Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðin hefur misst einn af sínum kær- ustu sonum. Keikó er dauður. Hann synti á land í Noregi og dó. Það er búið að urða hann. Hann fékk ekki einu sinni almennilega útför. Bara urðaður eins og eitthvert drasl. Kannski að þetta sé byrjunin á hvalakirkjugarði í Noregi. Það yrði óneitanlega stór kirkjugarður en mundi eflaust laða til sín fjölda Bandaríkjamanna og annarra dýravina. Samt leiðinlegt að Norðmenn skuli taka af okkur heiðurinn einu sinni enn. Ekki í fyrsta skipti sem Norðmenn stela glæp sem við frömdum. Keikó var ekki norskur. Hann var Íslendingur í húð og hár. Keikó var listamanns- nafnið hans. Í rauninni hét hann Siggi. Kannski var hann að reyna að komast í íslenska sendiráðið til að biðja um að fá að fara aftur til Íslands. Örugglega. Ég sá gæludýra-kirkjugarð í Banda- ríkjunum. Það var einkennilegur stað- ur. Þar voru jarðaðir hundar og kettir, hamstrar og jafnvel gullfiskar. Á leið- unum voru legsteinar og jafnvel kross- ar. Mér varð starsýnt á legstein sem bar mynd af þeim sem þar hvíldi: Misty Johnson-Carver, sorgmæddur púdel- hundur með bleikt og krullað perm- anent á höfðinu. Undir myndinni stóð: Við munum alltaf minnast þín. Þú varst besti vinur okkar. Ég skil ekki þessa dýradýrkun. Fólk nær ekki einu sinni að vera almenni- legt við hvert annað eða sýna fjöl- skyldu sinni eðlilega virðingu og tilfinn- ingar. Manni getur alveg þótt vænt um eitthvert dýr og farið vel með það án þess að það verði svona væmið og til- gerðarlegt. Og það er ekki eins og það sé innræti dýranna sem fólk fellur fyrir heldur er það útlitið. Þetta er algjörlega yfirborðslegt. Þetta er hugsunarhátt- urinn: Björgum krúttlegum dýrum vegna þess að þau eru svo góð. Vin- sælust eru dýr með stór og sakleys- isleg augu. Enginn reynir að bjarga ljót- um dýrum. Gáfuð dýr með stór og sakleysisleg augu hafa næstum öðlast mannréttindi. Dýr hafa tilhneigingu til að þróa með sér kosti sem koma að mestu gagni fyrir þau. Nú fara dýr að þróa með sér stór augu. Augun í rollum munu fara stækkandi og við fáum ekki af okkur að myrða þær í jólamatinn. Hænur fá Simpson-augu sem verða stærri en hausinn á þeim og horfa sak- lausar og hissa á okkur. Bubbi Morth- ens horfist í augu við kjúkling og fer að hágráta. Kentucky Fried fer á hausinn. Og er það ekki kaldhæðnislegt að á meðan öllum þessum peningum, fyrir- höfn, umhyggju og kærleika var sóað í þennan háhyrning þá er enn fólk í þessum heimi sem sveltur. Kannski fá- tæka fólkið fengi meiri samúð ef það væri með bleikt hár og glennti upp á sér augun. Móðir náttúra er miklu klókari en við höldum. Við höldum að við þurfum að bjarga henni en það er í rauninni hún sem þarf nauðsynlega að bjarga okkur. Það er bara maðurinn sem þekkir mun góðs og ills. Dýr eru hvorki góð né vond. Dýr eru bara dýr. En þetta er samt frábær leið til að hafa peninga af tilfinningalega vanþroskuðu og ringl- uðu fólki, finna eitthvað fallegt og loðið með stór augu og reyna að bjarga því. Jón Gnarr Keiko er dauður! HUGRENNINGAR ALÞÝÐUMANNS HUGRENNINGAR ALÞÝÐUMANNS Skammdegið er í hugum margra leiðinlegasti tími ársins, enda er það með eindæmum drungalegt og stundum ísjökulkalt hér á norðurhjara veraldar. Þó má með góðum vilja tína til ýmsar jákvæðar hliðar á þessum árstíma, eins og þessar:  Norðurljósin  Þá má vera fýldur á morgnana  Það er auðvelt að sofa á nóttunni í skammdeginu  Mögulegt er að skokka nakinn í myrkrinu án þess að blygðast sín  Maður borðar meira súkkulaði, samkvæmt þýskri rannsókn  Maður sér ekki þegar svartur köttur fer yfir götuna fyrir framan mann  Hægt er að horfa á vídeó úti í garði  Þá er rómantískur skortur á birtu  Flugeldar verða tilkomumeiri en ella  Karlmenn geta klætt sig í svarta kjóla og konur í svört jakkaföt, til að sjást ekki  Hægt er að elskast inni í runna  Tunglskinið er sérstaklega rómantískt  Stjörnurnar eru bjartar og sjást næstum allan sólarhringinn  Maður sér framandi dýr; varúlfa, drauga, vampírur og rottur  Ofurhressa týpan er aðeins rólegri  Bólan á nefinu sést ekki  Það er yndislegt að fá sér pylsu í skammdeginu Ljósu hliðarnar á skammdeginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.