Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FUNDUR starfsmanna og trúnað-
armanna þeirra stéttarfélaga sem
starfa á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi samþykkti síðdegis í gær
ályktun þar sem niðurskurði á þjón-
ustu og uppsögnum innan heilbrigð-
isþjónustunnar er harðlega mót-
mælt. Er í ályktuninni varað við
afleiðingum þessara aðgerða til
lengri og skemmri tíma. „Fyrirhug-
aðar fjöldauppsagnir á stærsta
sjúkrahúsi landsins munu óhjá-
kvæmilega bitna illilega á sjúkling-
um auk þess sem þetta mun hafa
þær afleiðingar í för með sér að þjón-
usta sem veitt hefur verið á vegum
sjúkrahússins verður flutt út fyrir
veggi þess,“ segir í ályktuninni.
Beindi fundurinn þeim eindregnu til-
mælum til ríkisstjórnarinnar að taka
þegar í stað til endurskoðunar fyrri
ákvörðun um fjárveitingar til LSH.
„Núverandi ákvörðun mun valda
þjóðinni óbætanlegum skaða.“
Á annað hundrað manns; starfs-
menn LSH og trúnaðarmenn þeirra
sóttu fundinn, sem haldinn var í
mötuneyti sjúkrahússins við Hring-
braut. Á fundinum voru einnig for-
ystumenn stéttarfélaganna Alþýðu-
sambands Íslands, Bandalags
háskólamanna, Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og Læknafélags
Íslands. Einar Oddsson, formaður
starfsmannaráðs LSH, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið eftir fundinn
að starfsmenn sjúkrahússins fyndu
fyrir miklu óöryggi vegna boðaðra
fjöldauppsagna. Aðrir þeir fundar-
menn sem Morgunblaðið ræddi við
voru sama sinnis; þeir sögðu starfs-
menn bæði óörugga og reiða. Enn
væri óljóst hvar uppsagnirnar myndi
bera niður og þá hefðu margir á til-
finningunni að uppsagnirnar yrðu
handahófskenndar og ekki í sam-
ræmi við neina framtíðarstefnumót-
un.
Í ályktun fundarins segir að boð-
aðar fjöldauppsagnir undirstriki enn
og aftur mikilvægi þess að hafist
verði handa um heildarskoðun á heil-
brigðiskerfinu, sem m.a. miði að því
að endurskoða og skýra verkaskipt-
ingu milli heilsugæslunnar, sjúkra-
húsanna og sérfræðilækna. „Land-
spítali háskólasjúkrahús er stærsta
og tæknivæddasta sjúkrahús lands-
ins. Með stórfelldum kröfum um nið-
urskurð gerir ríkisstjórnin því aðför
að hátækni heilbrigðisþjónustu
landsmanna. Það ber vott um
skammsýni. Uppbygging þróaðs há-
tæknisjúkrahúss byggist á margra
ára starfi færustu sérfræðinga og
annars starfsfólks. Uppbyggingar-
starfið er erfitt en eyðileggingin auð-
veld.“
Stefna verði mörkuð
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
varaforseti ASÍ, sagðist harma yfir-
vofandi uppsagnir og ítrekaði þá
skoðun ASÍ að í stað uppsagna þyrfti
að endurskoða verkaskiptinguna
milli heilsugæslunnar, sjúkrahús-
anna og sérgreinalækna. „Handa-
hófskenndar aðgerðir eins og þær að
segja upp 200 starfsmönnum á þessu
sjúkrahúsi breyta litlu í þeim vanda
sem við búum við.“
Halldóra Friðjónsdóttir, formaður
BHM, sagði að fresta ætti uppsögn-
unum í bili, því menn ættu að komast
að einhverri niðurstöðu varðandi
framtíðina „áður en þeir færu
ómarkvisst að segja upp fólki“. Hún
tók fram að uppsagnirnar miðuðust
við um 200 ársverk en það þýddi að
fleiri yrði sagt upp; jafnvel hátt í 300
manns.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, sagði að félagið myndi ekki
horfa aðgerðalaust á þá aðför sem nú
væri gerð að sjúkrahúsinu. „Við er-
um reiðubúin að taka þátt í öllu starfi
sem snýr að skynsamlegri ráðstöfun
fjármuna.Við viljum svo sannarlega
að ráðdeild sé sýnd en stjórnendur
þurfa jafnframt að sýna sanngirni og
framkvæma af yfirvegun.“ Skoraði
hann á ríkisstjórnina að sýna þann
„manndóm að endurskoða ákvarðan-
ir sínar nú þegar fram kæmi hve al-
varlegar afleiðingar þær hefðu í för
með sér“.
Að lokum sagði Jón Snædal, vara-
formaður Læknafélags Íslands, að
stjórnendur sjúkrahússins og stjórn-
völd hlytu að þurfa að tala saman.
„Það er ekki boðlegt annað en að
þessir aðilar ræði saman, marki
stefnu og spyrji okkur – þannig að
eitthvert vit verði í þeirri stefnu.“
Á annað hundrað starfsmenn LSH komu saman á fundi í gær vegna fjöldauppsagna
Óöruggir og reiðir
Morgunblaðið/Eggert
Fjölmenni var á fundi starfsmanna og trúnaðarmanna þeirra stéttarfélaga sem starfa á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi í gær þar sem samþykkt var ályktun þar sem niðurskurði á þjónustu og uppsögnum innan heilbrigð-
isþjónustunnar er harðlega mótmælt og varað við afleiðingum þessara aðgerða til lengri og skemmri tíma.
EYDÍS Sveinbjarnardóttir, sviðs-
stjóri hjúkrunargeðsviðs Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss, LSH, segir
að komi til lokunar á Arnarholti,
heimili fyrir geðsjúka, verði reynt að
koma vistmönnunum fyrir á stöðum
sem henti þeim best. „Við munum
skoða hvern einstakling með tilliti til
hans þarfa,“ útskýrir hún en um 40
vistmenn eru á Arnarholti. Björn
Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í
Reykjavík, segir að með lokun Arn-
arholts sé verið að vísa vandanum
annað. „Ef heilbrigðiskerfið er að
spara með því að draga saman seglin
á einu sviði hlýtur það að lenda á
öðrum að leysa vandann,“ segir
hann. „Fólk verður ekki heilbrigt
þótt stofnanir séu lagðar niður.“
Eydís bendir á, í samtali við
Morgunblaðið, að Arnarholt hafi
upphaflega verið hugsað sem end-
urhæfingardeild fyrir geðsjúka en
þrátt fyrir það hafi margir vistmenn
búið þar í fjöldamörg ár. „Spítali á
ekki að vera heimili fólks til margra
ára,“ segir hún og telur tímabært að
hugað verði að viðeigandi búsetuúr-
ræði fyrir geðsjúka. Það eigi þó að
gera í samráði við sjúkrahúsið.
Björn Sigurbjörnsson segir að
svæðisskrifstofan sé vissulega tilbú-
in til að gera allt sem í hennar valdi
standi til að koma til móts við þá ein-
staklinga sem þurfi á búsetu að
halda. Hann segir að það þurfi þó að
gera í samstarfi heilbrigðisráðu-
neytisins og félagsmálaráðu-
neytisins, þar sem svæðisskrifstofur
fatlaðra heyri beint undir félags-
málaráðherra. „Við erum tilbúin til
að fara í samstarf og skoða hvernig
hægt er að hjálpa þessum ein-
staklingum. En til þess þurfum við
fjármagn.“ Hann bendir á að enn
séu langir biðlistar hjá svæð-
isskrifstofunni í Reykjavík eftir bú-
setu.
Hugsanleg lokun
Arnarholts
Vandanum
vísað annað
SVEINN Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að
félagið viti til þess að aðstandendur
og vistmenn á Arnarholti, sem er
heimili fyrir geðsjúka, séu orðnir
mjög óöryggir vegna hugmynda
stjórnenda Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss um að loka heimilinu.
„Við erum í sjálfu sér ekki á móti
breytingum í hagræðingarskyni en
við höfum áhyggjur af því hvað verð-
ur um þá einstaklinga sem eru á
Arnarholti,“ útskýrir hann.
Sveinn bendir á að haft hafi verið
eftir Eydísi Sveinbjarnardóttur,
sviðsstjóra hjúkrunargeðssviðs
LSH, í Morgunblaðinu á miðvikudag
að óvíst væri hvort segja þyrfti upp
starfsfólki í Arnarholti verði af lokun
heimilisins. „En ég spyr á móti verð-
ur geðsjúkum sagt upp?“ segir hann
og ítrekar að það verði að taka tillit
til þeirra einstaklinga sem búa á
Arnarholti. Hann leggur þó áherslu
á að ekki sé ekki búið að taka end-
anlega ákvörðun um að loka heim-
ilinu. Í því sambandi vísar hann til
yfirlýsinga Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra. „Ráðherra hefur
sagt að Arnarholti verði ekki lokað.“
Sveinn vekur að lokum athygli á
þeim orðum Eydísar í Morg-
unblaðinu á miðvikudag að starfs-
mannavelta á geðsviðinu sé hröð.
Hann segir að sú staðreynd sé
áhyggjuefni út af fyrir sig. „Af-
hverju er starfsmannaveltan svona
mikil? Er það vegna þess að vinnu-
aðstaðan er bágborin? Ef svo er
kann það ekki góðri lukku að stýra
fyrir skjólstæðinga geðsviðsins.“
Sveinn Magnússon
hjá Geðhjálp
Verður geð-
sjúkum
sagt upp?
IÐNFYRIRTÆKI innan Samtaka
iðnaðarins áætla að á næstu þrem-
ur árum sé þörf fyrir 2.252 nýja
starfsmenn með iðn- eða starfs-
menntun og 1.292 nýja starfsmenn
með háskólamenntun, þar af 771
með raungreina-, tækni- eða verk-
fræðimenntun. Þetta kemur fram í
nýrri könnun sem IMG Gallup
gerði fyrir Samtök iðnaðarins á
þörf fyrir atvinnutengda menntun í
iðnfyrirtækjum innan samtakanna.
Niðurstöður könnunarinnar voru
kynntar á Menntadegi iðnaðarins í
gær.
Samkvæmt könnuninni er mest
þörf fyrir nýja starfsmenn með
menntun í málmiðnaði eða um 1.049
næstu þrjú árin. Þörf er á 598 nýj-
um starfsmönnum með menntun í
byggingariðnaði, 299 með menntun
í rafiðnaði og 117 nýja starfsmenn
með menntun í matvælaiðnaði.
„Þörf fyrirtækjanna okkar fyrir
aukna iðnmenntun og raungreina-
menntun á háskólastigi er viðvar-
andi,“ segir Ingi Bogi Bogason hjá
Samtökum iðnaðarins.
Nauðsynlegt að fjölga ungu
fólki í verk- og tæknigreinum
„Samtökin hafa undanfarin miss-
eri bent á nauðsyn þess að fjölga
ungu fólk í verk- og tæknigreinum.
Iðnaðurinn hefur verið í viðvarandi
þörf fyrir iðnmenntaða, verkfræð-
inga og tæknifræðinga. Þessi könn-
un staðfestir að hér er um alvöru-
mál að ræða.“ Ingi Bogi segir að
þörfin fyrir starfsfólk í geiranum sé
töluvert umfram þann fjölda sem
verið er að útskrifa núna úr þessum
greinum. „Það þarf átak og ásetn-
ing til að fjölga í þessum greinum.
Við höfum verið að beita okkur í
þessu máli. Við höfum t.d. beitt
okkur fyrir því að fyrirkomulag
vinnustaðakennslu verði gert nú-
tímalegra og að það sé litið á fyr-
irtæki sem kennslufyrirtæki. Það er
lagt á herðar fyrirtækjanna að
sinna vinnustaðakennslunni en það
eru hvorki gerðar skýrar kröfur af
hálfu stjórnvalda til þeirra né fá
þau greitt fyrir að sinna þessu hlut-
verki. Þessu viljum við breyta.“
44,8% þeirra fyrirtækja sem tóku
þátt í könnuninni eru nú með nema
í starfsþjálfun og 25,4% hafa auk
þess verið með nema á sl. fimm ár-
um.
Tæplega 45% forsvarsmanna fyr-
irtækjanna telja mikla þörf á end-
ur- og símenntun en tæplega 20%
telja hana litla.
Könnunin var framkvæmd dag-
ana 5. desember -12. janúar og tóku
400 fyrirtæki úr félagaskrá Sam-
taka iðnaðarins þátt í henni. Valin
voru 200 fyrirtæki af 300 stærstu
fyrirtækjunum innan samtakanna
og 200 af öðrum fyrirtækjum, þó
ekki einyrkjar. Svarhlutfall var
71,3%.
Vantar 2.252 iðnmenntaða
starfsmenn næstu þrjú árin
!"#$
%&'(()
*
*
*
* Morgunblaðið/Eggert
Niðurstöður könnunar á menntunarþörf fyrirtækja innan Samtaka iðn-
aðarins voru kynntar á Menntunardegi iðnaðarins.