Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 9
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00.
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Ullarkápur og úlpur
á stórútsölu
Bankastræti 14, sími 552 1555
Útsala 30-70% afsl.
Nýjar peysur 10% afsl.
MUNIÐ
ÆGISKLÚBBFÉLAGAR, munið þorrablótið
á Gullöldinni 31. janúar. Miðaverð aðeins kr. 2.900.
Tryggið ykkur miða fyrir 22. janúar á netfanginu
gullold@islandia.is eða í síma 822 5299 og 822 2158.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Nánari upplýsingar á http://www.seglagerdin.is
Verið velkomin
Glæsibæ – Sími 562 5110
Útsala í fullum gangi
Allt að 80% afsláttur
VANDAMÁLIÐ við reglur sem eiga
að koma í veg fyrir ólöglegt samráð
og einokun er að þær koma oft í veg
fyrir aukna samkeppni og hefta
framgang viðskiptalífsins. Þetta
kom m.a. fram í framsöguerindi Sig-
þrúðar Ármann sem starfar hjá
Verslunarráði Íslands, á hádegis-
verðarfundi Heimdallar í gær sem
var undir yfirskriftinni: Frjáls mark-
aður – án undantekninga – hvers
vegna engin ástæða er til að setja lög
um hringamyndun eða eignarhald á
fjölmiðlum. Auk Sigþrúðar var Hall-
dór Karl Högnason, stjórnarmaður í
Sambandi ungra sjálfstæðismanna,
með framsöguerindi.
„Besta leiðin til að koma í veg fyrir
að fyrirtæki misnoti markaðsráðandi
stöðu er að tryggja aðgengi nýrra
aðila inn á markaðinn,“ sagði Sig-
þrúður og bætti við að lykilatriði
væri að markaðurinn hér á landi
væri opinn. „Til að geta staðið undir
auknum kröfum um bætt lífskjör
verðum við að bæta samkeppnis-
stöðu íslensk atvinnulífs.“
Sigþrúður sagði að aldrei fyrr
hefðu fleiri fyrirtæki haft fjármagn
til efnahagslegra framkvæmda hér á
landi. „Það getur verið vafasamt fyr-
ir fámenna þjóð að taka löggjöf
stórra þjóða til fyrirmyndar. Við
þurfum að huga að sérstöðu okkar.“
Sigþrúður benti á að eftirlitsstarf-
semi hins opinbera væri þegar til
staðar, t.d. í samkeppnislögum. „Það
er undirstöðu atriði í samkeppnislög-
gjöf að hún á fyrst og fremst að leita
eftir að skapa forsendur fyrir sam-
keppni á markaði. Löggjöfin á
hvorki að velja einhverja til að vegna
betur eða refsa þeim sem ná ár-
angri.“ Sagði hún að löggjöfin mætti
ekki hamla samruna sem leiddi til
aukinnar hagkvæmni og lækkunar á
kostnaði í atvinnulífinu sem oft skil-
aði sér til viðskiptavinanna. „Allt eft-
irlit miðar að því að vernda einhverja
hagsmuni, yfirleitt hagsmuni neyt-
enda. Neytendurnir sjálfir eru án efa
kröfuhörðustu eftirlitsaðilarnir.“
Val einstaklinga sér til
þess að breytingar verði
„Hvað eiga Kveldúlfur, Hagkaup,
Samband íslenskra samvinnufélaga
og hinn svokallaði kolkrabbi sameig-
inlegt?“ spurði Halldór Karl Högna-
son, stjórnarmaður í SUS, í upphafi
erindis síns um eignarhald á fjöl-
miðlum. „Jú, allt voru þetta fyrir-
tæki sem á einhverjum tímapunkti
náðu gríðarlegri markaðshlutdeild á
sínu sviði. Öll voru þau á einhverjum
tíma talin ósigrandi [...] Með öðrum
orðum þá hafa á Íslandi risið upp við-
skiptablokkir sem virðast óhaggan-
legar, öllu ráða og allt eiga. Undan-
tekningalaust hafa þær hins vegar
þurft að víkja fyrir nýjum aðilum
fyrr eða síðar. Þar þurfti hvorki að
koma til lagasetningar af hálfu rík-
isins um eignarhald eða vopnaðar
byltingar. Val einstaklinga á frjáls-
um markaði sá til þess að breytingar
urðu.“
Sagði Halldór að margir teldu
Fréttablaðið og DV, sem eru í eigu
sama aðila, minna á gömlu flokks-
blöðin. Hann benti á að það hefði
verið mikið áhyggjuefni ef blöðin tvö
hefðu orðið gjaldþrota eins og allt
stefndi í á sínum tíma. „Það er út af
fyrir sig ánægjulegt að einkaaðilar
séu yfir höfuð reiðubúnir í rekstur
ljósvakamiðla í samkeppni við hið
opinbera,“ sagði hann um söluna á
Norðurljósum.
Ekki hægt að einoka upplýs-
ingar í frjálsu samfélagi
Halldór benti auk þess á að ekki
væri hægt að einoka upplýsingar í
frjálsu samfélagi. „Fréttaflutningur
er eins og hver önnur þjónusta. Ef
fréttir eru sagðar með hlutdrægum
hætti eða reynast einfaldlega rangar
er þjónustan slök. Fréttamiðill sem
ekki veitir góða og heiðarlega frétta-
þjónustu uppfyllir ekki kröfur fólks
og með því myndast eftirspurn eftir
vandaðri miðli.“
Sagði Halldór að þótt staðan á
fjölmiðlamarkaði væri um margt
óvenjuleg væri nú sem endranær
hægt að treysta á frjálst val einstak-
linganna í landinu.
Rætt um hringamyndun og eignarhald á fjölmiðlum
Morgunblaðið/Þorkell
Fundargestir hlýða á framsöguerindi á fundi Heimdallar í Iðnó.
Neytendur kröfuhörð-
ustu eftirlitsaðilarnir
SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, segir að ágreiningur sé milli
Starfsmannafélagsins og Reykjavík-
urborgar um túlkun á kjarasamn-
ingi félagsins. Félagið vilji að
ákvæði samningsins um hæfnislaun
komi þegar í stað til framkvæmda
en borgin sé ekki tilbúin til þess.
Sjöfn segir að gríðarleg óánægja sé
innan félagsins með þær tafir sem
orðið hafi á framkvæmd kjarasamn-
ingsins og menn séu að missa þol-
inmæðina.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins spurði Þór-
ólf Árnason, borgarstjóra, um stöðu
þessara mála á fundi borgarstjórnar
í gær. Borgarstjóri sagði alvarlega
stöðu komna upp í þessu máli og
dráttur hafi orðið á lausn þess þar
sem það sé mun yfirgripsmeira en
fyrirséð var í byrjun. „Ég tel að
málið sé í þeim eðlilega farvegi sem
það á að vera í en tek undir að þetta
er hugsanlega farið að skaða mjög
Reykjavíkurborg og starfsanda hjá
okkar starfsmönnum. Og það er
mjög miður,“ sagði Þórólfur og þá
sé markmið kjarasamningsins farið
að snúast upp í andhverfu sína.
Endurmeta stöðuna
Ákvæði kjarasamnings Starfs-
mannafélagsins og Reykjavíkur-
borgar, sem gerður var í ársbyrjun
2001, um starfsmat, átti að koma til
framkvæmda 1. desember 2002.
Vinna við starfsmatið reyndist hins
vegar umfangsmeiri og tímafrekari
en upphaflega var áætlað. Þegar
ljóst varð að ekki reyndist mögulegt
að ljúka starfsmatinu fyrir þann
tíma sem samningurinn gerir ráð
fyrir, varð um það samkomulag,
sem undirritað var í lok nóv. 2003,
að fresta launatengingu starfsmats-
ins og setja endurnýjaðan kraft í
vinnu við matið til að ljúka því fyrir
haustmánuði 2003. Að þessu sam-
komulagi við Reykjavíkurborg
stóðu, auk Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, Efling stéttar-
félag og Kjarafélag tæknifræðinga,
en öll eru þessi félög með sambæri-
legan kjarasamning við borgina.
Sjöfn segir að formenn framan-
greindra stéttarfélaga hafi gengið á
fund borgarstjóra fyrir jól með er-
indi þar sem settar eru fram hug-
myndir eða tillögur um hvernig
megi bæta félagsmönnum þær tafir
sem orðnar eru á framkvæmd kjara-
samningsins.
Hún segir að félagið líti svo á að
ákvæði kjarasamningsins um svo-
kölluð hæfnislaun, sem m.a. byggj-
ast á starfsaldri og þátttöku starfs-
manns í símenntun, skuli þegar
koma til framkvæmda þó starfsmati
sé ekki lokið. Við gerð kjarasamn-
ingsins hafi ekki verið rætt um, að
ákvæði um starfsmat og hæfnislaun
séu algjörlega samtengd.
Gildistökuákvæði samningsins
gera ráð fyrir að allir þessir þættir
tækju gildi samtímis og vissulega
hefði verið betra ef hægt hafi verið
að halda sig við það. Menn verði að
endurmeta stöðuna og hefja
greiðslu hæfnislauna þegar í stað.
Starfsmannafélag Reykjavíkur og borgaryfirvöld
Óánægja með fram-
kvæmd kjarasamnings
PÓST- og fjarskiptastofnun hefur
ákveðið að frá og með 1. október
nk. verði notendum heimilt að
skipta um þjónustuveitanda í far-
símaþjónustu án þess að þurfa að
skipta um númer eins og verið
hefur fram að þessu.
„Sú takmörkun að þurfa að fá
nýtt númer þegar skipt er um
þjónustuveitanda er samkeppnis-
hindrun auk þess sem breytingum
á númeri fylgir oft kostnaður, sér-
staklega hjá fyrirtækjum. Í þeim
löndum þar sem opnað hefur verið
fyrir þennan möguleika hefur
samkeppni aukist í kjölfarið og má
búast við svipuðum viðbrögðum
hér á landi,“ segir m.a. í frétta-
tilkynningu frá Póst- og fjar-
skiptastofnun.
Frá september 2000 hafa sím-
notendur í fastanetsþjónustu get-
að flutt númer sín á milli þegar
skipt er um þjónustuveitanda og
ef notendur hafa flutt aðsetur sitt
á milli svæða eða landshluta.
Flytja má farsíma-
númer eftir 1. október