Vísir - 17.03.1981, Qupperneq 16
Þriðjudagur 17. mars 1981
MEBAL SKOPUN
ARVERKA GUBS
Davið Björnsson skrif-
ar.
Hér eru nokkrar myndir af kisu
okkar, drottningunni frá Topaz
(kattarandaheimi), og músunum
tveimur sem hún veiddi án þess
að meiða þær nokkuð. Við eigum
einnig hamstur en páfagaukur-
inn, sem við vorum búin að eiga i
nær 4 ár, flaug út um gluggann i
fyrrasumar og hefur ekki sést
siðan.
Þegar við vorum i Bandarikj-
unum áttum við fallegan, hrein-
ræktaðan Keeshond (hollensk
ættaður) sem hafði aldrei átt
hvolpa en tók litla máttfarna
kettlinginn okkar á brjóst og ól
hann upp. Og þegar kötturinn óx
úr grasi verndaði hann svæðið i
kringum húsið okkar eins og hann
væri hundur.
Á meðan á fiutningunum stóð,
aftur til Islands, voru dýrin okkar
geymd i kennels úti, þar til við
gátum fengiö innflutningsleyfi
fyrir þau. En þegar það kom loks-
ins i gegn eftir 6 mánaða stans-
lausabaráttu við yfirvöldin, voru
heimilisdýrin okkar ekki lengur á
lifi.
Ég skil ekki fólk sem bannar
meðbræðrum sinum sjálfsagðan
og eðlilegan hlut eins og sam-
skipti manns og dýra náttúrunnar
og það sérstaklega við tryggasta
vin hans — hundinn. Það hlýtur
að vera meira en litið bogið við
slikt þjóðfélag. Og ég mun þakka
Guði minum fyrir þann dag sem
hann leyfir mér að fara héðan
aftur til lands þar sem maður
telst enn meðal sköpunarverka
Guðsen ekki vélmenna rikisins —
fámenns hóps andlegra örkumla
sjálfsdýrkenda sem stjórna land-
inu eftir þvi.
Hver var það nú aftur sem á að
hafa sagt:
„Það er erfitt að halda niður i
manni þegar það sýður upp úr.”?
Ólíkum dýrum getur komiö mjög vel saman.
Eitthvað leynist
undir tðnnunum
Hneykslaður á hneyksl-
aðri móður:
Hvernig er þetta orðið eiginlega
meö siðferðið á Islandi? Þetta
annars ágæta land er að verða aö
örugustu Sódómu, engu er leynt
lengur, ekki einu sinni argasta
óeðli i skoöunum manna. Það
verður að taka tillit til þess að
landið byggja enn menn með
óbrenglaða siðferðisvitund.
Við lásum i Visi þann 4. mars
bréf frá „hneysklaðri móður”,
sem þó var ekki hneykslaðri en
svo að hún hneykslaði okkur meö
þvi að gefa grænt ljós á það að
sýnd yrðu i blöðum hné og axlir.
Nei, hné og axlir eiga hvergi
heima nema i skitugum klámrit-
um, eins og i ýmsum hérlendum
blöðum.
Við þykjumst ekkert sérstak-
lega siðvandir, við höfum til
dæmis ekkert á móti andlitum á
fallegu fólki, og að stöku sinnum
sjáist móta fyrir tönnum en þó i
mesta hófi. Munið þið að það get-
ur veikt siðferðisþrótt barna að
þau uppgötvi að eitthvað spenn-
andi leynist undir tönnunum.
RANGFÆRSLUR
UG ÆSISKRIF
Athugasemdir frá bæjarfógetanum i Ólafsfirði
um æsiskrif Jónasar Haraldssonar, blaðamanns i
Dagblaðinu 5 mars s.l. um lausn lögreglumanns úr
starfi i Ólafsfirði.
Hér er um furðulegar rang-
færslur og æsiskrif að ræða og
m.a. óheimila myndbirtingu, sem
er sett upp á meiðandi og óvirð-
andi hátt.
Varöandi efni blaðsins um
lausn lögreglumannsins úr starfi
skulu nokkrar staðreyndir settar
hér fram.
I ólafsfirði hafa starfað 2 fast-
ráðnir lögreglumenn. Starfa þeir
sem jafnsettir lögreglumenn, þótt
annar hafi haft laun sem varð-
stjóri vegna starfsaldurs.
Þessum lögreglumönnum er al-
gerlega óheimilt aðfá menn i sinn
stað, er þeir eru að sinna starfs-
skyldum sinum.
Athygli vekur samt aðflest þaö,
sem lögreglumanninum er gefið
að sök er beint og óbeint viður-
kennt i skrifum Dagblaðsins, þótt
reynt sé eftir mætti að gera litið
úr ásökunum.
Það er greinilegt að blaðamað-
urinn hefur ekki gert sér nokkra
grein fyrir staðreyndum og eðli
málsins, hvað þá heldur reynt að
kynna sér hlutlægt málsatriði.
Hvar eru nú siðareglur blaða-
mannsins? Hafa þær e.t.v. týnst i
hita augnabliksins.
ólafsfirði 9. mars 1981
Barði Þórhallsson
bæjarfógeti
„Ég satt best að segja trúi þvf ekki að „flestir” roðni af blygöun og
feimni, þegar til umfjöllunar er jafn stórkostlegt málefni, sem
mannlegar tilfinningar”, segir Valhildur
Þú getur kall
að mig draum
ðramann
Kópavogi 13.03. ’81
Valhildur M.
Jónasdóttir skrifar.
Eftir lestur bréfs þins i Visi,
miðvikudaginn 11. þ.m., kom mér
i hug, að niðurlagsorðin, „bylur
hæst i tómri tunnu o.s.frv.”, hefðu
verið heppilegri sem undirskrift.
Þúheldurþvi fram ibréfiþinu, að
þú skrifir sem fulltrúi stórs hóps
manna — þ.e. „flestra” sem tæki-
færi hafa til að horfa á þættina
„Húsið á sléttunni”. Hefði ekki
verið viðkunnanlegra að for-
svarsmaður alls þessa fjölda
skrifaði undir nafni? En nóg um
það og þinar skoöanir i bili.
„Húsið á sléttunni” er fallegt
hús. Það er að visu bæði litið og
lágreist og byggt úr viði, en til
þess að það veiti ibúum sinum
skjól og öryggi er það þétt meö
ást, umhyggju, skilningi og öðr-
um þeim góðu dyggðum sem ósk-
andi væri að hvern mann pryddu.
Þessir þættir gætu verið okkur
fyrirmynd ef við kærðum okkur
um. Fyrirmynd að samskiptum
við börnin okkar, og við þá sem
við erum samferða hverju sinni.
I heimi þeim er við byggjum i
dag, þar sem kjarnorkusprengjan
vofir yfir og enginn hefur tima
fyrir fjölskyldu sina, hvað þá
heldur náungann, er sannariega
ljúft að láta sig dreyma um það,
að ef til vill getum við einhvern-
tima lifað saman i trausti og ást
hvert á öðru.
Ég satt best að segja trúi þvi
ekki, að „flestir”, roðni aí blygð-
un og feimni, þegar til umfjöllun-
ar er jafn stórkostlegt málefni,
sem mannlegar tilfinningar. Þvi
vona ég, að einhver geti tekið
undir með John Lennon i orðum
þeim er ég vil nú gera að minum
lokaorðum.
„You may call me a dreamer
but I’m not the only one
I hope some day you’ll join us
and the world will live as one.”
(Mjög lausleg þýðing: „Þú getur
kallaðmig draumóramann/ en ég
er ekki einn um það/ ég vona þú
verðir með / og heimurinn verður
einn.”)
I LEIT AD
PENNAVINUM
Anette Grood
Faagelstensvaagen 212
u3 700 Lindome
Sverige
leitar að 13 ára stúlkum til pennavinskapar