Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VÖRUBIFREIÐ var bakkað á há- spennulínur, sem liggja á milli hest- húsahverfa Heimsenda í Kópavogi og Andvara í Garðabæ í gærmorg- un, með þeim afleiðingum að raf- magn fór af Vatnsendabyggð og efri hluta Breiðholts. Óhappið varð kl. 8.45 þegar vörubílstjórinn var að losa farm við svokallaðan tipp og var pallurinn í hæstu stöðu þegar hann rakst á loftlínurnar sem vöfð- ust utan um bílinn. Bílstjóranum varð ekki meint af, hann brást rétt við og hreyfði sig ekki út úr bílnum. Ef hann hefði gert það og stigið fæti á jörðina hefði hann fengið í sig rafstrauminn úr háspennulínunum. Starfsmenn Orkuveitunnar komu fljótlega að, jarðtengdu línurnar og bílstjórinn gat þá stigið út. Rafmagn var að mestu komið á fimmtán mínútum síðar og klukkan hálftíu voru allir komnir með raf- magn aftur eftir öðrum leiðum. Unnið var að viðgerð á háspennulín- unum í gær. Hleðsla getur myndast í dekkjunum Að sögn Benedikts Einarssonar, sem sá um kerfisstjórn hjá Orku- veitunni á meðan á aðgerðum stóð, sá öryggisbúnaður hjá Orkuveitunni um að taka rafmagn af línunni um leið og ekið var á hana. „Þegar hann slær línunni út þá getur hins vegar verið að bíllinn hlaðist upp af því að gúmmídekkin halda hleðslu á bíln- um sjálfum. Ef hann hefði stigið út úr bílnum og haldið við bílinn með fæturna á jörðinni þá hefði getað farið svo að hann hefði brúað á milli og afhlaðið bílinn í gegnum sjálfan sig.“ Bakkaði á háspennulínur Morgunblaðið/Jim Smart Jón vissi nákvæmlega hvernig hann ætti að bregðast við þar sem hann sótti öryggisnámskeið í síðustu viku. JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aðstæður og lífs- kjör aldraðra og koma með tillögur að breyt- ingum á lögum um almannatryggingar, m.a. hvort gefa eigi færi á að fresta töku ellilífeyris eða hætta fyrr störfum. Jón segist í samtali við Morgunblaðið vera jákvæður fyrir því að gefa fólki kost á sveigjanlegum starfslokum. Starfs- hópurinn muni skoða þau mál og önnur er snerta málefni aldraðra. Frumvarp geti jafnvel litið dagsins ljós á komandi vorþingi þar sem mikið efni hafi verið tekið saman um þessi mál í skýrslum og nefndarálitum. „Þetta er auðvitað einstaklingsbundið, sumir vilja gjarnan ljúka sínu ævistarfi fyrr en aðrir vilja vera lengur að. Aðalatriðið er að hver ein- staklingur fái val í þessum efnum. Það er í mín- um huga jákvætt,“ segir Jón Kristjánsson. Skipun starfshópsins er einn liður í samkomu- lagi sem ríkisstjórnin gerði við eldri borgara í nóvember árið 2002. Stjórn Landssambands eldri borgara hefur tilnefnt formann sinn í starfshópinn, Benedikt Davíðsson. Auk hans munu eiga sæti í starfshópnum tveir fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, einn frá fjármálaráðu- neytinu og einn frá Tryggingastofnun ríkisins. Benedikt bendir á í samtali við Morgunblaðið að eitt atriði samkomulagsins hafi gengið út á að breyta lögum um almannatryggingar á ný til samræmis við það hvernig þau voru til ársins 1991, um að heimila fólki að fresta töku ellilíf- eyris til 72 ára aldurs án þess að skerða fjár- hagslegan ávinning af því. Undanfari samkomu- lagsins hafi verið nefndarálit þar sem m.a. hafi verið lagt til að lífeyrisþegi, sem frestaði töku ellilífeyris, fengi álag á lífeyri sem svaraði til 0,5% fyrir hvern mánuð sem lífeyristöku væri frestað fram yfir 67 ára aldur. Benedikt segir að ríkisstjórnin hafi lýst yfir stuðningi við þetta. Fylgst með á Norðurlöndum Hann segir Landssamband eldri borgara hafa fylgst vel með þróun þessara mála á Norð- urlöndum og setið ráðstefnu í Stokkhólmi í haust í því skyni. Þar hafi m.a. gefist tækifæri til að kynnast hugmyndum Norðmanna um að gefa fólki kost á að vinna lengur en til sjötugs, sbr. frétt á forsíðu Morgunblaðsins sl. miðvikudag þar sem sagt var frá áliti nefndar um eftirlauna- kerfið þar í landi. Benedikt er bjartsýnn á að Ís- lendingar verði jafnvel á undan Norðmönnum að koma þessum breytingum á. „Við tökum undir með Tryggva Þór Her- bertssyni hjá Hagfræðistofnun Háskólans að það væri sóun í þjóðfélaginu að moka vel frísku og vinnufæru fólki út af vinnumarkaði eftir kennitölum. Þetta þyrfti að vera heimilt í báðar áttir án einhverra afarkosta í trygginga- greiðslum, þannig að fólk geti einnig hætt fyrr að vinna, óski það þess. Við viljum skoða þetta frá báðum hliðum en þó sérstaklega að heimila fólki, sem hefur til þess möguleika og heilsu, að fá ávinning af því að vinna lengur,“ segir Bene- dikt. Starfshópur skipaður til að koma með tillögu um sveigjanleg starfslok Ráðherra tekur jákvætt í málið JÓN V. Sigurðsson, vörubílstjóri hjá Klæðningu ehf., hafði rétt lokið við að sturta bílfarmi af jarðvegs- úrgangi úr Vatnsendahverfinu, milli hesthúsahverfa Andvara og Heims- enda, og var með pallinn í hæstu stöðu þegar honum varð á að aka af stað með þeim afleiðingum að há- spennulínurnar festust milli vagns- ins og bílsins. Kolsvartamyrkur var þegar óhappið varð. „Mér brá auðvitað alveg rosalega, það kom svakalegur blossi sem lýsti upp allt svæðið. Ég þorði auðvitað ekki að fara út úr bílnum enda var hann háspennurafmagnaður. Ég hringdi í verkstjórann og sagði hon- um frá þessu og þeir hringdu í Orku- veitumenn sem komu á staðinn.“ Jón segir línurnar liggja tiltölulega lágt á þessu svæði. Það var Jóni til happs að hann vissi upp á hár hvernig átti að bregð- ast við þar sem hann sótti í síðustu viku námskeið þar sem farið var yfir öryggisatriði, meðal annars um að menn skyldu bíða rólegir í bílunum ef ekið væri á háspennulínur. 20–25 mínútur liðu frá því atvikið átti sér stað þar til búið var að jarð- tengja línurnar og Jón gat stigið út úr bílnum. „Kom svaka- legur blossi sem lýsti upp svæðið“ BANDARÍSKIR sérfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sprengjurnar, sem íslenskir sprengjuleitarmenn fundu í Írak um síðustu helgi, innihaldi ekki sinneps- gas eins og fyrstu mælingar bentu til. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir þessar fregnir sýna að mælingar stangist á. Brýnt sé að fá niðurstöðu um hvers konar vopn eru á ferðinni Í upphafi hafi tvær danskar og tvær breskar mælingar sýnt að sinn- epsgas hafi verið í þessum sprengj- um. Bandarískir sérfræðingar hafi gert nánari rannsóknir og komist að annarri niðurstöðu. Vopnin hafa verið send til Bandaríkjanna til enn frekari rannsóknar. „Bandaríkjamenn hafa ekki séð vopn sem þessi áður. Þess vegna vakna ýmsar spurningar um þetta mál. Ef ekki er hér um sinn- epsgas að ræða, þrátt fyrir mælingar Dana og Breta, þá eru mælitæki þeirra gagnslaus. Þar af leiðandi verður að endurskoða þær starfsað- ferðir sem notaðar eru til að leita að þessum vopnum. Leiða þarf sannleik- ann í ljós,“ segir Halldór. Hann minn- ir á að Bandaríkjamenn hafi hrósað íslensku sprengjusérfræðingum, þeir hafi brugðist rétt við. Brýnt að fá niðurstöðu Utanríkisráðherra um vopnafundinn LISTASAFN Reykjavíkur undirrit- aði í gærkvöld samkomulag við Björgólf Thor Björgólfsson og Sam- son eignarhaldsfélag um fjárstuðning við safnið vegna uppsetningar á sýn- ingu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem standa mun yfir í Hafnarhúsinu frá 17. janúar til 14. mars á þessu ári. Styrkupphæðin skiptir milljónum og nemur um þriðjungi kostnaðar við uppsetningu sýningarinnar, sem verður sú kostnaðarsamasta sem safnið hefur sett upp. Eiríkur Þorláksson, forstöðumað- ur listasafnsins, segir stuðning Björgólfs Thors án nokkurs vafa einn stærsta styrk einkaðila til einstaks menningarverkefnis hér á landi. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá nýja kynslóð kaupsýslumanna í vaxandi mæli taka forystuna í stuðningi við lista- og menningarlíf á Íslandi í upp- hafi nýrrar aldar,“ segir Eiríkur. Björgólfur Thor segist glaður styðja við sýningu Ólafs á Íslandi. „Það er ljóst að Ólafur er einn af at- hyglisverðustu listamönnum samtím- ans og því mikilvægt fyrir okkur Ís- lendinga að sjá hverju við getum áorkað úti í hinum stóra heimi.“ Stærsti styrkur einkaaðila Morgunblaðið/Jim Smart AIR Atlanta Europe, dótturfélag Air Atlanta í Bretlandi, hefur fengið leyfi til þess að fljúga á eigin flug- rekstrarleyfi milli Bretlands og Norður-Ameríku. Segir í fréttatilkynningu að þetta sé afar mikilvægur áfangi fyrir fé- lagið sem nú geti flogið undir eigin merkjum á þessari flugleið. Jafn- framt muni leyfið auka sveigjanleika í rekstri Air Atlanta Europe sem og móðurfélagsins. Air Atlanta Europe fær bandarískt flugleyfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.