Morgunblaðið - 12.01.2004, Qupperneq 19
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 19
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 20. janúar til Kan-
aríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí
þann 20. janúar og þú getur valið um eina eða tvær vikur í sólinni. Það er um 25
stiga hiti á Kanarí um miðjan janúar, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar
aðstæður. Þú bókar ferðina núna og trygg-
ir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brott-
för færðu að vita hvar þú gistir. Á meðan á
dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra
fararstjóra okkar allan tímann.
Síðustu sætin
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar.
20. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli
kr. 1.800. Alm. verð kr. 52.450.
Bókunargjald kr. 2.000.
Stökktu til
Kanarí
20. janúar
frá 39.995
Verð kr. 39.995
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn,
2–11 ára, flug, gisting og skattar. 20. janúar,
7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Alm. verð kr. 41.994. M.v. að bókað sé á
www.heimsferdir.is. Bókunargjald kr. 2.000.
til neðanmálsgreina. Hann segist
hafa haft það meginmarkmið að
skrifa læsilega bók fyrir almenn-
ing og telur að of mikið tilvitn-
anaflóð hafi verið líklegt til að
vinna gegn því markmiði, þar sem
það hefði gert yfirbragð bók-
arinnar of fræðilegt.
Flokkun bóka og heiðarleiki
Meginstoðin í fáheyrðum árásum
elítumanna á Hannes varð nú sú,
að hann hafi nýtt sér texta skálds-
ins, án þess að geta þess sér-
staklega á hverjum stað. Þeir sök-
uðu hann um óheiðarleika í
vinnubrögðum og gengu svo langt
að bera á hann ritstuld. Fræði-
menn í þeirra hópi fóru fram með
ásakanir af þessu tagi án þess að
nefna einu orði þær skýringar á
þessu vinnulagi, sem Hannes gefur
sjálfur í bók sinni! Við árásirnar
var víða leitað fanga. Meðal ann-
ars var reynt að halda fram þeirri
kenningu, að bækur flokkist í til-
tekna afmarkaða flokka. Einn sé
flokkur fræðibóka. Annar flokkur
innihaldi fræðirit við alþýðuhæfi.
Fleiri flokkar voru nefndir til sög-
unnar. Í orðunum hvíldi ráðagerð
um, að þeir sem skrifi bækur eigi
að skrifa fyrir einhvern flokkinn.
Allt er þetta furðulegt rugl. Flokk-
un bóka er verkefni sem menn
takast á hendur, eftir að bækur
hafa verið skrifaðar. Þeir sem vilja
fást við fræðilega flokkun bóka
verða að sætta sig við að flokka
bækurnar eftir efni þeirra eftirá.
Hver bók sem skrifuð er lýtur sín-
um eigin lögmálum og aðferðum.
Meðal annars er hugsanlegt að
bók verði skrifuð, sem fellur ekki
undir neinn þekktan flokk. Ég
vildi geta skrifað þannig bók. Þó
að ekki væri til annars en að
íþyngja flokkunarmönnum.
Sannleikurinn er auðvitað sá, að
þeir sem skrifa bækur eru ekki
bundnir af neinu öðru en því að
vera heiðarlegir gagnvart sínu eig-
in verki sem og verkum annarra
höfunda. Sé notað efni frá öðrum,
þarf að láta þess getið, sé það ekki
augljóst án þess. Á þessu hafa höf-
undar ýmsan hátt. Hugsanlegt er
til dæmis, að láta þess getið við
hvern kafla í bók, á undan eða eft-
ir, að í honum sé stuðst við ein-
hverja tiltekna heimild, eða jafnvel
bara í bókarlok. Slíkur háttur upp-
fyllir auðvitað allar eðlilegar kröf-
ur um heiðarleika, jafnvel þó að
fræðagrúskarar vildu fremur að
tilvitnanir væru við hvern ein-
stakan stað í textanum sjálfum.
Hannes fer þá leið að vitna bæði í
sjálfum textanum en líka sér-
staklega í eftirmála bókarinnar.
Fáránlegar ásakanir
Ásakanir á hendur Hannesi um
ritstuld eru ekkert minna en fá-
ránlegar. Það var hreinlega úti-
lokað fyrirfram fyrir hann að stela
textum frá Halldóri eða höfundum
sem skrifað hafa um hann í því
skyni að villa um fyrir lesendum
bókarinnar og komast upp með
það. Það stafar af því, að öllum
sem til þekkja er ljóst, að bókin er
byggð á minningabókum skáldsins,
auk þess sem fyrirfram var ljóst,
að þeir sem telja sig eigendur bók-
mennta og lista á Íslandi myndu
leita saumnálarleit að öllu slíku.
Þar að auki gerir hann í bókinni
sjálfri grein fyrir þeim aðferðum
sem hann beitir.
Sjálfsagt má velta vöngum yfir
því, hvernig best sé að haga ritun
ævisagna við aðstæður sem þessar.
Augljóst keppikefli við slíkt verk
er að rita læsilegan og skemmti-
legan texta en líka að gera full-
nægjandi grein fyrir meðferð
heimilda. Vel má vera að ein-
hverjir telji aðrar aðferðir betri en
aðferð Hannesar. Þeir hafa fullan
rétt á slíkum skoðunum. Það yrði
síðan að koma í ljós, hvort þeirra
bækur yrðu jafnskemmtilegar og
þessi bók. Mismunandi skoðanir á
þessu réttlæta hins vegar ekki að
neinu leyti þær persónuárásir, sem
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
hefur mátt þola að undanförnu.
Umhugsunarefni
Ekki verður hjá því komist að
nefna að lokum einn þátt þessa
sérkennilega máls. Flestir þeirra
sem staðið hafa fyrir árásum á
Hannes, hafa farið fram með þær,
án þess að nefna einu orði þær
skýringar sem hann gefur sjálfur í
bók sinni á aðferðum sínum. Þetta
gerði meðal annars Helga Kress,
prófessor í almennri bókmennta-
fræði við Háskóla Íslands, í grein
sinni í Lesbók Morgunblaðsins 27.
desember sl. Áhrifin af þessu urðu
þau, að hálf þjóðin lagði dóm á
málið án þess að hafa hugmynd
um skýringarnar sem Hannes gef-
ur á þessu í bókinni sjálfri, enda
var hann sjálfur fjarstaddur og
ekki til andsvara. Þessi vinnu-
brögð prófessorsins og hinna árás-
armannanna eru miklu alvarlegri
en ávirðingar þeirra á hendur
Hannesi. Við blasir, að þessu ráði
blint pólitískt ofstæki. Þetta eru
augljós dæmi um að fólk sem telur
sig til fræðimanna víki fræðilegum
kröfum til hliðar þegar þær henta
ekki áköfum huglægum mark-
miðum þeirra. Sá sem gerir þetta í
einu er líklegur til að gera það í
öðru. Það hlýtur að vera umhugs-
unarefni fyrir stjórnendur Háskóla
Íslands, hvort háskólakennarar,
sem verða berir að svona vinnu-
brögðum, teljist uppfylla þær kröf-
ur sem skólinn vill gera til vísinda-
manna sinna.
Höfundur er prófessor.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið Fréttir í tölvupósti