Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þorrinn er hafinn hjá okkur Úrvals hefðbundinn þorramatur ásamt súrum hval og skötustöppu Sendum hvert á land sem er Gerum tilboð í veisluna ykkar Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44, Reykjavík, sími 551 2783 Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, sími 564 2783 Verkun, sími 562 2738 Netfang: svalbardi@isl.is „VIÐ stöndum að fullu leyti við könnunina,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, um viðbrögð Samtaka af- urðastöðva við könnun á ostaverði í fimm lönd- um Evrópu. „Ég skil ekki hvað þeir eru að fara,“ segir Jóhannes. „Það er almennt við- tekið í samanburði á verði milli landa að taka út virðisaukaskatt, sem er breytilegur. Við gerð- um það og höfum alltaf gert. Við höfum aldrei verið gagnrýndir fyrir það. Þeir velja hins veg- ar að leggja áherslu á verðsamanburðinn með virðisaukaskatti, vegna þess að hann er á ost- um 25% í Danmörku en 14% hér. Þannig að ef einhverjir eru að setja eitthvað villandi fram eru það ekki Neytendasamtökin.“ Jóhannes segir að Neytendasamtökin hafi hvergi sagt, eins og haldið er fram í yfirlýsingu frá Samtökum afurðastöðva, að ostur væri 100–200% dýrari hér en í Danmörku. „Við sögðum að það væri algengt að það væri 100– 200% munur á verði hér og í viðmiðundarlönd- unum sem voru Danmörk, Holland, Belgía og Frakkland.“ Jóhannes sagði því að könnunin stæði ná- kvæmlega eins og hún hefur verið birt. „Það hefur ekkert verið hrakið, ekki eitt einasta at- riði, í þessari könnun né heldur í þeim skrifum sem Neytendasamtökin létu fylgja með þess- ari könnun. Þannig að við stöndum fyllilega við hana.“ „Stöndum fyllilega við könnunina“ HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tæplega 17 ára pilt í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn jafnöldru sinni. Atvikið átti sér stað fyrir tæpum tveim ár- um þegar ákærði var 15 ára og fór ásamt tveimur 14 ára piltum og stúlkunni heim til eins þeirra, að sögn piltanna til þess að fara í hópkynlíf með stúlkunni. Stúlkan bar að hún hefði staðfastlega neitað að taka þátt í slíkum athöfnum, en þrátt fyrir það hafi ákærði og annar piltur haft við hana samfarir gegn vilja hennar. Hafi hún ekki get- að spornað við sökum áfengisneyslu og vanlíð- unar. Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki væri sannað að ákærði hefði gerst sekur um nauðgun en að sýnt hefði verið fram á að hann hefði komið fram vilja sínum með ólög- mætri nauðung. Auk fangelsisdómsins var ákærði dæmdur til að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigubjörnsson, Garðar Gíslason, Guð- rún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Í NÝRRI þjóðhagsspá fjármála- ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði um 3% á þessu ári og að hann verði fyrst og fremst bor- inn uppi af einkageiranum. Spáir 2,5% verðbólgu í ár Ráðuneytið spáir því að verðbólg- an verði 2,5% í ár en tekið er fram að niðurstaða kjarasamninga og geng- isþróun krónunnar muni ráða miklu um verðlagsþróun, bæði í ár og á næsta ári. Ekki er gengið út frá stækkun Norðuráls í þessari spá. Vegna aukinna stóriðjuframkvæmda og vaxandi þjóðarútgjalda stefnir óhjákvæmilega í aukinn viðskipta- halla, segir í Vefriti fjármálaráðu- neytisins. Árið 2005 verður hagvöxturinn um 3,5% og viðskiptahallinn mun halda áfram að aukast að mati sérfræðinga fjármálaráðuneytisins. Stöðugleik- inn í verðlagsmálum eigi þó að geta haldist verði launahækkanir hófleg- ar og að því gefnu er reiknað með að verðbólgan verði í kringum 2,5%. Hagvöxtur ykist um 0,5% með tvöföldun Norðuráls Verði af tvöföldun framleiðslugetu Norðuráls myndi það hafa þau áhrif að hagvöxtur yrði 0,5% meiri árin 2004 og 2005 en að öðru óbreyttu má gera ráð fyrir að verðbólga og við- skiptahalli myndi aukast samhliða stækkun Norðuráls, segir í Vefrit- inu. Ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytis Verðlagsþróun veltur á niðurstöðu kjaraviðræðna ÞRJÁR trillur sukku í höfninni á Skagaströnd í fyrrinótt og hafa fimm trillur því sokkið í höfninni í illviðrinu frá því aðfaranótt þriðju- dags. Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveit- inni Strönd reyndu árangurslítið að dæla sjó úr bátunum og moka upp úr þeim snjó en veð- urofsinn og fannfergið var slíkt að ekkert dugði til að halda þeim á floti. Þegar björgunarsveitarmenn fóru til síns heima kl. 2 aðfaranótt fimmtudags voru bát- arnir á floti en í býtið morguninn eftir kom í ljós að þrír þeirra höfðu sokkið. Um nóttina kólnaði nokkuð og er sennilegt að ísing hafi hlaðist á bátana í enn meira magni en áður með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn Magnúsar Ólafssonar, verkstjóra í áhaldahúsi bæjarins og hafnarvarðar, voru ellefu bátar í höfninni þegar veðrið skall á. Ekki átti að reyna að ná bátunum upp úr höfninni í dag vegna ófærðar. Fólk mokað út úr húsum Á miðvikudagskvöld féll þak undan snjó- þunga á hluta vélaverkstæðis Karls Berndsen á Skagaströnd. Þrír eða fjórir bílar urðu undir þakinu og eru þeir mikið skemmdir. Einnig voru innandyra ýmis tæki og tól. Til marks um hve fannfergið var mikið var nánast enginn snjór á þakinu um þrjúleytið þegar björgunar- sveitarmenn áttu leið framhjá húsinu en klukk- an 11 um kvöldið var þakið hrunið. Þá hafa björgunarsveitarmenn haft í nógu að snúast við að moka fólk út úr húsum en flestir íbúar á svæðinu hafa lítið komist út und- ir bert loft undanfarna daga. Skólahald féll niður í Höfðaskóla í tvo daga vegna illviðris og ófærðar í bænum en nokkur ár munu vera síðan þurft hefur að fella niður skólahald tvo daga í röð af þessum sökum. Engin slys urðu á fólki í óveðrinu sem nú er í rénun og eru samgöngur og mannlíf óðum að komast í rétt horf. Sem dæmi var löngu orðið mjólkur- og brauðlaust í verslun á staðnum og dagblöð höfðu ekki borist frá því á sunnudag. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Þrátt fyrir mikla vinnu björgunarsveitarmanna tókst ekki að bjarga þessum þremur bátum í höfninni. Tveir bátar til viðbótar sukku í höfninni aðfaranótt þriðjudags. Hluti þaksins á Vélaverkstæði Karls Berndsen féll niður undan snóþunga eins og sjá má á innfelldu myndinni. Fimm trillur sukku í Skagastrandarhöfn ♦♦♦ BJÖRGUNARSVEITARMENN á Árskógsströnd fengu beiðni um að- stoð um kl. 8 í gærmorgun þegar þeir voru að koma til baka frá björg- unaraðgerðum vegna snjóflóðsins við bæinn Bakka í Ólafsfirði. Trilla hafði slitnað af legufærum á Hauga- nesi og rak upp í fjöru. Björgunar- sveitarmenn gátu með aðstoð hjóla- skóflu dregið trilluna upp í sandfjöru og komið þar í veg fyrir frekara tjón. Björguðu trillu BRESKUR karlmaður var handtek- inn við við komuna til Minneapolis í Bandaríkjunum á þriðjudag en þang- að kom hann með flugvél Icelandair. Maðurinn er sagður hafa farið frá Bretlandi til Bandaríkjanna í gegnum Ísland. Að sögn dagblaðsins Scots- man leikur grunur á að erindi manns- ins til Bandaríkjanna hafi verið að beita 6 ára gamla stúlku kynferðis- legu ofbeldi. Níðingur fór um Ísland ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.