Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 15. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ÞAÐ fór ekki svo að Íslendingar kæmu ekki að ferð ómannaðra geimfara til reikistjörnunnar Mars. Dr. Ari Kristinn Jónsson, sérfræðingur á sviði gervigreindar, sem starfað hefur hjá banda- rísku geimvísindastofnuninni, NASA, í sjö ár, stýrði hönnun og hugbúnaðarþróun á forriti sem notað er þegar geimförin Spirit og Opportunity fara í könnunarleiðangra um Mars. Undirbúningur geimferðanna hefur verið eitt helsta verkefni Ara síðustu þrjú árin og hefur hann unnið með stórum hópi starfsmanna NASA á sviði gervigreindar. Vonast Ari til að fá tæki- færi til að fylgjast með því hjá NASA, þaðan sem geimförunum er stjórnað á jörðu niðri, hvernig ferðalagið á yfirborði Mars tekst og hvernig for- ritið virkar við notkun ómönnuðu geimfaranna. Ari segir m.a. í samtali að grunnhugmyndin á bak við forritið sé að setja saman betri aðgerða- áætlanir, sem skili vísindamönnum NASA von- andi meiri og betri gögnum úr geimferðinni. /35 Reuters Útsýnið á Mars, eins og það blasti við geimfarinu Spirit er það losnaði frá lendingarstað í gær. Íslendingur for- ritaði geimförin ROVANIEMI, höfuðstaður Lapplands í Norður- Finnlandi, býður nú nýja þjónustu og sendir textaboð í farsíma þegar norðurljós eru á lofti. Hálf milljón ferðamanna kemur árlega til bæj- arins og margir þeirra vilja sjá norðurljósin. Þau sjást yfirleitt þegar frost er mikið og ferðamenn hafa því þurft að norpa úti í kuldanum til að vera öruggir um að missa ekki af þeim. Nýja tæknin byggist á tölvutengdum ljósnema og sendir tölv- an áskrifendum SMS-boð þegar norðurljósin braga. Áskrift kostar 440 ísl. kr. á dag. Áskrift að norðurljósunum Helsinki. AFP. STJÓRNENDUM lyflækninga- sviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss hefur verið gert að spara 200 milljónir á þessu ári. Er það hluti af þeim sparnaðar- aðgerðum sem nú standa yfir innan LSH. Lækningaforstjóri spítalans, Jóhannes M. Gunn- arsson, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður vildi hann þó ekki tilgreina nánar hvað hverri deild undir lyflækningasviði væri gert að spara mikið. Hann sagði að önnur svið spítalans hefðu einn- ig fengið fyrirmæli um ákveðinn sparnað en vildi heldur ekki upplýsa nánar um það. Hann sagði að þetta myndi allt skýrast innan tíðar. Lyflækningasvið LSH er stærsta svið innan spít- alans. Á annað hundrað starfsmenn spítalans sóttu fund með trún- aðarmönnum þeirra stéttar- félaga sem starfa á sjúkrahúsinu í gær þar sem niðurskurði á spítalanum og boðuðum upp- sögnum var harðlega mótmælt. Hvatti fundurinn ríkisstjórnina til að endurskoða fyrri ákvörðun um fjárveitingar til LSH með þeim orðum að núverandi ákvörðun myndi valda þjóðinni óbætanlegum skaða. Starfsmenn sögðust finna fyr- ir miklu óöryggi, óvissu og reiði. Enn væri óljóst hvar uppsagn- irnar kæmu niður og óttast að þær yrðu handahófskenndar. Lyflækningasvið LSH á að spara 200 milljónir Morgunblaðið/Eggert Uppsögnum mótmælt  Óöruggir/10 Þungt hljóð var í fólki á starfsmannafundinum í gær. ÁBÚANDI á bænum Bakka í Ólafsfirði fórst er stórt snjóflóð úr Bakkahyrnu féll á bæinn síð- degis á þriðjudag að því er talið er. Hinn látni fannst snemma í gærmorgun. Vegna atburðarins hefur forsætisráðherra skipað rannsóknarnefnd til að rannsaka orsakir og afleiðingar snjóflóðs- ins. Snjóflóðið er talið hafa fallið milli klukkan 16 og 20 á þriðjudag og tók íbúðarhúsið að Bakka af grunninum. Ekkert stendur eftir nema suðurgafl hússins. Snjóflóð- ið rann um 100 metra niður fyrir húsið, að fjárhúsunum. Jón Konráðsson lögregluvarð- stjóri sagði snjóflóðið mjög stórt en það rann um 700–800 metra niður fjallið áður en það stöðvað- ist fyrir neðan íbúðarhúsið. „Flóðið kom niður gilið og var gríðarstórt, um 250 til 350 metra breitt og allt að þrír metrar á dýpt. Aðkoman var hræðileg,“ sagði Jón við Morgunblaðið. Eftir að björgunarsveitarmenn komu á staðinn með leitarhunda, eftir erfiða ferð, tókst fljótlega að finna bóndann, Kára Ástvalds- son, og var hann úrskurðaður lát- inn. Ekki mun hafa orðið mann- skaði í snjóflóðum í Ólafsfirði síðan um miðja 19. öld. Alls tóku 117 björgunarsveita- menn með fjóra leitarhunda þátt í aðgerðum við Bakka. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur skipað sérstaka nefnd til að rannsaka orsakir og afleið- ingar snjóflóðsins. Nefndin er skipuð í samræmi við lög um varn- ir gegn snjóflóðum og skriðuföll- um og er formaður hennar Björn Friðfinnsson. Morgunblaðið/Kristján Rúnar Kristinsson og Ragnar Björnsson, vélsleðamenn úr Ólafsfirði, skoða verksummerki á Bakka eftir snjóflóðið. Suðurgafl hússins stendur á grunni sínum en gríðastórt flóðið hreif aðra útveggi og þak íbúðarhússins með sér tugi metra áður en það stöðvaðist við fjárhúsin. Fannst látinn eftir snjóflóð  Aðkoman hræðileg/34 CAROL Moseley Braun, eina konan í hópi demókrata í Bandaríkjunum sem keppa um að verða forsetaefni, dró sig í hlé í gær og lýsti yfir stuðningi við Howard Dean, fyrrverandi ríkisstjóra Vermont. Forkosningar verða í Iowa á mánudag og hafa keppinautar Deans nú sótt í sig veðrið. John Kerry öldungadeildarþingmað- ur er með 22% stuðning í könn- un Zogby’s sem birt var í gær og er kominn upp fyrir Dean sem hlaut 21%. Fulltrúadeild- arþingmaðurinn Dick Gephardt fékk einnig 21%. Kosið verður í New Hampshire 28. janúar og hefur Wesley Clark bætt mjög stöðuna. Hann fær nú 20% en Dean hefur hrapað niður í 29%. Styður Dean Des Moines, Washington. AFP. Carol Moseley Braun Í leit að lífi – ekki list Morten Harket úr a-ha á röltinu í Reykjavík | Fólk í fréttum 64 Safnarar með sýniþörf Ellefu áráttusafnarar á sýningu í Gerðubergi | Daglegt líf 26 Fólkið í dag MH-ingar setja upp Lísu í Undralandi  Kúltúr og kassagítar  Umdeildur hvítur karlmaður  Hvað gerist eftir miðnætti?  Heimsborgari í London
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.