Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Brottför 20. febrúar: Verð kr. 135.500 á mann í tvíbýli. Brottför 23. apríl: Verð kr. 144.500 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is UPPSEL T „Hvað átti Hannes að gera?“ var fyr- irspurn úr sal á blaðamannafundi í ReykjavíkurAkademíunni á Hring- braut á laugardag, í tilefni af mikilli umræðu undanfarna daga og vikur um hvað séu góð vinnubrögð og hvað ekki við ritun ævisagna og einkum hvar mörk eðlilegrar endurritunar og ritstuldar liggi. Gagnrýnin á verkið Halldór sem er fyrsti hluti ævisögu dr. Hannesar Hólmsteins Gissurasonar um Nóbels- verðlaunaskáldið Halldór Kiljan Lax- ness snýst m.a. um umorðun eða end- ursögn. Spurningin fól í sér að Halldór Laxness hafði endurskapað veruleikann í endurminningarbókum sínum og þar með gefið honum sína eigin túlkun. „Þessi túlkun er hug- verk Halldórs Laxness. Svo kemur Hannes og tekur túlkun Halldórs á sínu eigin lífi og setur inn í sitt verk,“ sagði fyrirspyrjandi og bætti við að Hannes notaði einnig endursögn og þar með túlkun Hallbergs á verkum Halldórs, t.d. endursögn á bókinni Undir Helgahnjúk án þess að merkja hana. Lesendur hefðu aftur á móti búist við að Hannes legði eigin skiln- ing í sögu og líf Halldórs, en ekki ann- arra, og myndi setja fram nýja túlk- un. Spurningin var því: „Átti Hannes að koma fram með eigin skilning á ævi og verkum Halldórs? Hvernig hefði Hannes átt að gera þetta?“ Túlkun höfunda ævisagna Fyrir svörum sátu Guðjón Frið- riksson höfundur ævisagna Einars Benediktssonar, Jóns Sigurðssonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Þór- unn Valdimarsdóttir höfundur sög- unnar Snorri frá Húsafelli og fleiri rita en hún vinnur nú að ævisögu Matthíasar Jochumssonar, gg Viðar Hreinsson höfundur ævisögu Steph- ans G. Stephanssonar. Fræðimönnum var velkomið að fylgjast með blaðamannafundinum, og var Hannes Hólmsteinn, höfundur verksins, einn þeirra sem gengu í sal- inn. Viðar Hreinsson svaraði fyrir- spurninni á þá leið að ævisaga ætti að vera þannig að höfundur verksins myndi draga upp sína eigin mynd af þeim sem ævisagan væri um. Guðjón Friðriksson tók undir með Viðari. „Það er samt ekki hægt að gefa upp neina formúlu fyrir því hvernig það eigi að skrifa ævisögu,“ sagði hann. Þórunn Valdimarsdóttir var einnig á móti uppskriftum að ævisögum, enda gerði hún uppreisn gegn form- inu fyrir 15 árum með ævisögu sinni um Snorra á Húsafelli. Hún sagði að Hannes hefði kosið sér þessa aðferð sem hann notar í ævisögu Halldórs. „Ég kýs mér aðra aðferð og hver hef- ur sinn stíl í þessu.“ Vinsamlegt hlutleysi er aðferð Hannesar Blaðamaður nýtti sér tækifærið fyrst Hannes Hólmsteinn var við- staddur fundinn og innti hann eftir svari við fyrirspurninni um túlkun á verkleikanum og verkum annarra. „Ævisaga, að mínu mati, á ekki að fela í sér mjög harða dóma um mann- inn sem ævisagan fjallar um,“ svaraði Hannes. „Ég lagði mig fram um að lýsa ævi Halldórs með vinsamlegu hlutleysi og til þess nýtti ég mér æskuminningarbækur hans og bók- mennafræðitúlkanir Peters Hall- bergs. Ég vildi ekki finna upp hjólið,“ segir hann. Hannes telur það þó villandi hug- mynd um verk sitt að ætla að það sé fengið frá þessum tveimur mönnum Halldóri og Hallberg. „Ég myndi giska á að a.m.k. 90% af bókinni sé fengið úr öðrum heimildum en frá þeim. En ævisaga er eðli málsins samkvæmt umritun og úrvinnsla fjölda heimilda, t.d. skjala og gagna á söfnum, bóka og munnlegra frásagna. Það liggur í eðli ævisögunnar. Þannig að ég vildi ekki vera með neina sér- staka túlkun á Halldóri, heldur leyfa hverjum lesanda að túlka, hver með sínum hætti. Leggja fram öll gögnin, fella fróðleiksbrot um ævi Halldórs saman í eina heild og láta lesandanum svo eftir að dæma, það er mín aðferð,“ segir Hannes. „Ég leyni því hvergi að ég styðjist við bókmenntafræðitúlkanir Hall- bergs, það eru 84 tilvísanir í Hallberg í textanum auk sérstakrar almennrar tilvísunar í lokin. En auðvitað nota ég þær ekki nema þegar ég er samþykk- ur þeim,“ segir hann. Skýr mörk heimildanotkunar Í umræðunni síðustu daga um verk Hannesar um Halldór hafa menn oft velt fyrir sér hvers konar verk ævi- sagan er; alþýðleg eða vísindaleg. Gísli Gunnarsson sagnfræðingur við Háskóla Íslands sagði t.d. í Sjón- varpsfréttum 9. janúar að hér væri um tvær vinnuaðferðir að ræða. Viðar Hreinsson sagðist á hinn bóginn gera sömu kröfur til sjálfs sín hvort sem hann skrifaði fyrir almenn- ing eða fræðimenn. „Það er skylda að hafa verkið gagnsætt,“ sagði hann og að það væri mikilvægt að fylgja ströngum reglum, sjálfur hefur hann lent í því sem háskólakennari að þurfa að glíma við ritstuld nemenda vegna texta sem þeir hafi tekið á Netinu. Allt þarf að vera merkt, að hans mati. Guðjón sagðist ævinlega gæta þess í sínum verkum að lesandinn yrði aldrei í vafa hvaðan efnið væri fengið, hvort sem það væri notað beint eða væri endurskapað. „Ég nota aldrei heimildir án þess að vísa í þær,“ sagði hann. Jón Ólafsson heimspekingur í ReykjavíkurAkademíunni spurði hversu mikið frelsi höfundar ævi- sagna hefðu og voru Viðar, Guðjón og Þórunn sammála um að höfundar- réttarlögin væru ramminn utanum um það frelsi. „Ef texti er notaður úr öðru riti verður lesandinn að fá ná- kvæmar upplýsingar um það,“ sagði Guðjón. Höfundar geti notað nokkrar aðferðir til að koma heimildum til skila án þess að trufla lesandann. Að- ferð Hannesar væri aftur á móti á mörkunum. Flóknir innviðir bókar Sigurður Gylfi Magnússon sagn- fræðingur í ReykjavíkurAkademí- unni spurði hver væri að þeirra mati munurinn á alþýðlegu riti og fræðiriti. Viðar sagði þennan mun úreltan og hafnaði því að þessi munur finndist í háskólasamfélaginu. Sagðist hann sjálfur vinna út frá sömu reglunum óháð viðtakendum. Þórunn sagði best að vinna eins og lög gerðu ráð fyrir, en skilja samt að bók er ekki flatur veruleiki heldur innviðir. Guðjón sagði að annars vegar væri hægt að tala um fræðirit og hins vegar skáld- skap. Í umræðunni sem verk Hannesar hefur skapað hefur nokkuð verið vís- að til þess að Halldór Laxness hafi sjálfur nýtt sér texta annarra manna og er frægasta dæmið notkun hans á dagbók Magnúsar Hj. Magnússonar. Magnús er sagður fyrirmyndin að Ólafi Ljósvíkingi í Heimsljósi. Sigurð- ur Gylfi Magnússon hefur rannsakað dagbækur Magnúsar og borið saman við Heimsljós í bókinni Kraftbirting- arhljómur Guðdómsins. (Háskólaút- gáfan 1998). Túlkun Laxness á Magnúsi Hj. Blaðamaður spurði því Sigurð um þetta atriði í umræðunni og vísaði Sigurður í bókina. Þar stendur m.a. í formála: „Tengsl dagbókar Magnúsar við skáldsögu Halldórs Kiljans Lax- ness hafa verið kunn frá fyrstu tíð. Halldór hefur sjálfur sagt frá dagbók og lífi Magnúsar meðal annars í við- tali við tímaritið Útvarpstíðindi árið 1940, og það er engu líkara en honum sé í mun að taka af allan vafa að hann hafi stuðst við ævi raunverulegs manns.“ (85). Notkun Halldórs Laxness á dag- bókum Magnúsar tengist fyrirspurn- inni um endursköpun og túlkun á ævi og lífi einstaklinga. Sigurður Gylfi segir að Halldór Laxness hafi gefið texta Magnúsar nýja túlkun. „Hall- dór notar dagbækurnar á frjóan hátt og stækkar skilning okkar á lífi Magnúsi Hj. og gerir hann að al- heimsfyrirbæri,“ segir Sigurður og vitnar aftur í bókina: „Hans [Hall- dórs] markmið er að segja sannleik- ann um samfélagið allt og það fólk sem var í sömu sporum og Magnús.“ (87). „Ég vildi ekki vera með neina sérstaka túlkun á Halldóri Laxness,“ segir Hannes H. Giss- urarson. Gunnar Hersveinn sat fund ævisagnahöfunda í ReykjavíkurAkademíunni sem segjast ekki komast hjá því að endurskapa og túlka ævi og störf þeirra sem ritað er um. Morgunblaðið/Þorkell Þórunn Valdimarsdóttir, Guðjón Friðriksson og Viðar Hreinsson beita öðrum aðferðum en Hannes Hólmsteinn við ritun ævisagna. guhe@mbl.is Aðferð Hannesar skekur fræðaheim og samfélag SIGURÐUR Gylfi Magnússson sagnfræðingur í Reykjavík- urAkademíunni, sem fylgdist með blaðamannafundinum á laugardag- inn sagðist í samtali við blaðamann í gær, sunnudag, hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með grein- argerð Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar sem hann kynnti á fundi í síðustu viku. „Allir sem þekkja til dæmis til verka Guðjóns Friðrikssonar og hafa blaðað í bók Hannesar sáu strax í hendi sér að ólíkt hafast þeir að,“ segir Sigurður Gylfi. „Þessi skilningur minn á mismun- andi hugmyndum þeirra tveggja um ævisöguritun var staðfestur á fundinum, þar sem Guðjón hafnaði því mjög afdráttarlaust að nokkur samsvörun væri á millli verka þeirra.“ Sigurður Gylfi Magnússon benti einnig á að nú hefði Gísli Gunn- arsson prófessor við Háskóla Ís- lands stigið fram í umræðunni, og látið í ljós þá skoðun að verk Hann- esar skipaði honum á bás með al- þýðufræðimönnum í stað þess að telja bók hans til fræðilegra verka. „Þessu átti ég í fyrstu bágt með að trúa og hélt að Gísli hefði ruglast í ríminu,“ sagði Sigurður Gylfi, „þar til ég las í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins lýsingu Hannesar á að- ferð sinni sem hljómaði eins og al- þýðufræðimaður væri að tala, nefnilega að hann hefði ekki viljað setja fram nýja túlkun heldur notað túlkun annarra.“ Sigurði Gylfa þótti óvenjulegt að háskólaprófessor skyldi halda slíku fram og kallar eftir skýrari grein- argerð. Hann sagði að Hannes ætti einfaldlega enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Hvernig getur Hannes Hólmsteinn, ef hann vill að verk hans sé tekið alvarlega, rétt- lætt jafn frjálslega heimildanotkun, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, eft- ir að ævisöguritararnir þrír sem sátu fyrir svörum höfnuðu slíkum vinnubrögðum?“ spurði Sigurður Gylfi að lokum. Kallað eftir skýringum Sigurður Gylfi Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.