Morgunblaðið - 12.01.2004, Page 31
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 31
Fást í verslunum um land allt
H. Blöndal ehf.
Sími 517 2121
www.hblondal.com
Purga-T sjálfvirku
slökkvitækin fyrir
sjónvörp
• Alltaf á vakt
• Slekkur eldinn strax
• Fullkomlega öruggt
H
rin
gb
ro
t
LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA-
HÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími
543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S.
533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
ÚTIBÚ KB banka í Hveragerði og
körfuknattleiksdeild Hamars í
Hveragerði hafa gert með sér
samkomulag um stuðning KB
banka við körfuknattleiksdeildina.
Samkomulagið felur í sér að
körfuknattleiksdeildin tekur að
sér að kynna bankann hvar sem
því verður við komið. KB banki
auglýsir einnig framan á bún-
ingum meistaraflokks næstu tvö
árin. Einnig verða settar upp aug-
lýsingar bankans á gólf og veggi
íþróttahússins hér í Hveragerði.
Auglýsingar verða settar á tvenns
konar búninga, hvíta sem notaðir
verða á heimaleikjum og bláa sem
notaðir verða á útileikjum. Þetta
er gert samkvæmt nýjum reglum
um búninga þar sem segir að lið
skuli klæðast ljósum búningum á
heimaleikjum og dökkum á úti-
leikjum. Að sögn Ingibjargar Guð-
jónsdóttur, útibússtjóra KB banka,
er þetta fyrsti formlegi samning-
urinn sem bankinn gerir við
körfuknattleiksdeildina, en bank-
inn hefur styrkt körfuboltann í
gegnum tíðina með einum eða öðr-
um hætti.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Samkomulag milli KB banka og Hamars
KB banki og körfuknatt-
leiksdeild Hamars und-
irrita samkomulag
RÖNG mynd birtist í Morgun-
blaðinu í gær vegna fréttar um and-
lát sænsku leikkonunnar Ingrid
Thulin. Á myndinni sem birtist var
leikkonan Gunnel Lindblom, sem er
síður en svo látin og leikur enn í
kvikmyndum. Um leið og röng
myndbirting er hörmuð birtist hér
rétt mynd af Ingrid Thulin.
LEIÐRÉTTING
VIKUBLAÐIÐ Fréttir í Vest-
mannaeyjum hefur haft þann sið
síðustu þrettán ár að veita við-
urkenningar í byrjun árs þeim sem
hafa skarað fram úr á einhverju
sviði á nýliðnu ári. Fór athöfnin
fram á mánudaginn og varð Páll
Zóphóníasson tæknifræðingur,
fyrrverandi bæjarstjóri og skáta-
foringi, valinn Eyjamaður ársins.
Í umsögn Ómars Garðarssonar
ritstjóra Frétta segir að hann hafi
alla tíð frá því hann flutti til Eyja
árið 1972 verið í stóru hlutverki í
bæjarlífinu. Hann var ekki búinn að
vera lengi í starfi bæjartæknifræð-
ings þegar Heimaeyjargosið hófst
og gegndi hann stóru hlutverki í
þeim átökum við náttúruöflin.
Hann var framkvæmdastjóri Við-
lagasjóðs í sjö mánuði og tók svo
við sem bæjarstjóri í lok janúar
1976. Því starfi gegndi hann til
1982.
Þá stofnaði hann Teiknistofu
Páls Zóphóníassonar sem hann rek-
ur enn. Páll hefur verið fé-
lagsforingi skátafélagsins Faxa í
Vestmannaeyjum frá því árið 1986
og hefur hann unnið mikið og óeig-
ingjarnt starf í þeirri vinnu.
Aðrir sem fengu viðurkenningu
voru Gísli Valur Einarsson sem
þótti sýna framtak ársins þegar
hann hætti útgerð og keypti hót-
elrekstur í Eyjum. Hefur hann unn-
ið markvisst að stækkun hótelsins
ásamt því sem nýstárlegt hótel hef-
ur hafið göngu sína, Hótel mamma,
beint á móti aðalhóteli Gísla, Hótel
Þórshamri.
Margrét Lára Viðarsdóttir, hin
bráðefnilega knattspyrnukona,
fékk einnig viðurkenningu en hún
þótti bjartasta von Vestmannaeyja
á íþróttasviðinu.
Vestmannaeyjar hafa lengi talist
mikill íþróttabær og voru veittar
nokkrar viðurkenningar í þeim
geiranum. Ingibjörg Jónsdóttir og
Vigdís Sigurðardóttir fengu blóm-
vönd fyrir framlag sitt til handbolt-
ans síðustu ár en þær lögðu báðar
skóna á hilluna eftir síðasta keppn-
istímabil. Þá var Unnur Sigmars-
dóttir heiðruð en hún var þjálfari
Íslandsmeistaraliðs ÍBV í kvenna-
flokki síðasta vetur. Heimir Hall-
grímsson var annar þjálfari sem
var heiðraður en hann hefur verið
aðaldriffjöður kvennaknattspyrn-
unnar í Eyjum síðustu ár og náði
sínum besta árangri síðasta sumar
þegar liðið hafnaði í öðru sæti
deildarinnar og komst í bikarúrslit.
Ingi Sigurðsson var heiðraður en
hann náði þeim áfanga í sumar að
spila sinn tvö hundraðasta leik fyrir
ÍBV í efstu deild og er leikjahæsti
leikmaður félagsins frá upphafi.
Hann hefur nú lagt skóna á hilluna.
Það var svo Bergþóra Þórhalls-
dóttir sem tók við blómvendi fyrir
hönd VISKU, fræðslu- og símennt-
unarmiðstöðvar Vestmannaeyja
sem var stofnuð á árinu og hefur
farið gríðarlega vel af stað.
Páll er Eyjamaður ársins
Gísli Valur Einarsson sem þótti sýna framtak ársins, Margrét Lára Viðars-
dóttir bjartasta vonin og Eyjamaður ársins, Páll Zóphóníasson.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Þau fengu sérstaka viðurkenningu, Ingi Sigurðsson, Heimir Hallgrímsson,
Vigdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Unnur Sigmarsdóttir.
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.