Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 16
ERLENT
16 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLUMENN í Madhya Pradesh-
héraði á Indlandi fá greitt sérstaklega
fyrir að láta sér vaxa skegg. Yfirmenn
þeirra telja að með skegginu vaxi mynd-
ugleiki lögregluþjónanna, fólk beri meiri
virðingu fyrir þeim og fyrir vikið nái þeir
meiri árangri í starfi. Tíu lögreglumenn í
héraðinu eru þegar farnir að fá 30 rúpíur
á mánuði, eða um 40 krónur, fyrir rækt-
arsemi sína. Hefð er fyrir því í dreifbýl-
inu á Indlandi að menn láti sér vaxa
myndarlegt skegg til að leggja áherslu á
karlmennsku sína.
Óvenjuleg refsing
Bandarísk kona sem varð manni að
bana er hún ók á hann verður að bera á
sér mynd af líki hans í líkkistu. Í dóm-
sátt sem náðist í málinu var ákvæði um
að konan, Jennifer Langston, skyldi
bera á sér mynd af manninum sem hún
banaði, Glenn Clark. Fjölskylda Clarks
lét hana hafa mynd af honum þar sem
hann lá í líkkistunni en Langston neitaði
að bera þá mynd. Dómari í málinu kvað
hana ekki eiga neins úrkosti, og er
þetta í samræmi við nýja stefnu í banda-
rísku réttarkerfi þar sem lögð er
áhersla á frumlegar refsingar. Langston
var ölvuð og að tala í farsíma þegar hún
ók á bíl Clarks, sem var á ferð með
barnshafandi konu sinni. Konan hans er
nú í dái, og sonur þeirra, sem tekinn
var með keisaraskurði, elst upp hjá ætt-
ingjum.
Lestu smáa letrið!
Notkunarleiðbeiningarnar með nýja
Nokia 6080 GSM-símanum eru óvenju
víðtækar. „Ekki tala í farsímann undir
stýri,“ segir m.a. í þeim. „Gefðu stefnu-
ljós áður en þú skiptir um akrein, stöðv-
aðu á rauðu ljósi og hafðu auga með því
hvort nokkurstaðar nálægt séu börn að
leik.“ Þarna eru líka leiðbeiningar í lífs-
leikni: „Ef þú átt enga vini mun enginn
hringja í þig. Ef þú notar gemsann þinn
á veitingastöðum reyndu þá að tala lágt
til að fólk verði ekki pirrað. Og fáðu þér
salat … Hættu að reykja og drekktu
minna.“ Rúsínan í pylsuendanum: „Það
myndi nú varla drepa þig þótt þú hringd-
ir öðru hvoru í mömmu þína.“ Talsmaður
Nokia, Pekko Isosomppi, segir tilganginn
með þessum óvenjulega leiðarvísi vera að
höfða til ungra borgarbúa með gott skop-
skyn.
Ekki opna of mikið
Læknar í bænum Arusha í norðurhluta
Tansaníu skáru fyrir skemmstu upp 54
ára gamlan mann sem hafði óvart
gleypt tannbursta. Maðurinn var að
bursta í sér tennurnar þegar hann
missti burstann, sem rann niður í kokið
á honum og þaðan alla leið ofan í maga.
Í uppskurðinum var tannburstinn fjar-
lægður úr görnum mannsins.
Skeggið vex og
virðingin með
AP
Japanska fyrirsætan Emi Inoue
horfir kát á nýjustu græjuna frá
leikfangaframleiðandanum Takara,
en þar er um að ræða sérstaka
draumagerðarvél, og segir fram-
leiðandinn að með henni geti not-
endur ákveðið fyrirfram hvað þá
muni dreyma á meðan þeir sofa.
Þeir eiga að horfa á mynd af því
(eða þeim) sem þeir vilja að þá
dreymi um, og gefa vélinni sögu-
þráð. Ennfremur beitir drauma-
gerðarvélin ljósum, tónlist og ilmi
til að stýra draumum notandans.
Vélin verður sett á markað í Japan
í maí og kostar sem svarar um tíu
þúsund krónum.
Draumagerðarvélin
ÞETTA GERÐIST LÍKA
VITNALEIÐSLUM í réttarhöldunum yfir Mij-
ailo Mijailovic, sem viðurkennt hefur að hafa ban-
að Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar,
lauk í Stokkhólmi í gær en á
mánudag flytja Anita Blid-
berg saksóknari og Peter
Althin, verjandi Mijailovics,
lokaræður sínar. Fyrir rétt-
inn í gær kom náin vinkona
Lindh, Eva Franchell, en hún
var með Lindh hinn örlaga-
ríka dag í september þegar
Mijailovic réðst á ráðherrann
og stakk hana margsinnis
með hnífi. Lýsti hún því hvernig verslunarferð
vinkvennanna í NK-verslunarmiðstöðina í mið-
borg Stokkhólms breyttist skyndilega í harmleik.
Eva Franchell var aðalvitni saksóknara í mál-
inu gegn Mijailovic. Sagði hún réttinum að hún
hefði hitt Lindh síðdegis 10. september 2003 til
þess að fara með henni að velja föt fyrir kapp-
ræður í sjónvarpinu vegna yfirvofandi þjóðarat-
kvæðagreiðslu um upptöku evrunnar sem gjald-
miðils í Svíþjóð. Franchell sagði að létt hefði verið
yfir þeim vinkonum og að ekkert hefði gefið vís-
bendingar um það sem í vændum var. „Við hlóg-
um mikið og töluðum saman,“ sagði hún.
Í sama mund og þær virtu fyrir sér treyju
nokkra ruddist að þeim maður, sem hvorug
þeirra hafði tekið eftir áður, og tróð sér á milli
þeirra. „Út undan mér sé ég mann koma æðandi í
áttina til okkar. Ég skynjaði að hætta gat verið á
ferðum,“ sagði Franchell.
„Ég varð mjög hrædd“
Við réttarhöldin í gær horfði Franchell ekki á
Mijailo Mijailovic á meðan hún talaði fyrr en hún
var beðin um að staðfesta að hann væri árás-
armaðurinn.
„Ég upplifi þessa mynd af honum þar sem
hann kemur æðandi fram hjá mér aftur og aftur í
martröðum mínum,“ sagði hún.
„Hann æddi fram hjá mér, nei, tróðst snögg-
lega fyrir aftan mig til þess að komast að Önnu,“
sagði Franchell. „Ég varð mjög hrædd.“
„Hann stökk á hana og ýtti henni upp að fata-
rekka. Það var eins og hann væri að kýla hana í
kviðinn. Það líktist í raun skuggaboxi [þ.e. þegar
viðkomandi slær út í loftið án raunverulegs and-
stæðings, innsk. blm.]. Kringumstæðurnar voru
ótrúlega skelfilegar og ógnandi.“
Að sögn Evu Franchell reyndi hún að ýta árás-
armanninum í burtu og Anna Lindh reyndi að
verja sig með hliðartösku sem hún var með en
árásin var alltof kröftugt til þess að þær kæmu
nokkrum vörnum við. „Hún var mjög hörkuleg,“
sagði Franchell.
„Anna sagði ekkert, hún var ákveðin á svip en
hrædd, nei, kannski stjörf,“ lýsti Franchell at-
burðarásinni. „Hvern andskotann ertu að gera?“
sagðist Franchell hafa hrópað um leið og hún
lamdi árásarmanninn í handlegginn og reyndi að
ýta honum frá vinkonu sinni.
Franchell sagði að fyrst hefði Anna staðið uppi.
Hún hefði ekki hnigið niður fyrr en eftir eina eða
tvær sekúndur þegar hún féll á gólfið.
Spurð hvenær hún hefði fyrst áttað sig á að
vinkona hennar væri særð sagðist hún hafa litið á
hana en ekki áttað sig á alvarleika málsins strax.
Hún hefði hins vegar spurt Lindh hvernig henni
liði. „Ég var stungin.“ Samstundis hefði hún séð
blóðið á kviði vinkonu sinnar. Kvaðst Franchell
minnast þess að Mijailovic hefði ekki sagt eitt ein-
asta orð meðan á árásinni stóð.
Banvæn stunga í lifrina
Mijailo Mijailovic stakk Önnu Lindh nokkrum
sinnum í kvið, bringu og handleggi og lést hún af
sárum sínum nóttina eftir á sjúkrahúsi eftir að
læknar höfðu barist fyrir lífi hennar í um hálfan
sólarhring. Gaf réttarmeinafræðingurinn Henrik
Druid réttinum í gær ítarlegar upplýsingar um
hvað dró Önnu Lindh til dauða. „Það þurfti mik-
inn kraft til þess að stinga í gegnum framhand-
legg hennar,“ sagði Druid. Hann sagði að sárið
sem að lokum dró Önnu Lindh til dauða hefði ver-
ið banvæn stunga í lifrina.
Hætt var við að yfirheyra breska sérfræðing-
inn Paul Whitaker sem rannsakaði hnífinn sem
Mijailovic notaði við árásina. Var ekki talin þörf á
að kalla Whitaker fyrir.
Mijailovic neitaði sjálfur að svara spurningum
saksóknara í gær. „Ég ætla ekki að svara fleiri
spurningum,“ sagði hann og horfði síðan í gólfið.
Dómarar spurðu hins vegar hvort hann hefði ekki
áður gerst sekur um glæp. „Jú, gegn föður mín-
um,“ svaraði Mijailovic. „Ég stakk hann. Við ræð-
umst ekki mikið við.“
Í fyrradag hafði Mijailovic, sem er 25 ára gam-
all og af serbnesku bergi brotinn, lýst því hvernig
hann réðst á Lindh í verslunarhúsi í Stokkhólmi
10. september síðastliðinn. Sagði hann raddir í
höfði sér hafa stjórnað gerðum sínum en sjálfur
hefði hann ekki ætlað að verða Lindh að bana.
Einkavinkona Önnu Lindh bar vitni í réttarhöldum yfir Mijailo Mijailovic
Lýsti því hvernig verslun-
arferð breyttist í harmleik
Reuters
Ljósmyndari náði þessari mynd af Mijailo
Mijailovic í réttarsalnum en myndataka var
ekki leyfð á meðan á vitnaleiðslum stóð.
Vitnaleiðslum í málinu
er lokið, lokaræður
fluttar á mánudag
Stokkhólmi. AFP.
Anna Lindh
ÍRAKAR mótmæltu í gær í
borginni Basra fyrirætlunum
Bandaríkjamanna varðandi
fyrirkomulag vals á þjóðþingi
sem ætlað er að taki senn til
starfa til bráðabirgða. Þeir
héldu á lofti myndum af ýms-
um sjía-múslímaklerkum, þ.á
m. Ajatollah Ali al-Husseini
al-Sistani (lengst til hægri), en
hann er æðsti trúarleiðtogi
sjíta í Írak. Al-Sistani hefur
krafist þess að þingið verði
kosið beint af írösku þjóðinni
en fyrirætlanir Bandaríkja-
manna gera ráð fyrir að
fulltrúar á því verði kosnir í
eins konar forvali í hverju
héraði Íraks fyrir sig.AP
Sjítar í
Basra
mót-
mæltu
ALLAR líkur eru á því að
bandaríska dómsmálaráðuneyt-
ið beini næst spjótum sínum að
Jeffrey Skilling, fyrrverandi að-
alframkvæmdastjóra orkurisans
Enron, en nú stendur yfir lög-
reglurannsókn á gjaldþroti fyr-
irtækisins fyrir tveim árum,
sem er umfangsmesta gjald-
þrotamál í sögu Bandaríkjanna.
Dagblaðið Houston Chronicle
hefur í gær eftir verjendum
ákærðra í málinu að þeir hafi
búist við því mánuðum saman
að Skilling yrði ákærður, og
telji nú að líklega verði úr því
innan fárra vikna eftir að annar
fyrrverandi háttsettur yfirmað-
ur í Enron, fjármálastjórinn
Andrew Fastow, játaði sig sek-
an um víðtækt svindl og þjófnað
samkvæmt dómssátt í máli hans
í fyrradag.
Framburður Fastows mun
ekki síst koma saksóknurum að
notum við að höfða mál á hend-
ur Skilling og Kenneth Lay,
sem var stjórnarformaður í
Enron. Samkvæmt dómssátt-
inni lofaði Fastow að aðstoða
yfirvöld við að koma höndum
yfir aðra fyrrverandi yfirmenn í
Enron.
Bæði Skilling og Lay hafa
ítrekað lýst yfir sakleysi sínu.
Heimildarmenn Houston
Chronicle segja, að þótt án efa
verði rannsóknin á aðild Lays
að málinu nú hert séu meiri lík-
ur á að Skilling verði ákærður.
Skilling er líklega næstur