Morgunblaðið - 12.01.2004, Qupperneq 36
36 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EPÓ
Kvikmyndir.com
Roger Ebert
AE. Dv
Skonrokk
FM909
Frá framleiðendum Four Weddings,
Bridget Jones & Notting Hill
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16. Enskur texti
Vinsælasta myndin á Íslandi 3 vikur í röð!
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.. B.i. 16.
Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna
meðal annars besta
mynd ársins
Stórbrotin og mögnuð kvikmynd
sem enginn Íslendingur má missa af.
Kvikmyndir.is
GH. Kvikmyndir.com
HJ.MBL
HJ. MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 5.45 og 8.
The Rolling Stone
SV. Mbl
Frá
framleiðendum
FourWeddings,
Bridget Jones
& Notting Hill
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
„Fantavel leikin
eðalmynd“
ÞÞ Fréttablaðið
ÓHT. Rás2
Sjáið eina athyglisverðustu
og mest sláandi mynd ársins.
Magnþrungin erótísk
spennumynd með
Meg Ryan eins og þið
hafið aldrei
séð hana áður.
Tónlist myndarinnar er eftir
Hilmar Örn Hilmarsson
MEG RYAN
MARK RUFFALO
JENNIFER JASON LEIGH
Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“
a film by JANE CAMPION
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KEFLAVÍK
Kl. 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8.
Hennar draumar. Hennar skilmálar.
Frábær mynd og frábær tónlist enda kom
myndin skemmtilega á óvart í
Bandaríkjunum.
KRINGLAN
kl. 8. Enskt. tal.
AKUREYRI
kl. 6. Ísl. tal
KRINGLAN
kl. 6. Ísl. tal.
Kvikmyndir.is
Frá framleiðendum Four Weddings,
Bridget Jones & Notting Hill
Sjáið eina athyglisverðustu
og mest sláandi mynd ársins.
Magnþrungin erótísk
spennumynd með
Meg Ryan eins og þið
hafið aldrei
séð hana áður.
ÁLFABAKKI
kl. 3.50. Ísl. tal.
kl. 4 og 8.15. Enskt. tal.
ÁLFABAKKI
kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal.
ÞAÐ VAR margt um manninn í Frí-
kirkjunni á laugardaginn, þegar
Jón Gnarr opnaði sýningu sína á tíu
helgimyndum. Um er að ræða ljós-
myndir af uppstillingum með dúkk-
um, þar sem Jón vinnur úr atburð-
um í guðspjöllunum, meðal annars
freistingu Satans og þegar Pontíus
Pílatus sýnir lýðnum Jesú. Jón not-
ar dúkkur eins og Action man, Súp-
ermann, Barbie og fleiri hetjur
samtímans til að túlka frelsarann
og ýmsar persónur í kringum hann.
Frelsarinn er ætíð nakinn til að
endurspegla syndleysi hans, því
blygðunin er að mati Jóns, fyrsta
merkið um syndafall mannsins.
Jón hefur sagt hefðbundnar
Jesúmyndir sýna brenglaða sýn af
manni sem hefðbundin fegurð-
arviðmið hafa eignað sér.
Ekki var annað að heyra en að
sýningargestum líkaði nýstárleg
framsetning Jóns vel og höfðu sum-
ir það á orði að Jón hefði frelsað
sjálfan frelsarann frá fag-
urfræðilegum kreddum.
Jesúmyndasýning Jóns Gnarrs í Fríkirkjunni
Jóni var vel fagnað af systur sinni, Eyrúnu Kristinsdóttur og Kristni Ósk-
arssyni föður sínum. Þykir Jón komast vel frá frumverki sínu í myndlist.
Morgunblaðið/Eggert
Hugleikur Dagsson og Lóa Hjálmtýrsdóttir mættu í Fríkirkjuna til að dást
að óhefðbundinni og framsækinni túlkun Jóns á Biblíusögunum.
Fagurfræðileg frelsun frelsarans sjálfs
ÞRJÁR sýningar voru opnaðar í Listasafni ASÍ á laug-
ardaginn. Í Ásmundarsal opnaði Rósa Gísladóttir sýn-
inguna „Kyrralífsmyndir frá plastöld“, í Gryfju var opn-
uð sýning Margrétar M. Norðdahl, „Annarra manna
Staðaldur“, og í Arinstofu var opnuð sýning á nokkrum
portrettmyndum úr gifsi eftir Kristin Pétursson úr eigu
Listasafns ASÍ.
Verkin á sýningu Rósu eru þrívíðar gifsafsteypur af
plastumbúðum sem notaðar eru í daglegu lífi. Athyglinni
er beint að plasti vegna þess hvað það liggur allt í kring-
um manninn. Rósa spyr: Hvaða langtímaáhrif hefur
óforgengilegt efni eins og plast á náttúruna?
Sýning Margrétar ber nafnið „Annarra manna Stað-
aldur“. Um er að ræða innsetningu sem samanstendur af
málverkum, teikningum, hljóði og hlutum ýmiss konar.
Innsetningin er opin fyrir breytingum. Gestir geta tekið
þátt í sýningunni og er velkomið að taka með sér einn
hversdagshlut og gera hann að hluta sýningarinnar.
Sýningarnar mæltust vel fyrir, enda um fjölbreytt efni
að ræða. Standa þær allar fram til 1. febrúar.
Þrjár sýningar opnaðar í Listasafni ASÍ
Morgunblaðið/Eggert
Gestir Listasafns ASÍ skoðuðu forvitnir listaverkin og fengu jafnvel að taka þátt í sumum þeirra.
Afsteypur og innsetning
ÁSTRALSKA kvikmyndastjarn-
an Nicole Kidman hefur verið
valin vinsælasta kvikmynda-
stjarnan af gest-
um vaxmynda-
safns Madame
Tussaud í Lond-
on. Bar hún þar
höfuð og herðar
yfir Renee
Zellweger og Ju-
liu Roberts í
könnun sem yfir
tólfhundruð gest-
ir hins vinsæla
ferðamannastað-
ar tóku þátt í.
Þetta kemur
fram á fréttavef
BBC.
Justin Timber-
lake var kosinn
vinsælasta popp-
stjarnan, bar
hann höfuð og
herðar yfir bæði
Kylie Minogue og Robbie Willi-
ams. Ofurfyrirsætan Jordan var
kosin tilgangslausasta fræga
manneskjan. Jordan þótti naum-
lega tilgangslausari en Jade
Goody, sem komst í úrslit í þátt-
unum Big Brother og söngkon-
an Britney Spears. Lesandi
fréttavefjar BBC, David Howe
frá Chelmsford, tjáði sig um nið-
urstöðurnar. Sagði hann til-
gangslausustu stjörnurnar vera
þær sem verða
frægar fyrir hluti
sem hafa ekkert
að gera með hæfi-
leika þeirra.
Tvennt kom
sérstaklega á
óvart í könnun-
inni. Annars veg-
ar laut fótbolta-
stjarnan David
Beckham í lægra
haldi á tveimur
vígstöðum þar
sem hann hefur
verið sterkur fyrir
undanfarin ár.
Sem íþróttamaður
tapaði hann fyrir
rúgbýstjörnunni
Jonny Wilkinson
og sem uppáhalds
karlmaðurinn tap-
aði hann fyrir bæði Brad Pitt og
George Clooney.
Hitt sem kom á óvart var að
George Bush forseti Bandaríkj-
anna var valinn hræðilegasti
maður heims, á eftir honum
komu þeir Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands og Osama
bin Laden, leiðtogi al Qaeda.
Nicole Kidman vinsælust á vaxmyndasafninu
Kidman vinsælust
Kidman er vinsælasta kvik-
myndastjarnan meðal gesta
vaxmyndasafns Tussaud.
Reuters