Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19|12|2003 | FÓLKÐ | 19 einkalífinu og hefur verið hand- samaður af illmenninu, Stjórn- arformanni ACME samsteypunnar (Steve Martin). Það lítur út fyrir að Damían Drake sé kunnugt um geymslu- stað hins dularfulla og ómetanlega Bláa apasteins og vill Stjórnarformaðurinn leggja allt í sölurnar til að koma höndum yfir hann. Þar með er ACME samsteypan illræmda komin til sögunnar og þá eru Refurinn, Hlauparinn, Speedy Gonzales og allir hinir ekki langt undan. LITRÍKUR FÍGÚRUFLOKKUR Kalli og félagar glöddu hjörtu bíógesta í Austur- bæjarbíói á tímum ótextaðra bíómynda, „upphit- unarmyndirnar“ brugðust sjaldan og komu gest- unum í stuð. Eru mikið meira en vel heppnað skemmtefni því þær opnuðu augu ungra bíógesta fyrir undirstöðuatriðum gamanleiks og grínmynda, líkt og tímasetningu, réttri framsögn, uppbyggingu lykilatriða, á sinn einfalda og auðskilda hátt. Oddur og Kalli eru að sjálfsögðu öngvir með- almenn, heldur vinsælustu söguhetjur Loon- ey Tunes-teiknimyndanna. Stuttmynda, gerðra af Chuck Jones, Fritz Frelang, Tex Avery, ofl. snillingum og voru svar Warn- er Bros við velgengni hliðstæðrar af- þreyingar frá Disney og öðrum kvik- myndaverum Hollywood. Stuttmyndirnar voru sýndar á undan aðalmyndinni, auk þess voru af og til gerðar með þeim bíómyndir í fullri lengd. Þessi framleiðsla átti sitt blómaskeið frá því síðla á 4. ára- tugnum langt fram á þann 7. Teiknimyndafígúrurnar er lit- ríkur hópur, gjörólíkar í útliti sem innræti. Í Looney Tunes – Aftur á kreik (þar sem allur hóp- urinn er samankominn í fyrsta sinn á tjaldinu), eru þær tal- settur af úrvalsfagmönnum úr leikarastétt undir stjórn Júlíusar Agnarssonar en textinn er þýddur af Mar- gréti Örnólfsdóttir. Lítum aðeins nánar á þessa höfðingja og hverjir sjá um raddsetninguna: |saebjorn@mbl.is Eftir áratuga langt hlé eru þeir erkifjendurnir Odd- ur önd (Daffy Duck) og Kalli kanína (Bugs Bunny), komnir í hár saman á ný. Að þessu sinni í leikinni mynd, utan þess að þeir félagar og aðrar gam- alkunnar Loone Tunes-teiknimyndafígúrur, eru teiknaðar og felldar inn á filmuna með stafrænni tækni. LANGRÆKNIR ÓVINIR Það kemur flatt upp á öndina Odd að vera rekinn úr starfi og nú stendur hann aleinn uppi – engin hetja af kanínukyni til stuðnings í þeirri ógnvekjandi veröld sem bíður hans utan veggja Warnerbræðra. Oddur ákveður því að gera Dj (Fraser), að banda- manni, hvort sem hon- um líkar betur eða ver. Til að byrja með kemst Dj að því að fað- ir hans, Damían Drake (Timothy Dalton), frægasti njósnaraleik- ari kvikmyndanna er í ofanálag raunveru- legur spæjari í Hvað er títt lagsi? AFDALA-SVEINNREFURINN Oddur önd er langþreyttur á að láta í minni pokann fyrir Kalla kanínu og hót- ar að yfirgefa Warner-kvikmyndaverið. Hann er leystur undan samningi og Dj (Brendan Fraser) vísar honum á dyr. Þannig fer Looney Tunes aftur á kreik – Looney Tunes Back in Action, undir leikstjórn Joes Dante; jólamynd Sambíóanna og Háskólabíós. FRUMSÝNT KALLI KANÍNA ODDUR ÖND UM daginn reifaði ég á þessum vettvangi nýja uppröðun listamanna á listamönnum. Fjöl- miðlar víða um lönd hafa á að skipa völdu fólki, svokölluðu listafólki, sem stundum tekur sig til, einkum ef lítið annað er að gera, og vel- ur annað og annars konar listafólk og raðar því svo á lista. Listafólkið sem valdi á þennan lista voru kvikmyndasérfræðingar breska blaðsins The Guardian og það listafólk, sem var valið, voru kvikmyndaleikstjórar heimsbyggðarinnar. Ég fjallaði um lista The Guardian yfir 40 bestu eða merkustu kvikmyndaleikstjóra samtímans einkum út frá þeirri forsendu að við, íslenskir áhorfendur og áhugafólk um kvikmyndir, höf- um ekki átt þess kost að kynnast svo nokkru nemur verkum helmingsins af þessu listafólki. Þetta er enn eitt dæmið um hrörnun, ef ekki hrun, kvikmyndaúrvalsins í bíóunum hjá okkur. Annar vinkill á þennan lista er svo sá hvaða leikstjórar voru valdir á hann eða kannski öllu heldur hverjir voru ekki valdir á hann. Um slíkt má alltaf deila, og, eins og ég nefndi í fyrri pistli, eru þessir listar til þess gerðir að vekja deilur, umtal og diskúsjónir. En tökum nokkur dæmi: Erfitt er að sjá rökin fyrir því hvernig þessir bresku gagnrýnendur velja eigin landa á listann. Þar er nýgræðingurinn Pawel Pawli- kowski, sem er af pólskum ættum, með að- eins eina en reyndar ágæta mynd undir belti, Last Resort, tekinn fram yfir margreynda og snjalla leikstjóra á borð við Mike Leigh og Ken Loach. Sá fyrrnefndi hefur með spunaaðferðum sínum haft ómæld áhrif á aðra leikstjóra, bæði í leik- húsi og kvikmyndum, auk þess sem næmt auga hans og eyra fyrir sérkennum bresks al- þýðulífs hefur getið af sér listaverk á borð við Life is Sweet, Naked, Secrets and Lies og nú síðast All or Nothing. Ken Loach er einn af fáum eftirlifandi róttækum hugsjónamönnum í breskri leikstjórastétt og enn afar virkur og sendir frá sér sem næst árlega dramatískar samfélagsgreiningar sem eiga engan sinn líka. Að sama skapi má segja furðulegt að franski leikstjórinn Catherine Breillat skuli ekki komast á blað en hún hefur haft forystu um að áhrifum kynlífs og kynhvatar á mann- lega breytni séu gerð hispurslaus og vægð- arlaus skil með sterkum en umdeildum verk- um á borð við Romance X, A ma soeur! og Sex is Comedy. Gott og blessað er að stórmynda- höfðingjar á borð við Steven Spielberg og George Lucas séu ekki í náðinni, þótt það sé umdeilanlegt, en hvað varð um Peter Jack- son? Með stórvirkinu Hringadróttinssögu er hann ótvírætt kominn í hóp tíu merkilegustu leikstjóra samtímans. Og hvers á sá einstaki, afkastamikli og síungi öldungur Robert Altman að gjalda? Eða brautryðjandinn í óháða banda- ríska kvikmyndageiranum John Sayles? Eða sá kraftmikli og litríki Emir Kusturica? Eða kín- versku meistararnir Zhang Yimou og Chen Kaige? Er ekki eitthvað dularfullt við að Jane Campion komist ekki á blað? Hennar höfund- arverk er reyndar brokkgengt en The Piano eitt ætti að duga henni inn á lista þar sem Gaspar Noé (Irreversible) fær sæti. Og eru allir búnir að gleyma og afskrifa Woody kallinn Allen? Svona má áfram spyrja og spyrja og svörin eflaust jafn mörg og þeir sem svara. Bestu leikstjórar okkar tíma eru ívið eldfimara efni en blautir sígarettustubbar í salernisskál. En hvað um verstu leikstjóra samtímans? spyr breska vikuritið Time Out. Sem andsvar við listafólki The Guardian hefur listamaður á Time Out búið til lista yfir þá sem gera verstu bíómyndirnar nú um stundir. Fyrr á árum hefðu Ed Wood jr. og Michael Winner skipað þar heiðurssess en hér kemur sem sagt listi Time Out yfir arftaka þeirra í fúski, mistökum og vondum smekk: 1. Joel Schumacher (Batman Forever, Phone Booth, Flawless). 2. George Lucas (Star Wars). 3. Ismail Merchant (Cotton Mary, Courtesan of Bombay). 4. Mel Smith (Mr. Bean). 5. Peter Chelsom (Town and Country). 6. Penny Marshall (The Preacher’s Wife). 7. Adrian Lyne (Lolita, Unfaithful). 8. Luc Besson (Joan of Arc, The 5th Element). 9. Guy Ritchie (Swept Away, Snatch). 10. Kevin Smith (Dogma, Jersey Girl). Ekki henda stubbunum í skálina. Ef salern- isvörðurinn er hættur að reykja stíflast hún og allt flæðir út um allt. Og þá geta menn ekki létt á sér. Svona er nú orsakasamhengið í lífinu. Hinir góðu, hinir vondu og allir hinir „Vinsamlegast hendið ekki sígarettustubbum í pissuskálarnar,“ sagði salernisvörðurinn. „Við það verða þeir blautir og erfitt að kveikja í þeim.“ Ég vitna í þessi ummæli hér og nú einkum vegna þess að þau eru sannindi sem ættu að vera augljós en eru það ekki. Einnig eru þau sett hér í samhengi vegna þess að þau kenna okkur hvernig gera má gott úr vondu. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson JOEL SCHUMACHER: VERSTUR? GEORGE LUCAS: NÆSTVERSTUR?  KALLI KANÍNA – BUGS BUNNY (Bergur Þór Ingólfsson) Hin óhagganlega, meinstríðna og sísoltna kanína með hug- ann jafnan við næstu gulrót og fjandvin sinn Odd. Sjarmör fram í fingurgóma.  ODDUR ÖND – DAFFY DUCK (Berg- ur Þór Ingólfsson) Uppstökkur í meira lagi, kvalinn af áberandi jafnvægisskorti í sálar- lífinu. Ætíð í skugganum af Kalla eða ein- hverjum öðrum, olnbogabarnið í hópnum  GÖLLI GRÍS – PORKY PIG (Hjálmar Hjálmarsson) Stamandi, sísveittur og taugastrekktur grislingur sem varð – þrátt fyrir afleita skapgerð – fyrsta stórstjarna Looney Tunes.  ELMAR – ELMER FUDD (Bergur Þór Ingólfsson) Smámæltur, illvígur, ósjaldan með tvíhleypuna á lofti og gulrótarþjófinn Kalla í sigtinu.  FAMBI KAMBUR – FOGHORN LEGHORN (Hilmir Snær Guðnason) Hnar- reistur og kokhraustur hani. „Cock-a- doodle do! segi ég,, cock-a-doodle do, og ekkert kjaftæði!“  SYLVESTER (Steinn Ármann Magn- ússon) Heimiliskötturinn hennar Ömmu. Ill- gjarn skrattakollur, fávís og ofbeldisfullur.  PIP – TWEETY (Vigdís Gunnarsdótt- tir) Kanarífuglinn hennar Ömmu er með ólíkindum lífseigur, hefur staðist allar morðárásir Sylvesters til þessa.  AMMA – GRANNY (Sigrún Edda Björnsdóttir) Virðuleg eldri frú með óvið- ráðanlegt gæludýravandamál á heimilinu.  AFDALA-SVEINN – YOSEMITE SAM (Steinn Ármann Magnússon) Byssu- glaður, uppskrúfaður afturkreistingur og afdalamaður.  REFURINN – WILE E. COYOTE Seinheppnasti sléttuúlfur teiknimyndasög- unnar. Þekkir ekki þyngdarlögmálið.  HLAUPARINN – ROAD RUNNER Jafnan tommu á undan óvini sínum Refn- um. Óforbetranlegt hrekkjusvín og hlaupa- gikkur.  SPEEDY GONZALES (Atli Rafn Sig- urðsson.) Sprettharðasta mýslan frá Mexíkó og þó víðar sé leitað.  MARGEIR MARSBÚI – MARVIN THE MARTIAN (Hilmir Snær Guðnason) Vígreifur sendiherra plánetunnar Mars á teikniborði Chuck Jones.  TASMANÍUSKOLLI – TASMANIAN DEVIL (Atli Rafn Sigurðsson) Einstaklega óheflaður og illa upp alinn vandræðagripur.  PEPE LE PÚ – PÉPE LE PEW (Bergur Þór Ingólfsson) Rómantískasti skúnkur sögunnar – franskur í húð og hár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.