Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 29 Þarftu að losna við gömul hús- gögn, ísskáp, þvottavél og fleira. Sæki þér að kostnaðarlausu. Húsaviðgerðir, sími 697 5850. Útsala - Útsala - Útsala 30-50% afsláttur af speglum, myndum og málverkum. Innrömmun - fljót og góð þjónusta. Erum flutt í Faxafen 10. Gallerí Míró innrömmun, sími 581 4370. Áramótin liðin Bókhald og uppgjör fyrir lögaðila, einstaklinga og félög. Vönduð þjónusta. Hafið samband, Forsvar ehf. www.forsvar S. 455 2500, f. 455 2509. Bílskúrshurðir. Hurðamótorar, öll bílskúrshurðajárn og gormar. Iðnaðarhurðir og allt viðhald við bílskúrs- og iðnaðarhurðabúnað. Bílskúrshurðaþjónustan - HallDoors - s. 892 7285. Útsala á margskonar vörum - ótrúlegt verð - Snyrtivörur - Fatnaður - Gjafavara - Búsáhöld - Skartgripir o.fl. o.fl. Verslun Kays B. Magnússon, Austurhrauni 3, Gbæ, s. 555 2866. Útsala — Útsala Dömuskór stærðir 42-44. 30-50% afsláttur. Herraskór stærðir 47-50, 50% afsláttur. Margrét, sími 897 4770. www.storirskor.is Viltu vinna heima? Leitum að fólki sem vill vinna heima. Góðar tekjur fyrir rétta fólkið. Hlutastarf - Fullt starf. Starfsþjálfun í boði. Edda Borg, s. 896 4662 - www.eddaborg.com Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 30 kg, Ægir um 7,5 kg. á 6 vikum. Ég um 25 kg og Dóra um 15 kg. www.diet.is Hringdu núna! Margrét, s. 699 1060. Nýtt á Paradís: Gelneglur og styrking á eigin neglur. Nýjar og spennandi nuddmeðferðir. Opið til kl. 20.00 á kvöldin. Snyrti- og nuddstofan Paradís, Laugarnesvegi 82, s. 553 1330. Til sölu Nissan Patrol GR (okt. '01), ek. 44 þ., 38" br., loftd., loft- læs., drifhlutf., spilbiti, tölvuk., stereógr., bassabox, talst., film- ur, toppgr. o.fl. Toppeint. V. að- eins 4,3 m., áhv. 2,8. Afb. 68 þús. á mán. Bein sala. Sími 820 8096. Til sölu Cherokee Laredo 4,0 l ´88. Nýskoðaður, góður bíll. Rafmagn, spólvörn, powercontr- ol. Uppl. í símum 867 9263 og 587 3215 á kvöldin. SKIPTI Á BÍL EÐA ÍBÚÐ Til sölu lúxusjeppi (verð 4,790 þús.) Skipti koma til greina á 2ja til 3ja herb. íbúð á höfuðborgar- svæðinu (verðhugmynd 7 til 11 millj.). Áhugasamir hafi samband í síma 893 2550. Dodge. Nýr Dodge Ram 3500 (ek. 300 km) Larami, Cummings Ho 305hp, sjálfsk., leður, rafmagns- sæti, 8 feta pallur, 6 manna. Einn með öllu. Verð 4.550 þús. stgr. Sími 699 8065. Dodge Dakota, árg. 1992, 4x4, til sölu. Ekinn aðeins 77 þús. míl- ur, sjálfskiptur, 8 cyl., 318 cc. Langur pallur. Gott ástand. Kaldasel ehf., s. 544 4333 og 820 1071. VOLVO 850 GLE ÁRG. 1994 5 cyl., 20 ventla, sjálfsk., spól- vörn, abs-bremsur, tölva, drátt- arkr., sumard. á álfelgum, vetr- ard. nýleg, bíll í toppviðhaldi, ek. 161 þús km. V. 730 þús. S. 893 2550. Bílaperur H4, 12 v, 60/55, kr. 360. Xenon H4, 12 v, 60/55, kr. 600. Xenon H7,12 v, 55, kr. 700. Xenon perur gefa 30% ljósmagn. GS varahlutir, Bíldshöfða 14, sími 567 6744. 4 vélsleðar til sölu/Björgunar- sveit Hafnarfjarðar er með 4 Yamaha Ventura 700 vélsleða til sölu. Tveir eru árg. 2000, eknir 2.300 km og tveir árg. 2002, eknir 1.100. Sleðarnir eru með farang- ursgrind og kössum, ásamt negldum beltum og brúsagrind- um. Nánari uppl. í s. 570 5070. ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir i eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta Geymið auglýsinguna Sími 893 1733 og 562 6645 JÓN JÓNSSON löggiltur rafverktaki jon@netpostur.is Útsala - útsala Kristalsskartgripir. Slovak Kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi, s. 544 4331. Veislubrauð Matarbrauðsneiðar • Pinnamatur Snittur • Brauðtertur • Samlokur og fleira í 17 ár Brauðstofa Áslaugar Búðargerði 7 Sími 581 4244 og 568 6933 OPIÐ: Virka daga frá kl. 8-15 og laugardaga frá kl. 9-13 Útsala - útsala Tékkneskar postulínsstyttur. Slovak Kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi, s. 544 4331. Útsalan er hafin. Föndurmarkaður DecoArt Lyngási 1, Garðabæ, sími 555 0220. Skatta- og fjármálaþjónusta. Einyrkjar og aðrir sjálfstætt starf- andi. Lækkið skattana með stofn- un ehf. um starfsemi ykkar. Til- valið að byrja um áramót. Taxlaw, sími 663 4141. FRÉTTIR  UNNUR Anna Valdimarsdóttir varði doktorsritgerð sína hinn 28. maí 2003 við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Andmælandi við dokt- orsvörnina var dr. Colin Murray Parkes frá Bret- landi og próf- dómari Timo Hursti, dósent við Uppsalahá- skóla. Leiðbein- endur Unnar voru þeir Ásgeir R. Helgason, dósent í heilsusálfræði, og Gunnar Steineck, prófessor í krabbameins- lækningum, báðir við Karolinska Institutet. Ritgerðin ber nafnið The loss of a husband to cancer: addi- tional and avoidable psyhological traumata sem þýða má á íslensku „Að missa eiginmann úr krabba- meini: áhættuþættir langvarandi kvíða- og þunglyndiseinkenna“. Ritgerðin byggist á rannsókn sem gerð var í Svíþjóð á landsvísu á konum sem misst höfðu mann sinn úr krabbameini í þvagblöðru eða blöðruhálskirtli. Faraldsfræðileg aðferðafræði var notuð til að greina langvarandi sálræn einkenni ekkn- anna 2–4 árum eftir fráfall manns- ins og hvaða þættir frá sjúkdóms- tímabilinu hefðu áhrif þar á. Meðal annars kom í ljós að ekkjurnar voru líklegri en giftar jafnöldrur þeirra til þess að þjást af einkenn- um þunglyndis og kvíða, svefntrufl- unum og sykursýki. Of stuttur vit- undartími (sá tími fyrir dauðsfallið sem konan er sér meðvitandi um að maður hennar er dauðvona) og sálræn einkenni sjúklingsins á síð- ustu mánuðum í lífi hans juku lík- urnar á langvarandi kvíða- og þunglyndiseinkennum ekknanna 2–4 árum eftir andlátið. Upplýs- ingar frá læknum og aðgengi kvennanna að sálfræðilegum stuðn- ingi síðustu mánuðina í lífi sjúk- lingsins juku líkurnar á lengri vit- undartíma. Einnig kom í ljós að þótt sjúklingar virtust hafa haft mikið aðgengi að meðhöndlun vegna líkamlegra einkenna höfðu þeir minna aðgengi að meðhöndlun/ stuðningi vegna sálrænna þjáninga. Í ritgerðinni eru niðurstöðurnar ræddar út frá því hlutverki sem heilbrigðisstarfsfólk gegnir í að draga úr líkunum á langvarandi sálrænum einkennum þeirra sem missa ástvin úr krabbameini. Unnur starfar nú við rannsóknir og önnur fræðistörf („post doc“) við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Eiginmaður hennar er Pétur Mar- teinsson. Ritgerðin er tileinkuð for- eldrum Unnar, þeim Valdimari Steingrímssyni og Guðrúnu Jóns- dóttur sem búsetttt eru á Ólafs- firði. Að missa eiginmann úr krabba- meini ÖKUMENN í þýska sambandsrík- inu Nordrhein-Westfalen geta nálg- ast upplýsingar um umferð á stærsta hraðbrautakerfi Þýskalands á vefn- um. Hugbúnaðurinn spáir einnig um umferðarþungann á næstu 30 eða 60 mínútum og er þetta afkastamesti rauntíma-umferðarhermir veraldar að sögn dr. Sigurðar F. Hafstein. Nota mörg hundruð þúsund manns þessar upplýsingar á vefnum á degi hverjum til að sjá umferðarþungann á vegunum. Sigurður hlaut Heinz Billing-verð- laun Max Planck-stofnunarinnar 2003 nýverið ásamt tveimur sam- starfsmönnum sínum fyrir hönnun og forritun umferðarhermisins, sem kallast OLSIM. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi virtu verðlaun eru veitt aðilum utan Max Planck-stofn- unarinnar fyrir notkun á tölvutækni í vísindum. Fjögur þúsund mælar „Meira en fjögur þúsund segul- lykkjumælar greina hvað margir bílar keyra yfir þá, hversu þungir þeir eru og hve hratt þeir fara,“ segir Sigurður. „Þessum gögnum er safn- að saman og þau send á mínútu fresti og mötuð inn í herminn. Þessar upp- lýsingar eru notaðar til að mæla um- ferðarþungann rétt og síðan erum við með gögn síðustu þriggja ára, sem eru notuð til að spá um hvernig umferðarástandið verður.“ Hann segir marga vera með að- gang að vefnum í vinnunni og athuga hvernig ástandið á hraðbrautunum sé og hvort ráðlegt sé að halda heim. Þá geti ökumenn frestað brottför eða valið aðrar leiðir á áfangastað. Ástandið á hraðbrautunum sé oft skelfilegt og inn í þetta kerfi sé líka bætt upplýsingum um vegafram- kvæmdir, lokanir og slys. Umferðarhermirinn hefur verið í notkun síðan í september 2002 en þá var ekki hægt að nálgast spár um umferðarþunga fram í tímann. Sig- urður segir spárnar reynast vel því mjög oft sé það sama sem gerist á hraðbrautunum. Ferðamunstrin á mánudögum séu t.d. álíka, þá sé um- ferð á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum með svipuð sér- kenni og á föstudögum sé þriðja munstrið. Hann segir erfitt að segja hvort hegðun ökumanna hafi breyst með tilkomu hermisins en auðvitað er gert ráð fyrir því þegar mörg hundruð þúsund ökumenn nota vef- síðuna á degi hverjum. Aðrir hafa áhuga Sigurður segir að næsta sam- bandsríkið við hliðina sé með kerfið í prófun en það sé ekki komið á vefinn ennþá. Aðrir hafi sýnt þessu áhuga en séu kannski byrjaðir að þróa sín eigin kerfi. Engum hafi þó tekist að koma með álíka lausn og felist í OL- SIM, sem sé á vefnum og virki. Íslendingur verðlaunaður fyrir hönnun umferðarhermis Fólk nálgast spár um um- ferðarþunga á vefnum Kurt Kremer prófessor hjá Max- Planck rannsóknarmiðstöðinni til vinstri afhendir Sigurði F. Hafstein Heinz-Billing verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.