Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
landair og STEF/FÍH í maí á síð-
asta ári og skuldbundu stofnaðilar
sig til að starfrækja sjóðinn í að
minnsta kosti þrjú ár. Sjóðurinn er
vistaður hjá Höfuðborgarstofu.
Sjóðnum er ætlað að styðja fram-
sækið tónlistarfólk við að hasla sér
völl erlendis. STEF og FÍH leggja
sjóðnum til þrjár milljónir og
Reykjavíkurborg tvær og hálfa
milljón króna auk þess að sjá um
framkvæmd og umsýslu vegna
Reykjavík | Þórólfur Árnason borg-
arstjóri afhenti hljómsveitinni Mín-
us útrásarverðlaun Reykjavíkur
Loftbrúar í Þjóðleikhúsinu í fyrra-
kvöld, en þá voru íslensku tónlist-
arverðlaunin afhent. Að sögn Þór-
ólfs hefur Mínus náð mjög
athyglisverðum árangri erlendis
undanfarið og plata hljómsveit-
arinnar, Halldór Laxness, var ein-
mitt valin besta íslenska platan á Ís-
lensku tónlistarverðlaununum.
Þegar hafa tæplega tvö hundruð
tónlistarmenn og tónskáld farið ut-
an með aðstoð Reykjavíkur
Loftbrúar. Samtals er um að ræða
um þrjátíu hljómsveitir og tónlist-
arhópa vegna fjörutíu verkefna í níu
löndum beggja vegna Atlantshafs-
ins.
Reykjavík Loftbrú er með viða-
mestu útflutningsverkum á sviði
framsækinnar íslenskrar tónlistar.
Að sögn Þórólfs Árnasonar borg-
arstjóra er mikil ánægja meðal tón-
listarfólks með Loftbrúna. „Það er
ótrúlegt hvað hægt er að fá „mikið
fyrir lítið“ þegar borgin, einkaaðilar
og hagsmunasamtök leggja saman
krafta sína. Átthagafjötrarnir eru
horfnir hvað varðar nýsköpun í tón-
list,“ segir Þórólfur. Hann segir
ennfremur að flugmiðinn og flug-
tengingin við útlönd sé oft erfiðasti
hjallinn fyrir listamenn og setji þá
oft fyrir aftan rásmarkið í kapp-
hlaupinu. „Með þessu er líka hvatt
til meiri festu og undirbúnings áður
en menn hella sér í verkefnið. Þessi
fjárfesting gefur mikla möguleika til
útrásar og atvinnutækifæra fyrir
tónlistarmennina og ekki síður mik-
illar og jákvæðrar kynningar fyrir
Reykjavíkurborg og Ísland. Ég held
að við getum fullyrt það að þetta sé
eitt af þessum góðu málum sem
enginn virðist sjá ambögur á,“ segir
Þórólfur.
Styður við framsækið
tónlistarfólk
Mikill fjölbreytni er innan þeirrar
tónlistar sem nýtur stuðnings
Reykjavíkur Loftbrúar og er Mínus
dæmi um rokk í þyngri kantinum.
Næsta föstudag fer hins vegar Mar-
grét Bóasdóttir, formaður Félags ís-
lenskra tónlistarmanna og stjórn-
arformaður Íslensku
tónlistarverðlaunanna vestur um
haf með organista til að kynna ís-
lenska kirkjutónlist.
Sjóðurinn Reykjavík Loftbrú var
stofnaður af Reykjavíkurborg, Ice-
Loftbrúar. Icelandair leggur sjóðn-
um til afslátt á farmiðum og yfirvigt
sem metið er á fimm og hálfa millj-
ón króna. Reykjavík Loftbrú hefur
því árlega til ráðstöfunar 11 millj-
ónir króna.
Framsækin verkefni skilyrði
Skilyrði fyrir styrkhæfi er að um-
sækjendur hafi komið fram á tón-
listarhátíðinni Iceland Airwaves eða
geti lagt fram gögn um framsækin
verkefni á erlendri grundu sem talin
eru líkleg til að geta styrkt ímynd
Íslands og Reykjavíkur. Jafnframt
þurfa umsækjendur að geta lagt
fram staðfest gögn frá tónleikahald-
ara, framleiðanda eða hljómplötu-
fyrirtæki sem sýna fram á fyr-
irhugað tónleikahald, aðra
framkomu á erlendum vettvangi,
og/eða raunhæfa möguleika á út-
gáfu- eða dreifingarsamningi sem
styrkveiting geti stuðlað að.
Mínus hlýtur
útrásarverðlaun
Morgunblaðið/Árni Torfason
Landkynningarjöfrar: Drengirnir í Mínus hafa verið ötulir í að fá útrás, bæði á sviði og í flutningi framsækinnar
íslenskrar tónlistar. Þykja þeir hafa unnið landi og þjóð mikinn sóma undanfarið ár.
Reykjavík | Vega-
gerðin, Reykjanes-
umdæmi og Um-
hverfis- og
tæknisvið Reykja-
víkurborgar (UTR)
hafa auglýst með
útboði eftir ráðgjöf-
um í að vinna frum-
drög hönnunar og
mat á umhverfis-
áhrifum fram-
kvæmda við gatna-
mót
Kringlumýrarbraut-
ar og Miklubrautar
ásamt gatnamótum
Kringlumýrarbraut-
ar og Listabrautar.
Þetta kemur fram á fréttavef um-
hverfis- og tæknisviðs Reykjavík-
urborgar.
Fyrst og fremst er beint sjónum
að annars vegar plangatnamótum
og hins vegar þriggja hæða mis-
lægum gatnamótum á mótum
Kringlumýrarbrautar/Miklubraut-
ar. Einnig verður gerð grein fyrir
öðrum kostum í mati á umhverfis-
áhrifum, s.s. þeim sem gildandi að-
alskipulag Reykjavíkur gerir ráð
fyrir.
Frumdrögum hönnunar og mats-
skýrslu skal lokið fyrir 13. desem-
ber 2004. Samkvæmt frétt UTR er
þessi vinna nauðsynlegur undanfari
ákvörðunar um útfærslu gatnamót-
anna og undanfari verkhönnunar
og framkvæmda. Stærstur hluti
kostnaðar mun koma af fjárveit-
ingum til vegáætlunar þar sem um
þjóðveg er að ræða.
Gatnamót Kringlumýrarbrautar
og Miklubrautar hafa mikið verið í
umræðunni undanfarið vegna hárr-
ar slysatíðni og gríðarlegs umferð-
arþunga sem þar er á álagstímum.
Frítt flæði í báðum
umferðaræðum
Stefán Agnar Finnsson, yfirverk-
fræðingur hjá Umhverfis- og
tæknisviði Reykjavíkur segir að
áfangaskýrsla hafi verið gerð fyrir
gatnamótin um mitt síðasta ár þar
sem lagðir voru upp ýmsir mögu-
leikar. „Áfangaskýrslan varð að
frumdrögum, sem nú er meiningin
að ljúka. Það er verið að útfæra
þessi þriggja hæða gatnamót þar
sem gert er ráð fyrir að Kringlu-
mýrarbrautin verði í fríu flæði við
Listabraut og Miklubraut,“ segir
Stefán og bætir við að í hugmynd-
inni sé áætlað að Kringlumýrar-
brautin verði grafin niður um eina
tíu metra. „Miklabrautin yrði líka
grafin niður, en hún yrði ofan við
Kringlumýrarbraut. Síðan var hug-
myndin að byggja hringtorg efst
þar sem þeir sem eru að taka
hægri og vinstri beygjur færu. Sú
hæð myndi rísa um sirka tvo metra
upp af landi. Þarna er verið að gera
mislæg gatnamót þar sem beinu
straumarnir skerast ekki lengur.
Þarna er verið að útfæra þetta svo
það hafi sem minnst áhrif í um-
hverfinu, sjónræn og annars konar
áhrif. Síðan er á aðalskipulagi að
Miklabrautin fari í stokk í fram-
haldi af Hringbrautinni frá Eski-
hlíð að Reykjahlíð,“ segir Stefán.
Frumhönnunarvinnunni á að
vera lokið í október, en þá verða
drögin tilbúin til að fara í gegnum
umhverfismatsferlið. „Matsskýrsl-
an á að vera tilbúin í desember í ár
og verður þá auglýst og send um-
sagnaraðilum,“ segir Stefán, sem
tekur þó fram að umferðarþunginn
leysist ekki algerlega við þetta, því
umferðin færist í raun frá gatna-
mótunum sjálfum. „Gatnamótin
geta haft áhrif út frá sér. Það má
búast við að það verði lengri raðir í
Lönguhlíð og Háaleitisbraut á
morgnana.“
Stefán segir að með útfærslunni
sé reynt að hafa gatnamótin sem
umfangsminnst. „Með því að út-
færa þau svona þá verða þau ekki
mjög umfangsmikil og minni sjón-
ræn truflun af þeim,“ segir Stefán
að lokum.
Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut
Nýstárlegt hringtorg: Fyrirhuguð mislæg gatnamót
eru talin geta fækkað slysum um allt að 80%.
Frumdrög í bígerð
Hlíðar | Þótt veturinn skelli á sitja
garðyrkjumenn ekki með hendur í
skauti. Veturinn er einmitt tími
margra mikilvægra viðhaldsverka
og þá er búið í haginn fyrir kom-
andi vor og sumar.
Þegar kalt er í veðri liggja tré og
runnar í vetrardvala og einangra
sig frá kuldanum. Þegar þannig er
ástatt er kjörið að snyrta og klippa,
því þá verður skaðinn minnstur á
gróðrinum og heilbrigði hans
tryggt á komandi vori. Það er mik-
ilvægt að hlúa vel að gróðrinum og
snyrta hann vandlega til að halda
við fallegu yfirbragði hans og góðri
heilsu. Þessi laghenti garð-
yrkjumaður var að snyrta runna-
gróður í björtu og blíðu veðri á
Eskitorgi þegar ljósmyndari átti
leið hjá. Þótt notaðir væru hlífð-
arvettlingar var ekki að sjá að
starfsmaðurinn tæki á gróðrinum
neinum vettlingatökum.
Morgunblaðið/Þorkell
Snyrt og snurfusað
Kópavogur | Bæjarfulltrúar Sam-
fylkingar í Kópavogi lögðu áherslu á
það á bæjarstjórnarfundi síðasta
þriðjudag að sveitarfélög stæðu
saman gegn síauknum hlut sveitar-
félaganna í endurgreiðslu húsaleigu-
bóta. Í tilkynningu Samfylkingar-
manna segir m.a. „Þetta er
samstarfsverkefni sveitarfélaga og
ríkis og á þessu ári stefnir í að sveit-
arfélögin greiði um 60% en ríkið um
40%. Fyrir 5 árum var þetta á hinn
veginn þ.e. ríkið greiddi um 60% og
sveitarfélögin um 40%. Þetta mál
ræddum við og bentum m.a. á að þeir
sem bæru ábyrgð á ríkisfjármálum
væru jú einmitt Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokkur sem hefðu
markað þessa stefnu gagnvart sveit-
arfélögunum, þeir sömu og væru við
völd hér í bæ. Við tókum undir að
nauðsynlegt er að sveitarfélögin
standi saman gegn þeirri tilhneig-
ingu ríkisins að velta fjármögnun
sem þessari æ meir yfir á sveitar-
félögin.“
Niðurskurði
mótmælt harðlega
Ennfremur kemur fram í tilkynn-
ingu samfylkingarmanna að á fé-
lagsfundi Samfylkingarinnar í Kópa-
vogi sem haldinn var á dögunum hafi
verið mótmælt harðlega niðurskurði
til heilsugæslumála í Kópavogi sem
m.a. felur í sér fækkun lækna sem
veita bæjarbúum nauðsynlega þjón-
ustu.
Í tilkynningunni segir m.a. „Á
fimmta þúsund einstaklingar hjá
heilsugæslunni í Kópavogi eru án
heimilislæknis og auk þess hefur
fjöldi Kópavogsbúa ekki verið skráð-
ur. Niðurskurður til heilsugæslu-
mála eykur enn á þenna vanda.“
Ennfremur segir: „Ríkisstjórn
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
og stuðningsmenn hennar á þingi og
í bæjarstjórn Kópavogs bera fulla
ábyrgð á hvernig málum er komið.
Fundurinn hvetur bæjarfulltrúa
og alþingismenn flokksins til að berj-
ast fyrir réttlátum og nauðsynlegum
fjárveitingum til heilsugæslumála í
Kópavogi.“ Taka samfylkingarmenn
í bæjarstjórn einnig undir bréf
læknaráðs Heilsugæslunnar í Kópa-
vogi til heilbrigðisráðherra þar sem
mótmælt er skammtímalausnum á
fjárhagshalla heilsugæslunnar.
Samfylkingin ályktar um húsaleigubætur og heilbrigðismál
Mótmæla vaxandi hlut bæjar