Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÍSINDAMENN og geimrann-
sóknastofnanir fögnuðu í gær því
frumkvæði sem George W. Bush
Bandaríkjaforseti tók í fyrrakvöld er
hann kynnti nýja geimferðaáætlun
sem m.a. gerir ráð fyrir því að geim-
farar verði sendir til tunglsins og
Mars. Gagnrýnisraddir heyrðust
hins vegar einnig og m.a. var bent á
að þessi áætlun myndi kalla á gíf-
urleg fjárútlát.
Flestir repúblikanar fóru fögrum
orðum um áætlun Bush. Demókrat-
ar lýstu hins vegar efasemdum. „Þó
að ég telji jákvætt að stjórnin sýni
geimferðaáætluninni aftur áhuga þá
er áhugi hennar ekki í samræmi við
fjárhagslegan veruleika dagsins í
dag eða þá skipulag mála hjá NASA
og stöðu stofnunarinnar,“ sagði öld-
ungadeildarþingmaðurinn Ernest
Hollings.
Bæði The Washington Post og
The New York Times tóku í sama
streng. „Við þessari þjóð blasir gíf-
urlegur fjárlagahalli, mikil þörf er á
úrbótum í mennta- og heilbrigðis-
málum, og alþjóðleg hryðjuverkaógn
er til staðar. Það er því undarlegt að
efna til verkefnis af þessari stærð-
argráðu, sem gæti vel mætt afgangi,
á þessari stundu,“ sagði m.a. í leiðara
The Washington Post.
Skiptar skoðanir um
geimferðaáætlunina
Washington. AFP.
#$%&'
(')*+ $ ,
)
(-
, ) .
$/$0
0.,
12
-
1#
%
3
(-,
2 %
#
%
%
1
##
4
.. 0
3-4-
', 4
1
&5
1
%
!
"
"
56 $ 72 2
#
!
! 8* $
$
9 :;<3=#4#5!38;#>43#85>?@#A>=8=>=@1>"', ,
3!5!
%
"
!
!
&
!
'
"
()*
'
3
#+
"
,
3
-
&
&
+
"
! #" !
/
.&
,
,
"
! /
0
1
$
&
B
02#34!
&
,
,
!
$
+
+
&
02#34
!
%
,
"
%,
!
502#346
EINN af þingmönnum Forza Italia,
flokks Silvios Berlusconis, forsætis-
ráðherra Ítalíu, hefur höfðað mál á
hendur Dario Fo fyrir meiðyrði
vegna nýs leikrits leikskáldsins um
forsætisráðherrann. Í leikritinu er
Marcello Dell’Utri, þingmaður Forza
Italia í öldungadeildinni, sakaður um
tengsl við mafíuna og eitur-
lyfjasmygl.
Dell’Utri segir ekkert hæft í þess-
ari ásökun og krefst þess að Dario Fo
greiði honum sem svarar 49 millj-
ónum króna í bætur. „Þetta er ekki
háðsádeila,“ segir lögmaður
Dell’Utri, Pietro Federico. „Þetta eru
ofsóknir. Háðsádeilur eiga að fá fólk
til að hlæja að raunverulegum stað-
reyndum. En Dario Fo veitir rangar
upplýsingar.“
„Ég hef skrifað háðsádeilur í 40
ár,“ svarar Dario Fo, sem fékk Nób-
elsverðlaunin í bókmenntum 1997.
„Þetta er þverstæða og fáránlegt.“
„Þetta fólk vill þagga niður í öll-
um,“ hafði dagblaðið La Repubblica
eftir eiginkonu Fo, Franca Rame.
Leikritið heitir „Tvíhöfða af-
brigðið“. Fo fer þar með hlutverk
Berlusconis og Rame leikur eig-
inkonu forsætisráðherrans. Fo leikur
smávaxinn og feitan mann, sem líkist
leikbrúðu, patar í sífellu og kvartar
yfir vandræðum sínum við konu sína.
Vinur hans, Vladímír Pútín, dvelur í
sveitasetri á Sikiley en tétsenskir
uppreisnarmenn skjóta hann til bana.
Berlusconi særist og til að bjarga lífi
hans þarf að græða hluta af heila Pút-
íns í forsætisráðherrann. Berlusconi
breytist þá í ráðvilltan mann, sem tal-
ar rússnesku, drekkur vodka og hef-
ur áhyggjur af mönnum sem eru lok-
aðir inni í kafbáti á hafsbotni, að því
er fram kemur í The Guardian.
Dario Fo lögsóttur
Hæðist að Berlusconi forsætisráðherra í nýju leikriti
ÚTLIT er fyrir að Þjóðveldisflokk-
urinn tapi umtalsverðu fylgi í þing-
kosningum sem haldnar verða í Fær-
eyjum 20. þessa mánaðar.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
blaðið Sosialurin birti í vikunni, hefur
nærri fimmti hver kjósandi flokksins
í síðustu kosningum ákveðið að
greiða öðrum flokkum atkvæði sitt
nú.
Samkvæmt könnuninni bæta Sam-
bandsflokkurinn og Jafnaðarflokkur-
inn við sig fylgi og gætu náð meiri-
hluta á Lögþinginu eftir kosningar.
Samkvæmt könnuninni fær Sam-
bandsflokkurinn 28,5% atkvæða og
tíu þingmenn, bætir við sig tveimur
mönnum, og Jafnaðarmannaflokkur-
inn fær 22,1% og átta átta þingmenn,
bætir við sig einum manni. Þjóðveld-
isflokkurinn fær 19,4% og sex þing-
menn, tapar tveimur, Fólkaflokkur-
inn fær 19,8% atkvæða og sex
þingmenn, tapar einum. Sjálfstýris-
flokkurinn og Miðflokkurinn fá einn
þingmann hvor.
Í könnuninni voru þátttakendur
spurðir hvaða flokk þeir hefðu kosið
síðast og hvaða flokk þeir ætluðu að
kjósa nú. Fram kom að um fimmt-
ungur kjósenda Þjóðveldisflokksins
ætlar að kjósa aðra flokka nú, flestir
Fólkaflokkinn.
Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær-
eyja og formaður Fólkaflokksins,
rauf þing og boðaði til kosninga í
byrjun desember þegar Þjóðveldis-
flokkurinn lýsti vantrausti á hann. Að
færeysku landstjórninni stóðu fjórir
flokkar: Fólkaflokkurinn, Þjóðveldis-
flokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálf-
stýriflokkurinn.
Fólkaflokkurinn
í sókn í Færeyjum
Í IÐANDI, óreiðukenndri umferð-
inni í Lima, höfuðborg Perú, má sjá
fjöldann allan af litlum gulum bílum
þjóta um göturnar, þetta eru Ticos,
algengustu leigubílarnir í borginni.
Þessi smávaxni fjögurra dyra kór-
eski bíll er oft keyrður í klessu. Í
götublöðunum í Lima má gjarnan
sjá blóðugar myndir frá skelfilegum
Tico-slysum þar sem líkamar liggja
kramdir í brakinu.
Tico kom fyrst til landsins 1994
en nú, tíu árum síðar, hefur rík-
isstjórnin ákveðið að setja nýjar
reglur um þennan ókrýnda konung
leigubílanna sem gætu þýtt að hann
hverfi af götunum.
Samkvæmt þeim
verða bílar að vega
a.m.k. tonn til að
mega notast sem
leigubílar en Tico er
minna en 900 kg að
þyngd. „Tico er ekki
hannaður sem leigu-
bíll,“ segir Lino de la
Barrera, sérfræð-
ingur í umferðaröryggismálum og
höfundur nýju reglnanna. „Hættan
á dauðaslysum er mun meiri í Tico.“
Leigubíll hinna fátæku
Ekki eru til sérstakar tölur um
slysatíðni Tico en eigendur þeirra
segjast þurfa að borga 20% meira
fyrir tryggingar en eigendur ann-
arra bíla. Fólk í milli- og hástétt
hæðist að Tico sem það kallar
dauðagildru á hjólum. Hann er
leigubíll fátæka fólksins enda ódýr-
ara að ferðast með honum en ann-
ars konar leigubílum. Tico er líka
afar mikilvæg tekjulind fyrir tug-
þúsundir leigubílstjóra sem borga
630 krónur fyrir tólf tíma leigu á
Tico en keyra síðan eins og brjál-
æðingar til að ná upp í leigupening-
inn og jafnvel græða dálítið á þessu.
„Breytingarnar eru óréttlátar en
ég held ekki að þeim verði fram-
fylgt,“ segir Carlos Tiburcio þar
sem hann situr undir stýri á gula
Tico-bílnum sínum sem hann keypti
fyrir sjö árum. „Vandamálið er ekki
að Tico sé veikburða; vandamálið er
að fólk hérna kann ekki að keyra.“
Bílaframleiðandinn Daewoo
hætti að framleiða Tico árið 2000 en
fjöldi notaðra Tico-bíla er samt sem
áður enn fluttur til Perú. Þeir eru
nánast eingöngu notaðir sem leigu-
bílar þrátt fyrir að fæstir séu þeir
skráðir sem slíkir, að sögn Manuel
Neyra, framkvæmdastjóra stofn-
unarinnar sem fer með umferð-
armál í Lima. Hann kveðst ekki
sammála því að hönn-
unin geri Tico hættu-
legan heldur skellir
hann skuldinni á
reynsluleysi leigubíl-
stjóranna sem flestir
eru ungir að árum.
„Hvaða krakki sem
er getur tekið bíl föð-
ur síns og byrjað að
vinna sem leigubíl-
stjóri án þess að fá nokkra þjálfun
eða kunna umferðarreglurnar,“
segir Neyra.
Vinsæll flóttabíll
Kannski er það vegna þess að vél-
in í þeim er spræk og á þeim er á ör-
skotsstundu hægt að hverfa í
fjöldann allan af sams konar litlum
bílum að Tico er sérlega vinsæll
flóttabíll hjá glæpamönnum sem
þurfa að komast í burtu í skyndi eft-
ir vopnuð rán og þjófnaði. Leigubíl-
stjórinn Jesus Moreno tók eitt sinn
upp í bílinn tvo, að því er virtist,
venjulega stráka. Sá sem settist í
framsætið dró upp skammbyssu, á
meðan sá í aftursætinu tók hann
hálstaki og ógnaði honum með hnífi.
Þeir tóku Tico og hurfu. „Daginn
eftir komst ég að því að þeir höfðu
notað leigubílinn minn til að ræna
tvær bensínstöðvar,“ segir hann.
AP
Tico er ókrýndur konungur leigubílanna í Lima.
„Dauðagildrur á
hjólum“ bannaðar
Yfirvöld í Perú hyggjast herða
reglur um rekstur leigubíla
Perú. AP.
’ Vandamálið erekki að Tico sé
veikburða;
vandamálið er að
fólk hérna kann
ekki að keyra. ‘