Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 12

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 12
ÚR VERINU 12 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EIN stærsta sameining sjávarút- vegsfyrirtækja á Vestfjörðum varð í árslok 1996 þegar fjögur fyrirtæki á Ísafirði og Þingeyri; Togaraútgerð Ísafjarðar, rækjuverksmiðjurnar Básafell og Ritur og útgerðarfélagið Sléttanes sameinuðust undir nafni Básafells hf. Í upphafi ársins 1997 bættust tvö fyrirtæki í hópinn, Kambur hf. á Flateyri og Hraðfrysti- húsið Norðurtanginn hf. á Ísafirði. Hið sameinaða fyrirtæki var með kvóta upp á tæp 14.000 þorskígildi og var nærri helmingur heildarkvótans í rækju. Básafell var þannig með stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, gerði út vel útbúinn skipa- flota, rak fullkomna saltfiskvinnslu á Flateyri, rækjuverksmiðju á Ísafirði og frystingu á Suðureyri. Fyrirtækin sem á sínum tíma mynduðu Básafell gerðu samtals út 10 skip, þau Guðmund Péturs ÍS, Hafrafell ÍS, Pál Jónsson ÍS, Gylli ÍS, Jónínu ÍS, Jóhannes Ívar ÍS, Styrmi ÍS og frystiskipin Sléttanes ÍS, Skutul ÍS og Orra ÍS. Erfiðleikar strax í upphafi Byrjunarörðugleikar í rekstri Básafells voru strax meiri og annars eðlis en margir áttu von á í upphafi og kostuðu fyrirtækið meiri fjármuni en nokkurn óraði fyrir. Fljótlega eftir sameininguna fór mjög að draga úr rækjuveiðum á Ís- landsmiðum en stærsti hluti starf- semi Básafells var í rækjuvinnslu. Fjárfest hafði verið í dýrum og full- komnum búnaði til vinnslunnar, auk þess sem ráðist var í umfangsmiklar endurbætur á rækjuskipunum Skutli ÍS og Orra ÍS. Til að vega á móti rekstrartapi seldi Básafell jafnan aflaheimildir eða skip á hverju ári og gat þannig sýnt fram á söluhagnað í afkomutölum sínum. Félagið var hinsvegar á sama tíma að tapa gríð- arlegum fjármunum á rekstrinum og skuldirnar hlóðust upp. Um mitt ár 1999 námu heildar- skuldir Básafells um 6,2 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að í lok árs 1996 námu heildarskuldir fé- lagsins um 4,9 milljörðum króna. Til að létta á skuldastöðunni var ákveðið að selja eignir fyrir einn og hálfan milljarð króna. Frystitogarinn Sléttanes ÍS var seldur Ingimundi hf. og Látrum hf. í júlíbyrjun, ásamt rúmlega 2.000 þorskígildistonna kvóta. Hluti af sölunni var greiddur með rækjukvóta á Flæmingjagrunni. Básafell átti þá eftir tvö nýupp- gerð rækjuskip, Skutul ÍS og Orra ÍS. Fyrirtækið gerði auk þess út línu- skipið Gylli ÍS, rækjutogarann Guð- mund Péturs ÍS, nóta- og línuskipið Júlla Dan ÍS, snurvoðabátinn Súg- firðing ÍS, auk þess sem félagið átti helmingshlut í snurvoðabátnum Bjarma BA. Guðmundur Kristjánsson, útgerð- armaður frá Rifi, tók við stjórnar- taumunum í lok júlímánaðar 1999 þegar hann keypti 28,53% hlut Kers ehf. og Íshafs hf. í Básafelli. Fyrir átti Guðmundur um 7,6% hlutafjár og varð hann með kaupunum lang- stærsti hluthafi í Básafelli með 36,13% hlut í félaginu. Ætla má að aflaheimildir Básafells um þetta leyti hafi numið um 7.000 þorskígildis- tonnum. Guðmundur tók við stöðu framkvæmdastjóra Básafells hf. og hóf stjórn félagsins strax að selja eignir í því skyni að lækka skuldir fé- lagsins og bæta rekstur þess. Í lok nóvember 1999 var niðurstaða rekstrarreiknings Básafells á Ísa- firði fyrir reikningsárið frá byrjun september 1998 til ágústloka sl. um 954 milljóna króna tap. Þar af var tap af reglulegri starfsemi 674 milljónir króna. Afkoma Básafells var þannig einhver sú lélegasta sem sést hafði í sjávarútvegi í langan tíma. Rækjuverksmiðja og frysti- geymsla Básafells var seld í lok októ- ber sl. til nýs félags, Miðfells, sem var í eigu Básafells, Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar hf., Þormóðs ramma- Sæbergs hf. og fleiri aðila. Hrað- frystihúsið-Gunnvör hf. keypti auk þess varanlegar aflaheimildir af Básafelli fyrir allt að 800 milljónir króna eða á annað þúsund þorsk- ígildistonn. Það er nánast eini kvót- inn sem seldur var frá félaginu eftir að Guðmundur Kristjánsson tók við stjórnartaumunum. Þá var nóta- og línuskipið Júlli Dan ÍS selt, sem og snurvoðabáturinn Súgfirðingur ÍS. Bæði skipin voru seld með litlum aflaheimildum. Þá seldi Básafell einnig töluvert af fasteignum á Ísa- firði, m.a. gömul fiskvinnsluhús. Eignir og rekstur á Flateyri og Suðureyri seld Stjórn Básafells hf. ákvað á síðari hluta ársins 1999 að hætta starfsemi á Flateyri og Suðureyri í lok ársins og sagði öllu starfsfólki sínu á þess- um stöðum upp störfum. Í desem- berbyrjun það sama ár náðist sam- komulag milli stjórnar Básafells hf. og heimamanna á Suðureyri um yf- irtöku á rekstri félagsins á staðnum. Uppsagnir á Suðureyri voru dregnar til baka og náðu heimamenn sam- komulagi við stjórn Básafells um að taka yfir rekstur félagsins á staðn- um. Stofnað var nýtt félag, Fisk- vinnslan Íslandssaga, sem keypti eignir Básafells á Suðureyri, meðal annars fiskvinnsluhús með tilheyr- andi tækjum og um 200 tonna kvóta. Guðmundur Kristjánsson var einn af stofnendum Íslandssögu ásamt heimamönnum og á enn um 25% hlut í félaginu. Flateyringar stofnuðu einnig fé- lag, Kamb, sem keypti rekstur Bása- fells á staðnum. Guðmundur Krist- jánsson var einnig þar einn af stofnendum en heimamenn keyptu hlut hans í félaginu skömmu eftir stofnun þess. Þau skip sem Básafell átti eftir voru síðar seld, utan þess að Guð- mundur gerði út frystitogarann Skutul ÍS undir nafninu Eldborg RE þar til í lok síðasta árs en þá var skip- ið selt. Ætla má að aflaheimildir Básafells sem eftir stóðu hafi verið um 5 þúsund þorskígildistonn en þau hefur Guðmundur nýtt á eigin skip. Risasameining sem misfórst Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. á Ísafirði var eitt þeirra sex fyrirtækja á Vestfjörðum sem sameinuðust undir nafni Básafells. Í LANGRI sögu ÚA hefur oft verið deilt hart á opinberum vettvangi um málefni félagsins. Við stofnun félagsins árið 1945 voru t.a.m. skiptar skoðanir um hvort félagið ætti að vera bæj- arútgerð eða ekki en með tím- anum varð eignarhlutur Ak- ureyrarbæjar stór, enda bæjarfélagið sá bakhjarl sem fleytti félaginu í gegnum rekstrarlegt öldurót upp úr miðri síð- ustu öld. Félagið átti oft í rekstrarerfiðleikum og kom Akureyrarbær félaginu oft til bjargar með lánveitingum. Lánum þessum var að lokum breytt í hlutafé og átti bærinn hátt í 90% hlutafjár í ÚA áður en yfir lauk. Félagið var eftir sem áður ætíð skráð sem hlutafélag. Mikil opinber umræða varð um félagið á árinu 1995 þegar ákveðið var að leita eftir ut- ankomandi fé með því að auka hlutafé en bæjarstjórn Akureyr- ar ákvað að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni. Við það lækkaði eignarhlutur bæjarins niður í um 53% og þáverandi forsvarsmenn Akureyrarbæjar gáfu til kynna að bréf bæjarins í ÚA væru föl. Þeirri hugmynd var hreyft að bjóða Íslenskum sjávarafurðum hf. bréf bæjarins gegn því að annast sölu afurða félagsins og flytja starfsemi ÍS til Akureyrar. Í kjölfarið fylgdu tilboð margra aðila í hlutabréf bæjarins í ÚA en tekist var á um hvort félaginu væri hollt að snúa baki við samstarfi við SH á afurðasölusviðinu og færa sölu- málin yfir til ÍS. Í stuttu máli varð niðurstaðan sú að bæjarstjórn ákvað að hreyfa ekki við sölumál- unum en engu að síður var eignarhluta bæjarins í kjölfarið komið í verð í nokkrum skrefum. Fyrst var um 28% hlutur seldur SH árið 1996 en afgangurinn, um 25% seld ár- ið 2000. Söluverð þessa 53% hluta Akureyrarbæjar var um 2,5 milljarðar króna og var m.a. varið til niðurgreiðslu skulda bæjarins og til framkvæmda, s.s. einsetningar skóla og byggingar íþróttamannvirkja. Þrátt fyrir að Akureyringar hefðu haft for- kaupsrétt að þessum hlut bæj- arins var eigendahópur ÚA að þessum viðskiptum afstöðnum að stærstum hluta fagfjárfestar. Þar var Burðarás, fjárfesting- arfyrirtæki Eimskipafélagsins, langstærsti hluthafinn og segja má að þar með hafi eignarhald félagsins að mestu færst end- anlega úr höndum heimamanna. ÚA úr höndum heimamanna 2000 BANKASTJÓRAR Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, segja í bréfi til starfs- manna bankans á Akureyri að gagn- rýni á bankann og Eimskip, vegna sölu á Útgerðarfélagi Akureyringa, ÚA, til feðganna Guðmundar Krist- jánssonar, Hjálmars Kristjánssonar og Kristjáns Guðmundssonar, sé ómálefnaleg og nauðsynlegt að starfsmenn leiðrétti hana við við- skiptavini. Segja þeir kaupendurna ætla að reka ÚA með sambærilegum hætti og áður og jafnframt efla starf- semina. Fullyrðingar um annað séu ósanngjarnar. Segja þeir viðskipta- hugmynd feðganna hafa verið „afger- andi sterka“. Bankastjórarnir segja feðgana frá Rifi hafa áratugareynslu í útgerð og fiskvinnslu, séu fjársterkir og eigi verulega kvótaeign. Þeir séu því vel í stakk búnir til að efla starfsemina og láta gott af sér leiða á starfssvæði ÚA. Í bréfi til starfsmannanna segir ennfremur að verðið, sem samkomu- lag hafi náðst um, hafi miðast við verðmat á fyrirtækinu í rekstri en ekki upplausnarverð þess. Það sé all- miklu hærra en það verð sem samið hafi verið um. Forsendur kaupenda séu þær að reka fyrirtækið óbreytt og við það miðist verðmatið. Síðan segir í bréfinu til starfs- manna bankans á Akureyri: „Landsbankinn hefur verið viðskiptabanki þessara sterku út- gerðarmanna áratugum saman og hafa þeir sýnt Landsbankanum mikla tryggð í viðskiptum. Bankinn hefur mjög góða reynslu af öllum sam- skiptum við þá. Aðkoma Guðmundar Kristjánssonar að málefnum Básafells á Ísafirði sem vitnað var til í umræðunni í gær [miðvikudag – innsk. Mbl.] er alls ólík því sem hér er rætt um og ósanngjarnt að draga það inn í umræðuna. Með aðkomu sinni að Básafelli leysti Guðmundur veru- legt vandamál sem ella hefði getað lent á Landsbankanum og hluthöfum í Básafelli. Honum tókst að leysa mál- efni fyrirtækisins sem stefndi í gjaldþrot með farsælum hætti. Veru- legur hluti kvótaeignar félagsins sit- ur eftir á Vestfjörðum í eigu fyrirtækja þar.“ Sanngjarnt og gegnsætt ferli Halldór og Sigurjón segja að ferlið sem leitt hafi til viðskiptanna hafi ver- ið sanngjarnt og gegnsætt. Bankinn hefði að öðru jöfnu veitt heimamönn- um forgang ef tilboð frá þeim hefðu verið metin jafnsterk. Í ferlinu hefðu þrír þættir verið lagðir til grundvall- ar; rekstrarform og framtíðarsýn, kaupverð og fjárhagslegur styrkur. „Þegar þessir þrír þættir voru bornir saman í viðskiptahugmyndum aðila var viðskiptahugmynd feðganna svo afgerandi sterk að rétt og eðlilegt var að ræða við þá fyrst. Þær við- ræður leiddu til að samningar tókust við þá. Ekki kom því til að farið yrði í alvarlegar viðræður við aðra,“ segja bankastjórarnir ennfremur, sem telja það mun „farsælla“ fyrir yfirvöld á Akureyri að taka vel á móti þessum „öflugu“ fjárfestum, nýta krafta þeirra og fjárhagslegan styrk og starfsreynslu til að byggja upp at- vinnustarfsemi á svæðinu. Bankastjórar LÍ segja gagnrýni á sölu ÚA ómálefnalega Viðskiptahugmynd feðg- anna afgerandi sterk BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá bankastjórn Landsbankans: „Vegna gagnrýni sem fram hefur komið á Landsbankann vegna um- sjónar bankans með sölu á hlut Brims ehf. í ÚA vill bankastjórn Landsbankans taka fram að í alla staði var eðlilega að viðskiptunum staðið. Öllum áhugasömum aðilum var gefinn kostur á að skila inn hug- myndum um framtíðarrekstur fé- lagsins, kaupverð og upplýsingar um fjárhagslegan styrk. Grunnforsend- an var sú að rekstur félagsins yrði með sem líkustum hætti og áður. All- ir aðilar sem skiluðu inn hugmynd- um um ÚA uppfylltu þessa grunn- forsendu. Því var gengið til viðræðna við þann aðila sem var með hagstæð- asta verðið að öðrum skilyrðum upp- fylltum. Landsbankinn hafði hins vegar umboð til að veita heimamönn- um forgang hefðu hugmyndir þeirra verið metnar áþekkar þeim hagstæð- ustu. Öllum áhugasömum aðilum var kunnugt um þessar leikreglur. Hugmyndir KEA um kaupverð voru að mati viðræðunefndar Lands- bankans og Hf. Eimskipafélags Ís- lands verulega lakari en hugmyndir annarra. Of miklu munaði til að rétt- læta viðræður við KEA og sniðganga þá aðila sem mátu félagið betur. Viðræðum við þann aðila sem skil- aði hagstæðustu viðskiptahugmynd- inni lauk með samkomulagi. Ekki kom því til að fara þyrfti í viðræður við aðra. Kaupverð sem samkomulag náðist um miðaðist við verðmat á fyr- irtækinu í rekstri en alls ekki upp- lausnarverð fyrirtækisins. Það er all miklu hærra en það verð sem samið var um. Forsendur kaupendanna eru að reka fyrirtækið óbreytt og við það miðast verðmatið. Fullyrðingar um annað eru rangar. Fram hefur komið í fréttum að kaupendur hyggjast reka ÚA með sambærilegum hætti og áður og jafnframt efla starfsemina. Kaup- endurnir hafa áratuga reynslu í út- gerð og fiskvinnslu, eru fjársterkir og eiga verulega kvótaeign. Þeir eru því vel í stakk búnir til að efla starf- semina og láta gott af sér leiða á starfssvæði ÚA. Bankastjórn Landsbankans Halldór J. Kristjánsson Sigurjón Þ. Árnason.“ Yfirlýsing bankastjórnar Landsbankans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.