Vísir - 17.03.1981, Síða 17
Þriöjudagur 17. mars 1981
vtsm
! Skagstrendingar
og nýi togarinn
„Hvers vegna talar
enginn um togarana,
sem er verið að smiða
innanlands?” spurði
Steingrimur Her-
mannsson sjávarút-
vegsráðherra ítrekað i
umræðum um Þórs-
hafnartogarann.
Vissulega er full
ástæða til að gera þá að
umræðuefni, og alls
ekki siður en þann fyrr-
nefnda Þórshafnar- j
togara. Menn hafa i
gerðist hann búralegur og
drýldinn og sagði að menn
mættu leika sér að tölum að
vild, en þetta væri tóm vitleysa.
Það er ekki laust við að menn
fái ónotalega tilfinningu fyrir
einhverju misjöfnu, þegar þeir,
sem ráða yfir þekkingunni, fara
svo dult með hana.
Reynist ágiskun manna um
verðið vera rétt, við getum sagt
65 milljónir, jafngildir það
100.000 krónum UO milljónum
staðarins er eitt það best nýtta á
landinu og annar þó ekki að
vinna allan afla, sem berst á
land. Um þessár mundir er afli
linubátanna saltaður.
Fallandi króna.
1 þjóðhagslegu tilliti verður
hið nýja skip til skaða, af mörg-
um og augljósum ástæðum.
Þessar eruhelstar: Fiskiskipa-
stóllinn er of stór og hvert nýtt
skip dregur úr aflamöguleikum
og þar með rekstrarmöguleik-
um þeirra sem fyrir eru. Bein
afleiðing er hækkaður fram-
leiðslukostnaður afurðanna,
minna verður til skipta fyrir
áhöfnina, minna verður eftir til
að greiða f rystihúsafólki laun og
gengissig og verðbólga herðir
beint umræðunni meira
að honum en öðrum af
þeirri ástæðu fyrst og
femst,, að svo margar
brotalamir eru á
meðferð þeirra skipa-
kaupa, að þau eru vel
til þess fallin að vekja
almenna athygli og
umræðu um stærsta
hagsmunamál okkar
íslendinga, sjávarút-
veginn.
Meiri stórmennskan
það.
Þessi Þórshafnartogari er svo
lýsandi dæmi um tilviljana-
kennd vinnubrögð i þjóðmálum
okkar, að annað var hreinlega
óafsakanlegt en að upplýsa al-
menningum starfsaðferðirnar.
Nú er þeim málum, svo komið
að þeir fulltrúar þjóðarinnar,
sem falið er að annast mál af
þessu tagi, standa ráðalausir,
hringsnúast „með allt niðrum
sig” og flestir virðast hræddir
við að taka ákvörðun um að
þrifa upp eftir sig. Meiri er stór-
mennskan ekki.
En nú er athygli manna vakin
á þessum málum, og þá er sjálf-
sagt að verða við tilmælum ráð-
herra og ræða um fleiri skip. Af
nógu er að taka, þvi mörg skip
erusmiðuðum þessar mundir á
Islandi, og stöðugt eru fluttar
hjartnæmar ræður um stórfeng-
leik þeirrar miklu blessunar, að
nýtt skip skuli bætast i flotann.
Væntanlega hefur það ekki
farið framhjá neinum að þeim
skipum, sem til eru i landinu
veitist ákaflega létt verk að
veiða allan þann afla, sem fiski-
stofnarnir viðlandið gefa af sér,
og geta aukin heldur tekið sér
góðar hvildir frá þvi verkefni.
Það fæst ekki beini meira hvað
sem skipunum fjölgar mikið og
hvað sem þau verða tæknilega
fullkomin.
Búralegur forstjóri.
Við skulum lita til Skaga-
strandar. Slippstöðin h.f. á
Akureyri er að smiða togara
fyrir Skagstrendinga. Forstjóri
Slippstöðvarinnar var nýlega
spurður hvert umsamið verð
fyrir smiðina væri, en hann
varðist allra frétta um það,
talaði um óstöðugleika krón-
unnar, verðbólgu og annað, sem
gat drepið málinu á dreif.
Ýmsir hafa látið sér detta i hug
að sennilega muni skipið kosta
fullbúið um 60-70 milljónir
króna og er þá miðað við verð á
skipum, sem verið er að ljúka
við um þessar mundir og þróun
peningamála i landinu að und-
anförnu.
Þegar forstjórinn var spurð-
ur, hvort sú upphæð gæti staðist,
Unnið er að smiði Skagastrandar
eyri. Vlsismynd: GS/Akureyri.
gömlum) á hvert mannsbarn
staðarins, en ibúar Skaga-
strandar eru 650.
Skip til skaða.
Og svo er það þörfin fyrir
nýja togarann. t fjárhagslegu
tilliti er hún tviþætt. í atvinnu-
legu tilliti fyrir staðinn er hún
engin. 1 þjóðhagslegu tilliti er
skipið til skaða.
Hinn tviþætti fjárhagslegi
ávinningur Skagstrendinga er
sem hér segir. I fyrsta lagi felst
hann i þvi að forðast greiðslu
opinberra gjalda. Fyrirtækið
Skagstrendingur h.f. á og gerir
út skuttogarann Arnar HU-1.
Arnar er smiðaður árið 1973 og
þess vegna eru afskriftir af
honum orðnar mjög litlar. Það
hefur i för með sér reiknings-
leganhagnað af útgerðinni, sem
er auðvitað skattskyldur. Allir
vita að nýr skuttogari getur ekki
staðið undir afborgunum og
vöxtum af stofnverði sinu, eins
og fiskveiði- og fjármálum
okkar er nú háttað. Hins vegar
má nota hagnaðinn af Arnari til
að greiða tapið á nýja skipinu og
koma reikningum útgerðarinn-
ar þannig i skattlaust jafnvægi.
Tveir fyrir einn.
Hitt fjárhagslega atriðið
byggist á „stefnu” okkar i fisk-
veiðimálum, þar sem hvert skip
má veiða þorsk i ákveðinn
dagafjölda. Vilji Skagstrend-
ingar eða aðrir auka þlutdeild
sina i heildaraflanum, er eina
ráðið að fjölga skipum. Þannig
heldur hringrásin áfram, hver
staður eykur sinn flota og dreg-
ur þannig úr aflaþeirra skipa,
sem fyrir eru. Þess vegna má
gera ráð fyrir að innan skamms
veiði Skagstrendingar svipaðan
afla með sinum tveim togurum
og einn veiðir nú.
1 atvinnulegu tilliti hefur þetta
skip ekki þýðingu fyrir Skag-
strendinga vegna þess að á
Skagaströnd er atvinna næg.
Togarinn Arnar er meðal afla-
hæstu togara á Norðurlandi og
auk þess eru gerðir út frá
Skagaströnd fjórir linubátar
auk trillubáta. Frystihús
ogarans I Slippstöðinni á Akur-
skriðinn. Nú er nýtt frystihús i
byggingu á Skagaströnd til að
taka við afla þessa aukna flota
staðarins og um leið er dregið úr
nýtingu annarra frystihúsa
landsins og atvinnu við þau.
Trúlega þarf siðan að flytja inn
erlent starfsfólk til að vinna við
nýja húsið á Skagaströnd.
Þótt þessi mynd sé alldökk, er
hún þó alls ekki sú svartasta
sem hægt er að hugsa sér, fyrir
þjóðarbúið. Fróðir menn full-
yrða að hið nýja skip verði út-
buið til að geta fullunnið aflann
um borð og muni sigla með afl-
ann. Einnig er upplýst að samn-
ingaumleitanir standi yfir við
Blönduósbúa um að taka við
hluta af Skagastrandaraflan-
um, um tima, eða þangað til
nýja frystihúsið er komið upp.
Engin fiskvinnsla er nú á
Blönduósi enda eru hafnarskil-
yrði þar slæm.
Er fráleitt að láta sér detta i
hug að I kjölfarið komi krafa um
fiskiskipahöfn á Blönduósi,
byggingu frystihúss og siðar,
þegar Skagstrendingar þurfa
ekki lengur að landa þar„ komi
krafan um togara fyrir Blöndu-
ós?
Dugandi menn.
Skagstrendingar hafa á sið-
asta áratug byggt upp blómlegt
atvinnulif staðarins, sem var
nánast i kaldakoli, af miklum
dugnaði Þeim er auðvitað ekki
láandi að þeir skuli taka þátt i
þvikapphlaupi sem stefnuleysi
okkar i fiskveiðum býður uppá.
Enda er ekki erindi þessa
fréttaauka að sakast við þá.
Hér er við þá menn að sakast,
sem taka aðsér aðhafa stjórn á
þjóðarbúinu en gera það ekki og
það er gert að ósk sjávarútvegs-
ráðherra, eins og fyrr er vikið
að.
Hvers vegna stemma stjórn-
völd ekki stigu við svo hóflausri
hleðslu kostnaðar á framleiðsl-
una?
Og hvernig er það með laun-
þegana, gera þeir sér ekki grein
fyrir hvaða áhrif þetta hefur á
kjör þeirra?
—SV.
L.
Danski rithöfundurinn
MARIA GIACOBBE
segir frá Sardiníu
og sýnir litskuggamyndir
þriðjudag 17. mars kl. 20,30
Verið veikomin IMorræna húsið
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn i Frí-
kirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 22. mars
kl. 3 e.h., strax á eftir messu.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar varðandi prestkosningar
o.f I.
3. önnur mál.
Safnaðarstjórnin.
AUGLÝSING
frá félagsmálaráðuneytinu
LISBETH F. BRUDAL/ sálfræðingur,
flytur fyrirlestur um norræna rannsókn um
Fæðingarstofnanir á Norðurlöndum.
Starfsreglur er snerta feður og systkini
í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. mars kl.
20.30.
nOj Samkeppni skólabarna
3 S S' í Reykjavík um gerð
I ■ V auglýsingaspjalda
í tilefni 50 ára afmælis
Strætisvagna Reykjavfkur
Tilefni:
Reykjavíkurvika 17.-23. ágúst 1981.
Kynntar verða þrjár borgarstofnanir, S.V.R.,
B.ú.R. og slökkvilið. Sérstaklega verður
minnst 50 ára afmælis Strætisvagnanna. Enn-
fremur verður athygli vakin á starfsemi
æskulýðsráðs. Listviðburðir verða á Kjarvals-
stöðum og sitthvað gert til skemmtunar.
Undirbúningur og framkvæmd:
I samráði við myndmenntakennara í grunn-
skólum borgarinnar er ákveðið að efna til
samkeppni nemenda um gerð auglýsinga-
spjalds fyrir Reykjavíkurvikuna 1981 og skal
efni þess tengt 50 ára afmæli Strætisvagna
Reykjavikur.
Stærð auglýsingaspjaldsins skal vera 85 x 60
cm. Texti á auglýsingaspjaldinu á að vera
„STRÆTÓ I 50 AR — REYKJAVIKURVIKA
1981".
Þátttakendum er heimilt að gera tillögu um
einhvern stuttan hnyttinn viðbótartexta
tengdan efninu.
Þátttakendur hafa að öðru leyti frjálsar
hendur um gerð myndanna, nema hvað
skjaldarmerki borgarinnar skal vera á henni.
Allir grunnskólanemendur í Reykjavík hafa
rétt til þátttöku í samkeppninni.
Myndverkum nemenda verður skipt í þrjá
flokka (6-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára), þegar
þær verða metnar.
Skilafrestur:
Myndum sé skilað í síðasta lagi 20. maí n.k.
Dómnefnd:
i dómnefnd eigi sæti fulltrúar stjórnar
Reykjavikurviku, fulltrúi S.V.R., fulltrúi
fræðsluskrifstofu ásamt fulltrúum kennara.
Dómnefnd lýkur störfum 30. maí.
Verðlaun:
1. verðlaun: Vandað reiðhjól:
Aukaverðlaun, 1.-5. sæti: Fríkort í strætis-
vagna i eitt ár.
Kennarar grunnskólanna í Reykjavík eru vin-
samlegast beðnir að hvetja nemendur til þátt-
töku í þessari teiknisamkeppni.
Framkvæmdanefnd Reykjavikurviku.