Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Nokkrir krakkar komu saman í heimahúsi á dögunum og spiluðu Herra og Frú, eitt nýrra spila sem voru að koma út nú fyrir jólin. Tveir eru saman í liði og gengur spilið út á að keppendur geti svarað sem flestum spurningum rétt um hinn aðilann. Hvað er uppáhaldsmatur félaga þíns? Í hvernig nærfötum gengur hann? eru dæmi um spurningar. Hópurinn samanstóð af sex kepp- endum, tveimur pörum og systrum sem voru saman í liði. BEDDA OG HANNES Bedda og Hannes eru búin að vera kærustupar í sex ár. Bedda er ekki sátt við frammistöðu þeirra. Hvernig gekk? Við skíttöpuðum og við erum búin að vera langlengst saman. Parið sem vann er ekki einu sinni búið að vera saman í ár. Hvort ykkar var betra? Við vorum bæði ömurleg. Er spilið skemmtilegt? Mér leist ekkert á þetta fyrst. Við byrjuðum á hörkurifrildi en svo endaði spilið í hlátri og voða gaman. Af hverju rifrildi? Því ég hélt að kærastinn vissi meira um mig. Hefur þetta spil áhrif á sambandið? Já, ég er ansi reið. (Hlær) Nokkrar umsagnir keppenda: „Nokkuð gott spil.“ „Miklu skemmtilegra þegar spilað var í annað skipti.“ „Of mikill tími fer í bið.“ „Örugglega skemmtilegt í partíum“ „Gæti trúað að þetta sé skemmtilegra þegar fjölskyldur spila en þegar bara kærustupör eru með.“ Getur valdið rifrildi Morgunblaðið/Þorkell Spilið Herra og frú Berlín er stórborg. En hún er ekki bara stór- borg, hún er STÓR borg. Fólk eyðir án efa ein- um þriðja hluta dagsins í það að ferðast á milli staða. Hvort sem það er með tramm- anum, neðanjarðarlestinni, ofanjarðarlest- inni, með strætó, með leigubíl eða einfald- lega á hjóli. Maður ferðast úr einu hverfi í annað og finnur hvernig fjölbreytilegt andrúmsloft hverf- anna smýgur inn í mann, með lykt, hávaða og ólíkri birtu. Úr norðanverðri borginni i suður- átt, úr vestrinu í austrið og öfugt. Alls kyns fólk stígur upp í lestarnar; barna- skólakrakkar, stúdentar, fólk með hana- kamba og hunda, ferðamenn, viðskiptafólk, gamlir karlar og gamlar konur, ásamt dulbún- um starfsmönnum lestarkerfisins, sem biðja um „rétt“ stimplaða ferðamiða um leið og hurðarnar lokast (engin undankomuleið fyrir svindlara). Þegar maður sér gamalt fólk í borginni, kemst maður ekki hjá því, að velta því fyrir sér hvernig þetta hafi verið. Hvernig var það, að búa hérna megin við múrinn, hvað þá „hinum megin“? Ætli gamli maðurinn í lestinni sé einn af múrurunum sem skildu að „vestrið“ og „austrið“? Hvernig ætli honum hafi liðið við það að múra saman hvern múrsteininn af fætur öðrum, og loka sig þannig inni, vitandi af hálfri fjölskyldu sinni „hinum megin“? Það er ekki mikið talað um ástandið eins og það var. Maður finnur aðallega fyrir því þegar ferðamenn villast um götur borg- arinnar, í leit að múrnum sem á ekki að standa lengur. Það eru ekki nema fáeinir staðir í borginni þar sem eru enn leifar af hon- um, en aðallega er hægt að finna brot af hon- um í gjafaumbúðum í ferðamannaverslunum, þar sem hægt er að kaupa sér nokkur grömm. Þótt það séu ekki nema um 15 ár síð- an að múrinn féll, finnur maður enn fyrir tilvist múrs, sem þó er ósýnilegur. Það er ennþá tal- að um „Ossis“ (fólk úr austrinu) og „Wessis“ (fólk úr vestrinu). „Wessis“ eru kallaðir „besserwissarar“ á meðan „Ossis“ eru taldir drekkja sér í vanþakklæti og vorkunnsemi. Það er kona á flóamarkaðnum sem ég sæki stundum um helgar. Hún er án efa með flottasta básinn. Allt sorterað, fægð hnífapör af öllum stærðum og gerðum, lampaskermar frá öllum tímabilum síðustu aldar, snagar, könnur, lítil borð, bollar, pönnur, allt gim- steinar sem kitla blanka stúdenta. Alla langar í það sem hún er með, en ef maður spyr hana hvað bolli kostar, þá svarar hún í stjarn- fræðilegum upphæðum og lítur á mann illum augum eins og maður ætli að ræna barninu hennar. Og ef hún er spurð af hverju eitthvað sé svona dýrt, þá er svarið oftast nær „þetta er upprunalegur hlutur fra DDR!“. Það er ef til vill ekki tilviljun hvað mikið er að gerast í Berlínarborg. Maður gæti eytt öll- um kvöldum á sýningaropnunum, tónleikum, í leikhúsi, á danssýningum eða kvikmyndahá- tíðum svo fátt sé nefnt. Gætu þetta ekki verið ómeðvitaðar tilraunir til að fá fólk til að víkka sjóndeildarhringinn, opna huga sína fyrir nýj- um hugmyndum; fella niður þá ósýnilegu múra sem það hefur byggt upp í kringum skoðanir sínar? Um daginn spurði leigubílstjóri mig hvaðan ég kæmi (flest ungt fólk í Berlín eru aðfluttir stúdentar). Ég sagði honum það, og þá svar- aði hann: „Ísland, ertu frá Íslandi?... bíddu nú við, þar eru þessar konur, þessar konur sem drekkja mönnum sínum í heitum upp- sprettum, ekki satt?“ Að sjálfsögðu kinkaði ég kolli og sagðist einmitt þekkja nokkrar slík- ar. LÍFIÐ Í BERLÍN ELÍN HANSDÓTTIR Morgunblaðið/Ómar „Paul Hewson er söngvari í mjög vinsælli rokk- hljómsveit frá Írlandi. Í hljómsveitinni gengur hann alltaf undir stuttu viðurnefni. Hvað er hann kallaður og hver er hljómsveitin?“ Þannig hljóðar ein af spurningunum úr Gettu betur, sem nýkomið er út og tileinkað börnum og unglingum. Svarið við spurningunni er að finna neðst í viðtalinu. Það er fyrirtækið Veruleiki sem gefur spilið út og er Trausti Hafsteinsson einn af eigendum þess. „Við höfum þá sérstöðu að vera eina fyrirtækið sem býr til íslensk borðspil,“ segir hann. „Við er- um búnir að gera þrjú spil, sem öll hafa tengst ákveðnu vörumerki. Fyrsta spilið var Gettu betur, síðan kom Séð & heyrt og nú barna- og unglinga- útgáfa af Gettu betur. Bæði Gettu betur spilin eru auðvitað unnin í góðu samstarfi við RÚV og byggð á framhaldsskólakeppninni vinsælu á Rás 2 og í Sjónvarpinu.“ Af hverju heitir fyrirtækið Veruleiki? „Ja, þetta er bara nafn sem kom upp. Það er engin formleg skýring bakvið það. Við erum að taka á veruleikanum eins og hann er í dag og okk- ur langar til að skemmta þjóðinni.“ Hver semur spurningarnar? „Þær eru sérsamdar fyrir spilið. Illugi Jökulsson samdi spurningarnar og það fylgja 2.250 glænýjar spurningar í spilinu.“ Eru spurningarnar líka við hæfi fullorðinna? „Já, í raun er þetta fjölskylduspil. Fyrsta útgáfan var of þung fyrir yngstu kynslóðina, en nú geta allir spilað saman. Gettu betur var vinsælasta og söluhæsta spil- ið árið 2001 og hefur mælst rosalega vel fyrir.“ Þið eruð alltaf í spurningaspilum, – eruð þið svona gáfaðir? „Við erum þekktir fyrir það; þess vegna lá þetta beint við. Nei, þetta kemur fyrst og fremst til af því að við aðstandendur fyrirtækisins erum miklir spila- áhugamenn. Á teikniborðinu eru svo margar skemmti- legar hugmyndir að spilum næstu árin.“ Eru jólin ekki óskatími spilamannsins? „Jú það verður án efa mjög gaman að spila um há- tíðirnar.“ Ekki þó á aðfangadag? „Nei, en það er rík hefð fyrir því að fólk kaupi eitt spil fyrir heimilið, jafnvel möndlugjöfina eða frá jólasvein- inum.“ |pebl@mbl.is Svar: Bono. ... Og GETTU nú! Morgunblaðið/Árni Sæberg VILHJÁLMUR INGI VILHJÁLMS- SON OG TRAUSTI HAFSTEINSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.