til þess fyllsta rétt.
„Við vitum ekki af hverju ráðu-
neytið hefur tekið þessa afstöðu,
en það þarf enginn að efast um að
við höfðum fullt umboð til þess að
auglýsa stöðuna”.
— Má ekki skilja þessa aug-
lýsingu sem svo að þið van-
treystið Dani'el til þess að taka við
stjórn nýja sjUkrahússins?
„Það vottar ekki fyrir van-
trausti á Daniel i þessu sam-
bandi. Við vildum einfaldlega
gera við hann nýjan samning þvi
við vildum ekki vera skyldugir til
þess að lúta samningum sem við
vissum jafnvel ekki hvernig
væru. Við erum að undirbúa það
að ný stofnun taki til starfa og við
viljum ráða okkar fo.'k sjálfir en
ekki vera bundnir af samningum
sem önnur stofnun hefur gert”.
— En nú var það yfirlýstur vilji
ráðuneytisins og jafnvel ykkar
sjálfra, að starfsfólkið flyttist á
milli stofnananna?
„Það er alveg sjálfsagt að fólk
sem vinnur samkvæmt venjuleg-
um kjarasamningum fari sjálf-
krafa yfir en við viljum sjálfir
hafa hönd f bagga með þeim sér-
samningum sem eru gerðir. Við
buðum Daníel að gera við okkur
nýjan samning, en hann neitaði
og þess vegna urðum við að aug-
lýsa stöðuna”.
— Þýðir þetta að Daniel sé bú-
inn að glata þeim forgangsrétti að
stöðunni sem þið viðurkennduð I
upphafi að hann hefði?
„I sjálfu sér er hann búinn að
þvi, en við viljum þó helst af öllu
ná samkomulagi um þessa hluti.
Við vorum tilbúnir til þess að láta
Læknafélagið hafa forgöngu um
að leysa málið og bíðum nú eftir
niðurstöðu þess”, sagði Páll.
—P.M.
Daníel Danfelsson yfírlæKnir á SlúKrahúsi Selioss:
Agrelningur milli ráöuneytis
Páll Hallgrfmsson: „Málið er af-
greitt af okkar hálfu”.
(Visismynd G.V.A.)
og hluta reKstrarstjórnar
,,Ég lít þannig á að
þetta sé ágreiningur á
milli ráðuneytisins og
hluta af rekstrarstiórn-
inni”, sagði Daniel
Danielsson, yfirlæknir á
Sjúkrahúsi Selfoss.
„Min viðbrögð hafa
frá upphafi verið þau, að
fara alfarið eftir þvi sem
ráðuneytið hefur látið
frá sér fara um málið.
Ég hef þá skoðun að
minn starfssamningur
haldi gildi sínu þótt
starfsemin flytji i annað
húsnæði, og byggi ég
hana á skriflegum til-
kynningum frá ráðu-
neytinu”.
— Óttastu að ná ekki eins góð-
um samningum og þú hefur nú ef
samið væri upp á nýtt?
„Fyrir mér er þetta fyrst og
fremst „prinsippaatriði”. A sin-
um tima var óskað eftir þvi að
það starfsfólk gamla sjúkrahússL
ins sem vildi flytjast yfir á það
nýja myndi skrifa sig á sérstakan
lista. Ráðuneytið úrskurðaði þá_
að allt það starfsfólk sem vildi, og
hefði löglegan samning, skyldi
flytjast yfir. Þarna var engin
undantekning gerð varðandi mig
og ég hef ekki i hyggju að breyta
minni afstöðu i þessu máli”.
Daniel sagði að sér þætti furðu-
legt, að seinasti fundur rekstrar-
stjórnar nýja sjúkrahússins hafi
verið haldinn 5. desember siðast-
liðinn, og að allai* ákvarðanir
siðan hafi verið teknar án þess að
fulltrúi Selfoss i stjórninni, eða
fuUtrúi starfsfólks sjúkrahússins,
hafi verið látnir vita.
„Það sem siðast gerðist i þessu
máli var að ég skrifaði rekstrar-
stjórninni bréf þar sem ég tjáði
mig fúsan til þess að taka upp við-
ræður bæði um mina samninga og
annað sem tengist þessu máli. Ég
býst við að næsta skref verði að
stjórnin fjalli um það bréf”.
Aðspurður um samstarfið við
Brynleif Steingrimsson sagði
Daniel einungisað það hefði verið
litið.
Varðandi afskipti Læknafélags-
ins af málinu sagði Daniel að
skemmtilegast hefði verið fyrir
alla aðila ef samstaða heföi
myndast fyrir austan fjall og ekki
hefði þurft að sækja aðstoð yfir
heiðar. „Ef allireru sammála um
að bæta heilbrigðisþjónustuna
hér um-slóðir þá fæ ég ekki séð i
hverju ágreiningurinn á að vera
fólginn”, sagði Daniel.
—P.M.
Uaniel Danfelsson: „Hef ekki I
hyggju að breyta afstöðu minni i
þessu máli”.