Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Jóhann-es Guðbjörnsson fæddist á Ísafirði við Skutulsfjörð 29. október 1934. Hann lést á Kanaríeyjum á jóladag, 25. des- ember síðastliðinn. Gunnar var þriðja barn hjónanna Magnúsínu Guð- mundsdóttur, f. 1. júlí 1904, d. 15. júlí 1993, og Guðbjörns Jóns Jónssonar skip- stjóra og bónda á Hafrafelli, f. í Vatns- firði 13. júní 1905, d. 28. febrúar 1995. Foreldrar Magnúsínu voru Sigríður Magnúsdóttir frá Naust- um í Skutulsfirði, f. 10. febrúar 1876, og Guðmundur Guðmunds- son frá Vatnsdal í Súgandafirði, f. 25. apríl 1876. Foreldrar Guð- björns voru Jón Jónsson bóndi í Vatnsfjarðarseli, f. 9. apríl 1865, og Viktoría Sveinsdóttir, f. 1. des- ember 1870. Gunnar var þriðja barn foreldra sinna, hin eru: Jón- as Guðbjörn, f. 20. mars 1932, d. 16. mars 2002, kvæntur Sólveigu ur, f. 21. september 1987, og Sig- ríður Ósk, f. 13. maí 1994. 2) Gunnar Jóhannes, f. 15. ágúst 1969. Foreldrar Sigríðar voru Guðlaug Sveinsdóttir, f. 12. júní 1907, d. 12. nóvember 1970, og Helgi Felix Ásmundsson, f. 19. janúar 1915, d. 3 janúar 2004. Gunnar átti á seinni árum ynd- islegt samband við Önnu Hjart- ardóttur, f. 26. júní 1935, d. 8. febrúar 1995. Anna var æskuvin- kona Gunnars og áttu þau saman góðar stundir. Gunnar bjó á Ísafirði þar til hann fór suður og var meðal ann- ars mjólkurpóstur á Hafrafelli og vann síðan ýmis störf til sjós og lands. 1958 fór Gunnar til Reykja- víkur og hóf þá nám við Iðnskól- ann í Hafnarfirði og lauk þaðan námi í bifvélavirkjun og lauk meistaranámi í greininni. Hann lærði á Bílaverkstæði Hafnar- fjarðar og var verkstæðisformað- ur á Skoda-verkstæðinu að námi loknu. Hann starfaði í stuttan tíma á bensínstöð Esso við Elliða- árnar og hjá byggingafyrirtækinu Brún. Eftir 1972 varð vörubíla- akstur hans aðalstarf og starfaði hann lengst af á Vörubílastöðinni Þrótti og í fastri keyrslu fyrir Vikurvörur. Útför Gunnars Jó- hannesar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sörensen, f. 24. des. 1934, þau slitu sam- vistum, kvæntist Arn- heiði Símonardóttur, f. 5. maí 1942; Oddur Jón, f. 27. júlí 1933, d. 31. maí 1934; Aðal- heiður Halldóra, f. 9. nóvember 1938, d. 20. júní 2003, gift Sigur- vini Jónssyni, þau slitu samvistum; Vikt- or Sveinn, f. 18. júní 1942, kvæntur Guð- ríði Pálsdóttur, f. 17. nóvember 1942; og Guðbjörg Magnúsína, f. 13. júní 1944, gift Valdimari Magnúsi Jónssyni, f. 13. mars 1945. Gunnar kvæntist 29. október 1959 Sigríði Helgadóttur, f. 28. maí 1936, d. 19. apríl 1989, og eiga þau tvö börn, þau eru: 1) Guðlaug Ósk, f. 20. mars 1963 gift Indriða Rósenbergssyni, f. 30. september 1957, börn þeirra Jó- hann Kristinn, f. 23. janúar 1982, unnusta hans Þórey Jóhannsdótt- ir, f. 1. nóvember 1981, Gunnar Örn, f. 1. júní 1983, Sigurður Eið- Elsku pabbi minn. Ég kveð þig með söknuði. Minn- ingabrotin eru mörg, þú varst pabbi minn. Þegar ég var lítil varstu leikfélagi minn, huggari minn og vinur minn. Sá tími sem þú gafst mér er ómetanlegur og nú í dag hugsa ég um skautaferðirnar, skíðaferðirn- ar, snjóhúsin sem við byggðum (þú aðallega). Þú varst félagi en þú varst einnig uppalandi, ég bar virðingu fyrir þér og vildi ekki glata henni. Þú gafst mér mikið, allar sögurnar sem ég bý að, frá- sagnir sem tengja mig við Vest- firðina og þig. Börnum mínum varstu ómetan- legur, þú sinntir afahlutverkinu vel og gafst þeim tíma og sýndir þeim áhuga sem er þeim ómetanlegt í dag þegar þau minnast þín. Þegar ég þurfti á einhverjum að halda leitaði ég til þín og þú varst alltaf til staðar hvort sem ég notaði sím- ann eða hitti þig, Ég hugsa um alla vestrana sem við horfðum á sam- an, allar frásagnirnar og hvað þú hafðir gaman af tónlist og hve fal- lega þú söngst. Ef til vill er það svo í lífi alla kvenna að faðirinn er sá maður sem stendur þeim næst, þú ert allavega sá maður í mínu lífi. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. (Þorsteinn Sveinsson.) Ástarkveðja Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir. Í örfáum orðum langar mig að minnast Gunnars, tengdaföður míns. En það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég sest niður og hugsa um þær síðustu stundir sem við áttum saman nú um jólin, úti á Kanaríeyjum, öll fjölskyldan saman. En þannig leið þér best, þar sem börnin og barnabörnin voru þér svo kær. Þú varst alltaf boðinn og búinn til að taka þátt í öllu því sem við Gulla tókum okkur fyrir hendur. Þegar við t.d. réðumst í að byggja í Gvendargeislanum varst þú manna duglegastur við að aðstoða okkur. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman þar í spjalli um lífið og tilveruna, en alltaf voru þér þó efst í huga barnabörnin. Það voru margar ánægjustundirnar sem þú eyddir með þeim í hesthúsinu og öðrum frístundum, og það eru góð- ar minningar sem þau eiga um afa sinn. Ég man þegar við gengum eftir ströndinni fyrir jólin. Þú varst ákveðinn í að hingað færum við aftur, öll saman. En á einu augna- bliki breyttist allt. Í hjarta okkar verður þú ávallt með okkur, enda veit ég að þú munt vaka og sofa yf- ir fjölskyldunni þinni, sem var þér allt. Elsku Gunni, ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég veit að lánsamari gat ég ekki verið með tengdaföður. Missir Gullu og Gunnars er mik- ill, og ég bið þess að þau fái styrk í sorg sinni. Ég veit að þú ert ekki einn þar sem þú ert núna, þar sem ástkær eiginkona þín Sigríður Helgadóttir lést langt fyrir aldur fram. Elsku Gunni, ég kveð þig með söknuði, hafðu bestu þakkir fyrir allt og allt. Þinn tengdasonur. Indriði. Hann afi minn var bara ekki venjulegur afi, hann var fjörugur og skemmtilegur. Hann hjálpaði mér með hestana, teymdi undir mér er ég þurfti á hjálp að halda. Þegar ég og fjölskyldan mín komum til Kanaríeyja var afi hress og kátur. Þegar við fórum í rútuna á leiðinni upp á hótel þá söng afi með mér lög og þegar komið var upp á hótel spiluðum við kana með Gunnari og pabba. Það var gaman hjá okkur á Kan- aríeyjum, á jóladag fórum við og skoðuðum fjöllin á Gran Canaria, keyrðum veginn og afi var með okkur. Við fundum eina búð hátt uppi í fjöllunum og þar var mikið útsýni. Afi dáðist að himninum og útsýn- inu og sagði við mig: Finnst þér ekki að Þórey og Jóhann ættu að hafa trúlofað sig í gær og ég sagði: Jú mér finnst það. Kvöldið sama dag var afi minn dáinn. Ég sakna afa míns mikið. Ástarkveðja Sigríður Ósk Indriðadóttir. GUNNAR JÓHANNES GUÐBJÖRNSSON ✝ Þorbjörg Eiríks-dóttir fæddist að Torfastöðum í Bisk- upstungum 20. sept- ember 1913. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi aðfaranótt 2. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Þor- bjargar voru hjónin Sigurlaug Erlends- dóttir, f. 29. júlí 1878, d. 19. des. 1966, og séra Eiríkur Þ. Stef- ánsson, prestur og prófastur að Torfa- stöðum í Biskupstungum, f. 30. maí 1878, d. 17. ágúst 1966. Þor- björg átti einn bróður, Þórarin Stefán, f. 29. júlí 1908, d. 23. febr- úar 1926, og þrjá uppeldisbræður, þá Kristin Jónsson frá Laug, sem dó ungur 1926, Karl J. Eiríks, f. 15. júlí 1920, d. 9. september 1990, og Gunnar H. Stephensen, f. 6. maí 1931. Þorbjörg giftist 3. júní 1943, Ásgrími Jónssyni, frá Ytri-Húsa- bakka í Skagafirði, f. 8. júní 1917, d. 25. mars 1986. Börn Þorbjargar og Ásgríms eru: 1) Guðrún Erla, f. 13. febrúar 1944, d. 18. mars 1997, maki Sigurður Hjörtur Bene- diktsson, f. 31. ágúst 1943, d. 2. september 1998. Börn þeirra eru Þor- björg Erla, f. 17. september 1967, El- ín, f. 25. janúar 1971, Benedikt, f. 28. júlí 1972 og Eiríkur, f. 26. ágúst 1975. 2) Stefán, f. 24. júlí 1946, maki Sif Knud- sen, f. 2. júlí 1950. Börn þeirra eru Guðmundur Elías, f. 23. janúar 1974 og Sigurlaug, f. 6. októ- ber 1978. 3) Konráð, f. 19. júní 1951, maki Elín Siggeirsdóttir, f. 6. október 1952. Börn þeirra eru Ásgeir, f. 18. desember 1970, og Karl, f. 24. október 1972. 4) Eiríkur, f. 3. maí 1952, d. 20. september 1975. Langömmubörnin eru átta. Þorbjörg og Ásgrímur bjuggu að Laugarvatni frá 1951 til 1972 en þá fluttu þau á Kaplaskjólsvegi 51 í Reykjavík. Árið 1989 flutti Þorbjörg í Hamraborg 32 Kópa- vogi og bjó þar meðan heilsa leyfði. Hún dvaldist á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi frá 1999. Útför Þorbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fjórða ár nýbyrjaðrar þúsaldar er gengið í garð með óvenjumiklu blíðviðri og stillum sem einkennt hafa haustið og jólaföstuna. Það er eins og veðurguðirnir hafi viljað sýna henni Þorbjörgu frænku minni sem mesta virðingu þegar hún kvaddi þetta tilverustig fyrir fullt og allt. Andlát hennar bar að með sama hætti og hún hafði lifað öllu sínu lífi, virðulega og hljóðlátt. Hún sofnaði að kveldi og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Stilling, hógværð og prúð- mennska voru sterkustu lyndisein- kunnir Þorbjargar. Hún var tígu- leg í fasi, róleg og yfirveguð og enginn sá henni bregða þegar stór- viðri sorgar og erfiðleika dundu á henni. Hún var hetjan sem á sinn hljóðláta hátt lét ekkert buga sig og var öðrum stoð og styrkur þeg- ar á reyndi. Ég minnist Þorbjargar fyrst sem ungrar konu. Hún var há og grönn og tíguleg í fasi og fram- göngu. Þannig var hún einnig síð- asta sinn er ég sá hana nær níræða að aldri. Hún mundi þá ekki lengur nöfn okkar, sem hittum hana, en hún gat enn hlegið dátt, spjallað um gamla tímann og lesið ljóð fyrir viðstadda af þeirri snilld sem fáum er gefin nú til dags. Þorbjörg var ljóðelsk og kunni ógrynni ljóða og sagna frá gamalli tíð. Það var óbrigðult að leita til hennar ef fletta þurfti upp ljóði eða rekja eitthvað sem kom upp í hugann og maður var ekki viss um. Ef Þorbjörg hafði ekki svarið á reiðum höndum vissi hún hvar átti að fletta því upp. Oft gátum við setið tímunum saman, eftir að hún flutti í Hamraborgina, drukkið neskaffi, lesið saman ljóð og rifjað upp gamla daga. Vildi ég nú að ég hefði skrifað ýmislegt eftir henni meðan ég mundi það nógu vel. Tvö síðustu ár hefur Þorbjörg fjarlægst veröldina smám saman og var svo komið undir lokin að hún þekkti varla sitt nánasta fólk, nema hvað alltaf kom sérstakur glampi í augun þegar synir hennar birtust eða töluðu til hennar. Þó var oftast hægt að ná til hennar með því að hafa yfir einhverjar ljóðlínur. Allt fram á síðasta dag gat hún þá gripið þráðinn og spunnið áfram. Eins tók hún við sér ef hún heyrði gamalkunnug nöfn eða tilfærð voru orðatiltæki sem hún gat tengt ákveðnu fólki sem hún hafði þekkt. Þorbjörg var einstaklega trygg- lynd og umhyggjusöm og hún sýndi til dæmis því fólki sem verið hafði vinnufólk á Torfastöðum hjá foreldrum hennar einstaka rækt- arsemi, heimsótti það og annaðist ef það veiktist og veit ég að hún gerði þetta jafnvel eftir að hún var sjálf orðin háöldruð. Þorbjörg og móðir mín voru bræðradætur, fæddar sama mán- aðardag með eins árs millibili. Þegar þær voru um fermingu var mamma um tíma á Torfastöðum hjá Eiríki og Sigurlaugu. Þá tengdust þær frænkurnar vináttu- böndum sem aldrei bar skugga á þótt hvorug hefði þar um mörg orð. Þær bjuggu báðar mestallan sinn búskap í Árnessýslu, mamma í Hraungerðishreppnum og Þor- björg á Laugarvatni þar sem Ás- grímur rak garðyrkjustöð um langt árabil. Báðar eignuðust fjög- ur börn á svipuðu reki og hefur vinátta og traust sem þær frænkur lögðu grunninn að haldist meðal afkomenda þeirra, þótt oft sé vík milli vina og fundir ekki alltaf tíðir. Þorbjörg og Ásgrímur byggðu sér hús á Laugarvatni með lítilli íbúð í austurenda þar sem Sig- urlaug og Eiríkur höfðu búið sér heimili eftir að Eiríkur hætti prestskap. Þarna bjó stórfjölskyld- an í mörg ár. Ég var svo lánsöm að eiga þau að þegar ég var vetrar- part í Héraðsskólanum og seinna í Menntaskólanum. Síðasta veturinn minn þar leigðum við hjónin í kjall- aranum hjá Þorbjörgu og Ásgrími. Þá var ekki við annað komandi af þeirra hálfu en að hafa okkur í há- degismat þá daga sem við vorum í skólanum. Fyrir þetta og alla tryggðina fyrr og síðar þökkum við nú. Þetta var skemmtilegt heimili, krakkarnir fjörugir og músíkalsk- ir, Eiríkur frændi virðulegur og hægfara en leyndi á sér og það voru forréttindi að fá að koma inn í skrifstofu til hans og heyra hann segja frá afa og þeim bræðrum þegar þeir voru ungir skólapiltar í Reykjavík. Uppi sat Sigurlaug, hafsjór af fróðleik og mannviti. Hún var sí- skrifandi og sat ævinlega á rúminu og skrifaði á hné sér þá fallegustu rithönd sem ég hefi séð. Veit ég að margir eiga bréf frá henni sem eru geymd sem dýrgripir. Yfir öllu þessu vakti Þorbjörg með sinni hæglátu ró og hélt öllu í skorðum. Hún þurfti aldrei að hækka róminn en gat hvesst augun og sett aukinn þunga í orð sín án hávaða þegar mikið lá við. Ég man t.d. þegar synir hennar voru komn- ir, einu sinni, með drulluga haga- lagða inn í þvottahús og ætluðu að þvo þá í þvottavélinni. „Það verður ekki af því,“ sagði móðir þeirra með festu og þar við sat. En ég er viss um að hún gaf þeim ráð til að leysa málið á annan hátt. Þorbjörg hafði gaman af athafnasemi strák- anna og studdi þá þótt hún léti þá ekki komast upp með að vaða inn með hagalagða eða leirinn sem hið ágæta leirfélag ungra drengja á Laugarvatni gerði ýmsar tilraunir með. Leirinn tóku þeir úr flaginu fyrir framan Menntaskólann og hafði móðir þeirra gaman af fram- taksseminni, þótt lítið yrði úr stór- iðju á þessu sviði hjá piltunum. Þegar börnin voru vaxin úr grasi fóru Þorbjörg og Ásgrímur að ferðast bæði hér heima og erlend- is. Þau ferðuðust víða innanlands og höfðu gaman af að fara um lítt troðnar slóðir. Á þessum ferðum gerði Þorbjörg sér far um að heim- sækja gamla vini og ættingja sem hún hélt alla tíð tryggð við. Þau heimsóttu syni sína erlendis og höfðu mikla ánægju af. Mesta æv- intýrið hefur Þorbjörgu líklega þótt Kanadaferð, sem þau fóru í og komu meðal annars í hús Stephans G. Stephanssonar en Þorbjörg hafði hitt hann á æskuárum sínum heima á Torfastöðum en þangað kom Stephan í seinni Íslandsferð sinni. Þorbjörg hafði miklar mætur á ljóðum Stephans og kannski má segja að þau hafi haft að mörgu leyti lík lífsviðhorf. Ég get ekki annað en hugsað til Þorbjargar þegar ég les formála Sigurðar Nordal í Andvökum Stephans þar sem hann segir að hann hafi í ljóð- um sínum haldið tilfinningum sín- um í skefjum þegar þær voru heit- astar. Honum hafi ekki fundist sér samboðið að láta þær í ljós með stóryrðum. Sigurður vitnar í orð Stephans þar sem hann segir: „Ég kýs mér tilfinninguna, sem gengur um fáorð og aðhlynnandi, með við- kvæmni í svipnum og hlýindi í handtökunum.“ Með þessum orð- um sem gætu verið einkunnarorð Þorbjargar kveðjum við systkinin hana og sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Guðrún S. Þórarinsdóttir. Elskuleg amma mín er látin á 91. aldursári. Ég vil minnast henn- ar með nokkrum orðum. Þorbjörg amma ól mig upp að mestu leyti og á ég henni mjög margt að þakka. Hún var mér og mínum yndislega góð og bar hag okkar ætíð fyrir brjósti. Ég met mikils allt það góða sem amma kenndi mér, gerði fyrir mig og allar okkar samveru- stundir í gegnum tíðina. Mér fannst alltaf amma mín engri ann- arri lík. Svo hlý og notaleg, róleg og góð. Það var ekki sjaldan sem ég fékk að heyra þessa setningu frá ömmu minni á mínum yngri ár- um. „Elsku hjartans Þorbjörg mín! Mér þykir svo vænt um þig og þess vegna er ég sífellt með þessar áhyggjur af þér“. Ég kveð hana ömmu mína með söknuði en jafnframt þakklæti. Minning hennar mun lifa með mér um ókomna tíð. Kærar þakkir til ykkar allra sem önnuðust og hugs- uðu vel um hana ömmu. Þorbjörg Erla Sigurðardóttir. ÞORBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.