Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 14

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VERÐ hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands hækkaði um 7,2% í rúmlega 976 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Á miðviku- dag námu viðskipti með félagið 1.115 milljónum. Bréf félagsins hafa hækk- að um tæp 15% frá áramótum. Í gær var tilkynnt til Kauphallar- innar að Samson Global Holdings, eigendur þess eru félög í eigu Björg- ólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, hefðu keypt tæplega 101 milljón hluti í Eimskipafélaginu á miðvikudag. Eftir kaupin á Samson Global Holdings 10,39% í Eimskipa- félaginu. Ef miðað er við lokaverð fé- lagsins í Kauphöllinni á miðvikudag þá var kaupverðið 767,7 milljónir. Þórður Magnússon, stjórnarmað- ur í Eimskipafélaginu og eigandi Eyris fjárfestingarfélags, keypti 50 milljón hluti í Eimskipafélaginu í gær á genginu 7,74 og er kaupverðið því 387 milljónir króna. Þórður á nú um 3% hlut í félaginu. Baldur Guðnason, stjórnarmaður í Eimskipafélaginu og eigandi Eignar- haldsfélagsins Stíls, keypti 8 milljón hluti í Eimskipafélaginu í gær. Bréf- in voru keypt á genginu 8,15 og er kaupverðið því 65,2 milljónir króna. Aftur á móti seldu Haraldur Stur- laugsson 15 milljón hluti á miðviku- dag og Sturlaugur Sturlaugsson tæp- lega 11 milljón hluti á genginu 7,6. Kaup á skipafélagi gera viðskipti tortryggileg Greining Íslandsbanka gagnrýndi í Morgunkorni sínu í gær kaup stjórnarmanna og annarra innherja í Eimskipafélaginu að undanförnu. Greiningardeild KB-banka tekur í svipaðan streng í Hálffimmfréttum í gær. „Í kjölfar sölu Eimskipafélags- ins á HB og ÚA á yfirverði hafa inn- herjar keypt töluvert magn í dag. Þetta verður að teljast sérstaklega bagalegt í ljósi þess að fremur litlar upplýsingar hafa verið gefnar um söluna, t.d. vita markaðsaðilar ekki hversu mikið af skuldum félagsins fylgja hinum seldu hlutum. Raunar verður að teljast undarlegt að félagið skuli ekki vera á athugunarlista Kauphallarinnar, þar sem ómögulegt er að átta sig á hvernig félag Eim- skipafélagið verður í framtíðinni og hvort yfir höfuð það verður til, eftir umfjöllun undanfarinna daga.“ Í lok dagsins barst tilkynning til Kauphallarinnar um að Eimkip hafi keypt fyrirtæki í Noregi. Í leiðbeinandi tilmælum FME 2/ 2001 segir „Velji útgefandi að af- marka „lokuð tímabil“ þar sem öll viðskipti starfsmanna eða innherja eru óheimil skal það koma fram í reglunum. Útgefanda er í sjálfsvald sett hvort hann velur þá leið að af- marka „lokuð tímabil“. Greiningar- deild er ekki kunnugt um að Eim- skipafélagið sé með slík tímabil, þannig að það er ekkert við dagssetn- ingu viðskiptanna að athuga heldur fremur nánd þeirra við fréttir af rekstri fyrirtækisins,“ að því er segir í Hálffimmfréttum KB-banka. Grein- ingardeild KB-banka segist ekki telja að viðskipti gærdagsins séu Eimskipafélaginu til framdráttar og að þau hljóti að vera því hvatning til að setja skýrari reglur um viðskipti innherja, að því er segir í Hálffimm- fréttum KB-banka. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að salan á HB og ÚA séu stór viðskipti og breyta mjög ásýnd Eimskipafélagsins. „Það er þess vegna miður hve takmarkaðar upp- lýsingar hluthafar og fjárfestar fá um viðskiptin. Kaupverð hefur komið fram og áætlaður bókaður söluhagn- aður Eimskipafélagsins en fátt um- fram það. Ekki liggur ljóst fyrir hvað var selt, hvernig greiðslum til Eim- skipafélagsins verður háttað eða hvernig Eimskipafélagið hyggst verja afrakstri sölunnar, t.d. til greiðslu skulda. Það er því ekki með góðu móti hægt að leggja mat á hvernig efnahagur félagsins mun líta út eftir viðskiptin,“ að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Vekur tortryggni og skaðar félagið Þar kemur einnig fram að hluthafa og fjárfesta skorti því mikilvægar upplýsingar til að leggja mat á verð- mæti Eimskipafélagsins. „Hins veg- ar hafa stjórnarmenn og aðrir inn- herjar í Eimskip nýverið átt aðild að umtalsverðum viðskiptum með bréf í félaginu. Hér vakna spurningar um hvort innherjar og aðrir fjárfestar hafi sömu upplýsingar um stöðu og framtíðarmarkmið Eimskips. Það er mat Greiningar Íslandsbanka að á meðan Eimskip tekur jafn miklum breytingum og nú standa yfir og upp- lýsingar þar að lútandi hafa ekki ver- ið gerðar opinberar nema að tak- mörkuðu leyti, veki það tortryggni og skaði félagið að stöðutökur innherja skuli eiga sér stað,“ að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Stjórnin fékk lögfræðiálit Magnús Gunnarsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins, segir að engar sérstakar reglur gildi um við- skipti innherja hjá Eimskipafélagi Íslands aðrar en þær almennu reglur sem um þau gildi um félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Stjórn félags- ins hafi leitað til lögfræðinga um hvort kaup fruminnherja félagsins brytu gegn þeim reglum og sam- kvæmt áliti lögfræðinga væri svo ekki. Hins vegar færi að styttast í að uppgjör félagsins yrði birt, 26. febr- úar, og því yrði væntanlega lokað fyr- ir viðskipti innherja með bréf fé- lagins á næstu dögum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að Kaup- höllin hafi velt fyrir sér hvort setja ætti Eimskipafélagið á athugunar- lista en talið að þess þyrfti ekki þar sem upplýsingagjöf félagsins hafi verið fullnægjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fjár- málaeftirlitinu liggur ekkert fyrir um athugun á innherjaviðskiptum með bréf Eimskipafélagsins af þess hálfu. Verð hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkar um 7,2% Innherjaviðskipti gagn- rýnd af greiningardeildum Morgunblaðið/Jim Smart ● GENGIÐ hefur verið frá kaupum Eimskips ehf. á meirihluta hlutafjár í norska flutningafyrirtækinu CTG AS (Coldstore & Transport Group) sem sérhæfir sig í flutningum og geymslu á frystum og kældum sjáv- arafurðum ásamt tengdri þjónustu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Fyrirtækið var stofnað árið 1985 undir nafninu Vesterålen Shipping en var endurnefnt CTG árið 1997 og hefur síðan verið rekið undir því nafni. CTG starfar á alþjóðlegum vettvangi en höfuðstöðvar fyrirtæk- isins eru í Sortland í Noregi. Velta CTG undanfarin ár hefur verið um 900 milljónir íslenskra króna á ári og hefur fyrirtækið skilað góðum hagnaði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Eimskip. Hjá CTG starfa rösklega 20 manns og munu núverandi stjórn- endur fyrirtækisins og annað starfs- fólk starfa áfram hjá fyrirtækinu. Kaupverð Eimskips á eignarhlutn- um er trúnaðarmál fyrst um sinn, en ljóst er að þessi fjárfesting mun styrkja bæði rekstur og efnahag Eimskips. Verður rekið sem dótturfélag Eimskips Flutningakerfi CTG samanstendur nú af um tíu frysti- og kæliskipum og sex frystigeymslum í Noregi. Að sögn Erlendar Hjaltasonar, fram- kvæmdastjóra Eimskips, munu frystiskip sem Eimskip er með í rekstri flytjast til CTG. Að hans sögn eru þau að meðaltali þrjú tals- ins. Segir Erlendur að mikil samlegð- aráhrif muni nást með kaupunum og þau styrkja stöðu Eimskips í flutningum og geymslu á frystum og kældum sjávarafurðum. CTG verður rekið sem dótturfélag Eimskips. Á síðasta ári voru heildarflutn- ingar CTG liðlega 200 þúsund tonn. Til samanburðar var heildarútflutn- ingur frystra og kældra sjávarafurða frá Íslandi um 350 þúsund tonn á árinu 2003. Heildarútflutningur sjávarafurða frá Noregi er um 2 milljónir tonna. Erlendur segir að Eimskip og CTG hafi um nokkurra ára skeið verið í samstarfi á ýmsum sviðum. Í fram- haldi af kaupunum verður starfsemi Eimskips og CTG í Noregi og víðar efld. Eimskip kaupir norskt flutn- ingafélag HÓLMI ehf. hefur eignast 71,12% hlutafjár í sjávarútvegs- félaginu Eskju hf. á Eskifirði. Að rekstri eignarhaldsfélags- ins Hólma standa Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Eskju, Þor- steinn Kristjánsson, stjórnarformaður félagsins, og Kristinn Aðalsteinsson stjórnarmaður. Þeir þremenningar tóku í gær við Hólma af Aðalsteini Jónssyni og Guðlaugu Stefánsdóttur, sem þeir eru allir tengdir fjölskylduböndum. Hólmi hefur verið stærsti ein- staki hluthafinn í Eskju og átti fyrir þessi viðskipti 37,5% hlut í félaginu. Þá hefur Hólmi keypt alla hluti Trygginga- miðstöðvarinnar í Eskju, en félagið átti 9,55% hlut, Skelj- ungs (5,0%), Lífeyrissjóðsins Framsýnar (4,9%), Lífeyris- sjóðs Austurlands (1,6%) og fleiri smærri hluthafa. Að sögn Elfars mun Hólmi gera öðrum hluthöfum í Eskju yfirtökutilboð á genginu 8,0, sem er viðskiptagengið í und- angengnum viðskiptum. Þá segir hann að í framhaldinu sé stefnt að afskráningu Eskju úr Kauphöllinni. Markaðsvirði 71,12% hlutar Hólma í Eskju er liðlega 2,5 milljarðar króna sé miðað við gengið 8,0 krónur á hlut. Elfar segir að þessi kaup markist að vissu leyti af þeim miklu hræringum sem nú séu á hlutabréfamarkaði. ,,Eskja er bæði gott og sterkt sjávarútvegsfyrirtæki og teljum við gríðarlega mikilvægt að standa vörð um hagsmuni starfs- fólks og hlutverk félagsins í uppbyggingu atvinnulífs í Fjarðabyggð. Þess vegna höfum við ákveðið að fara í skuld- setta yfirtöku á félaginu nú,“ segir Elfar. Hlutabréf í Eskju voru færð á athugunarlista í Kauphöll Íslands í gær. Eskja verður afskráð úr Kauphöll Íslands BREYTINGAR sem orðið hafa í íslensku viðskiptalífi síðustu misseri hafa að mestu verið til góðs, að sögn Valgerðar Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þetta kom fram í erindi sem hún flutti á að- alfundi Samtaka fjárfesta í gær. Hún sagði þó að allt væri ekki eins og það ætti að vera. Aukin hagræðing og hraðar breytingar á eignarhaldi fyrirtækja hefðu leitt til meiri samþjöppunar og minni samkeppni í ein- stökum atvinnugreinum. Þá hefðu ýmis við- skipti á verðbréfamarkaði vakið spurning- ar um hvort stjórnunarhættir hlutafélaga væru með þeim hætti sem best gerðist. „Ég tel að við þau tímamót sem orðið hafa að undanförnu með sölu banka í eigu ríkis og breytingum á eignarhaldi fyrir- tækja á markaði sé nauðsynlegt að líta yfir farinn veg og leggja drög að frekari stefnu- mótun um umhverfi íslensks viðskiptalífs,“ sagði Valgerður. „Það verður gert með fag- legum hætti á næstu mánuðum. Það verður að vanda til verks enda væri betur heima setið en að fara með óðagoti af stað með breytingar sem sköpuðu fleiri vandamál en þær leystu.“ Valgerður sagði að mörgum þætti sem hagsmunir smærri fjárfesta hefðu verið fyrir borð bornir í stórviðskiptum við- hafa ákveðnum skyldum að gegna við upp- byggingu markaðarins,“ sagði Valgerður. Viðburðaríkt ár í fyrra Fram kom í máli Vilhjálms Bjarnasonar, formanns Samtaka fjárfesta, á aðalfundin- um að samtökin væru hagsmunasamtök þeirra sem hefðu áhuga á frjálsum sparnaði og að einstaklingar verði efnahagslega sjálfstæðir. Hann sagði að árið 2003 hefði á margan hátt verið viðburðaríkt fyrir þá sem hefðu þetta áhugamál. Ekki yrði þó sagt að allir viðburðir hefðu verið ánægju- legir fyrir fjárfesta. Hann vék að launagreiðslum til stjórn- enda fjármálafyrirtækja og sagði að þau eigi að endurspegla árangur þeirra í starfi. „Fjárfestar, viðskiptavinir fjármálafyrir- tækja, nutu sjaldnast þess árangurs sem átti að endurspeglast í launum stjórnend- anna. Ég set stórt spurningarmerki við það að stjórnendur fjármálafyrirtækja byggja upp sína eigin einkaverðbréfasjóði, sem nema tugum og hundruðum milljóna, á meðan viðskiptavinir sömu fyrirtækja þurfa að bera úr býtum verulega neikvæða ávöxtun ár eftir ár. Fyrir hvaða ráðgjöf og þjónustu er verið að greiða?“ spurði Vil- hjálmur. skiptajöfranna. Álitaefni væri hvenær þeir væru tryggðir með fullnægjandi hætti, samkvæmt lögum um hlutafélög og verð- bréfaviðskipti. Hún nefndi þrjú atriði sem hefðu verið í umræðunni um þessi mál. Í fyrsta lagi skipti miklu máli fyrir almenn- ing og viðskiptavini að geta treyst því að ekki væru til staðar hagsmunaárekstrar innan bankanna. Í annan stað hefði stund- um komið upp gagnrýni frá smærri hlut- höfum um hvernig staðið væri að yfirtök- um, sér í lagi hvaða verð yfirtökuaðilinn byði. Hún sagðist telja að þessi gagnrýni ætti rétt á sér og nefnd hefði verið falið að fara heildstætt yfir yfirtökureglur. Þriðja atriðið sem Valgerður nefndi sem sérstakt hagsmunamál smærri fjárfesta var kostnaður við að eiga litla hluti í fé- lögum. Hún sagði að mikil hagræðing hefði orðið af því þegar rafræn eignarskráning verðbréfa hefði leyst pappírsbréfin af hólmi. Fyrstu árin hefði ekki verið tekið gjald fyrir geymslu bréfa á rafrænum reikningi en nú hefðu einstaka bankar hafið slíka gjaldtöku. Sagði hún augljóst að gjaldtaka hvetti almenning ekki til þátt- töku á verðbréfamarkaðnum. „Bankar þurfa því að gæta þess að missa ekki litlu hluthafana út af verðbréfamarkaði og þeir Allt ekki eins og það á að vera í viðskiptalífinu segir ráðherra Umhverfið skoðað faglega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.