Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR CRAP TOWNS: THE 50 WORST PLACES TO LIVE IN THE UK Þessi bók hefur vakið talsverðar deilur í Bretlandi og kemur kannski ekki á óvart; hún segir frá því hvar verst er að búa, telur upp fimmtíu verstu borgir og bæi í Bretlandi og tíundar hvers vegna það sé svo illt að búa á viðkomandi stað. Gefur augaleið að þeir sem búa í þessum fimmtíu nápleisum eða eru þaðan hafa tekið bókinni illa. Nokkrir skelfilegir staðir samkvæmt bókinni: London, Portsmouth, Morecambe, Cumbernauld, Newport, Lincoln, Winchester og St Albans. BEN SCHOTT – SCHOTT’S FOOD AND DRINK MISCELLANY Schott’s Miscellany heitir skemmtileg handbók sem er upp full með hagnýtum og fánýtum upplýs- ingum um allt á milli himins og jarðar, allt frá því að tíunda skóreimalengd, dauðasyndirnar sjö, heiti golfhögga, sérkennilega dauðdaga Búrmakonunga og svo má telja. Nú er Schott búinn að taka saman álíka bók þar sem sjóninni er beint að matreiðslu og áti. Í Schott’s Food and Drink Miscellany er til að mynda að finna upplýsingar um hanastél, hvern- ig brjóta á saman servíettur, hvaða konungur fóðr- aði hunda sína á gæsalifrarkæfu og hvaða kartöflur best er að nota í mús svo dæmi séu tekin. TÖLVULEIKIR EA GAMES – LOONEY TUNES BACK IN ACTION (PS2/GC/XBOX/GBA) Á gullöld teiknimyndanna, á sjötta og sjöunda ára- tugnum, voru geggjuðustu teiknimyndirnar frá Warn- er-bræðrum sem kynntir voru sem Looney Tunes. Leikurinn, sem er borðaleikur, byggist á kvikmynd sem frumsýnd verður á næsta ári og er með Brend- an Fraser og Jennu Elfman í aðalhlutverkum. Í mynd- inni, og leiknum, leggur ungur maður upp í leit að föður sínum en myndin er sambland af hefðbundinni kvikmynd og teiknimyndafígúrum. Persónur í leikn- um eru aðalpersónur teiknimyndanna, Bugs Bunny, kanínan ofursvala, og öndin geggjaða Daffy Duck. TERMINATOR 3: THE RISE OF THE MACHINES / WAR OF THE MACHINES Tveir leikir sem tengjast myndinni Terminator 3 eru komnir út, The Rise of the Machines fyrir PS2, XBOX og GBA og War of the Machines fyrir PC. Fyrrnefndi leikurinn er blanda af slagsmálaleik og fyrstu persónu skotleik, en leikandinn er í hlutverki Tortímandans. Hann fylgir söguþræði myndarinnar en bætir líka við. Hinn leikurinn er fyrstu persónu skotleikur með áherslu á spilun yfir Netið, en leikandi getur valið að vera í hlutverki einnar af átta persónum. Að öðru leyti er leikurinn ekki ósvipaður Battlefield 1942 nema hvað hann gerist ekki í Evrópu um miðja síðustu öld. PLÖTUR PRIMAL SCREAM – DIRTY HITS Saga Primal Scream er skrautleg enda hefur sú sveit breyst umtalsvert frá því hún kom fram á sjón- arsviðið 1987. Þá var sveitin nokkuð hefðbundin nýbylgjusveit á breska vísu en sneri sér síðan að dansrokki sem þyngdist svo smám saman og náði hámarki á XTRMNTR sem kom út fyrir þremur ár- um. Plata sem kom út á síðasta ári þótti ekki eins vel heppnuð og á meðan sveitin nær áttum kemur safnskífa sem spannar allan ferilinn. Diskarnir í pakkanum eru tveir; á þeim fyrri eru átján lög frá ferlinum en á hinum diskinum eru ýmsar endur- gerðir. LYLE LOVETT - MY BABY DON’T TOLERATE Síðustu ár gefur æ lengra liðið á milli þess sem Lyle Lovett sendir frá sér plötu með nýrri tónlist; þegar My Baby Don’t Tolerate kemur út eru liðin sjö ár síðan hann gaf síðast út hljóðversplötu með nýrri tónlist. Lovett er lunkinn lagasmiður og ágætis söngvari, en hefur iðulega verið upp á kant við kántrýunnendur sem finnst hann heldur mikill furðufugl fyrir sinn smekk. Undanfarin ár hefur Lovett þó mýkst og tónlist- in orðið einfaldari. My Baby Don’t Tolerate er fyrsta skífan sem Lovett gefur út hjá Lost Highway og er þar kominn í góðan félagsskap Willie Nel- son, Lucinda Williams og Ryan Adams. PET SHOP BOYS – POP ART: THE HITS Það verður seint sagt um þá félaga Neil Tennant og Chris Lowe að þeir séu poppstjörnulegir, en þó hafa þeir náð svo langt að skipa eina vinsælustu poppsveit Breta sem um getur. Það sannast ekki síst á nýju þriggja diska safni af lögum sem Pet Shop Boys hafa gert vinsæl í gegnum tíðina. Á tveimur fyrri diskunum, sem bera sérstök heiti, annar kallast Popp og hinn List, eru vinsæl lög af plötum þeirra félaga frá því fyrsta kom út 1986, en á þriðja diskinum eru 10 endurgerðir laga þeirra sem þeir Tennant og Lowe völdu sérstaklega sem sín uppáhöld. DVD PET SHOP BOYS – POP ART – THE VIDEOS Það er ekki nóg fyrir sanna Pet Shop Boys- aðdáendur að eiga bara lögin á geisladiskum, myndbönd þeirra félaga eru oftar en ekki sérdeilis skemmtileg. Um líkt leyti og Pop Art-safndiskurinn kom út sendu þeir félagar frá sér DVD-disk með öll- um myndböndum sem þeir hafa gert á ferlinum ut- an eitt sem var ekki tilbúið þegar diskurinn var sett- ur saman. Alls er á diskinum 41 myndband, sem er býsna goður skammtur af Pet Shop Boys, en meðal gesta í myndböndunum eru Ian McKellen, Barbara Windsor og Dusty Springfield. ÚTGÁFAN– BÆKUR – GEISLAPLÖTUR – TÖLVULEIKIR  http://haffi.hobbiti.is/blog/ „fórum í kvöld til Bjarna og Unnar í mat, og það má segja að þetta hefði ekki get- að verið betra, æðislegur matur og bara gott kvöld, notalegt og fínt. Svona eiga öll kvöld að vera ;) og Vá gott súkkulaði :DD Takk fyrir æðislegt kvöld ;)“ 18. desem- ber 24.22  http://goddezz.blogspot.com/ „Ég var ekki einu sinni nörd, heldur breyttist ég í nörd í próflestri! Góða nótt.“ 18. desember 1.47  http://kirk.startrek.is/ „Jæja … þá fer jólavinnan að hefjast. Þvílík spenna að vinna í kringum fólk með uppgerðarstress bara af því það eru að koma jól eins og flest stressköst eru upprunnin og líka þeirra sem eru plain kjánar og verða stressaðir yfir engu og öllu. Það er svo gaman að kljást við stressað fólk :-) Mitt í öllu þessu næ svo í einkunnir mín- ar á eftir“ 18. desember 8.51  http://www.annall.is/arni „Á þriðjudagskvöldið var jólasýning Deus ex cinema heima hjá Gunnlaugi. Hann sýndi að þessu sinni ágæta mynd frá árinu 1989, Driving Miss Daisy, sem á íslensku væri tilvalið að kalla Ekið með frú Fjólu. Ég sá þessa mynd þegar hún kom út á myndbandi og þótti athygl- isvert, þótt vissulega sé hún nokkuð hæg. Myndin geymir athyglisverð sið- ferðis- og trúarstef.“ 18. desember 10.22 Kæri blogger.com… Þó DVD-spilarar séu brátt komnir inn á öll heim- ili eru víða til bunkar af VHS-spólum sem ekki má henda en illt að horfa á, VHS-tækið lélegt eða komið inn í skáp og svo má telja. Myndirnar af þeim má þó setja á DVD-diska með aðstoð tölvunnar, ýmist með því að tengja sjálfur VHS- tækið í gegnum sérstakt kort í tölvunni eða fá sér græju eins og þá sem hér er til umfjöllunar, HP DVD Movie Writer DC3000. Þessi græja frá HP er býsna sniðug, sáraauðvelt er að setja hana upp, tengja við tölvu og svo myndbandstæki við brennarann og byrja flutn- inginn á milli. Hann notar tölvuna til að breyta gögn- unum, þ.e. rennir þeim yfir í tölvuna þar sem hægt er að vinna frekar með þau áður en brennt er á diska ef vill, en einnig er hægt að láta þetta allt ganga án þess að mannshöndin komi þar nærri, bara að setja í gang. Til þess að verkið gangi hratt fyrir sig þarf helst að vera USB 2.0 tengi á tölvunni, því þó hægt sé að nota venjulegt USB 1.0 tengi þá tekur það mjög langan tíma, enda gagnaflutningshraði á USB 1.0 sáralítill. Hugbúnaðurinn sem sér um að varpa VHS yfir á DVD er sáraeinfaldur í notkun og leiðir notand- ann í gegnum ferlið, en meira að segja er hægt að nota hann til að hanna umslag á DVD-boxið. DC3000-brennarinn tekur inn hliðræn gögn og breytir í MPEG2. Á honum eru S-Video og Composite Video-tengi og víðóms-hljóðinntak. Ekki er á tækinu DV-inntak sem er galli að mínu mati, því þá er ekki hægt að tengja DV- vídeóvélar beint við tækið þó hægt sé að tengja við það venjulegar vídeóvélar. Með í kassanum fylgir hugbúnaður til að vinna með myndbandið, hægt er að safna myndskeiðum af VHS-spólu og brenna á einn DVD-disk til að mynda. Hugbúnaðurinn heitir ShowBiz frá Arcsoft og ekki ýkja öflugur en dugir til síns brúks. Þegar menn eru svo komnir lengra á myndvinnslubrautinni geta þeir notað DC3000 til að breyta VHS-mynd í stafræn gögn, síðan unnið þau í hvaða hugbúnaði sem er og brennt með DVD-brennsluhugbúnaði, til að mynda Nero, enda er DC3000 ekki bara til að breyta myndum, hann er líka utanáliggjandi brennari. Getur nærri að talsvert diskapláss þarf til að vinna með DVD-myndir, upp undir 10 GB ef vel á að vera, en það stendur varla í nokkrum manni þegar 120 GB-diskar kosta í kringum 15.000 kr. Myndirnar sem fluttar voru á milli komu prýði- lega út þó þær standi eðlilega venjulegri DVD- mynd nokkuð að baki í gæðum; VHS- tæknin býður líka einfaldlega ekki upp á meira. DC3000 brennir diska á DVD+R staðlinum sem ganga því í allar gerðir DVD-spilara, sem skiptir kannski ekki svo miklu máli núorðið eftir því sem algengara verður að DVD-spilarar lesi alla staðla, en með DVD+R er öruggt að allir spilara geti lesið diskana. Hann brennir CD-R á allt að 16x, CD-RW að 10x, DVD+R að 4x og DVD+RW að 2,4x. Hann les svo CD- ROM á að 40x og DVD-ROM að 8x. Kostar um 41.900 kr. Kostir: Þægileg leið til að varpa VHS á DVD og einnig að færa myndir beint af hliðrænni víd- eómyndavél. Einfaldur í notkun. Einnig hægt að nota sem venjulegan DVD+ brennara, taka afrit, spila myndir, o.s.frv. Gallar: Dýr. Ekkert DV-inntak. |arnim@mbl.is VHS breytt í DVD GRÆJURNAR Max Payne 2: The Fall of Max Payne Með vinsælustu tölvuleikjum síðustu ára var leikurinn um Max Payne sem hét einfaldlega í höfuðið á aðalsöguhetjunni. Fyrri leikurinn, sem vakti mikla athygli fyrir grafík og gervigreind, sagði frá lög- reglumanninum Max Payne sem verður fyrir þeim hörmungum að dópistar myrða konu hans og dóttur á hrottalegan hátt. Við það breytist hann úr venjulegri leyni- lögreglu í harðsvírað hörkutól og í hönd fóru mikil hjaðn- ingavíg. Í Max Payne 2 er sama söguhetja og forðum, en í leiknum fellur hann fyrir glæsilegri konu sem er grunuð um morð. Hann þarf að komast að því hvort hún sé morðingi í raun og veru og hefst þá mikil flækja. Grafík í leiknum er umtalsvert endurbætt en notuð er Havoc-grafíkvélin. Áhættuatriði voru kvikmynduð sér- staklega og síðan lesin inn í leikinn til að hafa þau sem raunverulegust, auk þess sem töluvert var kvikmyndað í New York til að hafa umhverfi sem raunverulegast. Max Payne snýr aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.