Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 2

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL NIÐURSKURÐUR Stjórnendum lyflækningasviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem er stærsta svið innan spítalans, hefur verið gert að spara 200 millj- ónir króna á árinu, en þetta er hluti af þeim sparnaðaraðgerðum sem nú standa yfir innan LSH. Niðurskurði á spítalanum og boðuðum uppsögn- um var harðlega mótmælt á fjöl- mennum fundi í gær. Fórst í snjóflóði Ábúandi á bænum Bakka í Ólafs- firði fórst er stórt snjóflóð úr Bakka- hyrnu féll á bæinn síðdegis á þriðju- dag að því er talið er. Hinn látni fannst snemma í gærmorgun. Vegna atburðarins hefur forsætisráðherra skipað rannsóknarnefnd til að rann- saka orsakir og afleiðingar snjó- flóðsins. Aukin spenna í Iowa Nýjar skoðanakannanir í Iowa og New Hampshire í Bandaríkjunum benda til þess að Howard Dean, fyrrverandi ríkisstjóri Vermont, sé að missa flugið. Forkosningar demó- krata í Iowa verða á mánudag en þar er nú öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry kominn upp fyrir Dean og í New Hampshire saxar Wesley Clark, fyrrverandi hershöfðingi, á fylgi Deans sem er þó enn efstur þar. Vitnaleiðslum lokið Vitnaleiðslum yfir Mijailo Mijail- ovic, sem hefur viðurkennt að hafa orðið Önnu Lindh, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, að bana í fyrra, lauk í Stokkhólmi í gær. Vinkona Lindh, Eva Franchell, sem var með henni í búðarferðinni örlagaríku í september, sagðist hafa orðið mjög hrædd þegar Mijailovic ruddist fram hjá henni til að ná til Lindh sem hann stakk með hnífi. Lindh lést daginn eftir af sárum sínum. Kaup innherja gagnrýnd Á vefritum greiningardeildar KB- banka og Íslandsbanka í gær voru gagnrýnd kaup stjórnarmanna og annarra innherja í Eimskipafélaginu á hlutabréfum í félaginu. Y f i r l i t Kynningar – Blaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Viðhorf 38 Viðskipti 12/13 Minningar 38/48 Erlent 16/18 Bréf 52 Höfuðborgin 20 Dagbók 54/55 Akureyri 22 Kirkjustarf 55 Suðurnes 23/24 Íþróttir 56/59 Landið 25 Leikhús 60 Daglegt líf 26/27 Fólk 61/65 Listir 28/29 Bíó 62/65 Umræðan 31/33 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Veður 67 * * * Upphafs- punkturinn er tómið TÍMARIT MORGUNBLAÐSINS FYLGIR MORGUNBLAÐINU Á SUNNUDAG 47 ÁRA karlmaður, Kári Ástvalds- son, fórst er snjóflóð féll á heimili hans að Bakka í Ólafsfirði síðdegis á þriðjudag að því er talið er. Kári var fæddur 11. júlí árið 1956 og lætur eftir sig unnustu og tvö stjúpbörn. Fórst í snjóflóði ANDRI Teitsson, framkvæmda- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Ak- ureyri, tók í gær alla innstæðu fyr- irtækisins út af tékkareikningi númer 5 í Landsbankanum á Akur- eyri og tilkynnti forráðamönnum úti- búsins að KEA væri hætt viðskipt- um við bankann. „Við gerum þetta vegna óánægju með vinnubrögð Landsbankans [við sölu Útgerðarfélags Akureyringa]; að okkur skyldi ekki gefið tækifæri til að fylgja erindi okkar eftir,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið. „Bankinn óskaði eftir því að þeir sem hefðu áhuga á viðræðum [um kaup á fyrirtækinu] sendu inn hugmyndir, við gerðum það en fengum svo ekk- ert svar fyrr en málið var búið.“ KEA hefur að sögn Andra verið í viðskiptum við Landsbanka Íslands frá upphafi. Bæði fyrirtækin voru stofnuð 1886. Alls voru á þriðja hundrað millj- ónir króna varðveittar á tékkareikn- ingi númer 5 í Landsbankanum þar til í gær en þá upphæð færði Andri á reikning í Sparisjóði Norðlendinga um leið og hann færði viðskipti KEA þangað. KEA hættir viðskiptum við Landsbankann Akureyri. Morgunblaðið. FLAGGSKIP færeyska flotans, nýja farþegaferjan Norræna, sem kostaði útgerðina rúmlega 700 milljónir fær- eyskra króna, lenti í gær í dýru óhappi. Ferjan var að koma til Þórs- hafnar frá Seyðisfirði og var á leið að bryggju þegar mikill vindstrengur olli því að skipið rakst á röð skerja við hafnargarð og göt komu á byrð- inginn bakborðsmegin. Rættust hér spár þeirra sem sögðu á sínum tíma að nýi hafnar- garðurinn í Þórshöfn, sem var gerð- ur handa Norrænu, væri ekki á heppilegum stað inni í sjálfri höfn- inni. Menn með sérþekkingu á hlut- unum gerðu ráð fyrir að þetta mikla skip myndi einhvern tíma í slæmu veðri lenda í því að erfitt yrði að stýra því að hafnarbakkanum vegna þess að plássið væri of lítið. Norræna er um 163 metrar að lengd. Erfitt að finna skipasmíðastöð Skipið var ekki komið alla leið inn í höfnina þegar öflugur vindsveipur bar það að skerjunum. Gatið á skip- inu eftir áreksturinn er um tveggja metra langt. Það rakst síðan á annan hafnargarð þegar gerð var ný tilraun til að sigla í höfn og aftur kom gat sömu megin, enn stærra eða um 10 metra langt en ekki er þó alveg ljóst hvernig atburðarásin var. Kári Duurhus, talsmaður Smyril Line, sem gerir út Norrænu, segir að vindhraðinn hafi farið í um 22 metra á sekúndu þegar óhappið varð. Ann- að gatið er við vélarrúm Norrænu og er við sjólínu, talsverður sjór streymdi þar inn í skipið. Skömmu eftir óhappið tókst að lyfta skipssíðunni svo hátt upp að gatið er nú ofansjávar. Slökkviliðs- menn úr Þórshöfn aðstoðuðu við að dæla mestöllum sjónum úr ferjunni, einnig voru dælur skipsins notaðar. En það er nú nær vélarvana. Norræna siglir á milli Danmerk- ur, Noregs, Íslands, Hjaltlands og Færeyja. Um borð voru um 80 manns, farþegunum 25 og 33 skip- verjum var þegar bjargað um borð í lítið, færeyskt áætlunarskip og þeir fluttir í land. Fram kemur í frétta- tilkynningu Smyril Line að fólkið hafi aldrei verið í neinni lífshættu og það hafi fengið gistingu á Hótel Føroyar. Þar var fólkinu boðin að- stoð sálfræðings. Talsmaður útgerðarinnar sagðist ekki geta tjáð sig enn þá um það hve mikið tjónið væri í peningum. „En þetta er að sjálfsögðu mjög slæmt. Við erum nýbyrjaðir á vetraráætl- uninni,“ sagði Duurhus. Haldinn var fundur í gærkvöldi til að ákveða hvar gert yrði við skipið. Það er svo stórt að erfitt getur orðið að finna skipa- smíðastöð sem getur tekið að sér verkið. Ljósmynd/Dimmalætting/Kalmar Tvö göt, tveggja og tíu metra löng, komu á skipið við áreksturinn. Norræna sigldi á sker við Þórshöfn Þórshöfn. Morgunblaðið. TÍU Íslendingar voru meðal far- þega Norrænu þegar skipinu hlekktist á í innsiglingunni í Þórs- höfn. Herdís Hjörleifsdóttir, sem er frá Egilsstöðum, var ein þeirra. Hún segir að ekkert ami að farþeg- um eða áhöfn ferjunnar. „Það sem var verra var ferðin í nótt. Það var ofboðslega mikill veltingur og læti. Það var allt á tjá og tundri um borð. Þegar við komum inn í innsigl- inguna var það mikill hliðarvindur að skipið tók að reka og rakst að- eins stjórnborðsmegin utan í hafn- argarðinn. Þegar verið var að snúa ferjunni við skall hún í tvígang bakborðsmegin utan í og það eru tvö göt á skipinu.“ „Allt á tjá og tundri“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.